Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNfíLAÐIE Föstudagur 2. júní 1961 Fjölmennur fundur Dagsbrún- ar um sáttatillöguna í gær Athyglisverðir fundarhættir i stærsta verkalýðsfélagi landsins Kommúnisfar samþykkfu áskorun gsgn lausn kjaradeilunnar Á TVEGGJA klukkutíma fundi verkamannafélagsins Dagsbrún- ar um miðlunartillögu sáttasemjaranna eftir hádegið í gær, talaði Eðvarð Sigurðsson, formaður félagins, í talsvert á aðra klukkustund og mælti eins og vænta mátti, eindregið fyrir þeirri afstöðu ,sem „Þjóðviljinn“ tók strax áður en efni tillög- unnar var kunngert, þ. e. að hún verði felld. Þorri fundarmanna var úr hinu fasta fylgiliði kommúnista hér í Reykjavík, og var án mótatkvæða samþykkt tillaga, sem forvígismenn þeirra fluttu um að skora á Dagsbrúnarmenn að fella sáttatillöguna. Það vakti hins vegar athygli, að margir fundarmanna, jafnvel heilir bekkir, klöppuðu ekkert, þegar Eðvarð Sigurðsson hafði lokið hinni löngu ræðu sinni og tóku ekki þátt í atkvæðagreiðsl- ar, sem tekist hefðu úti um land undanfarna daga væru aðeins gerðir til örskamms tíma Og því ekki við þá að miða. Eðvarð hefði talað um, að 4% mánaðar samn- ingaumleitanir hefðu engan ár- angur borið. Um leið og sagt væri frá slíku, þýddi ekki að halda því fram, að á næstu 2, 3, 4 eða 5 dögum gætu verkamenn fengið gull og græna skóga. Yfir- standandi kjaradeila yrði ekki leyst með æsingi, ópum eða öskri. Nú lægi fyrir raunhæf tillaga um lausn og yrði hver og einn að vega hana og meta fyrir sig. Meðan ekkert lægi fyrir sem tryggði hagkvæmari lausn væri óhyggilegt að ætla að varpa henni umsvifalaust fyrir borð. í sama foraðið og áður Þá talaði Jón Hjálmarsson og lýsti hann undrun sinni yfir því, hve einhliða Eðvarð hefði túlk- að sáttatillöguna. Það skipti meginmáli í sam- bandi við þá kauphækkun, sem í þessari lausn fælist, að hækkað verðlag mundi ekki fylgja í kjölfarið ef henni yrði tekið. Varpaði ræðumað- ur fram þeirri spurningu, hvort eklki væri betra að fara lægra — en fá raunverulega fram það, sem um væri sam- ið? Gagnrýndi Jón afstöðu förráða- Ræða Eðvarðs Þegar fundurinn, sem haldinn var í Gamla bió fyrir fullu húsi, hafði verið settur, hóf Eðvarð Sigurðsson framsöguræðu sína, drap á gang samningaumleitana, sem staðið hefðu í 4% mánuð og engan árangur borið fyrr en nú síðustu daga, er tilboð vinnu- veitenda og síðar málamiðl- unartillaga sáttasemjaranna hefðu komið fram. iK Glefsur úr tillögunni Síðan vék hann að efni sátta- tillögunnar, sem hann sagðist ekki sjá ástæðu til að lesa upp, þar eð hann vildi firra fundar- menn svo löngum lestri; þess í stað mundi hann láta nægja að segja frá því, er hann teldi aðal- atriði málsins. Tók Eðvarð síðan glefsur úr tillögunni á víð og dreif, gagnrýndi þær eða reyndi að gera tortryggilegar og brýndi þá gjarna röddina, þegar rök- semdarfærslan slappaðist. Leið opnuð — hvaða leið? Alla ræðuna út í gegn hamraði Eðvarð á því, að sáttatillöguna yrði að fella og eins og til að tryggja, að menn greiddu nú at- kvæði „rétt“, lagði hann mikla áherzlu á það Og margítrekaði, að fundarmenn færu beint af fundinum til að greiða atkvæði. Það var mjög athyglisvert, að í sinni löngu ræðu treystist Eðvarð Sigurðsson ekki til að gera grein fyrir því, hvað hann héldi að við tæki, ef þess ari lausn deilunnar yrði hafn- ar. Hann endurtók aðeins, án nokkurra röksemda eða skýr- inga, að með þvi að f etta sátta tillöguna væri „opnuð leiðin til samninga og raunhæfra kjarabóta". Það var því jafn- hulið eftir ræðu Eðvarðs sem fyrr, hvernig verkamenn eiga að geta hagnast á því að verk- fallið dragist á langinn. Fundarmenning kommúnista Næstur kvaddi sér hljóðs Jó- hann Sigurðsson, en er hann hugðist hefja mál sitt upphófust mikil óp og köll frá kommúnist- um: „Út með hann!