Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 23
Miðvik'udagur 31. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 Wodiczko lætur af stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar Verður aðalforstjóri nýrrar óperuhallar i Varsjá HINN mikilhæfi, pólski hljómsveitarstjóri, Bohdan Wodiczko, sem nú um all- langt skeið hefir þjálfað og stjórnað Sinf óníuhlj ómsveit íslands með mjög glæsileg- um árangri, að dómi þeirra, er gerst mega um dæma, er á förum héðan í næsta mán- uði, en hinn 1. júlí á hann að taka við einni mestu virð- ingar- og áhrifastöðu ípólsku tónlistarlífi. Hefir hann ver- ið ráðinn aðalforstjóri, list- stjóri (Kunstleiter) og aðal- hljómsveitarstjóri nýs og glæsilegs óperuhúss í heima- borg sinni, Varsjá. — ★ — / Er fréttamaður blaðsins ræddi etuttlega við Wodiczko í gær í til efni þessara tíðinda, kvaðst hann mundu halda heim til Póllands, þegar er sýningum á óperettunni Sígaunabaróninum lýkur í Þjóð leikhúsinu, en frá því ráðningar tíma hans hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni lauk, hinn 15. þ.m., hef ir hann eingöngu starfað á vegum Wodiczko — hefir unnið hér mikið og gott starf leikhússins í sambandi við sýn ingu óperettunnar. ★ Starfsemin hefst eftir 114 ár. Wodiczko sagði, að hin nýja óperuhöll í Varsjá yrði eitthvert allra glæsilegasta og nýtízkuleg- asta söngleikahús 1 Evrópu, og þótt víðar væri leitað. Húsið er reist á rústum „Stóra leikhúss- ins“ í Varsjá, sem eyðilagðist í — Noregskonungur Framh. af bls. 1 Kröyer forsetaritari, Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins, Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri, Xorfi Hjartarson tollstjóri, Finn Sandberg sendiráðsritari, Othar Ellingsen ræðismaður, svo og fylgdarlið konungs og utan- ríkisráðherra Noregs. Kl. 11.00: Bátur Noregskon- ungs leggur að bryggju og kon- ungur stígur á land. — Þegar for seti íslands og forsetafrú hafa heilsað konungi og fylgdarmönn- um hans, verða leiknir þjóð- söngvar Noregs og íslands. Þá kynna forsetahjón viðstadda fyrir konungi. — Síðan taka anenn sér sæti í bifreiðum eins og segir í bifreiðaskrá 1. Kl. 11.20: Ekið frá höfninni (um Geirsgötu, Pósthússtraeti, Hafnarstræti, Lækijartorg, Lækj- argötu og Vonarstræti að Tjarn- argötu 32). Kl. 11.30: Komið að Ráðherra- bústaðnum. Forsetahjónin fylgja konungi til íbúðar hans. Forseta- ritari Haraldur Kröyer tekur á móti. Athöfn á Austurvelli Kl. 12.00: Ekið frá Ráðherra- bústaðnum (um Tjarnargötu, Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Lækj- argötu, Skólabrú, Kirkjustræti að dyrum Alþingishússins). Bif- reiðaskrá 2. Kl. 12.05: Komið að Alþingis- húsi. Kl. 12.07: Konungur leggur blómsveig að styttu Jóns Sig- urðssonar. Kl. 12.15: Gengið í Alþingis- hús. Forsetar Alþingis taka á móti. Konungur skoðar Alþingis húsið undir leiðsögn þeirra, Konungur og forseti Islands ganga út á svalir Alþingishússins. Kl. 12.25: Ekið frá Alþingis- húsi að Ráðherrabústaðnum (um Templarasund, Vonarstræti og Tjarnargötu). (Bifreiðaskipan óbreytt.) Bifreiðir A og B halda 6íðan áfram að Hótel Borg, og bifreið C að norska sendiherra- bústaðnum.) Kl. 13.15: Ekið frá Hótel Borg «g norska sendiherrabústaðnum að Ráðherrabústað. (Bifreiðir C, A og B.) Kl. 13.30: Hádegisverður í Ráð herrabústaönum. Athöfn í Fossvogskirkjugarði Kl. 15.30: Ekið frá Ráðherra- bústaðnum í Fossvogskirkjugarð (um Tjarnargötu, Hringbraut, Reykjanesveg). Bifreiðaskrá 3. KI. 15.40: Komið að norska kirkjugarði. Konungur Noregs minnisvarðanum í Fossvogs- leggur blómsveig að minnisvarð- anum. Kl. 16.00: