Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 22
22 M ORCVyBL AÐIÐ Föstudagur 2. júní 196'j. Skotarnfr unnu fyrsta leik sinn 3:0 Höfðu yfirburði í samleik en voru klaufskir við mark L E IK U R Vals og gesta þeirra, St. Mirren frá Skot- landi, olli nokkrum von- brigðum í fyrrakvöld. Fyrst og fremst voru það Vals- menn sem voru. slappari en vonir stóðu til. í öðru lagi reyndust Skotamir svo litlir skotmenn, að þrátt fyrir ýms góð tækifæri sem þeir fengu, urðu mörkin aðeins þrjú, þar af eitt skorað úr vítaspyrnu. Þetta tvennt gerði leikinn slakan og leið- inlegan. Þegar ofan á bættist að kalt var þetta kvöld og rigning í síðari hálfleik, tíndust menn af vellinum hálfsvekktir. niir’ • t ■ Skotar breyta liðinu í KVÖI.D kl. 8,30 verður annar léikua: Skotanna á Laugardals- vellinum. Þá mæta þeir íslands- meisturum Akraness. Skaga- nkmn hafa fengið einn lánsmann. Það er Guðmundur Óskarsson Fram sem leikur stöðu h. inn- herja. Lið Skagamanna er annars óbreytt frá fyrri leikjum liðsins. Skotarnir gera ýmsar breyting ar á sínu liði og einkum á fram línunni. Tommy Gemmel sem lék v. innherja verður nú h. innherji. í hans stöðu kemur Jim Mc. Fadzean og í stöðu miðfraimherj ans kemur James Clunie. Clunie var miðframvörður í síðasta leik og vakti athygli fyrir góðan skaife og öryggi í knattmeðferð. Dómari í þessum leik verður Hannes Sigurðsson. Öryggi með knöttinn og leikni eru yfirburðir skotanna yfir okk- ar lið. ★ Leikhraði og tækni. Skotarnir sýndu miklu meiri leikni en Valur. Hraði þeirra í samleik og yfirleitt góð tækni sfcapaði þeim alger völd á vellin- um. Þeir voru alltaf fljótari að knettinum en Valsmenn og gáfu þeim aldrei frið til þess sem Valsmenn vildu fá óhóflega lang an tíma til að gera. I þessu fólst reginmunur á liðunum. f>etta varð sóknarleikur Skota gegn vöm Vals. Og Valsvörnin stóðst prófið/ óx er á leið leikinn. jtc Mörkin. 1 Strax eftir eina mínútu kom fyrsta markið. Það var Millers innherji sem einlék að markinu vinstra megin og skoraði laglegt mark. Rétt fyrir leikhlé var dæmd vítaspyrna á Val fyrir hendi (harður dómur) og skoraði Clunie miðvörður. Framlína VaXs náði aldrei sam- an. Albert gaf nokkrar góðar sendingar en þær nýttust ekki hjá meðleikmönnum hans og hver einstakur af þeim var ó- venjulega linur. Miklir yfirburðir Skota í síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst og lauk með ágangi St. Mirren- manna við Valsmarkið og þannig hafði hálfleikurinn raunar geng ið fyrir sig mestallan hálfleik- inn. Á fyrstu tveim mínútunum áttu .Skotar 2 dauðafseri, sem varla vax hægt að misnota, en það gerðu þeir samt. Sama átti sér stað á 37—39. mínútu, 2 færi og ekkert mark, öllu bjargað á yfir- náttúrulegasta hátt af Valsvörn- inni, sem stóð sig vel að þessu sinni. 3:0 upp úr homspyrnu. Þriðja og síðasta mark St. Mirr en skoraði h. innherji liðsins, eft ir að tekin hafði verið horn- spyrna frá hægri, en Árna NjáXs- syni tekizt að hreinsa frá mark- línu en ekki nógu langt og inn- herjinn pressaði inn með fyrr- greindum afleiðingum. Hefði getað orðið. tveggja stafa tala. Skozka liðið veldur vonbrigð- mn að því leyti að það virðist ekki geta skorað a.m.k. varð sú raunin nú. Með þeim yfirburðum í spili og leikhraða sem Skotarnir höfðu auk hinna mýmörgu tæki færa, hefðu þeir átt að skora ekki færri en 10 mörk. Valsvörn in sýndi að vísu óvenju góðan leik, eins góðan og framlínan var slöpp, en sarnt hefðu mörkin átt * FLUGVÉHN sem flutti skozka liðið hingað til lands hafði varla lent þegar hringt var í símann hjá Ottó Jóns- syni menntaskólakennara. ——iíannstu ekki eftir mér. Við lékum saman 1946 með „Hearts“ í Edinborg. Það var markvörður liðsins Otto og James Brown. ittast eftir 15 ár sem talaði, James Brown. Og Ottó minntist þess og það urðu fagnaðarfundir. Ottó var mikið, í knattspyrnu þegar