“. „Niður með hann“. „Farðu til helvítis!" O. s. frv. Guðmundur J. Guð- mundsson, sem var fundarstjóri, reyndi til málamynda að þagga niður í mönnum sínum og sagði: „Við skulum hafa hljóð augna- blik“. Það íeyndi sér þó ekki, að ýmsum fundarmönnum þótti nóg um þessar aðfarir. Ekkert í staðinn f ræðu sinni benti Jóhann Sig- nrðsson m. a. á það, að Eðvarð Sigurðsson hefði ekki skýrt frá neinu, er komið gæti í stað þeirr ar lausnar, sem í sáttatillögunni fælist, enda þótt hann heimtaði að hún yrði felld. Þeir samning- manna Dagsbrúnar til sáttatillög- unnar og taldi ranga. Óhyggilegt væri af henni að leitast við að stýra þessari deilu inn í sama foraðið og áður, þegar kjarabæt- ur hefðu jafnan verið gerðar að engu í hækkuðu verðlagi. Betri væri 6% kauphækkun við óbreytt verðlag — en eitthvað meiri hækkun, sem hleypti verðhækk- unum af stað á ný. „Þessir djöfuls hundar . . .“ Þeir Jóhann og Jón töluðu í u. þ. b. 10 mínútur hvor, en síð- an fluttu stuttar ræður þeir Jón Vigfússon, Sigurður Guðnason, Guðmundur J. Guðmundsson og Steindór Jónsson, sem allir mæltu gegn sættum. Var mál- flutningur þeirra nokkuð mis- jafn, en mesta hrifningu skoðana Frh. á bls. 23. Frá kjörfundi í M úrarafélaginu í gær. Allsherjaraíkvæðagreiðsla um sáttatillöguna heldur áíram í dag Kjörsökn mjög sæmileg í gær í GÆR voru boðaðir fund- ir í félögum þeim, er greiða áttu atkvæði um tillögu sáttasemjara í vinnudeilunni og hófst atkvæðagreiðsla í flestum félögunum um tillög una á eftir. Atkvæðagreiðsl- an mim halda áfram í dag. Stjórn Vinnuveitendasambands ins hélt í gær fund og var þar tekin ákvörðun um atkvæða- greiðslu um tillöguna af þeirra hálfu. Allir vinnuveitendur, sem aðild eiga að deilunni eiga að greiða atkvæði um tillöguna á Samningafundur Iðju og iðnrekenda FUNDUR var boðaður með samn inganefndum Iðju í Reykjavík og iðnrekenda kl. 10 í gærkvöldi og var haldinn á skrifstofu F. í. I. að Skólavörðustíg 3. Var honum ekki lokið er blaðið fór í pren-tun um kl. 1 I nótt. /* NA /5 hnútar / SV50hnutor X Snjókoma t OSi \7 Skúrír K Þrumur W/A V\ II H± Ha» L*'Laq» Lægðardrag mikið liggur frá Hollandi norðvestur um Norðursjó Og þaðan til íslands og síðan suðvestur yfir Græn- landshaf, rétt sunnan við Hvarf og alla leið til Labra- dor. Norðan við þetta drag er / vindur yfirleitt hægur á aust an en vestlægur fyrir sunnan það. Á kortsvæðinu er hlýjast í Osló, 24 stig. Loftið þar er komið frá Mið-Evrópu, suð austan yfir Eystrarsalt. f París er aftur á móti ekki nema 12 stiga hiti, en loftið, sem þar er, hefur komið horð an frá Norðursjó, sem enn er heldur svalur eftir veturinn. Veðurspáin kl. 10 í gærkv.: Yfir fslandi er grunn lægð, sem færist lítið úr stað. — SV- land, Faxaflói, SV-mið og Faxaflóamið: Vestan gola eða kaldi, léttskýjað með köflum. Breiðafj., Vestfirðir og Breiða fjarðamið: Austan gola, létt skýjað. Norðurland til Austfj. miða: Austan og norðaustan gola, skýjað en víðast úrkomu laust. SA-land og SA-mið: Vestan gola eða kaldi, létt skýjað með köflum. Veðurhorfur á laugardag: Breytileg átt, víðast úrkomu- laust. skrifstofu Vinnuveitendasam- bandsins að Fríkirkjuvegi 3 kl. 14 til 22 í