Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 8
8 r M o rt n rnv R r 4 n i ð Föstuclagur 2. júní 1961 Vöndum til veðurs eins og Svarta- skólamenn Amnar dagur IMoregskonungs * á Islandi Próf. Ármann Snævarr háskóiarektor kveður Ólaf konung á tröppum háskólans. Einnig- sjást á myndinni Gylfi I\ Gíslason, menntamálaráðherra, rektorsfrú Valborg Sigurðardóttir og fleiri gestir. Heimsókn í Háskóla íslands SKÖMMU fyrir klukkan 10 í gærmorgun, kom Ólafur Noregs konungur í fylgd með forseta- hjónunum í Háskólann. Hlýddi hann þar á ræðu Ármanns Snævarrs, háskólarektors, sem birt er í heild á öðrum stað í blaðinu í dag. Að ræðu rekt- ors lokinni söng Dómkórinn fjögur norsk og fjögur íslenzk þjóðlög undir stjórn dr. Páls ís- ólfssonar, einsöngvari var Guð- mundur Jónsson, óperusöngvari. Að söngnum loknum þakkaði konungur fyrir skemmtunina. Hann sagði við Pál ísólfsson: „Hvaða kór er þetta?“ „Dóm- kór Reykjavíkur,“ svaraði Páll. „Eg hafði mikla ánægju af söngnum," sagði þá konungur og bætti við: „Þakka yður fyrir, þetta var fallegur söngur.“ — Síðan gekk hann út úr hátíða- salnum með fylgdarliði sínu. Á leiðinni niður tröppurnar sá hann norskan kvenstúdent, Ing- er Idsöe, með norska stúdents- húfu og þótti honum það á- nægjuleg sjón. Konungur brosti til Inger og hún hneigði sig fallega fyrir þjóðhöfðingja sín- um. Konungur spurði háskóla- rektor, hvort margir norskir stúdentar stunduðu nám í há- skólanum og gaf rektor honum upplýsingar um þá. Úti á tröpp unum sagði konungur: „Það er dósamlegt veður í dag“. Rektor svaraði: „Við höfum eins og Svartaskólamenn reynt að vanda til veðurs með nokkrum töfrum.“ Þá hló Ólafur kon- ungur og sagði: „Ykkur hefur tekizt vel sú konst.“ Áður en konungur fór, spurð- ist hann fyrir um það, hvort sér gaefist kostur á að skoða háskólann aftur en þá var hon- um skýrt frá því að ekki væri unnt að koma því við, vegna þess hve naumur tími væri af- 3ögu. Meðal viðstaddra í hátíðarsaln um voru prófessorar háskólans og aðrir kennarar, skáld og rithöfundar og diplómatar, svo nokkurra sé getið. Heimsókn í Þjóðminjasafnið Prá háskólanum óku Ólafur konungur og forseti íslands, að Þjóðminjasafninu ásamt Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráð- herra, Lange utanríkisráðherra, Og öðru fylgdarliði. Einnig voru með í förinni sendiherrar ým- issa erlendra ríkja hér. Konung ur stóð við í safninu í klukku- stund og sýndi mikinn og al- hliða áhuga á safngripum. Kristján Eldjám, þjóðminja- vörður, tók á móti konungi og gekk með honum um safnið. Virtist konungur einkum hafa áhúga á að skoða sögualdar- safnið og lét þau orð falla að gripir væru margir svipaðir norskum safngripum. Einnig ræddi hann við þjóðminjavörð um íslenzka alþýðulist og bar saman við norska, sagði að hvortveggja væri sýnilega af sömu rótum runnin, þó síðar hefðu við tekið tvær stefnur í þessum löndum. íslenzku bún ingana fyrir enda stóra salar- ins skoðaði konungur með á- huga, hefur sennilega þekktþar aftur frá veizlunni á Hótel Borg kvöldið áður skautbún- inginn, sem vafalaust hefur ver ið glæsilegri á þeim 13 konum, er þar skautuðu, en á styttunni í glerskápnum. Ásgeir Ásgeirsson, forseti, benti konungi á útskorin rúm- stokk, sem var í Laufási á 18. og 19. öld, og sagði að í þessu rúmi hefði tengdafaðir sinn, Þórhallur biskup Bjarnason, fæðst. Hafði biskupi alla ævi staðið útskorna mannsmyndin á rúmstöplinum skýrt fyrir hug- skotssjónum, svo vel greyptist hún í hug hans á æskuárunum. Þá skoðaði konungur norska safnið með athygli, en Norð- menn gáfu íslendingum safn- gripina í sambandi við Snorra- hátíðina 1947, er Ólafur þá krónprins, kom til íslands og komu gripirnir til