Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 12
12 MORCTnvrtr 4niÐ Föstudagur 2. júní 1961' otttttttMofrtfr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Konráð Jónsson, Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VINARGJÖF NORÐMANNA Ý hinni merku ræðu sinni í fyrrakvöld, lýsti Ólafur Noregskonungur því yfir, að norska Stórþingið hefði með samhljóða atkvæðum sam- þykkt að gefa eina milljón norskna króna, sem heiðurs- gjöf til íslenzku þjóðarinnar. Kvað konungur það von Norðmanna, að þessi gjöf yrði notuð til þess að styrkja skógræktarstarf á íslandi og framkvæmdir á öðrum svið- um menningarmála. Islendingar þakka þessa norsku vinargjöf. Samstarf- ið við Norðmenn á sviði skógræktarmála undanfarin ár hefur verið okkur ómet- anlega mikils virði. Það hef- ur átt ríkan þátt í að treysta tengslin milli þessara ná- skyldu frændþjóða, auka kynni þeirra og færa þær nær hvora annarri íslending- ar vita að bak við þessa norsku gjöf liggur heill hug- ur góðra vina og frænda. ★ i íslenzku þjóðinni er það einnig fagnaðarefni að geta tekið undir þau orð Ólafs Noregskonungs að samband- ið milli Noregs og íslands er í dag sterkara en nokkru sinni fyrr. Samvinna er haf- in milli þjóðanna á fleiri og fleiri sviðum. Sérstaka at- hygli munu hafa vakið um- mæli Ólafs konungs um varnarsamvinnu Islendinga og Norðmanna. Mæltist kon- tmgi þá m.a. á þessa leið: „ísland og Noregur leitast við að leysa öryggismál sín innan þeirra sömu samtaka í samábyrgð og skuldbind- andi samstarfi við ríki, sem reist er á sömu grundvallar- reglum og samfélög vor. Skilningur á erfiðri aðstöðu lítilla landa á háskatímum, ásamt þeirri ósk vorri að tryggja frelsi þjóða vorra og leggja fram vorn skerf til að tryggja frið í heiminum, hefur skorið úr um stefnu landa vorra í þessu máli“. Bæði Norðmenn og íslend- ingar munu taka undir þá skoðun, sem kemur fram í þessum ummælum Ólafs konungs. Takmark þessara norrænu þjóða með þátttöku þeirra í varnarsamtökum lýðræðisþjóðanna, er fyrst og fremst það, að tryggja frelsi og frið í heiminum. Forseti íslands lagði aðal- áherzlu á það í sinni ræðu, að við íslendingar hefðum tekið mikinn og góðan arf ætternis, máls og menningar frá Noregi. „Vér vonum“, sagði forsetinn, „að hann hafi varðveitzt hér sæmi- lega, blandaður öðrum kyn- stofnum og mótaður af nátt- úru nýrrar ættjarðar á nýju viðhorfi. En stofnrótin er norsk. Þá þakkarskuld hef- ur Snorri átt mestan þátt í að gjalda með Heims- kringlu“. Ræður forseta íslands og Noregskonungs mótuðust fyrst og fremst af gagn- kvæmum skilningi og ein- lægum vinarhug, sem setur svip sinn á alla sambúð Norðmanna og íslendinga. ÞAÐ VÆRI MIKIL ÓGÆFA að væri vissulega mikil ó- gæfa, ef þau verkföll, sem nú eru hafin ættu eftir að standa vikum og jafnvel mánuðum saman. Um það ættu allir að geta verið sam- mála. Slík átök myndu hafa í för með sér stórkostlegt tjón, ekki aðeins fyrir þá launþega, er að verkföllun- um standa, heldur og fyrir þjóðina í heild. Af svo lang- vinnum verkföllum hlyti að leiða verulegan samdrátt framleiðslunnar og stór- minnkaðar gjaldeyristekjur. Frá því hefur verið skýrt, að verkföllin í Vestmanna- eyjum