dag. Laust fyrir miðnætti aflaði blaðið sér allra fáanlegra upp- lýsinga um fundi í félögunum og kjörsókn. Verkakvennafélagið Framsókn hélt fund í Iðnó og urðu þar miklar umræður um til lögu sáttasemjara. Stjórnin mælti með tillögunni, en fram komu einnig andmæli. Er því allt óráð ið um úrslit atkvæðagreiðslu þar, en hún fer fram í dag. • Kjörsókn í gær. Dagsbrúnarfundarins er get ið sérstaklega annars staðar hér í blaðinu en er kjörfundi þar var frestað í gærkvöldi höfðu um 900 manns greitt atkvæði af um 2800 á kjörskrá. f Trésmiðafélaginu stóð fund ur enn laust fyrir miðnætti Og var þá atkvæðagreiðsla ekki haf in. Umræður voru þar miklar. Félag bifvélavirkja hélt kjörfúnd til kl. 11 og höfðu þá 59 greitt atkvæði af 180 á kjörskrá. í félagi blikksmiða höfðu 19 greitt at- kvæði af 29 á kjörskrá. í Múrara félaginu höfðu 84 greitt at- kvæði af 219 á kjörskrá. Fundar Hlífar í Hafnarfirði er getið á öðrum stað í blaðinu. í dag mun atkvæðagreiðslu í félögunum haldið áfram sem fyrr segir og verður á eftirtöld um stöðum: Dagsbrún: Á skrifstofu félags ins í Alþýðuhúsinu frá kl. 14—21. Trésmiðafélag Reykjavíkur: Á skrifstofu félagsins að Laufásvegi 8 frá kl. 14—22. Félag járniðnaðarmanna: Á skrifstofu félagsins Skipholti 19 frá kl. 14—21. Félag bifvélavirkja: Á skrif- stofu félagsins Skipholti 19 frá kl. 17—22. Félag blikksmiða: Á skrifstofu félagsins Skipholti 19 frá kL 18—21. Cf Fél. ísl. rafvirkja: Að Freyju götu 27 frá kl. 16—23. Málarafélag Reykjavíkur: Á Freyjugötu 27 frá kl. 14—21. Múrarafélag Reykjavíkur: Að Freyjugötu 27 frá kl. 16— 21,30, Félag pípulagningamanna: Að- Freyjugötu 27 frá kl 18—23. Sveinafélag skipasmiða: Að Skipholti 19 frá kl. 20—22. Verkakvennafélagið Fram- sókn: Kosning byrjar kl. 10 f.h, og stendur til kl. 22. Um tillögu sáttasemjara er greitt atkvæði á kjörseðlum og skulu þeir, sem samþykkja hana, krossa við já á kjörseðlinum. » Engin samþykkt gerb á Hlífarfundi Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði boðaði í gær til fundar í Bæjarbíói um miðl- unartillögu sáttasemjara í yfir standandi vinnudeilu. Ekki var borin fram á fundinum nein tillaga til áskorunar á verkamenn að fella tillögu var það einkar athyglisvert, að hann tók ekkert undir hinn ábyrgðarlausa málflutning Þjóðviljans og leiðtoga verk- fallsmanna hér á Reykjavík. Auk Hermanns Guðmunds- sonar tóku 2 verkamenn máls. Aðhylltist annar þeinra rk- - ' 1 is- ' til sáttasemjara. eins og gert var þá lausn, sem tillága sáttasemj á fundi verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. Var fundurinn mjög daufur og ó- mögulegt að ráða nokkuð af honum um hug manna til miðl unartillögunnar. ara gerir ráð fyrir. Lagði hann m.a. áherzlu á, að menn sæju nú hverju þeir slepptu, ef þeir felldu tillöguna, en hins vegar væri allsendis óvíst, hvað verkamenn hrepptu eftir langt verkfall. Hinn ræðumað Formaður Hlífar, Hermann urinn mælti gegn samþykkt til Guðmundsson, gerði í fundar- lögunnar, og dró hann enga byrjun grein fyrir efni tillög- dul á, að til þess lægju póli- unnar, en taldi, að hún gengi tískar ástæður. ekki svo langt til móts við Að fundinum loknum hófst kröfur verkfallsmanna, að svo atkvæðagreiðslan um hann treystist til þess að mæla miðlunartillögu sáttasemjara. með samþykkt hennar. Ann- Stóð hún til kl. 10 í gærkvöldi ars var Hermann mjög hóg- og átti að hefjast aftur kl. 1 vær í málflutningi sínum, og eftir hádegi í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.