Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. júní 1961 ( Stutt á hnapp EF RÚSSAR gerðu árás á N-Ameríku og þeim tækist að brjóta and- spyrnu Bandaríkjanna og Kanadamanna á bak aft- ur, gætu Rússar á svip- stundu jafnað allar borg- ir og bæi í Norður-Amer- íku við jörðu. Þess ýrði þá ekki langt að bíða að lýðræðisríki Evrópu féllu í hendur kommúnista og dagar annarra frjálsra ríkja yrðu þá líka taldir. Það er af óttanum við yfirgangsstefnu og her- veldi kommúnista, að lýðræðisríkin hafa bund- izt varnarsamtökum. Flest ið er hafa Kanada- og Banda- ríkjamenn ekkert öruggt við- vörunarkerfi gegn geimskeyt- um. En innan nokkurra ára mun varnarveggurinn ósýni- legi hækka mjög og teygja sig langt út í geiminn. Rússar munU innan tíðar, ef ekki nú þegar, hafa birgðir lang- drægra flugskeyta, sem þeir geta skotið til hvaða staðar sem er í N.-Ameríku. Og Rússar eiga núna yfir 1,200 langfleygar sprengjuþotur ásamt 450 kafbátum, sem margir hverjir eru vafalaust búnir litlum flugskeytum. Þot urnar </g kafbátarnir eru helzti ógnvaldurinn, en hætt- an á flugskeytaárás frá Rúss- landi vex með hverju árinu, sem líður. * * * Það var fyrir liðlega 10 ár- um, að bygging varnarkerfis- Ilandtökin verða hröð, ef ratsjár-viðvörunarkerfið verður vart við „óþekkt“ flugfar. Eftir fáeinar mínútur eru orrustuþotur frá nærliggjandi flugstöð komnar á loft til þess að athuga hvort hér er um árásarflugvél að ræða. Þetta eru þrjár F-106 þotur, sem fljúga með 1,500 mílna hraða á klst., eða með tvöföldum hraða hljóðsins. Skotvopnum þotunnar er stjórnað af ratsjá — og F-106 þarf ekki að komast í sjónfæri við „óvininn“ til þess að geta skotið hann niður. —■ þeirra verja geysiháum fjárhæðum til landvarna og Bandaríkin þá mestu, eða liðlega helmingi þjóð- arteknanna. Á meginlandi N-Ameríku er höfuðvígi hins frjálsa heims og því til varna hafa Kanada- menn og Bandaríkjamenn 1 byggt upp í sameiningu öflugasta varnarkerfi, sem sögur fara af. * * * Yfir 200 þúsund manns vinna dag og nótt allan ársins hring við varn'arstöðvar, frá hjarnbreiðum Norður-Kanada og suður að Mexicö-flóa, aust an frá Kyrrahafseyjum til stranda Atlantshafsins. f varn arkerfinu eru um 700 stöðvar þar sem liðsmenn landhers, flughers og flota hlusta og horfa, bíða eftir því, sem þeir vona, að aldrei komi: Skyndi- árás Rússa. Ratsjárstöðvarnar, sem eru grundvöllur viðvörðunarkerf- isins, mynda 70 þúsund feta náan 'skjöld meðfram 15 þús- ■ und mílna strandlengju Og um j iykja 10 milljónir fermílna þar sem 200 milljónir manna búa. Það hefur verið æði ' kostnaðarsamt að reisa þessi mannvirki, en hvers virði yrði lífið frjálsum mönnum, ef , þeir yrðu einn góðan veður- 1 dag hlekkjaðir fjötrum komm únismans. Þess vegna eru traustar varnir aldrei of dýr- ar. * ★ * Varnarkerfi N.-Ameríku er miðað við hálofts-sprengju- þotur Rússa, því enn sem kom ins hófst. Rússneska kjarn- orkusprengjan og Kóreustríð- ið sannfærðu N.-Ameríku- menn og aðra frjálsa menn um að skjótra ráða væri þörf. Árangurinn varð sá, að nú hafa N.