landsins 1950. Meðan konungur gekk um safnið í fylgd með þjóðminja- verði, skoðuðu aðrir gestir safn muni. Lange utanríkisráðherra var ýmist í fylgd með próf. Sigurði Nordal eða Gísla Gests- syni safnverði, og Þorkell Grímsson, safnvörður, var þar einnig til leiðbeiningar. Konungur og forseti íslands yfirgáfu safnið kl. 11.30 og óku að ráðherrabústaðnum, ásamt fylgdarliði sínu. Tveir erlendir sendimenn, Luigi Cottafavi, Charge d’affaires Ítalíu og Le Chevalier de Fontaine, sendi- herra Belgíu, urðu eftir og báðu leyfis til að skoða Listasafn ríkisins. Var það fúslega leyft og sýndi Selma Jónsdóttir þeim það. En áður en þeir gengu upp á loftið stönzuðu þeir við mynd- ina á endaveggnum í anddyri safnsins, og höfðu sýnilega gaman af að virða fyrir sér myndirnar af Hólabiskupnum, með konurnar sínar þrjár, sem sú síðasta lét mála að honum látnum. Heimsókn að Bessastöðum Laust eftir hádegi lagði kon- ungsfylgdin af stað suður til Bessastaða. Á leiðinni þangað voru á nokkrum stöðum hópar fólks, börn með fána, sem kom- in voru út að Hafnarfjarðar- vegi til að veifa kónginum, eins og krakkarnir sögðu. Hinn gljáfægði bíll brunaði framhjá hópunum. Við heimreiðina að Bessastöðum blöktu fánar Nor- egs og íslands á háum fána- stöngum í sólskininu. Heima við Bessastaðakirkju var slang- ur af fólki. Á tröppum hinnar gömlu kirkju stóðu hempu- klæddir prestar er konungur og forseti komu að kirkjudyrum ásamt fylgdarliði, biskupinn yf- ir íslandi og séra Garðar Þor- steinsson dómprófastur, er bar að þessu sinni norska orðu, sem Ólafur Noregskonungur hafði sæmt hann. í kirkjunni voru þá allmargir kirkjugestir, sókn- arbörn og sveitungar forseta-^ hjónanna á Bessastöðum. Nor- egskonungur og forsetahjónin sátu inni í kór, en gegn þeim sat biskup meðan Sveinn Er- lendsson, meðhjálpari Bessa- staðakirkju, flutti bæn og séra Garðar Þorsteinsson þjónaði fyr- ir altari. Biskupinn sté í stól- inn og flutti ræðu á norsku. Hann lagði út af þess- um orðum í guðspjalli Math.: „Mér er gefið allt vald á himni og á jörðu.“ — Ræddi biskup um valdið yfirleitt og í hverju það vald váeri fólgið. Hann vitnaði í gömul norsk lög um afstöðuna milli konungs og þjóðarinnar og hvernig hún væri nú í Noregi. Hann minnti kirkjugesti á að þeir væru í dag samankomnir á fornu að- setri Snorra til þess að biðja fyrir Noregskonungi og hinni norsku þjóð. Við guðsþjónustu þessa söng kirkjukór Bessastaðakirkju ís- lenzka og norska sálma undir stjóm organista kirkjunnar, Páls Kr. Pálssonar. Tókst sá söngur mjög vel. Konungur var með gleraugu meðan á guðs- þjónustunni stóð. Meðal kirkju- gesta voru ráðherrar og nokkr- ir gestir forsetahjónanna er að lokinni guðsþjónustu sátu há- degisverðarboð þeirra. ^ " ^ Er Noregskonungur kom a8 opnum dyrum forsetabústaðar- ins, sagði Ásgeir Ásgeirsson: — Velkommen i vort hjem! Móttaka Reykjavíkurbæjar Um fjögur-leytið í gærdag kom Ólafur Noregskonungur, ásamt forsetahjónunum, í Mela- skóla, þar sem var móttaka fyr- ir hann af hálfu Reykjavíkur- bæjar. Viðstaddur var fjöldi boðsgesta, ráðherrar, diplómat- ar, bæjarstjórnar- og bæjarráða menn, bæjarstarfsmenn og ýms- ir fleiri. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, ávarpaði konung og er ræða hans birt á öðr- um stað hér í blaðinu. Að ræðu borgarstjóra lokinni flutti kon- ungur ræðu og fara hér á eftir meginatriði hennar: Ég leyfi mér að þakka hjart- anlega fyrir þau vingjarnlegu orð, sem hér hefur verið beint til mín og samtímis vildi ég þakka fyrir allar þær móttök- Framh. á bls. 17. Ólafur konungur skoðar Þjóðminjasafnið undir lciðsögn dr. Kristjáns Eldjárns, þjóðminjavarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.