Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 24
Sáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í gærkvöldi um Auk-þess nokkur tilfærsla til hækkunar milli flokka slit verði ekki kunn fyrr en í lok vikunnar. Eins og áður er getið, er gert ráð fyrir, að samningar gildi í tvö ár, en séu þó á þeim tíma uppsegjanlegir, ef gengisbreyting verður, eða vísitala hækkar. Hins vegar er heimilt að segja samn- ingunum upp að tveim árum liðnum, þótt engin breyting hafi orðdð á gengisskráningu eða vísitölu, en verði það ekki gert, framlengjast þeir um eitt ár og kaup hækkar enn sjálfkrafa um 3%, sem leggjast ofan á kaupið eins og það þá verður. Heimild til uppsagnor v/ð hækkun visitölu eðo gengisbreytingu Á FUNDI með samninganefndunum í vinnudeilun- um í gærkvöld lögðu sáttasemjararnir, Torfi Hjart- arson og Jónatan Hallvarðsson, fram miðlunartil- lögu. Meginatriði hennar eru þau, að kaup hækki nú þegar um 6%, síðan eftir eitt ár um 4% og loks að tveim árum liðnum um 3%. Eftir eitt ár nemur hækkunin þannig 10%, og skulu þeir samningar gilda til 1963, en þriðja árið bætist við 3% kaup- hækkun, ef samningum ekki er sagt upp. Er þarna um að ræða svipaða kauphækkun og fékkst eftir sex vikna verkfall 1955. Auk þess er gert ráð fyrir nokkurri tilfærslu til hækkunar milli flokka. Heimilt er að segja samningunum upp hvenær, sem er með eins mánaðar fyrirvara, ef vísitala framfærslu kostnaðar hækkar um 3% fyrsta árið, eða 5% á tveim árum. Þannig tryggir till. alltaf raunhæfar kjara- bætur, ef hún verður samþykkt, gagnstætt því, sem verið hefir um fyrri kauphækkanir. Auk þess er svo ákveðið, að samningunum megi segja upp, ef gengis- breyting verður. Með tillögu þessari gerir sáttasemjari því tilraun til að leysa vinnudeiluna, þannig að varanlegar kjarabætur fáist, áður en óbætanlegt tjón er orðið af langvarandi verkfalli. Sáttatillöguna þarf að bera undir allsherjarat- kvæðagreiðslu í hinum ýmsu félögum launþega og vinnuveitenda, en ekki er vitað, hvenær hún fer fram. Vonir standa til að hér sé fundin lausn deil- unnar, enda má telja víst að verkfall yrði mjög lang- vinnt, ef svo hörmulega færi, að tillagan yrði felld. Sáttatillagan tekur til eft- irfarandi félaga launþega: Verkamannafélaganna Dags lögum, munu atkvæði alls staðar verða talin samtímis, og er gert ráð fyrir, að úr- Samninganefnd vinnuv eitenda á fundi í þinghúsinu í gaerkvöldi. Nokkrir af samninganefndarm önnum launþega þar sem þeir b íða eftir að fundur með sátta- semjara hefjist í Alþingishús inu í gærkvöldi. Fjöimennur Iðjufundur feliir verkfailsboúun Felur stjórn framhald samninga í GÆRKVÖLDI var haldinn almennur félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík um samninga- málin. Fundurinn var hald- inn í Iðnó og var ákaflega fjölsóttur. Munu um 400 manns hafa verið á fundin- um þegar flest var. í upphafi fundarins lagði Björn Bjarnason fram tillögu, þar sem stjórn og trúnaðarmannaráði var falið að boða til verkfalls 12. júní n.k., hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Þessi til- laga var borin undir atkvæði í fundarlok og var felld með 188 atkvæðum gegn 170. Hinsvegar var samþykkt tillaga frá Þorvaldi Ólafssyni, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um að fela stjórn félagsins að halda áfram samningaumleitunum við Félag ísl. iðnrekenda og sjá til hverjar tillögur sáttasemjara yrðu. I til lögu Þorvalds sagði ennfremur, að ef ekki skapaðist samnings- grundvöllur í sambandi við þær tillögur, feli fundurinn stjórn og, trúnaðarmannaráði frekari að- gerðir í málinu. Gert er ráð fyrir, að Iðja haldi samningafund með iðnrekendum 1 dag. Stórhöfðingleg líjöf til íslands í FRÉTTUM frá Osló segir frá því, aff norska Stórþing- ið hafi samþykkt á lokuð- um fundi stjórnarfrumvarp þess efnis, að Norðmenn skuli færa Islendingum að gjöf eina milljón norskra króna (um 5,3 millj. ísl. króna), í því skyni að efla samvinnu þjóðanna um skógrækt á íslandi (en Norð menn hafa eins og kunnugt er á ýmsan hátt stuðlað að því að klæða tsland skógi) og til þess að auka menn- ingarleg samskipti landanna almennt. ★ Torgeir Andersen-Rysst mun fyrstur manna hafa sett fram hugmynd um slíka þjóðargjöf Norðmanna til íslendinga, árið 1958, — og hafði hann þá m. a. í huga, að Norðmenn skyldu tjá íslendingum þakkir fyrir aðstoð veitta í og eftir heimsstyrjöldina. brúnar í Reykjavík og Hlíf- ar í Hafnarfirði, Félags járn- iðnaðarmanna, Félags bif- vélavirkja, Félags skipa- smiða, Félags blikksmiða, Fé lags ísl. rafvirkja, Trésmiða- fél. Reykjavíkur, Múrarafé- lags Reykjavíkur, Málarafé- lags Reykjavíkur og Sveina- félags pípulagningamanna. Að loknum allsherjarat- kvæðagreiðslunum, sem fram fara í hinum einstöku fé- Lissabon, Portúgal, 30. maí. —■ (Reuter) —• ÆGILEGT flugslys varð í dag við strendur Portúgals. Stór farþegaþota af gerðinni DC-8 fórst, skömmu eftir að hún lagði af stað frá Lissa- bon til Caracas í Venezúela, og með henni allir, sem í henni voru, 47 farþegar og 14 manna áhöfn, eða alls 61. Meðal farþega voru tíu hörn, þar af þrjú ungbörn. Fólk, sem á heima á Costa de Caprica, um 16 km suður af Lissabon, en þar nálægt fórst flugvélin, skýrir svo frá, að verið hafi þrumuveð* ur og mikil rigning, er slys* ið varð. Kvaðst fólkið hafa heyrt mikla sprengingu og síðan séð flugvélina steypast í sjó niður. Braki úr vél- inni og nokkrum líkum hefir skolað á land. ic Sambandslaust eftir 4 mín. Umrædd farþegaþota var i eigu hollenzka flugfélagsins KL>M Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.