Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. júní 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFN!= í DAG er sjómannadagurinn og í tilefni af því átti blaðið tal af þrem mönnum, sem hafa haft náin kynni af sjónum, e'n dvelja nú á Hrafnistu. Er fréttamaður blaðsins kom þangað inn eftir hitti hann fyrst að máli Bernharð Guð- mundsson. — Þú ert gamall sjómaður Bernharður? — Ja, ég hef nú lengst af verið bóndi. F.g bjó fullu búi í 34 ár, á Kirkjubóli í Val- þjófsdal í önundarfirði, en 1945 tóku dóttir mín og tengda sonur við búinu að mestu leyti en ég hélt eftir parti, sem ég sá um einn. Hingað til bæjar- ins kom ég 1959 og hef dval ið á Hrafnistu síðan, en er ennþá heimilisfastur fyrir vest an. — En þú hefur eitthvað stundað sjóinn? — Já, já, mikil ósköp fyrstu búskaparárin stundaði ég allt af sjóinn með. Árin 1904—G var ég á Sjómannaskólanum, útskrifaðist 1906 og eftir það var ég ýmist skipstjóri eða stýrimaður, á skútum frá Flateyri við önundarfjörð. — Hvenær ertu fæddur? — f september 1881, verð áttræður í haust. — Og hvenær fórstu fyrst á sjóinn? — Eg var þá 17 ára og var í tvö sumur kokkur á skútu, sem gerð var út á hákarla- veiðar. Það var nú ekki mik ið hreinlæti um borð í skútun um í þá daga. Kokkarnir voru oftast sjóveikir strákar og á- höldin af skornum skammti, einn pottur, blikkföt, sem kall arnir borðuðu úr og svo kaffi ketill. Annað var það yfirleitt ekki. Þessi skip, sem stund- uðu hákarlaveiðar voru yfir leitt 20—30 lestir með 9—10 manna áhöfn og var úthaldið frá því í marz og fram í sept ember. Ein ferð, sem ég fór ái hákarlaveiðar á skútmnni „Gretti“ er mér minnisstæð. Er komið var út á miðin lögð umst við út á Djúpálsrifi, sem togarasjómenn kalla nú Hala, þetta var í endaðan apríl. Oft var íshröngl þarna úti og eina nóttina hvessti á austan, en sjór var ekki mikill því að ísinn var nálægt. Við hófumst strax handa um að draga inn legufærin, en þau voru dregin inn með handafli. Á meðan á því stóð urðum við varir við Karl Karlsson. Læknar fiarveiandi Arinbjörn Kolbeinsson, til 27. júní. fStaðg.: Bjarni Konráðsson). Árnt Guðmundsson fjarv. 5. júni — 12. júni. (Bergþór Smári). Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30. Sími 19690). Ezra Pétursson til 13. júní (Halldór Arinbjarnar). Friðrik Einarsson fjarv. til 1. Júlí. Gísli ólafsson um óákv. tíma (Stefán Bogason), Bernharður Guðmundsson son t. h. — það, að ískögglar voru á reki með siðunum. Allt í einu heyrðum við brothljóð og hafði þá spuðið höggvizt ofan í ísköggul og brotnað upp við stefnið. Er við höfðum lokið við að draga inn legufærin heistum við segl, en þar sem spruðið var brotið var ekki hægt að nota fremsta seglið og urðum við að sigla beint und an vindi. Hefði þá getað orðið tafsamt að komast heim, ef við hefðum fengið mótvind. Sigldum við suður í Breiðu- bugt og var lagzt þar, því að þar var minni ís. Síðan vorum við svo heppnir að á kom vest an vindur og komumst við þá heim, en sigiingin var mjög erfið þar sem fremsta seglið var ónothæft. Þótti þetta hin mesta glæfraför. — Hefur þú ekkert verið á togurum? — Jú, nokkrar vertíðir 1928 til 1932 bæði frá ísafirði og héðan. Við þökkum Bernharði fyrir og gefum okkur á tal við Karl Karlsson, „unglamb“ á sjötugasta aldursári. — Hvaðan af landinu ert þú, Karl? — Eg er fæddur og uppal- inn í Reykjavík og hef verið búsettur hér alla mina tið. Eg og konan mín fluttumst hing að að Hrafnistu einu og hálfu ári áður en heimilið tók til starfa og ég má fullyrða að mér hafi hvergi liðið betur. — Þú ert hættur sjó- mennsku? — Já, já, ég fór í land 1939 og hef starfað við vatnsaf- hendingu hjá Höfninni síðan og er alltaf kallaður Kalli vatns. En ef ég væri ungur núna myndi ég ekkert leggja fyrir mig fremur en sjó- mennsku. — Svo að þér hefur likað vel á sjónum? — Já, ég fór fyrst á sjó 1906 og var þá kokkur á ,Kristjáni‘ sem veiddi í reknet á Faxa flóa. Annan daginn, sem ég var um borð eldaði ég baunir og einhvernveginn vildi svo til, að öll áhöfnin fékk í mag ann. — Hafðirðu lært nokkuð til eldamennsku? — Nei, ekki snefil. Eg sá mömmu mina eitt sinn elda baunir og sýndist hún setja sót í þær, svo ég fór þannig að. Eg var ekki kokkur nema hálfan mánuð, en fór þá á „skak“ og var háseti, fyrst Grímur Magnússon um óákv tíma (Björn Þ. Þórðarson). Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson óákv. tima Kar) Jónasson). Jón Þorsteinsson fjarv. frá 28. maí í 4—6 vikur. — Staðg.: Ölafur Jóns- son, Hverfisgötu 106A. Jónas Sveinsson í tvo mán. frá 9. maí (Gunnar Benjamínsson). Karl Jónsson til 8. júní (Jón Hj. Gunnlaugsson). t. v. og Guðmundur Guðmunds- á seglbátwm, siðan á mótor- bátum og 1915 fór ég fyrst á togara. Þá var vistin á togur unum engin sæla, þá voru eng in vökulög og maður varð að vinna á meðan maður gat staðið á fótunum. — Þú hefur eitthvað verið viðriðinn sjómannadaginn? — Já, ég held nú það. Eg hef verið í skemmtinefnd hans síðan hann var haldinn fyrst og er enn. Að lokum spyrjum við Karl, hvort hann hafi ekki komizt í hann krappann, en hann seg ir, að sjórinn hafi alltaf verið góður við sig. Að lokium tökum við tali Guðmund Guðmundsson frá Haukadal í Þingeyrarhreppi, en hann er 75 ára og hefur stundað sjóinn í rúm 40 ár. — Þú hefur ungur farið á sjóinn? — Já, ég byrjaði að fara í róðra með pabba, þegar ég var 6 ára og var þá hálfdrætting ur. Við rerum frá Höfn i Hafn arnesi við Dýrafjörð. Eg var fermdur þegar ég var þrettán ára á Söndum í Dýrafirði, annan hvítasiunnudag og fór beint úr kirkjunni á skútu. Eg var fyrst háseti, en 1906 tók ég próf frá Sjómannaskól anum og að því loknu var ég stýrimaður í rúm 7 ár, en síð an skipstjóri. Árið 1919 fór ég á togara og var háseti þar til ég hætti sjómennsku 1939. Eftir það vann ég við segla- saum hjá Eimskipafélaginu. IJm tíma stundaði ég bú- skap með sjómennskunni og bjó þá á Keldudal í Dýrafirði. — Komst þú aldrei í hann krappann á sjónum? — Ja, það er vart teljandi, þó var ég eitt sinn nærri drukknaðiur. Eg var þá 13 ára, vorum við pabbi þá að fara út á áirabátnum og einn maður með okkur. Er við vor um komnir um 10 faðma frá landi kom svikahnútur og bátnum hvolfdi. Við pabbi féllum útbyrðis, en hinn mað urinn gat hangið á bátnum, sem komst á réttan kjöl aftur. Það síðasta, sem ég man eftir, áður en ég missti meðvitiund var, að ég náði í þangflyksu á skeri og ætlaði að halda mér í hana þar til félli út. Annað hvort hef ég sleppt eða flyks an slitnað, því að okkur feðg ana skolaði báða á land og vorum báðir meðvitundarlaus ir. Okkur var bjargað og við hresstumst báðir. Síðan hefur sjórinn látið mig'í friði. Kristinn Björnsson til 2. júlf (Eggert Steinþórsson). Ófcigur J. Ófeigsson fram í júlí. (Kristján Þorvarðarson). Sigurður S. Magnússon óákv. tfma — (Tryggvi Þorsteinsson). Skúli Thoroddsen til 30. sept. (Heim- ilisl. Guðm. Benediktsson, augnlækn. Pétur Traustason). Víkingur Arnórsson um óákv. tfma. — (Olafur Jónsson, Hverfisgötu 106). Opið í dag í Jlefni sjómannadagsins ^i-amreiðum kaffi og- aðrar veitingar lilan daginn Hljómsveitin leikur fyrir GÖMLU DÖNSUNUM frá kl. 9 í kvöld. Sumarbustaðaeigendur — Vatnsenda og aðrir leigjendur landa frá Vatnsenda eru minntir á, að afgjöld fyrir yfirstandandi ár féllu í gjald- daga 1. april s.l. — Vinsamlega greiðið leiguna án tafar í Málningarverzlun Péturs Hjaltested, Snorra- braut. LANDEIGANDI. Mý glæsileg bók frá Heimskrínglu > Með 54 Ijósmyndum þar af 5 litmyndum eftir Björn Þorsteinsson og Þorstein Jósepsson Kemur út samtímis á þremur tungumálum, ensku, dönsku og þýzku. Ákjósanlegasta ffjöf, sem þér gefið erlendum vinum yðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.