Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 9
'T Sunnudagur 4. Jfiní 1961 MORGl’NBL 4 fílÐ 9 Fimm hásetar með stýrimannspróf UM BORÐ í Fjallfossi situr nýi I. stýrimaðurinn, Magnús Þor- steinsson og lit.ast um í klefan um sínum. Eg er Reykvíkingur í húð og hár, segir Magnús, og hef verið á sjó í 24 ár. Eg byrjaði sem káetu drengur og síðan hef ég verið í mörgum útgáfum hjá Eimskip. Messadrengur, háseti öll stríðs érin, nema þegar ég var í stýri- mannaskólanum. Það hefur kannske bjargað lífi mínu. Síðan' stýrimaður af Öllum gráðum og siðast skipstjóri á Selfossi. Eftir að ég tók prófið, þá var ég á Reykjafossi gamla. Við vorum sex hásetar og allir með stýri- mannapróf. , Líkar þér ekki vel við starfið? ’i Að mörgu leyti, en spenningur- inn er löngu búinn. En fjarvistirnar frá búi og börnum? Ja, ég hef nú ekki mikið af löngum túrum að segja, svona sex vikur og svo viku heima á anilli. Blessaður, maður venst þessu. Það var annað í stríðinu, þá v«ru túrarnir oft langir, mað ur vissi aldrei hvað langir. Einu sinni vorum við 29 daga í skipa lest frá Skotlandi til Ameriku, stundum voru túrarnir allt að tveir mánuðir . . . nei, nei, bless aður vertu aldrei verið á skipi, sem hlekkzt hefur á, sem betur fer. Þú ert að byrja á Fjallfossi, hvernig er að skifta svona um skip, er ekki leiðinlegt að yfir- gefa gamla skipið? Nei, nei, ef maður er t.d. fimm ár eðá lengur á sama skipinu, þá grær maður við það og staðnar, betra að skipta, nýtt umhverfi yngir mann upp og hressir. Svo finnst okkur sjómönnum sum skip betri en önnur. Hvernig eru möguleikar fyrir unga stýrimenn á kaupskipunum, Magnús? Skítt, blessaður engir mögu- leikar fyrr en eftir fjölda ára. Það er ekki glæsilegt að þurfa, eftir fjögurra ára siglingatíma og rúmlega tveggja ára strangan Magnús Þorsteinsson skóla, að sigla sem háseti í fjölda ára, áður en menn fá afleysing- arstarf og síðan ef guð lofar stýrimannsstöðu. Ef ég væri að byrja núna, þá myndi ég fara í Vélskólann eða loftskeytaskól- ann, þá er hægt að velja úr stöð um á sjó og landi. Nú ef einhver vill endilega hafa mann til sjós, þá er leiðin alltaf opin til þess að setjast að í landi, til þess að svekkja hinn sama. Og Magnús hlær ógurlega. Ætlarðu að halda upp á sjó- mannadaginn? Það verður víst eitthvað lítið. Eg réri einu sinni á sjómanna- daginn á Akureyri, en nú er maður orðinn of gamall í svo- leiðis grín. Það er annars skömm að því, að við skulum vera með róðrasveit um borð, en það er ekki um gott að gera þegar skipið er nýkomið, já Og róa svo á móti mönnum, sem eru búnir að æfa sig í viku eða lengur. Og svo er Magnús orðinn leið- ur á blaðamanninum og fer að tala um verkfallið við skipsfélaga sinn. Sex tíma hvíld þykir Þarna gengur Njáil Gunnars- son, aflakóngurinn úr Hólminum í fyrra, segir vinur minn við höfn ina, þú ættir að taka hann tali, Hvaðan ertu ættaður Njáll? ! Ég er úr Helgafellssveitinni en búinn að búa hér í Reykjavík og í Kópavoginum s-h 3 ár. Þú varst aflakóngur í Stykkis- hólmi í fyrra? Já, ég var með Víði S. U. 175, það var leigubátur gerður út af Sigurði Ágústsyni. Við vorum með línu og þorskanet. Og sumarið? ’ Ég er nú í reiðileysi eins og stendur, en er þó að spekulera í síldinni. Silfur hafsins, segir blaðamað- urinn spekingslega. Hann var góð ur þessi, segir Njáll. Hver er helzti munurinn á þorsk og síldveiðum? Mikill, á