Ekið til baka að Ráð- herrabústaðnum (og Hótel Borg og norska sendiherrabústaðnum). (Bifreiðaskipan óbreytt.) Móttaka fyrir forstöðumenn er- lendra sendiráða í Reykjavík Klæðnaður: Árdegisbúningur. Kl. 16.45: Fylgdarlið ekur að Ráðherrabústaðnum. Bifreiða- skrá 4. Kl. 17.00: Konungur Noregs tekur á móti forstöðumönnum er lendra sendiráða í Ráðherrabú- staðnum. Ambassador Noregs Bjarne Börde kynnir. Viðstaddir verða utanríkisráðherra Lange, Grönvold stallari konungs, Lund esgarrd ofursti og Haugh major, auk Aagnars Kl. Jónssonar ráðu- neytisstjóra utanríkisráðuneytis- ins. Kvöldverður að Hótel Borg • Klæðnaður: Kjólföt, heiðurs- merki. KI. 20.05: Forsetahjón koma að Hótel Borg, aðaldyrum (í for- setabifreið 2). KI. 20.10: Konungur Noregs ekur frá Ráöherrabústaðnum að Hótel Borg, aðaldyrum (forseta- bifreið 1). Kl. 20.15: Kvöldverður að Hótel Borg. Kl. 23.00: Konungur Noregs ekur frá Hótel Borg að Ráðherra bústaðnum. Bifreiðaskrá 5. (Bif- reiðir A og B aka síðan fylgdar- liðum heim.) Kl. um 23.05: Forsetahjón aka til Bessastaða í forsetabiíreið 2. 1 KI. 23.30: Veizlulok. sprengjuárásum í heimsstyrjöld inni. Sjálfri byggingunni er lok ið fyrir nokkru, en smíðin hefir tekið um tíu ár, með nokkrum hvíldum, þar sem leggja þuiiti megináherzlu á íbúðabyggingar eftir eyðileggingar styrjaldarinn ar. Er nú verið að koma fyrir öll um nauðsynlegum tækniútbún- aði í óperuhúsinu — og byrjað að ráða starfsfólk. Það mun taka til starfa eftir ca. 1% ár. ★ „Allt á sama stað“ f söngleikahöllinni verða nokkr ir mismunandi stórir salir fyrir ýmiss konar óperu-^>g ballettsýn ingar, en aðalsalurinn mun rúma milli 13 og 14 hundruð manns í sæti. í byggingunni verður nán- ast allt, sem talizt getur nokkur þörf á til þess að auðvelda starf ið og fullnægja öllum listrænum kröfum. Þar verður t.d. sérstakur ballett-skóli og æfingaskóli í öllu, sem tilheyrir óperusöng og leik. Sviðsútbúnaður verður sá fullkomnasti, sem nú þekkist, og margskonar „lúxus“ verður í húsinu til þæginda og ánægju fyrir starfslið og gesti. T.d. má geta þess, að í herbergjum óperu söngvaranna verður sjónvarp. Fastráðið listafólk mun svo búa í sérstöku „hverfi“ rétt hjá óperu höllunni. ★ Mikið og erfitt starf. Wodiczko kvaðst gera sér Ijóst, að hann ætti afar mikið og erfitt starf fyrir höndum. Þarna þyrfti raunverulega að byggja upp frá grunni — allt starfsliðið yrði nýtt þótt það hefði að sjálfsögðu sína reynslu í starfi annars staðar frá. Sitt yrði að móta allt og fella saman í heild innan veggja þess- arar nýju glæsihallar. En þótt starfið yrði erfitt og ábyrgðar- mikið, hygði hann gott til að leggja sig allan fram við það, þar sem vænta mætti mikils árang- urs af því fyrir allt hljómlistarlíf í landinu, ef vel tækist til. — Með Óðni Framh. af bls. 2 skömmu áður en við létum í haf, kom léttibátur frá landi með þá Gunnar Bergsteinsson, skipherra, Ármann Eyjólfsson, stýrimann, og Robert D. Jensen, stýrimann. Þegar skipin hafa varpað anker- um á ytri höfninni í fyrramálið fer Gunnar um borð í Norge og verður hann leiðsögumaður norska skipstjórans Thoresen meðan á heimsókninni stendur. Ármann fer um borð í Bergen og verður yfirmönnum þar til fylgd ar, en Robert fer um borð í Norge með Gunnari Bergsteins- syni og verður öðrum yfirmönn- um þar til fylgdar og leiðsögu. — Vélskólinn Framh af bls. 6. deild auk 12 rafvirkja, sem gengu undir millibekjarpróf. All ir stóðust prófin. Af vélstjórunum hlutu 3 ágæt- iseinkunn, þeir Gísli Gíslason með 7,64 (8 er gefið hæzt), Guð mundur Pálsson með 7,05 og Sig urður Haraldsson með 7,01. 