á sl. vetri hafi kost- að hvern einstakan verka- mann þar um 15 þúsund krónur. Má af því marka, hversu mikið tjón langvinn verkföll geta bakað verka- lýðnum. En til þess rekur síður en svo nokkra nauðsyn að þau verkföll, sem nú standa yfir, þurfi að vera langvinn. Þeim getur þvert á móti lokið um næstu helgi. Miðlunartillaga sáttasemjara felur í sér svo verulega kauphækkun að það væri hið mesta glapræði fyrir launþega að hafna henni. Af því myndi örugg- lega leiða langt verkfall, sem hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þeirri ógæfu verða bæði launþegar og at- vinnurekendur að bægja frá sínum eigin dyrum og þjóð- arinnar í heild. Ijdsnarinn Blake GEORGE Blake er nafn, sem lengi mun verða minnzt eftir að nöfn ann- arra njósnara í austri og vestri eru fallin í gleymsku og dá. En mál hans er frá- brugðið og leyndardóms- hegðunar árið 1989. Að öðr- um kosti á hann að sitja 1 fangelsi þax til árið 2003. ÞYNGSTI DÓMURINN Æðsti dómari Bretlands, Lord Ohief Justice Barker, kvað upp þennan þyngsta njósnadóm í réttarsögu Bret- Blake með móður sinni. Myndin er tekin við komu Blakes úr fangabúðum í Norður-Kóreu. fyllra en önnur njósnamál í Bretlandi frá stríðslok- um. Sjálfur er hann einnig frábrugðinn öðrum njósn- urum. ÞAR TIL ÁRIÐ 1903 George Blake hóf njósnaferil sinn í Hollandi í síðustu heims styrjöld, þá aðeins 17 ára. Næstu 21 ár starfaði hann að því er virtist óslitið sem brezk ur njósnari. Nú hefur hann verið dæmdur til 42 ára fang- elsisvistar vegna þess að hann var ek'ki eingöngu brezkur njósnari, heldur um langt skeið einnig rússneskur. ítr- ustu vonir Blakes eru að hon- um verði sleppt vegna góðrar MIÐLUNAR- TILLAGA ER SAMNINGS- GRUNDVÖLLUR ÍT" ommúnistar leggja nú megináherzlu á það í áróðri sínum gegn vinnu- friði að launþegum beri að fella miðlunartillöguna til lands hin síðari ár. Þegar dómurinn var kveðinn upp sagði Parker m. a.: — Glæpur yðar er einn hinn versti, sem unnt er að fremja á friðar- tímum. f ýmsum öðrum lönd- um fylgdi slíkum glæp dauða refsing. Þér eigið sök á því að ýmsar af öryggisráðstöf- unum þessa lands eru nú einsk is virði. Ég er reiðubúinn til að viðurkenna ummæli yðar um að þér hafið ekki drýgt þennan glæp vegna peninga, heldur vegna trúar yðar á hið kommúnistiska þj óðskipulag. Ég viðurkenni einnig að það er óheppilegt að ýmislegt, sem mælir yður í hag, má ekki birta opinberlega. TVÖFALDUR NJÓSNARI Svo var George Blake, sem er 38 ára, dæmur í 42 ára fangelsi vegna njósna á árun- um 1951 til 1960. f þessi umræddu níu ár hef ur Blake verið njósnari Rússa og starfandi í leyni- þjónustu Breta. Þetta er ekki algjört nýmæli, því sá leikur hefur áður verið lei'kinn að nota njósnara annarra ríkja til að flytja rangar upplýs- ingar á milli. En til þess að þessir tvöföldu njósnarar verði teknir trúanlegir, verð- ur einstöku sinnum að láta þeim í té réttar upplýsingar. Spurningin er hvort brezka leyniþjónustan hafi vitandi vits notað Blake sem tvöfald an njósnara, en hann hafi gengið lengra en til var ætl- azt og flutt Rússum nánari upplýsingar en ráð var fyrir gert. BREZKUR BORGARI George Blake er fæddur í Hollandi 1923. Faðir hans