Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. júní 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 ðrlög Norðurianda hafa verið samofin Ræða Geirs Hallgrimssonar borgar- stjóra til Noregskonungs i gær Yðar hátign, Ólafur konungur fiiiimti. Herra forseti fslands. Virðulega forsetafrú. ' Góðir gestir. UM LEIÐ og við nú bjóðum hjartanlega velkominn hinn fyrsta Noregskonung, er heimsæk ir fsland, hverfur hugur okkar til fyrsta Norðmannsins, sem hér tók sér bólfestu. í öndvegi Ingólfs Arnarsonar var í Ðalsfirði á Fjölum, og þær öndvegissúlur, sem þar stóðu, fundu honum fyrir tilverknað seðri máttarvalda bústað hér, sem við nú erum. Þér hafið, herra konungur, siglt „austan um hyldýpishaf!‘, þá sömu leið og svo margir lands tnenn yðar og landnámsmenn ís- lands áður, — þá leið, er öndveg issúlurnar fóru fyrir nær 1100 árum og hingað, sem forsjón, fólk og forlög hafa reist höfuð- borg fslands. Við tengjum árnaðaróskir okk ar til hins tigna gests, Noregs- konungs, minningunni um Norð manninn, — fyrsta fslendinginn og fyrsta Reykvíkinginn, Ingólf Arnarson. ! En svo kærkomin sem heim- SÓkn Noregskonungs er okkur ís- lendingum nú, þá er ekki jafnvíst að konungur Noregs hefði verið aufúsugestur á íslandi á land- náms- og þjóðveldisöld. Þá mundi Noregskonungur í íslandsheimsókn væntanlega hafa verið í landvinningahug, en ekki í friðar- Og vináttuheimsókn, enda var þá fyrir konung hlut fallslega eftir meiru að sækjast en nú er. Má minnast þess, þegar íslend Ingar gengu Noregskonungi á hönd 1262, fjölgaði þegnum kon ungs ura 20—25 af hundraði, — en þótt íslendingar gengju Nor- egskonungi nú á hönd, múndi þegnum hans aðeins fjölga um 4—5 af hundraði. En það, sem nú eru gamansam ar hugleiðingar, voru áður ör- lagaríkar ákvarðanir. Ibsen segir frá því í leikriti sínu „Konungsefnin“, þegar Skúli jarl hafði tekið sér kon- ungsnafn og biður íslenzka skáld ið Jatgeir að ganga sér í sonar stað. Jatgeir hafnar, en býðst síðar til að vera fyrstur til að fórna sér fyrir Skúla, þegar að Skúla er sótt. Þá segir Skúli kon ungur: „Du som ikke ville leve for meg“, en Jatgeir svarar: „En man kan falle for en annens livs verk; men skal han bli ved S leve, s& má han leve for sit eget“. Saga Noregs og íslands og sam skipti Norðurlanda eru lýsandi dæmi um sannieiksgildi þessara orða. örlög Norðurlanda hafa á ýms an hátt verið samofin, en reynsla aldanna hefur sýnt, að sterkast standa Norðurlöndin hvert fyrir sig Og í einni heild, þegar hvért þeirra er sjálfstætt, óháð og sjálfs síns herra, — og þá er vináttan mest og bezt þeirra á milli. Sjálfstæðisbarátta Norðmanna var okkur fslendingum þannig mikilvægt fordæmi á öldinni sem leið og fyrst á þessari öld og markaði djúp spor á innlend- um og erlendum stjórnmálavett vangi íslands. Hetjuleg barátta og framkoma Norðmanna í síðustu heimsstyrj- öld vann hugi og hjörtu allra ís lendinga. Þá var kveðið hér til Noregs (Steinn Steinarr): „Á eylandi norður við heimskaut ég hljóðlátur stend, — og mitt hjarta er stolt af þeim dáðum, sem þér hafið unn ið“. og ennfremur: „Hin týnda speki var heiminum sýnd og sögð. Sjá, það er eitt sem gildir að vera maður". Þá tókst Noregskonungi og yður sem krónprins að gera að raunveruleika konungshugsjón Hákonar eins og Ibsen kemst að örði: „Norge var et rike, det skal bli et folk; alle skal bli ett, og alle skal vite med sig selv at de er ett“. Forfeður okkar á landnámsöld rituðu um landnám og röktu hreyknir ættir sínar til Norð- Ibúö til söiu Sólrík og björt, 132 ferm. íbúð efst í Hlíðunum er til sölu. Hitaveita. — Uppl. í skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 8. Félag ísl. stórkaupmanna. fiús/óð auglýsir Sófasett, margar gerðir. Svefnsófar. Sófaborð, nýjar gerðir Skrifborð, margar stærðir- Borðstofuborð. Borðstofustólar. Kommóður. Klæðaskápar. Vegghúsgögn — Dívanar. Búslóð K.f. Skipholti 19. Sími 18520 (Gengið inn frá Nóatúni) Geir Hallgiímsson flytur ræðu sína. manna til þess eins og á einum stað stendur að „svara kunna út lendum mönnum, þá er þeir bregða oss