-Ameríkumenn girt lönd sín ratsjár-keðjum, kom- ið upp sveitum orrustu- og sprengjuflugvéla, sem reiðu- búnar eru að svara öllum árás um samstundis — og þeir hafa líka komið upp stöðvum fyrir fjarstýrð flugskeyti umhverf- is stórbörgir og iðnaðarhéruð. Þetta eru skammdræg skeyti, en nægilega öflug til þess að granda óvininum í háloftun- um, ef hann kemst í gegn um ytri varnarmúrana. Þetta sameiginlega varnar- kerfi er merkt. NORAD (North American Air Defence Command). Miðstjórn þess er í Colorado Springs, við rætur Klettafjalla, inni í miðjum Bandaríkjunum. Þar er heili viðvörunar- og varnarkerfis- ins. Þaðan er stöðugt sam- band við alla útverði, allt við- vörunarkerfið, og allar her- stöðvar — og þaðan er hægt að gefa merki til allra stöðva, allra flugsveita á jörðu og í lofti, ef þörf krefur. Þaðan er hægt að stjórna vörnum þessa stóra meginlands — og þar eð hver sekúnda gæti orðið dýr- mæt, sjá rafmagnsheilarnir um mestan hluta verksins. Með því að styðja á hnapp í Colorado Springs er hægt að setja alla „varnarvél“ N.- Ameríku í gang á einni mín- útu. * * * DEW-Line (Distant Early Warning) heitir nyrsta ratsjár keðjan og nær frá Aleuta-eyj- um, yfir Alaska, til Græn- lands. Könnunarvélar, sem eru á lofti allan sólarhringinn, lengja þessa „keðju“ í báða enda, út á mitt Kyrrahaf og lengst út á Atlantshaf. Ef Rússar sendu sveitir sprengju þota stytztu leið yfir til N.- Ameríku yrði DEW-Line fyrst vör við þoturnar. Varnarmið- stöðin í Colórado Springs fengi samstundis vitneskju um hinar óþekktu þotur og varnarstöðvar um öll Banda- ríkin Og Kanada mundu óðar látnar vita. Sveitir orrustu- þota yrðu sendar á loft til þess að athuga betur óþekktu þot- urnar. Sex hundruð mílur suður af DEW-Line er önnur ratsjár- keðja, „Mið-Kanada línan", þvert yfir Kanada, til frekara öryggis. Og síðan kemur þriðja „keðjan", í nánd við landamæri Kanada og Banda- ríkjanna. Meðfram allri strandlengjunni, bæði í austri og vestri, er samfelld keðja ratsjárstöðva og undan strönd unum eru tugir ratsjárskipa stöðugt á verði. Auk þess eru tugir ef ekki hundruð rat- sjárflugvéla á verði yfir út- höfunum nótt sem nýtan dag og mynda þær ásamt skipun- um margfaldan viðvörunar- vegg. Þá eru ratsjárstöðvar á víð og dreif um öll Bandarík- in ög í þéttbýlustu hlutum Kanada þannig að hægt er að fylgjast með ferðum óvina- flugvéla, enda þótt þær kæm- ust langt inn fyrir viðvörun- ar-„vegginn“. * t * Ef reiknað væri með, að óvinaþoturnar flygju með 600 mílna hraða á klst. veitti DEW-Line syðstu héruðum Kanada Og nyrztu héruðum Bandaríkjanna tveggja stunda frest til viðbúnaðar. Viðvör- unar- og varnarkerfið er ná- tengt í Colorado Springs og ekki liðu nema nokkrar mín- útur þar til orrustuþoturnar yrðu komnar á loft. Sveitir orrustuþota eru staðsettar á víð og dreif um Norður- Ameríku, þær eru búnar sjálf stýrðum rakettum, sem granda óvinaflugvélum í mik- illi fjarlægð — og ef allt þetta bregzt taka loftvarnaflug- skeytin Bomarc og Nike-Ajax við, en þessum skeytum hefur verið komið fyrir umhverfis alla mikilvægustu staði í N.- Ameríku. Ef ljóst yrði, -að Rússar hefðu hafið árás mundi fjöldi bandarískra sprengjuþota þeg Þessi mynd gefur örlitla hug mynd um stærð ratsjárnet- anna í „BMEWS“-stöðinni á Grænlandi. ar fljúga til kjarnorkuárása á mikilvæga staði í Rússlandi. Til þess að tryggja, að komm- únistum tækist ekki að lama varnarmátt N.-Ameríku ger- samlega með skyndiárás, þ. e. að eyða flugflotanum á jörðu niðri áður en hægt yrði að koma nægilega stórum hluta hans á loft, er jafnan fjöldi þota (með kjarnorkusprengj- Framh. á bls. 16. Þetta er ein ratsjárstöðvanna, sem mynda þrjár ratsjár-„keðjur“ yfir þvert meginland N-Ameríku. Þar er staðið á verði dag og nótt, allan ársins hring og beðið eftir því, sem allir vona, að aldrei komi: Skyndiárás Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.