Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVlVnL AÐ1Ð Sunnudagur 4. júnl 1961 i Bjarni með skipshundinn Kát. Hann er „fæddur“ til sjós á togaranum Júní. fiskirí, alveg sama hvar er. Við fengum eitthvað um 120 tonn eftir níu daga túr. — Hvað gaf túrinn ,í aðra hönd? — Við fengum 113 krónur á dag í þrettán daga og hlut- inn. Þetta gerði samanlagt um 2500 krónur Og ég verð að segja að þetta var lélegur túr. Bezta túrinn, sem ég hefi far- ið, fór ég í fyrra. Þá seldum við fyrir 17 þúsund sterlings- pund í Hull, ög þá fékk ég 14 þúsund krónur fyrir 22 daga. — Hvernig líkar >ér að koma til Hull? — Ja, bjórinn er eina áægj an manns þar. Það vantar bjór hér, og ég get sagt ykkur, að yfirleitt eru flestir íslenzkir sjómenn hlynntir bjórnum. — Hefur þú siglt á fleiri erlendar hafnir? — Til Þýzkalands, segir Bjarni, og það hýrnar yfir hon um. — Þeir eru miklir höfð- ingjar heim að sækja Þjóðverj arnir. Það er allt miklu frjáls- ara hjá þeim en t. d. í Hull. — Hvað um kjör sjómanna? — Mér finnst það lélegt að fá ekki nema 80 þúsund krón- ur fyrir að vera á sjó 330— 340 daga ársins. En fiskiríið Silungsveiði ágœt til- breyting trá bobbinga- þvarginu Bjarni Veturliða, háseti, hefur reynt allar tegundir sjómennsku utan millilandasiglingar BJARNI Veturliða, þrítugur háseti á togaranum Agli Skallagrímssyni, hefur verið á sjó í tíu ár samfleytt, og reynt allar tegundir sjómennsku, að millilandasiglingum undan- skildum. Bjarni hefur verið á togurum, bátum, hvalföngur- um og fengist við síldveiðar. Við skruppum um borð í Egil Skallagrímsson, þar sem togarinn lá við Faxagarð fyrir helgina, og hittum Bjarna að máli í brú togarans. — Við erum nýkomnir úr túr, sagði Bjarni. — Fiskuð- um í ís einhvers staðar vest- ur af Látrabjargi. — Hvernig var fiskiríið? — Það er óhætt að segja að það hafi verið öðru megin uppá hund. Það er hvergi neitt er að vísu happdrætti, og mik ið er undir því komið. — Hyggstu taka þátt í há- tíðahöldunum á sjómanna- daginn? — Eg er nú eiginlega að hugsa að halda upp á hann með því að fara upp á fjöll og veiða silung. Maður verður seint þreyttur á fiskiríinu, skal ég segja ykkur. Strák- arnir um borð segja að það sé ekki nema fyrir feita kon- tórista í landi að veiða silung, en ég hefi verið að segja þeim, að þetta væri ágæt afslöppun frá bölvuðu bobbingaþvarg- inu. Þeir myndu sleppa við að heyra karlinn öskra „hífa“, „slaka“, ef þeir gerðu sér ferð út í náttúruna. Allt tómir yfirmenn jSTÐUR VIÐ verbúðarbryggju liggur mótorbáturinn Freyr ís. 161, 51 smálest að stærð. Þar hittum við að máli Steindór Ara son, skipstjóra, borinn og barn- fæddan ísfirðing. Hvað eruð þið vestanmenn að dunda hér suður í Babýlon þessa lands? Við erum að fara suður i Grindavík á hum ar, svarar Steindór. Lengi? Ja, leyfið er til 15. ágúst, en í fyrra var það víst framlengt um mán uð, svo maður veit aldrei. / Hefurðu verið lengi á sjónum, Steindór? Síðan á 13. ári. Fyrst á síld og síðan samfellt á togurum og bátum fyrir vestan og er núna 31 árs, það gera 18 ára á sjó, ekki satt? Hvaða munur er helztur á bát og togara? Hvað segirðu maður, segir Steindór, ertu fæddur í gær? Fyrirgefðu, ég átti nú við kjör og aðbúnað, Ja, það er ekki gott að segja. Það er meiri regla á togurnum með vaktir og annað, en ég kann illa við þessa löngu túra, líkar betur við bátafiskiríið, alltaf stutt til konunnar. Hefurðu áður verið á humar? Nei, en ég hygg gott til glóðar innar. Annars er þetta sama lott eríið og svo getur maður misst veiðileyfi.ð hvenær sem er. Þeir ku kontrollera fiskmagnið sem veiðist með humarnum og þegar þeim hér í Reykjavíkinni finnst það úr hófi, nú þá taka þeir bara af manni leyfið fyrirvaralaust. Hvernig verður aðbúnaðurinn hjá ykkur þarna fyrir sunnan? Við búum um borð. Það er kannske ekki neinn lúxus, eins Og þú sérð væntanlega, en við því er víst ekkert að segja. Það venst, eins og annað. Hvar takið þið humarinn? Á 60—100 faðma dýpi, tveggja sólarhringa útivist, troll, svipað rækjutrolli en grófara. Og þénustan? Hvað er þetta maður, þú ert alveg úti á þekju. Þénustan fer vitanlega eftir aflanum. Maður vonar alltaf það bezta. Hvernig er