Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIE Sunnudagur 4. júní 1961 Strandferðaskipin létu úr höfn í gær Fengu oð taka mjólk, brauð og fisk KLUKKAN 8 í gærkvöldi Flugfélagsins munu vera átti standferðarskipið Hekla að fara frá Reykjavík með farþega og póst til Norður- landa. Fengizt höfðu flutt um borð nokkur matvæli eða brauð, mjólk og fiskur og virtist ekkert því til fyr- irstöðu að skipið sigldi. Um hádegið fór Esja einnig í standferð vestur um land og gilti þar sama, af matvæl- utn fór um borð brauð, mjólk og fiskur. Var skipið alveg fullt og ca. 150—200 manns á þilfari. Innanlandsflug liggur alveg niðri, en forráðamenn Kunnuglegt nndlit t VÍN, 2. júní. (Reuter). — ] Þegar Krúsjeff kom til Vín- arborgar voru starfsmenn rússneska sendiráðsins þar saman komnir á brautarstöð inni tii að bjóða hann vel- ' kominn. Röðuðu þeir sér upp og gekk Krúsjeff á röð- ina og heilsaði þeim. Allt í einu sá Krúsjeff , fyrir framan sig kunnuglegt andlit. í röðini var Molotov fyrrum utanríkisráðherra Rússlands, en hann starfar nú sem sendiherra Rússa við alþjóðlegu kjarnorku- stofnunina. Krúsjeff kipptist aðeins við eins og honum hefði brugðið, svo tók hann snöggt í hönd hans og hélt áfram. Frú Krúsjeff kom á eftir, — hún tók lengi í hönd Molotovs og brosti. mjög óánægðir með að vera hindraðir í flugi, ekki sízt þar eð þeir telja sama gilda fyrir flugvélarnar og skipin. í báðum tilfellum er um að ræða örfáa menn í verkfalli. T. d. fer Herjólfur óhindrað áætlunarferðir til Vest- mannaeyja, en áætlunarflug- ferðir F. í. leggjast niður. Loftleiðafarþegar með öðrum félögum Tvær Loftleiðaflugvélanna eru ’komnar til Bandaríkjanna og ein 'til meginlands Evrópu og eru stöðvaðar þar. Hefur umboðs- mönnum Loftleiða erlendis verið falið að reyna að koma farþeg- um, sem höfðu flugfar milli Evrópu og Ameríku, með öðrum flugfélögum. Uppi>antað er með flugvélum félagsins á sumarflug- leiðum fram á haust, enda kemur stærstur hluti af tekjum þess utanlands frá. Flugvélar félagsins geta ekki flogið yfir Atlantshafið án við- 'komu hér, þar eð flugleyfi eru bundin við viðkomuna á íslandi. En sá möguleiki er augljós, að þser gætu flutt farþega á þessari leið_ án þess að bæta við farþeg- um héðan eða hingað og félagið ístaðið þannig við skuldbindingar .sínar, án þess að hafa áhrif á verkfallið hér. KFK Reynir 3-1 ANNAR LEIKUR Reykjaness- mótsins fór fram í Keflavík á föstudagskvöld. KFK vann Reyni 3:1. í hálfleik var staðan 0:0. í síðari hálfleik skoraði Eirík- ur Helgason, Reyni, úr víta- spyrnu. 10 mínútum fyrir leiks- lok jafnaði Árni Árnason fyrir KFK og síðar skoraði Páll Jóns- son 2 mörk á síðustu mínútunum. Úrslitin milli KFK og UMFK verða á mánudagskvöld. YFIR norðanverðu Atlants- hafi og íslandi er víðáttumikil, en grunn lægð sem þokast hægt austur á bóginn. Hefur yfirleitt kólnað í veðri hér á landi og í nágrannalöndunum. ''^rðanlands var 3—4 stiga hiti í gærmorgun og gránar þar í fjöll. Sunnanlands var víðast bjart og 6—8 stiga hiti. Veðurspáin á hádegi í gær: SV-land, Faxaflói ög miðin: Norðan kaldi og síðar stinn- ingskaldi, léttskýjað. Breiðafjörður og miðin: NA kaldi, skýjað. Vestfirðir