Morgunblaðið - 02.06.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.1961, Qupperneq 1
24 siður 48. árgangnr 120. tbl. — Föstudagur 2. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina í dag er valið milli raunhæfra kjarabúta og langs verkfalls Segib JÁ v/ð sáttatillögunni og trygg- /ð eigin hag og þjóðarinnar í DAG er örlagaríkur dagur í sögu þjóðarinnar og jafnframt lífi þúsunda einstaklinga og verka- mannafjölskyldna. í dag er valið á milli raunveru- legra kjarabóta og langs verkfalls. Verkamönnum býðst nú 10% kauphækkun á einu ári, eða jafnmikil kauphækkun og þeir fengu eftir 6 vikna hart verkfall 1955. Kæmi 6% kauphækkun til fram- kvæmda nú þegar og 4% hækkun að ári liðnu- Sá er þó munurinn á, að hér væri um raunverulegar kjarabætur að ræða. 1955 varð kauphækkunin hins vegar brátt að engu. Kommúnistar treystast ekki til að andmæla því, að jafnmikla hækkun, og þó raunhæfari, sé nú hægt að fá og þá, sem kostaði langvinnt verkfall 1955. Megináróður þeirra beinist hins vegar aið því, að kjarabæturnar verði að fást með öðrum aðferðum að formi til, þ.e.a.s., að ÞEIR undirriti samkomulag við vinnuveitendur. Það er auð- vitað hrein blekking, að aðilar deilunnar þurfi að semja um lausn hennar beint sín á milli til þess að um samkomulag sé að ræða, því að samningur hefur stofnazt um leið og báðir aðilar hafa samþykkt sátta- tilboð sáttasemjara og hefur þá alveg sama gildi og sá samningur, sem kommún- istar segjast vilja gera. Ekki hafa kommúnistar heldur treyst sér til þess að mótmæla einu orði því, sem Morgunblaðið hefur að und- anförnu bent á að hlyti að sigla í kjölfar langvarandi verkfalls. Sérhver verka- mannsfjölskylda missir 2% árstekna sinna hverja viku, sem verkfallið stendur. — Vegna framleiðslustöðvunar og aukins tilkostnaðar væri svo um leið dregið úr getu atvinnuveganna til þess að standa undir kjarabótum. — Enda þótt verkalýðnum tækist að knýja fram fleiri krónur eftir lang verk- fall en nú er unnt að fá, er viðbúið, að það yrðu minni krónur, sem þá fengjust. Það þarf raunar engan að undra þótt kommúnistar hafi ekki verið að þreyta sig á því að svara eða taka til greina ábendingar sem þessar. Hinn raunverulegi tilgangur þeirra er nú orð- inn öllum ljós. Það eru ekki nema örfáir dagar síðan einkamálgagn Hannibals Valdimarssonar forseta ASÍ, lýsti því yfir í fullri hreinskilni, að verkföllin væru aðeins einn þáttur í baráttu kommúnista gegn ríkisstjórn landsins. Engum getur dulizt ,að hér er um að ræða pólitískt verkfall, sem háð er gegn ríkisstjóm- inni en ekki fyrir verkalýð- inn. Frh. á bls. 23. Flugpdstur með Pun Am Blaðið átti í gær tal við Matthías Guðmundsson póst- meistara og spurðist fyrir um póstsamgröngur, einkum loft- leiðis eftir að ferðir íslenzku flugvélanna leggjast niður. Póstmeistari sagði, að segja mætti að póstsamgöngur væru með eðlilegum hætti innan- lands enn sem komið er, Með stöðvun millilandaflugs ins verður póstflutningur sendur með erlendum flugvél um, sem hingað koma svo sem verið hefur áður. Skipspóstur fer og kemur með farþegaskipunum Heklu og Gullfossi allt nema böggla póstur, sem ekki fæst af- greiddur að undanskildum sendiráðspósti. Davíð skáld Stefánsson afhendir Ólafi konungi kvæði sitt. Á myndinni sjást einnig forsethjónin. (Ljósm. P. Thomsen). ,Kom heill um höf herra konungur** ÞEGAR Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, flutti Ólafi Hákonarsyni, Noregs- konungi, kvæði sitt í hátiðasal Háskólans í gærmorgun, þá hann ekki höfuð sitt að laun- um, heldur virðingu hvers manns og þakklæti. Án efa er flutningur konungskvæðisins einn sögulegasti viðburður í heimsókn Ólafs Hákonarson- ar til íslands að þessu sinni. Þegar skáldið sagði hvellri, röddu: Kom heill um höf, herra konungur, fékk allt sem áður var í sam- skiptum þjóðanna fyrir þús- und .árum hlutdeild í þessari hátíðlegu stund og sá tími, sem hefur liðið frá þvi Óttar svarti flutti Ólafi helga höfuð- lausn sína hvarf eins og dögg fyrir sólu, varð eitt andartak tvær ljóðlínur. Þegar Davíð stóð andspæn- is Noregskonungi, voru liðin 677 ár frá því Sturla Þórðar- son, lögmaður, andaðist. Hann skrifaði síðustu konungasög- urnar og skreytti með drápum sínum, en ekki vitum við hvort hann flutti konungi þær sjálfur. Sturla skrifaði Hákon ar sögu gamla að nokkru leyti að fyrirlagi Magnúsar Hákon- arsonar lagabætis og ennfrem ur sögu Magnúsar sjálfs, sem aðeins er til í tveimur brotum. Aftur á móti vitum við hve nær íslenzk skáld fluttu Noregskonungi síðast drápur sínar. Það var, samkvæmt skáldatali í Snorra-Eddu, á dögum Eiríks konungs Magnús sonar, sem kallaður var presta hatari og uppi var skömmu fyrir 1300. í Skáldatali er get- ið fimm skálda Eiríks, og má ætla með nokkurri vissu að tvö þeirra hafi verið íslenzk. Frægasta kvæði sem ís- lenzkt skáld orti til konungs af norsku bergi er vafalaust Höfuðlausn Egils. Skáldið flutti hana Eiríki blóðöx í Eng landi, eins og kunnugt er. Vestr fórk of ver, en ek Viðris ber munstrandar mar. Svá’s mitt of far. Drók eik á flot við ísa brot. Hlóðk mærðar hlut míns knarrar skut. Er ljóð þetta eitt hið merk- asta í íslenzkum bókmennt- um, ekki sízt fyrir þær sakir að það er fyrsta ljóðið á ís- lenzka tungu með endarími. 1 Egils sögu segir, að Egill hafi gengið fyrir konung „ok hóf upp kvæðit“ og kvað hátt ok fekk þegar hljóð“. Eiríkur konungur sat uppréttur með- Frh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.