15 hlutu fyrstu einkunn. Af vélstjóirum úr rafemagns>- deild hiutu 4 ágætiseikunn, þeir Svavar Sveinsson með 7,33, Björn Jónsson með 7,20, Sveinn Sigurðsson með 77,18 og Jón Vilhelmsson með 7,00. 15 hlutu 1. einkunn. Að skólaslitaræðurani lokinni tók Gísli Jónsson, alþingismaður til máls og færði skólanum árn- aðaróskir. Þá voru og mættir 40 ára vélstjórar og mæltu fyrir þeim Þórður Runólfsson og Þor kell Sigurðsson. Bárust skólanum góðar gjafix. Konungi fagnað FÉLAGIÐ ÍSLAND—NOREGUR fagnar því að Hans hátign Ólafur konungur V. kemur til islands fyrstur allra Noregskonunga. Megi för hans hingað verða honum til ánægju og til þess að styðja að gagnkvæmum kynnum frændþjóðanna. ■ Um langan aldur hefur verið vík milli vina og of strjál kynni þjóða vorra. Á síðari árum hafa samskiptin aukizt, góðu heilli, og vilja allir Islendingar fúsir að því vinna, að þau megi enn vaxa. I stjóm félagsins ísland—Noregur. Hákon Bjarnason Kristmann Guðmundsson formaður varaformaður Eggert Guðmundsson Gunnar Dal gjaldkeri ritari Hannes Jónsson Ásmundur Guðmundsson meðstj. meðstj. Guðmundur Marteinsson meðstj. — Kajpólski skólinn Framh. af bls. 13 kenna við skólann og einnig Sig- urlaug Björnsdóttir frá 1946. Er mjög bagalegt að þessi stóri og rúmgóði skóli skuli nú verða lagður niður, einmitt þegar þörf- in er sem brýnust. Auðsætt virð- ist að bæjaryfirvöldin láti málið til sín taka og reyni á einhvern hátt að koma í veg fyrir að skólinn verði lagður niður. 127 börn í vetur Eins og fyrr segir, var skólan- um sagt upp fyrir nokkru. 127 börn voru í honum í vetur og luku 13 burtfararprófi. Hæsta einkunn hlaut Elsa Bessadóttir 9,07 og næst var Guðrún Eyjólfs- dóttir 9,05. Af þessum 13 börnum hlutu 7 milli 8 og 9 í aðaleink- unn. í 5. bekk varð Birna Lárusd. efst með 8,40 og Bjarni Jónasson næstur með 8,30. Systir Lioba bað blaðið að færa foreldrum og nemendum skólans þakkir fyrir góða sam- vinnu og vinsemd í garð skólans á liðnum árum. — G.E. Ég vil með þessum línum þakka skipstjóra og skips- félögum á Þorsteini Ingólfssyni fyrir mjög ánægjulega og góða samvinnu um leið og ég vil sérstaklega beina þakklæti mínu til skipstjórans, Theodórs Jónssonar, Hlunnavogi 10, fyrir vináttu í minn garð. Ég óska hon- um, félögum hans og skipi gæfu og gengis í framtíðinni. Sigurður Ingimundarson, Suðurpól 4, Reykjavík Alúðar þakkir til hinna mörgu, er glöddu mig á einn og annan hátt í tilefni af 60 ára afmæli mínu 21. maí sl. Guð blessi ykkur öll. • Guðmundur Angantýsson Af alhug þakka ég öllum, sem hafa sýnt mér vinsemd á áttræðisafmæli mínu 15. mai sl. Mínar beztu óskir til ykkar allra. Sigríður Benediktsdóttir, Sóleyjargötu 31. Vinur minn, VIGGO PERSSON « prentmyndasmiður, Östersögade 50, Köbenhavn Ö. lézt 29. maí s.l. Sigurbergur Árnason. Konan mín HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Hamri verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 2. júní kl. 1,30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. — Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en ef einhver vildi minn- ast hinnar látnu, er bent á minningarsjóð Helgu ívars- dóttur. — Minningarspjöld fást í bókaverzlun Lárusar Blöndal. Vilhjálmur Guðmundsson Ilnnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför HELGA GUÐMUNDSSONAR kirkjugarðsvarðar. Börn, tengdabörn og barnaböm. Hjartans þakkjp fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall og jarðarför mannsins míns, ÞORLEIFS ÞORLEIFSSONAR Hóli Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Svanhildur Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.