og Norðurland: Norðan kaldi, skýjað, sums staðar rigning með köflum. Vestfjarðamið og norður- mið: Norðan stinningskaldi, þokusúld. NA-land, Austfirðir og mið in: Hægviðri og víða léttskýj- að í dag en norðan gola og þokuloft með nokkri súld í kvöld og nótt. SA-land og miðin: Norðan gola, víðast létskýjað. Ólafur konungur og forseti íslands við styttu Snorra SturlusAHa.1*. — / Reykholti Framh, af bls. 24. margt manna á hlaðinu, við styttu Snorra Sturlusonar fyrir framan skólann. Séra Einar Guðnason bað Borgfirðinga hylla fconung með húrrahrópi og var það gert en síðan sýndu sr. Ein- ar og Þórir Steinþónsson, skóla- stjóri, staðinn. Var Snorralaug skoðuð svo og jarðgöngin. Kon- ungur hafði sérstakan áhuga á Snorralaug, sem hann hafði að vísu séð áður, er hann afhjúpaði Snorrastyttuna 1947. „Hvaðan kemur þetta vatn?“ spurði hann, ©g var honum sýnt það. M spurði konungur hve heitt vatnið væri og var honum svarað því. Norð- mennimir í fylgdarliðinu spurðu hvort hægt væri að baða sig í lauginni. Var þeim sagt að það væri hægt, en hinsvegar væri ekki hægt að ábyrgjast að allir fengju sömu inspírasjón og Enorri við að baða sig í lauginni. Konungur spurði einnig mikið um jarðgöngin og var honum sagt til hvers þau hefðu upp- haflega verið gerð. Bjama Bjarnason frá Skáney og heilsaði honum með virktum, en Bjarni þakkaði forseta fyrir að hann hefði verið heiðraður með riddarakrossi Fálkaorðunnar. Þess má geta, að til eru fleiri Sturlungareitir, meðal annars við Munkaþverá í Eyjafirði, og sýnir þetta hvert veldi Sturlunga 'hefur verið á sínum tíma. Að Reykholtsförinni lokinni hélt fylkingin að Bifröst og þeg- ar þetta er skrifað var setið þar að hádegisverði, en síðan var ætlunin að konungur renndi fyr- ir lax í Norðurá. Sólarlaust var í Borgarfirði í gær, og fremur kalt, en sól skein hins vegar í heiði í Hvalfirði um morguninn. Konungsskipið var væntanlegt á ytri höfnina í Reykjavík um níu-leytið í gærkvöldi og mun forseti íslands þá hafa kvatt Ólaf konung og síðan haldið í land ásamt öðrum íslendingum, sem í förinni voru. Um hálftíu-leytið sigldi kon- ungsskipið Norge og tundurspill- irinn Bergen á brott og fylgdi íslenzkt varðskip þeim á leið. Þjóðitiinjasafiiið Iengui opið UNDANFARIN ár hefur Þjóð- minjasafn fslands verið öpið fyr- ir almenning aðeins fjóra daga I viku, sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Nú hefur sú nýbreytni verið tekin upp í samráði við menntamála- ráðuneytið að hafa safnið opið á hverjum degi kl. 1:30—4 e.h. sumarmánuðina þrjá, júní, júll og ágúst. Ástæðan til þessarar nýlundu er sú, að á síðustu árum hefur aðsókn að safninu aukizt mjög mikið, einkanlega á sumrin. Öef- ur þetta verið bagalegt fyrir marga gesti, sem hafa yfir tak- mörkuðum tíma að ráða, og auk- ið • safnvörðum mikla fyrirhöfn við að greiða fyrir gestum, sem ekki hafa átt þess kost að skoða safnið á þeim tíma sem það er opið almenningi. Er þess vænzí að hið nýja fyrirkomulag verði til mikilla bóta fyrir alla aðiija, og vonast safnverðir fastlega eftir því, að fólk reyni að fremsta megni að koma með gesti sína á þeim tímum þegar safnið er op- ið öllum almenningi. Að sva