Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUMJLAÐ1Ð Föstudagur 2. júní 1961 Leikskóli Styrkiar- félags vangefinna Lyngás tekinn til starfa LYNGÁS, leikskóli Styrktarfé- lags vangefinna, hefur nú hafiff starfsemi sína aff Safamýri 5, í þeim hluta sem fullbyggður er. Hefur skólinn til umráffa tvær leikstofur, af 5 væntanlegum, eitt hvíldarherbergi fyrir börn, snyrtiherbergi fyrir börn og starfsfólk, en skrifstofa forstöðu- konu og kennaraherbergi er langt komiff. Þegar hefur veriff sótt um vist fyrir 12 böm og verffa þau í skólanum frá kl. 1—6 virka daga nema á laugardögum frá kl. 9—12. Forstöffukona er Jónina Eyvindsdóttir. Stofnun leikskóla brýn Styrktarfélag vangefinna var stofnað fyrir röskum þremur ár- um og var tilgangur félagsins að vinna að velferðarmálum van- gefins fólks hvaðanæva að af landi. Strax á fyrsta starfsári hóf fé- lagið leikskólastarfsemi fyrir vangefin börn. Var sú starfsemi til húsa í óþægilegu leiguhúsnæði Og féll að mestu niður sl. ár. En í ljós kom að mikil þörf er fyrir slíka stofnun hér í bænum og einnig, að starfræksla hennar myndi ekki komast í traust horf, fyrr en hún réði yfir eigin hús- næði, sem sniðið væri eftir sér- þörfum starfseminnar. Þess vegna réðst Styrktarfélag van- gefinna í að reisa hús að Safa- mýri 5 fyrir leikskóla og vænt- anlegt dagheimili. 1 Xappagjaldiff affaltekjuliudin Fé til framkvæmda hefur verið mjög takmarkað, helzta tekju- lindin hefur verið tappagjaldið svonefnda, spm er tíu aura gjald af hverri öl og gosdrykkjaflösku sem seld er í landinu. Bæjar- Stjórn Reykjavíkur hefur einnig styrkt bygginguna. Allt annað fjármagn hefur komið frá styrkt- arfélaginu sjálfu. Konur í félaginu hafa safnað fé í sérstakan sjóð með bazar og kaffisölu og er því fé varið til kaupa á tækjum, leikföngum og ihúsgögnum handa stofnunum, sem annast vangefið fólk. Fyrir fé úr þeim sjóði hafa verið kpypt húsgögn, leikföng og kennslu- tæki í Lyngás. Margir einstak- lingar hafa gefið af rausn og hlý- hug til starfseminnar og þakkar styrktarfélagið af alhug öllum þeim, sem veitt hafa starfsem- inni stuðning. Fullkomiff dagheimili innan skamms Húsið að Safamýri 5 teiknaði Halldór Halldórsson, arkitekt. framkvæmdastjóri húsnæðismála stofnunarinnar. Um bygginguna hefur séð Ingvar Þórðarson. Einnig hafa forstöðukonur í Lauf ásborg og í Skálatúni gefið mik- ilsverðar lpiðbeiningar um til- högun innanhús'. Enn eru ófrh- gerðar þrjár leikstofur, hvi'.d r- herbergi, eldhús og borðstofa auk snyrtiherbergja. Fyrirhugað er að eftir því, sem fcyggingu hússins skilar áfram, verði starfsemin aukin, og vonir standa til, að fullkomið daghpim- ili verði tilbúið innan skamms, sem annist börnin frá því kl. 9 á morgnana Og sjái þeim fyrir hádegismat. Einnig er ætlunin að fá kennara að skólanum, svo Frá síffasta skátamóti í Helgadal Skátamdt Hraunbúa SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunhuar í Hafnanfirði heldur hið árlega vormót sitt í Helgadal helgina 2.