var Breti og vann við sendiróðið í Hollandi, en móðir Georges var hollenzk. Þegar Þjóðverj- ar réðust inn í Holland 1940, flýði öll fjölskyldan land, nema George, sem tókst ekki að sleppa frá Rotterdam. Næstu órin var Blake virkur þátttakandi í njósnastarfsemi Breta í Hollandi, þar til árið 1943. Þá komst Gestapo að því hverjir væru helztu njósn arnar þar og tóku að -smala þeim saman. George tókst þó að komast um Belgíu, Frak'k- land, Spán og Fortúgal til Bretlands. Þar fékk hann brezkan borgararétt og varð liðsforingi í flotanum. FANGI í KÓREU Eftir fall Þýzkalands, vann Blake við upplýsingaþjón- ustu brezka flotans þar til 1948, er hann losnaði úr her- þjónustu. Eftir það tók hann að starfa við utanríkisráðu- neytið og las á þess vegum rússnesku í eitt ár við Cam- bridge háskóla. Þaðan var hann sendur til Seoul í Kóreu sem vara ræðismaður við brezka sendiráðið. Þegar her- sveitir Norður Kóreu tóku höfuðborgina árið 1950 var Blake handtekinn og sat næstu 34 mánuði í fangelsi í Norður Kóreu. KOMMÚNISTATRÚ Að eigin sögn tók Blake kommúnistatrú í fangelsinu og hefur síðan unnið fyrir Rússa. Honum var sleppt lausum 1953 og sneri þá heim til Bretlands og eftir stutt orlof tók hann aftur til starfa hjá brezka utanríkisráðuneyt inu. Hiann var sendur til Yest- ur Berlínar 1955 og starfaði þar á vegum brezku herstjórn arinnar þar til 1959. Er dvöl hans þar kennt um að nokkr- um þýzkum starfsmönnum brezku leyniþjónustunnar var rænt og þeir fluttir til Austur Berlínar. Árið 1960 var Blake sendur á vegum utanríkisráðuneytis- ins til Li'banon, og þar var hann 'handtekinn um mánað- armótin marz apríl og fluttur til Bretlands. Gís/i J. Johnsen dreginn til ísa- fjarðar þess að hægt sé síðar að semja um kaup og kjör. En kjarni málsins er sá, að miðlunartillagan felur í sér grundvöll að samningum. — Eftir að hún hefði verið samþykkt af báðum aðilum, væri efni hennar or&ið að samningi milli þeirra. Það er" því hin mesta blekking, þegar kommúnistar halda því fram að launþegar verði að fella miðlunartillöguna til þess að hægt sé að tala um raunverulega samninga milli verkalýðs og vinnuveitenda. Til þess ber brýna nauð- syn að allir aðilar geri sér betta lióst. ISAFIRÐI, 30. maí. — Björg- unarbáturinn Gísli J. John- sen kom hingað í dag. Það var mb. Hrönn frá ísafirði, sem hafði bátinn í togi, því gírinn í vélinni hafði bilað, er björgunarbáturinn var undan Grænuhlíð. Gísli J. Johnsen fór norður í Smiðjuvík til þess að hyggja að flakinu af Auði djúpúðgu. — Sögðu bátsmenn, að allt benti t»I kaoa aA AuiSur hufÍU jsixtlt ít klappir, sem eru skammt undan landi. Ekkert nýtt fannst við þessa athugun. Viðbúið *r, að björgunarskip- ið komist ekki héðan í bráð, að fá verði varahlutinn alla leið frá Ameríku og ekki lítur vel út með flutninga þaðan. Neskaupstað, 31. máí. HINGAÐ kom á þriðjudagsmorg- un brezkur togari, gamall kola- kláfur frá Grimsby. Hann kom beint hingað frá heimahöfn og var ekkert farinn að toga, enda ketilbilaður. Hér hann kven- mannsnafninu „Vivianna", lét krukka í innýfli sín og sigldi héðan fyrir eimyrju um hádegið i dav. _S. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.