stöddu þykir þó ekki ástæða til að hafa hið nýja fyrirkomulag nema til ágústloka, þegar ferða- mannastraumur til bæjarins er tekinn að réna. Hin nýi sýningartími gildir einnig fyrir Listasafn ríkisins, sem er í sama húsi og Þjóðminja safnið. (Frétt frá Þjóðminjasafninu). Hreinsun i V í Suður-Kórcu SEOUL í Suður-Kóren, f. Júnf. (Reuter). — Herforingjanefndia sem nú stjórnar Kóreu tilkynntl í dag, að hún hefði látið hand- taka ellefu ríkustu kaupsýslu- menn Iandsins fyrir skattsvik og margs konar misferli í fjármál- um. Menn þessir voru handtekn. ir á sunnudaginn eftir að her- foringjanefndiin hafði gefið út tilskipun um baráttu gegn fjár- málaspillingu í landinu. í tilkynningu nefndarinnar urn handtökur þessar segir að um- ræddir ellefu kaupsýslumenn hafi safnað sér á sl. átta árum ólöglegum hagnaði að upphæð 8,5 milljónir bandarískra dollara, þar af 5,6 milljónir með skatt- svikurn. Segir í tilkynningunni að menn þessir verði að greiða fé þetta en þar að auki geti þeir átt von á lífláti eða lang- varandi fangavist. Þá er skýrt frá þvl í tilkynn- ingunni, að kaupsýslumenn þess- ir hafi greitt meira en 2,5 milljón ir dollara í sjóði allra helztu stjórnmálaflokka landsins, mest af því í sjóði Frjálslynda flokka ins sem Syngman Rhee stjórn- aði en einnig miklar upphæðir í hina flokkana. í dag tilkynnti sendiráð Banda ríkjanna í Seoul, að hafnar væru að nýju fjárveitingar á vegum efnahagshjálpar Bandaríkjanna. U ppeldismála- þing sett í gœr , En það er fallegt hér" Eftir að hafa skoðað Snorra- laug og jarðgöngin fóru konung- ur, forseti og fylgdarlið inn í Reykholti og þáðu veitingar. Var þar margt rætt og rifjuð upp saga staðarins, einkum víg Snorra Sturlusonar. Voru menn sammála um, að Snorri hefði valið Reykholt vegna þess hve staðurinn væri miðsvæðis og auð velt væri að fylgjast með manna- ferðum. Þó hefði Snorra skotizt í þeim efnum, því drápsmenn hans hefðu komið honum í opna skjöldu eftir veginum úr Árnes- sýslu niður með Rauðsgili. „En það er fallegt hér“, sagði kon- ungur þá. Síðan var haldið út aftur, kom ið við hjá Snorra-styttu. skoðuð kirkja, kirkjugarður og Sturl- ungareitur, en talið er að þar 'sé Snorri grafinn. Á leiðinni í Sturlungareit hitti forseti íslands f GÆRMORGUN var uppeldis- málaþing sett í Hagaskólanum og sækir það fjöldi kennara, barna- og framhaldsskóla. Aðal- mál þingsins eru launamál kenn- ara og kennsla og skólavist tor- næmra barna og unglinga. Meðal gesta við þingsetninguna var menntamálaráðherra, borgar- stjóri og forseti bæjarstjórnar. Skúli Þorsteinsson form. Sam^ bands ísl. barnakennara setti þingið. Fyrsti forseti þess var kjörinn Árni Þórðarson skóla- stjóri Hagaskólans. Gylfi Þ. Gíslason flutti því næst ávarp, og Jónas B. Jónsson fræðslustjóri kynnti sýningu á þýzkum kennslutækjum Og skólahús- gögnum, sem haldin eru í skól- anum í sambandi við þingið. Síðdegis í gær átti að flytja framsöguerindi um aðalmál þingsins. Friðbjörn Benónýsson form. Landssambands framhalds skólakennará ræðir um launamál in og Jónas Pálsson sálfræðing- ur um kennslu og skólavist tor- næmra barna og unglinga. n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.