-4. júní. Hraunbúar hafa oft ast nær haldið vormót sitt þar í dalnum. Þetta vormót er hið 22. í röðinni. Vel verður til þess vandað að venju. Þátttaka utanbæjarskáta hefir farið vaxandi ár frá ári. Sem dærni má nefna, aðseinast er mótið var haldið í Helgadal, voru þar um 800 skátar. Þá heimsóttu forsetahjónin mótið, og þáverandi biskup Herra Ás mundur Guðmundsson mess- aði. Þessi stund verður öllum skátum ógleymanleg. Eins og áður er getið, verður mjög til þessa vormóts vand að. Mótssetningin fer fram að kveldi föstudags. Það kvöld koma skátarnir sér fyrir, reisa tjöldin og búa sig undir tveggja daga dvöl í ríki nátt- úrunnar. Seinna verða nokkur skemmtiatriði, söngur o.fl. Árla næsta dag kemst hreyf ing á tjaldbúðirnar. Allir þjóta upp til handa og fóta, snyrta sig og laga til í tjöldum sínum, því hreinlæti í tjaldbúðum er frumatriði heilbrigðs útilífs. Að lokinni tjaldskoðun, verður örstutt at höfn er fánar verða dregmr að hún. Sú stund á ætíð að minna skátana á þær skyldur, er þeir hafa að gegna við föðurlandið. Þessi dagur verður aðaldag- ur mótsins. Stofnað verður til nýrra vináttubanda og gömul endurnýjuð, skátamál rædd og farið í ýmsa leiki, svo sem knattspyrnu, handbolta, boð- hlaup og m.fl. Síðdegis verða keppnir milli félaga og göngu ferðir, meðal annars verður gengið á Búrfell og Helgafell. Gangan á Helgafell verður með sérstöku sniði; á hátindi þessa fagra fjalls mun fortíðin í eigin persónu birtast göngu görpunum. Um kvöldið verður aðalvarð eldur mótsins. Margt verður þar til skemmtunar, leikþættir, söngvar og hróp. Einhverjar skemmtilegustu minningar, sem eldri skátar eiga, eru frá varðeldunum. Mitt í ríki ó- byggðarinnar sitja skátar vafð ir teppum í hring um snark- andi bálið. „Berst út í kyrrðina skátavarðeldsljóð‘“, er hend- ing úr vinsælum Skátasöng. Seinasti dagur mótsins renn ur upp. Fyrir hádegi verður útiguðsþjónusta. Eftir hádegi er ráðgerð sérstök dagskrá með hljóðfæraslætti, söng og hrópum og íþróttum. Hver stund verður nýtt til hins ýtr- asta. Frá kl. 2—5 verður almenn ingi gefinn kostur á að heim sækja mótsstað og sjá með eig in augum það, sem skátarnir hafa fyrir stafni. Búizt er við miklum fjölda fólks upp í Helgadal á þessum tíma, svo er varðeldurinn fer fram, því sjón er sögu ríkari. Sérstakar ferðir verða á mótsstað frá Álfafelli í Hafn arfirði á laugardagskvöld og eftir hádegi á sunnudag. Skáta höfðingi fslands mun heim- sækja mótið á sunnudag. Útilífið er einn aif hyrningar steinum skátastarfsins. Það þroskar skátann, og gerir hann færari í þeim störfum, sem þjóðfélagið kemur til með að leggja honum á herðar. Viff fánahyllingu Cunnar SigurSsson, form.' ísl.-ameríska félagsins að þau börn geti fengið tilsögn, sem hennar geta notið. ★ Eins og áður hefur verið sagt, er forstöðukona Jónína Eyvinds- dóttir og henni til aðstoðar Hrafnhildur Peterspn. Jónína er útskrifuð úr Fóstruskóla Sumar- gjafar, hefur lengi starfað á barnaheimilum hér og erlendis, og sl. ár hefur hún starfað á Kópavogshæli við gæzlu vangef- ins fnlks Hrafnhildur hefur und- anfarið verið föstea á Sólheim- um í Grímsnesi. Jónas Pálsson, sálfræðlingur, er kynnt hefur sér meðferð van- gpfinna barna erlendis og notið til þess styrks frá Styrktarfélagi vangefinna, mun aðstoða við flokkun barna, sem í skólann koma. Halldór J. Hansen, barna- læknir, mun annast heilbrigðis- eftirlit fyrst um sinn. Félagsmefflimir 440 Stjórn Styrktarfélags vangef- inna skipa eftirtalin; Sigríður Ingimarsdóttir, Guðmundur Gíslason, Kristrún Guðmunds- dóttir, Aðalsteinn Eiríksson og Hjálmar Vilhjálmsson. í bygg- inganefnd eru: Páll Líndal, Hall- dór Halldörsson Og Guðmundur Gíslason. í skólanefnd leikskól- ans eru: Sigríður