Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 1
24 slður og Lesbölt 48. árgangur 122. tbl. — Sunnudagur 4. júní 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsins Vínarfundurinn hafinn Krús|eff hefur hægt um stg Vínarborg, 3. júní. (Reuter) FUNDUK þeirra Kennedys og Krúsjeffs hófst hér í bandaríska sendiráðinu skömmu eftir hádegi. — Er búizt við að þessi fyrsti fundur standi fram á kvöld- ið. Ekkert var vitað nánar t»m viðræður þeirra síðast þegar til fréttist. i Fundurinn hófst skömmu eftir að Kennedy var kom- inn til borgarinnar með flugvél sinni frá París. — Óku þeir um stræti Vínar til bandaríska sendiráðsins hver á eftir öðrum og gerð- ist allt þetta stundvíslega á tilsettum. tíma. Feikimikill mannfjöldi safnaðist saman á gangstéttum meðfram öku- leið þeirra til þess að fá komið auga á þessa háu herra. I*ó var veður heldur leiðinlegt, kalsi og rigning ©g drungalegt til loftsins. Von um aukin skilning ,r Kennedy kom fljúgandi á Ihinni stóru Boeing farþegaþotu einni til Schwechat flugvallarins við Vínarborg. Var honum ákaft fagnað við komuna. M. a. hafði hópur bandarískra stúdenta safn ezt þar saman til að halda uppi fagnaðarópum. Scharf forseti Austurríkis tók á móti hinum háttsetta gesti. Fluttu báðir stutt iávörp. Ræða Scharf var endur- tekning á því sem hann mælti til Krúsjeffs kvöldið áður að hann vonaðist til að fundurinn í Vínarborg gæti orðið til að draga úr spennunni í alþjóðamálum. Kennedy skýrði frá því í á- varpi sínu, að hann hefði fyrir 21 ári dvalizt í um mánaðartíma í bænum Klagenfurt í Austur- ríki og væru þær stundir honum ógleymanlegar. Hann sagði að fundurinn með Krúsjeff væri haldinn til þess að auka mögu- leikana á bættum skilningi milli þjóða. Snætt af arnar-postulíni Þegar fundi þeirra K og K lýkur í kvöld munu þeir báðir sitja veizlu sem Scharf Austur- ríkisförseti heldur þeim í Schön- brunn höllinni, sem áður var sumarhöll Habsborgar-keisara. Þar munu þeir snæða tartalettur, fisktegund úr Dóná í vínsósu, steik með sveppum og yfir borð- um verða fluttir kaflar úr Mozart- óperunni „Don Giovanni" og úr óperettum Strauss. Stórmenni þessi munu snæða kvöldverðinn af hinu fræga Arnar-postulíni sem Franz-Jósef keisari átti. Krúsjeff hefur hægt um sig Þegar Kennedy ók um götur Vínarborgar í dag veifaði hann til mannfjöldans og var sæmi- lega fagnað. En þegar kona hans ók um strætin í öðrum bíl ætl- aði allt um koll að keyra í fagn- aðarlátum. Forsetafrúin þykir töfrandi fögur og heillar áhorf- endur hvarvetna. Loks ók Krús- jeff um strætin. Hann virtist þrýsta sér aftur í baksæti bifreið ar sinnar, svo erfitt var að sjá hann greinilega. Þykir það óvana legt, að hann hafi svo hægt um sig. Menn höfðu búizt við því í Vínarborg að Krúsjeff myndi verða hinn gleiðasti sem annars- staðar, koma fram á svalir og taka sér labbitúr um göturnar. En hann hefur ekkert slíkt gert, heldur sýnt sérstaka stillingu. Telja margir þetta benda til þess að hann sé áhyggjufullur um á- standið í heimsmálunum og vilji nú allt gera til að bæta á- standið milli Austurs og Vest- urs. Frh. á bls. 23. Sjómanna- dagurinn ÞEGAR blaðamenn Mbl. fóru að velta því fyrir sér hvaða falleg og táknræn mynd ætti að prýða forsíðu Morgunblaðs ins á hátíðisdegi sjómanna, kom fram sú hugmynd að sækja Gunnlaug Scheving, list málara heim, enda er hann þekktastur fyrir myndir úr lífi íslenzka sjómannsins. — Ljósmyndari blaðsins naut góðvilja Gunnlaugs og fékk að taka mynd af verki því er listamaðurinn hefur ný- lokið við og lesendur sjá hér Lítil þátttaka einkenndi atkvœðagreiðsluna Minna en 50% félagsmanna i átta félögum sögðu nei HIN litla þátttaka í alls- herjaratkvæðagreiðblunni um miðlunartillögu sátta- semjara var einkennandi fyrir úrslitin. Þótt tillag- an væri ekki samþykkt nema í fjórum félögum af 12, þá fór innan við helm- ingur félagsmanna í öðr- um fjórum félögum ekki á kjörstað til að greiða atkvæði gegn henni. Þar var hún felld, án þess að 50% félagsmanna teldi hana þess eðlis að nauð- syn hæri til að fella hana. Meðal þeirra félaga, þar sem innan við helmingur félagsmanna taldi ástæðu til að fella sáttatillöguna, voru öll stærstu félögin og þar á meðal Dagsbrún, höfuðvígi kommúnista. — Eftirtalin félög sam- þykktu tillöguna: Múrara- félag Reykjavíkur, Verka- kvennafélagið Framsókn, Félag ísl. rafvirkja og Verkakvennafélagið Fram tíðin í Hafnarfirði. En í eftirtöldum félögum auk Dagsbrúnar greiddi innan við helmingur félags- manna atkvæði gegn til- lögunni, þótt hún væri felld: Hlíf í Hafnarfirði, Trésmiðafélag Reykjavík- ur og Félag bifvélavirkja. Þessi úrslit eru mikil vonbrigði fyrir kommún- ista, sem gengu berserks- gang í smölun og sögðu að „kolfella“ yrði tillög- una. Er líka ljóst, að laun- þegar eru almennt að átta sig á því að þeirra tjón er mest af óraunhæf um kauphækkunum, sem aftur er velt yfir á al- menning. Fleiri og fleiri velja því kjarabótastefn- una og hafna verkfalla- stefnunni. Um lærdóm þann, sem draga má af úrslitunum er annars rætt í ritstjórnargrein um blaðsins í dag. Cleður m'.g að hitta yður VÍNARBORG, 3. júní (Reut- er). — Þeir Kennedy og Krús jeff mættust fyrir framan þrepin að bandariska sendi- herrabústaðnum. Fréttamenn lýsa fundi þeirra svo, að Krús jeff hafi gengið að þrepunum, en Kennedy staðið uppi á þeim. AUt í einu hljóp Kennedy niður þrepin, rétti hægri hönd ina fram, tók þéttingsfast f hönd Krúsjeffs og sagði: „Gleð ur mig að hitta yður“. Þetta gerðist svo skjótlega að margir ljósmyndarar urðu of seinir til að ná myndinni af þessum fyrsta fundi þeirra. Svo að þeir tvímenningarnir stilltu sér aftur upp fyrir ljós myndarana, tókust í hendur og brostu — eða glottu hvor til annars meðan myndum var smellt af í óða önn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.