hann dvaldi erlendis við nám og lék m.a. í fyrsta landsleik Islendínga. :'-v Svó komu þeir félagar saman til íþróttasíðunnar í gær og lýstu ánægju sinni með góða endurfundi. Brown sagð ist hafa verið í knattspym- unni siðan 1941 — eða í 20 ár. Nú sagðist hann búast við að hætta. Hann væri 35 ára og vildi hætta meðan hann væri á „toppnum“. Hann hefur þeg ar búið sig undir framtíðina. Keypti bjórstofu fyrir 3 árum og gerir nú ekki samning um knattspymuiðkun nema til árs í senn. ,,Ég ætla að hætta strax og ég finn að ég fer að dala". Brown sagði að þeir hjá St. Mirren hefðu um 20 punda föst laun á viku og auk þess aukagreiðslur sem geta numið 10—20 pundum vikulega. Það verður áreiðanlega gott fyrir Ottó og aðra fslendinga að koma í bjórstofuna hans James Brown. Þeim verður án efa vel tekið, því Brown var mjög ánægður með dvölina hér. «%*■ ■Ma James Brown ver vítaspyrnu Björgvins Dan. að vera mun fleiri. Skozka fram- línan er skipuð skemmtilegum leikmönnum, jöfnum að getu, framverðirnir góðir og uppbyggj andi, en vörnin og markvörður- inn eru enn sem komið er óráðin gáta, á þá reyndi ekki vitund gegn Val. Dómari í leiknum var Guð- l. 95 og 7.20 m EOP mótið í gær E. O. P. mót KR var haldið í gærkvöldi. Náðist athyglis- verður og góður árangur í nokkrum greinum. Má. t.d. nefna að Jón Ólafsson ÍR sigraði í hástökki með 1,94 m Hann fór vel yfir en mistókst við 2 m. í langstökki sigraði Vilhjálmur Einarsson ÍR stökk 7,20 metra. Hann átti ó- gild stökk sem voru mun lengri. í spjótkasti sigraði Valbjöm Þorláksson ÍR, kastaði 63,18 m. sem er roeð X>ezta árangri sem hér á landi hefur náðst. í kúluvarpi sigraði Guðmundur Hermannsson KR varpaði 15.74 m. björn Jónsson KR. Áhorfendur voru um 5000, en týndu tölunni er Ííða tók á leik- inn og rigningin farin að _,krydda“ leikinn. UMFK vann Reyni 7:2 KNATTSPYRNUMÓT Reykja- ness hófst í Keflavík á miðviku- dagskvöld. Þátttakendur í mót- inu eru Reynir, Sandgerði Knatt spyrnufélag Keflavíkur og Ung- mennafélag Keflavíkur. ij Fyrsti leikurinn var milli Reyn is og UMFK og sigraði UMFK með yfirburðum, 7:2. Fyrri hálf leikur var fremur jafn og ekki vel leikinn og var staðan 2:1' fyrir UMFK. Um miðjan síðari hálfleik tókst UMFK að ná góð- um leikkafla, þar sem knöttur inn gekk frá manni til manns og létu mörkin þá ekki standa á sér og sköraði UMFK 3 mörk á jafn mörgum mínútum. Mörk UMFK skoruðu Jón Benediktsson, 3, Jón Jóhannsson og Hólmbert Frið- jónsson 2 hvor. Vilhjálmur Ólafs son skoraði bæði mörk Sandgerð inga. — Mótið heldur áfram á föstudag. Mætast þá KFK og Reynir, en UMFK og KFK keppa á mánudagskvöld. — B.Þ. Heimsmethafinn stökk 4.42 / einvígi Sagt hefur verið frá því er Ralph Boston bætti heimsmetið í langstökki í 8,24 m. Þá náði hann eftirfarandi stökkseríu: — 8.08 — 8.17 — 8.05 — 8.24 — 7.97 8.18. Á sama móti í Modésto kastaði Stuart spjótinu 76.82 m og Silvest er kringlunni 57.75 m. Wilma Rudolph hljóp 100 yarda (91 m) á 10.7 sek. Bandaríkjamenn hafa eignast annan „draumamílumann" á þessu tímabili. Jim Beatty hljóp á 3.58.8 á móti um helgina. En „einvígið í stangarstökki milli fyrrverandi heimsmeistara i stangarstökki Don Bragg og hins nýja, Davies varð aftur á móti vonbrigði öllum. Don Bragg sem nú er um 100 kg að þyngd sigraði stökk 4.62 m en Davia stökk „aðeins“ 4.42 m. Bezti árangur Bandaríkja- manns í tugþraut á þessu ári náð ist í Walnut nú á dögunum. Það var Paul Herman sem náði 7809 stigum en það er 9. bezti árangur sem náðst hefur í heiminum fyrr og síðar. Hermann er 24 ára gam all og bætti sitt persónulega met um 717 stig. Annar varð Jim Klein með 7123 stig. , Atkvæðagreiðsla vinnuveitenda um miðlunartillögur sáttanefndar fer fram í skrif- stofum vorum að Fríkirkjuvegi 3 kl. 14—22 í dag 2. júní. Vinnuveitendasamband fslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.