Ingimarsdótt- ir, Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Svpin- björg Klemenzdóttir og Sigríður Thorteeius. Styrktarfélag vangefinna rek- ur skrifstofu að Skólavörðustíg 18 Og er aðalstarfsmaður hennar séra Ingólfur Þorvaldsson. í fé- laginu eru nú 440 félagar. Gunnar Sigurffsson, flugvallar stjóri, var kjörinn formaður fs- lenzk-ameríska félagsins á aðal fundi þess fyrir skemmstu. Hófst fundurinn á því, aff ritari félags ins. Njáll Simonarson flutti skýrslu stjórnarinnar og greindi frá helztu störfum félagsins á Gunnai' Sigurffsson liffnu starfsári. Svo sem jafnan áffur hefur þaff veriff þyngst á metunum hjá fé- laginu aff greiða fyrir námsmönn um, sem fariff hafa til Banda- styrkja, svo og annast ýmsa affra fyrirgreiðslu, er þar aff lýt ur. í Bandaríkjumum er starfandi merk stofnun, sem nefnist Am- erican Field Service. Þessi stofn un er orðin að góðu kunn hér á landi, því undanfarin fjögur ár hefur baldizt góð samvinna með henni og íslenzk-'ameríska félag inu. Hefur félagið frá öndverðu haft milligöngu um útveguin námsstyrkja fyrir framhalds- skólanemendur á aldrinum 16 til 18 ára til eins árs náms við menntaskóla í Bandaríkjunum. Á þeim fjórum árum, sem ÍÁF hefur annazt fyrirgreiðslu í sam bandi við þessar styrkveitingar, bafa alls 37 íslenzkir nemendur blotið styrki frá AFS. í vetur hafa 12 ungir námsmenn dvalið vestra á vegum samtakanna, og er það stærsti hópurinn, sem þangað hefur farið héðan að heiman í einu. Eru þessir nem- endur væntanlegir aftur til ís- lands á miðju sumri. Þá var tveimur íslenzkum stúdentum veittur styrkur til há slkólanáms í Bandaríkjunum á s.l. ári fyrir milligöngu félags- ins, sem hafði samvinnu við menntastofnanir vestra um út- hlutun styrkjanna. — ★ — Eins og undanfarin ár hefur íslenzk-ameríska félagið gengizt fyrir því að koma ungum íslend ingum til verknáms í B'andaríkj- unum. Er hér um að ræða fyrir- greiðslu, í samvinnu við Ameri- can-Scandinavian F oundation, um útvegun starfs um eins árs Skeið í Bandaxíkjunum fyrir þá, sem hug hafa á að afla sér frek ari þjálfunar og kynna sér nýj- ungar í starfsgrein sinni. Tveir fslendingar hlutu verknáms- styrki að þessu sinni og dvelja nú vestra. Svo sem mörgum mun kunn. ugt voru hinir svonefndu Britt i nghamsty r k ir einhverjir þeir beztu námsstyrkxr, sem ÍAF hafði völ á að útvega. Við frá- fall Mr. Thomas E. Brittingham, en hann lézit snögglega á s.l. ári, var höggvið stórt skarð í hópp hinna beztu velgerðarmanna is- lenzkra námsmanna. Mr. Britt- ingham kom fjórum sinnum til íslands og valdi þá í samvinnu við ÍAF 16 íslenzka stúdenta, sem hann kostaði síðan til náms í Bandaríkjunum með ríflegum fjárframlögum. Mun óhætl að fullyrða, að enginn útlendingur hafi fyrr né síðar sýnt slíkan rausnargkap og höfðingslund til stuðnings íslenzkuim námsmönn- um við nám erlendis. Verður þessa mætta manns lengi minnzt með hlýhug af þeim Íslending- um, sem honum kynntust. Stjóra ÍAF hefur í a'thugun að stofna sjóð til minningar um Mr. Britt ingham, sem hefði það að tak- marki að styrkja bandaríska stúdenta til náms við Háskóia íslands. — ★ — Á s.l. sumri kom Mr. Peter Strong, framkvæmdastjóri Am- erican Scandinavian Foundaition, í heimsókn hingað til lands til viðræðna við stjórn ÍAF. Þá efndi félaigið að vanda til nokk urra skemmtifunda og kvik- Framhald á bls. 23. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.