hlutaskiftingin? Við skulum sjá, það eru 37% til manna og 63% til útgerðarinn ar. Svo mikið? Ja, sjáðu til, þessi 37% fara í heilan hlut til áhafnarinnar, fimm manna. Svo er „dauði hlut urinn“ tekin af 67%. „Dauði hluturinn?" Já, „dauði hluturinn" er það sem fer fram yfir heilan hlut. Það. er heill hlutur tíl viðbótar til formanns, hálfur til stýri- Steindór Arason manns og meistarans, og einn fjórði til kokksins og annars meistara. Engir hásetar? Blessaður maður, allt tómir yf irmenn, segir Steindór, og hlær við. Við eigum bátinn tveir um borð og svo tveir í landi, sem sjá um reiðaríið. Ætlarðu að halda upp á sjó- mannadaginn hér í Reykjavík? Já, ætli það ekki, ætli maður Framh. á bls. 9. Húsrými fyrir 70 - 80 manns um áramótin Happadrættið er eini tekjustofn D.A.S. Einar Thoroddsen í tilefni af sjómannadeginum er gengið niður að höfn. Á efstu hæð í Hafnarhúsinu hittum við að máli Einar Thoroddsen, yfir- hafnsögumann form. sjómanna- dagsráðs. Einar býður okkur til skrifstofu sinnar. Þú ert ættaður að vestan Ein- ar? Já, úr Rauðasandshreppi. Verið lengi til sjós? Ja, ég byrjaði að róa heima á opnum bátum 9 ára gamall. Síð- an 1933 á togurum og þar til ég varð hafnsögumaður hér í Reykja vík 1955. Eg byrjaði sem háseti svo hjálparkokkur, bátsmaður, stýrimaður og skipstjóri. Ég var búinn að vera samfleytt 22 ár á togurunum, svo að mér finnst aS mörgu leyti gott að vera kominn í land. Hvenær var fyrst haldið upp á sjómannadaginn, Einar? Það var 1937, svo að þetta er 24 sjómannadagurinn. Hver átti hugmyndina? Það er ekki hægt að segja, að það hafi verið neinn ákveðinn einn maður. Einn af forystu- mönmun sjómannadagsins var Henrý Hálfdánarson_ í fljótu bragði man ég einnig eftir Sigur jóni Ólafssyni og Birni í Mýrar. húsum, en það lögðu margir aðr. ir hönd á plóginn, svo að ég noti nú orðatiltæki úr landbúnaðin- um. Hver var tilgangurinn? Sá sami og ennþá. Að kynna störf sjómanna og auka sam. heldni þeirra og félagsanda. Síð- ast en ekki sist til þess að koma upp Dvalarheimili Aldraðra Sjó manna. Að því hefur verið unn. ið frá byrjun og því verður hald. ið áfram. Ég vil geta þess, að á næsta ári verður tekið í notkuu húsrými fyrir 70—80 manns, Tekjustofn þessarra fram. kvæmda er eingöngu happdrætt. ið, a.m.k. eins og stendur. Er nokkuð, sem þú vildir segja að lokum? Já vissulega. Ég vil hvetja sjó. menn og aðra til þess að taka virkan þátt í hátíðahöldum sjó- mannadagsins og hafa í huga til- gang hans og markmið. Tvisvar upp fyrir stígvélin í síðasta túr Um borð í togaranum Jóni For- seta við Faxagarð, voru nokkrir sjómenn að vinnu á þilfari. Verk fallsverðir höfðu komið um borð skömmu áður en okkur bar að, og tilkynnt að vinna mætti alla venjulega vinnu um borð annað en að ryðberja skipið og mála. Eftir að hafa árangurslaust rætt við tvo unga háseta sem greini- lega vildu ekkert hafa við blaða- menn að sælda vegna f eimni, hitt um við Gunnar Sumarliðason há- seta að máli. Gunnar er Reykvíkingur, 33 ára að aldri, og hefur stundað sjóinn meira og minna í sjö ár, mestmegnis á togurum, en einnig róið á bátum. — Ég hefi unnið talsvert við ýmis störf í landi, en alltaf verið á sjónum á milli, segir Gunnar. — Nú síðast fiskuðum við á heimamiðum, og komum heim fyrir viku. — Hvernig aflaðist? — Sæmilega. — Hefur þú siglt á erlendar hafnir með afla? — Af og til.. Ég var í Grimsby fyrir skömmu. — Hvernig var umhorfs þar? — Líkt og venjulega. Að vísu voru allir togararnir bundnir við bryggju, en að öðru leyti virtist eins og allt væri í stakasta lagi. Við urðum ekki fyrir neinu að- kasti, enda skyldi maður ætla að Grimsbymenn hefðu litla á- stæðu til þess að amast við okk- ur. — Mannstu eftir nokkru sér- stöku, sem fyrir þig hefur borið á sjómannsférli þínum. — Nei. — Víst, gellur nú við I öðrum háseta á þilfarinu. Hann fór tvis var upp fyrir stígvélin í síðasta túr. — Þið farið nú ekki að skrifa um það, segir Gunnar. — Hm. Hyggstu taka þátt f há tíðahöldunum á sjómannadag. inn? .— Ég veit það svo sem ekkl, segir Gunnar. — En maður verð- ur áreiðanlega einhversstaðar nærri þessu. Gunnar Sumarlið&son

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.