því, að vér séum komn ir af þrælum eða illmennum". Við íslendingar erum í dag engu síður en forfeður okkar hreyknir af að vera frændur Norðmanna og við viljum eiga við þá sem mest samskipti, svo að frændræknin tengi saman lönd in. Reykjavík þakkar Osló ánægju lega samvinnu í samstarfi höfuð borga Norðurlanda og margvís- legar, ágætar leiðbeiningar og ráð, sem við höfum sérstaklega sótt til höfuðborgar Noregs og fært okkur hér í nyt með góðum árangri. Osló hefur nú um árabil sent Reykvíkingum vinargjöf, — jóla tré, er sett hefur verið niður á túni Ingólfs Arnarsonar, — sem tákn þess að Norðmenn og ís- lendingar eru sprottnir úr sama jarðvegi og vilja helga líf ein- staklinga og þjóða sinna sjálfs- ákvörðunarrétti, mannhelgi og lýðræði og hafa bundizt samtök um í þeim tilgangi, að hvor þeirra um sig og allar þjóðir megi lifa í friði „for sitt eget livsverk". Mannraun á hafinu I Um kl. 11 „m kvöldið vor- um við staddir út af SoapafJ Flow. Ég var þá nýkominn af| vakt,.hafðj afklæðzt og gripiðá Mann og konu^ sem ég fór að« lesa. Við vorum þarna sex ÍX ko’unum, allir háttaðir og| »ýmist við lestur eða sofnaðir.s &Hinir voru aftur í við töfl og« |spil, eins og gengur. Skipið brunaði áfram án| þess að haggast svo slétturj var sjórinn. Við höfðum gert« ^góðan túr, aflað vel og elt« mjög sæmilega. Okkur leiðS því öllum vel og höfðum uppij gamanyrði. Ég hafði sökktj mér niður í bókina og svefn« Ifór að sækja á mig. Eg var að^ hugsa um að fara að brjótaj blað þegar öll veröldin virtist| sundrast í einu andartaki. Það| \ar eins og skipið tækist áj loft og skylli aftur niður áj sjónn. Geysileg sprengingj kvað við og allt gerðist í senn. Við tókumst á lo*t úr kojun-| «um og gátum enga rönd viðj ^reist. Ég réði ekki neitt við^ fhreyfingar mínar, dýnur hent« fust með okkur og sængurföt-| in þyrluðust um lúkarkm, en| |um leið varð mér það ljóst aðj allt hafði mölbrotnað. Þetta er úr frásögn Bjarna^ Brandssonar, af því þegar| Skúli fógeti sprakk í loft upp,j fog birtist í Vikunni. Kaupmenn! Höfum fengið nýja hentuga gerð af körfugrindum f. smávörur. Pantanir óskast sóttar. Skiltagerðin 21 SALAN Skipholti 21. — Sími 12915. Bílahlutir — Bílasala Chevrolet ’49 áætlunarbíll, 20 manna í góðu standi. International vörubíll 1953, 6 tonn með krana. Willys jeppi ’55 góður bíll. Consul ’55. Volkswagen, sendiferðabíll með hliðargluggum. Volkswagen ’59 standa”d. Volkswagen ‘55 Opel Record ’55. Moskwitch ’58, góður bill. Vil skipti á jeppa. Rússajeppi ’57, ný vél. Ennfremur munið hina nýju notuðu og fágætu bílahlutj. 21 SÖLUNNAR Volkswagen ’61, nýr. Volkswagen ’59, út. toppgr. o. fl., mjög fallegur Moskwitch ’59, engin útb. Chevrolet ’55, mjög fallegur einkabíll, ekinn 50 þ. km. — Lítil útborgun. Fofd ’54 2ja dyra, mjög ódýr. Austin A-70, ’50 Tækifæris- verð, kr. 28 þús. Ford sendibíll ’56. Chevroiet ’57, vörubíll. Willy’s Station ’53 o>g ’55. YBfLASÁLARV 15-0-14 Ingólfsstræti 11. Sírni 15-0-14 og 2-31-36. Aðalstræti 16. Sími 1-91-81. Reglusamur maður, kvæntur en barnlaus, óskar eftir hiisvarðarstarfi (ekki í fjölbýlishúsi). Gæti tekið að sér margskonar lag- færingar og viðhald. Gæti tekið til starfa 15. júní eða 15 ágúst, eða síðar. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 7 júní, merkt: ^Laghentur — 1398“. Ung kona vön verzlunarstörfum, óskar eftir vinnu í sérverzlun hálf- an eða allan daginn. Uppl. í síma 19379. Kona 34 ára óskar eftir einhvers konar vinnu á góðu heimili í sveit í sumar. Einnig 13 ára drengur. — Tilboð merkt: „Börnin í sveit — 1366“, send- ist afgr. Mbl. strax. Vönduð, stór 5 herb. íbúð til leigu í Goðheimum frá 15. júní. — Sér inngangur og sér hiti. — Fyrirframgreiðsla. — Uppl. í síma 32965 í dag og á morgun millj kl. 11—2 og 6—8,___ Aðalstræti 9. Sími 18860. Nýtt! Nýkomið: Nælonjakkar barna Sundbolir, Sundskýlur Dömupoplinkápur Dömustuttjakkar Öll snið eftir nýjustu tízku. Aðalstræti 9. Sími 18860. Isaumaðir nælongallar, poplingallar, poplinúlpur. Teddy — er vandlátra val.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.