þorsk, þá Ieggur mað ur á ákveðnum stöðum og dreg- ur síðan. Ósköp einfalt. Síldin er — Tómir ytirmenn Framh. af bls. 8 skreppi ekki með strákunum í land. Þakka þér fyrir Steindór og góða skemmtun. Sömuleiðis og farðu þér ekki ítð voða, kallar Steindór á eftir blaðamanninum og hverfur síðan ofan í bátinn sinn og heldur á- fram að gera klárt. gott hinsvegar leit, eltingarleikur og aftur leit. Það er mikill munur á formannsstarfinu á síld og ver- tíð. Er ekki hvimleitt að vera lang dvölum fjarri fjölskyldunni? Ja, það er allt undir kelling- unni komið. Ég á nú svo góða konu_ að ég hafði hana með mér vestur í fyrra. Annars er ég bú- inn að vera svo lengi til sjós, að ég er hættur að taka til þess, þótt ég sé lengi að heiman, og svo er það alltaf gaman að koma heim. Það geta Þeir aldrei gert, sem alltaf eru heima. Er starfið erfitt? Já, ef vel veiðist og gæítir eru góðar. Sex tíma hvíld á sólar- hring þykir gott, a.m.k. hjá for- manninum. Það versta er senni- lega aðbúnaðurinn í verstöðvun- um. Frumskilyrði eru góðar ver- búðir fyrir aðkomusjómenn. Þeg- ar það er komið í lag, þá getum við spjallað um annað. Hvernig ætlar þú að halda upp á sjómannadaginn, Njáll? Liggja upp á dívan og lesa blöð in og svo spássera með konunni í góða veðrinu. Við Njáll vorum sammála um að hafa gott veður á sjómanna- daginn. GUNNAR JÓNSSON LÖGMAÐUR við undúTétti oq hæstarétt Þingholtsstræti 8 — Sími 18259 Félagslíf KFR-ingar Útiæfingar hefjast þriðjudag- inn 6. júní kl. 20 á Melavellinum. í júnímánuði verða æfingar — þriðjudagá og föstudaga kl. 20 — Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. 17. JÚNÍ MÓTIÐ í frjálsum íþróttum verður haldið á Laugardalsvellinum dagana 17. og 18 júní. Keppt verður í þessum greinum: — 17. júní: 110 m grindahlaup — 100 m hl. — 400 m hl. — 1500 m hl. — kúluvarp — kringlukast — stangarstökk — þrístökk — há- stökk — 1000 m boðhlaup. — 18. júní kl. 2: 200 m hl. — 400 m grindahlaup — 800 m hl. — 1500 m hl. — 3000 m hl. — lang- stökk — spjótkast — sleggjukast 4x100 m boðhlaup. Þátttaka er heimil öllum aðil- um Í.S.Í. og skulu tilkynningar um þátttöku hafa borizt skrif- stofu Í.B.R. fyrir 11. júní. í. B R. ÓDÍKI Drengjaskyrtur á 2—16 ára. Smásala — Laugavegi 81. HRINGUNUM. fþróttavöllurinn 50 ára Sunnudaginn 11. júní fer fram frjálsþróttakeppni í leikhléi af- mæliskappleiks íþróttavallarins á Melavellinum: Keppt verður í þessum greinum: 4x200 m boð- hlaup — 800 m hlaup — 800 m hlaup drengja. Tilkynningar um þátttöku send ist skrifstofu íþróttavallarins við Melatorg fyrir miðvikudagskvöld 7. júní. Árni Guðjónsson hæstar éttarlögmaður Garðastræti 17 Einbýlishús óskast Höfum kaupanda að góðu einbýlishúsi eða rað- húsi, ca. 5—7 herb., helzt í Smáíbúðahverfi eða Háleitishverfi. — Mikil útborgun. Allar nánari upplýsingar gefur. EIGNASALAI • REYKJAVÍK • Ingólfsstræti 9 B. Sími 19540 TtJNÞÖaOJR velskornar. Símar 22-8-22 og 19775. AEKÍLBÓK ALMEItlKA BðKAFfLAGSINS ER LEVNOARMÁL LÚKASAR - EEIIR ICNA2I0 SILONE, ÞÍOAll M ÓSKAR. UIO MIKEA LEVNDARMÁL LÚKASAR ER, HVERS- VEGRIÁ HAl LÉT = gpgpDÆMA SIGIÆVI LAIViGI EANCEESI NAl HAFOIALD REIFRAMIO. EFI IR40ÁRAFANC Bf AVIST KEMUR HA 1HEIMIFÆDIN- -GAIIÞDRP SITI. ÍÁ ALLIR FORDAST HAi OC SMÁ NEMÁ AHIDRÍS, SEM AO LOKOM RÆDOR LEVIHDARMÁL LÓKASAR. ALMEIA RÓKAEÍLACIO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.