Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 4. j'úní 1961 mtMafófe Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) - * Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesserv Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalatræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. LÆRDÓMUR AF URSLITUM ATKVÆÐAGREIÐSLUNNAR í Trslit allsher j aratkvæða- greiðslunnar um miðlun- artillögu sáttasemjara urðu þau, að launþegar felldu liana í 9 félögum, en sam þykktu í fjórum, atvinnu- rekendur felldu hana aftur á móti í 11 félögum, en sam- þykktu aðeins í tveimur. j Sé ika athygli vekur það, hve þátttaka var lítil víðast í atkvæðagreiðslunni af hálfu launþega. Bendir það ótvírætt til þess að menn hafi sæmilega getað sætt sig við þessa lausn og ekki haft áhuga á að fella tillöguna. Alkunna er að kommúnistar skila sér bezt á kjörstað, enda smöluðu þeir hvarvetna rækilega. Þrátt fyrir mikla smölun tókst kommúnistum ekki að fá til stuðnings við stefnu sína nema 1303 Dagsbrúnar- menn, en við stjórnarkosn- ingarnar fyrir nokkrum mán uðum fengu þeir 1584 atkv. í félaginu. Er enginn efi á því, að þessi úrslit hafa orð- ið þeim mikil vonbrigði. E>á er það og athyglisvert, að vinnuveitendur skyldu víðast fella tillöguna. Bygg- ist það auðvitað fyrst og fremst á því, að ríkisstjórn- in hefur lýst yfir, að hún muni ekki stuðla að því að kauphækkunum verði þegar í stað velt yfir á almenning á ný, eins og áður hefur tíðkazt. Þegar vinnuveitendur eiga sjálfir að standa undir út- gjöldunum er eðlilegt að þeir séu tregari til kaup- hækkana heldur en áður hefur verið. Auðvitað var þeim sama þó þeir sam- þykktu hækkað kaup 1958, þegar þeir höfðu upp á vas- ann skriflegt loforð Lúðvíks Jósefssonar um það að al- menningur yrði látinn borga hækkunina fyrir þá. Sumir þéirra högnuðust jafnvel á slíkri hækkun, því að verð- bólga er þeim kærkomin, sem mikið skulda. OVIST HVAÐ VIÐ TEKUR Alveg er nú óvíst hvað við tekur, þegar miðlunar- tillagan hefur verið felld af báðum aðilum. Hún miðaði að því að tryggja raunhæfar kjarabætur, en launþegar tóku ekki nægilegan þátt í atkvæðagreiðslunni til að tryggja samþykki af sinni hálfu, sem mundi hafa vald- ið því að mjög erfitt hefði verið fyrir vinnuveitendur að standa gegn lausninni. Af þeim sökum verður sjálfsagt að byrja samninga- þjark að nýju, þar sem vinnuveitendur munu vafa- laust halda sér að sínu fyrra tilboði um 34-3+3%, sem þeir telja vera það, sem atvinnu- vegirnir sjálfir geta staðið undir. Launþegar aftur á móti munu gera hærri kröf- ur en tillagan gerði ráð fyr- ir’ — Helzta vonin um lausn virðist vera sú, að ræða í i alvöru um leiðir til fram- leiðsluaukningar, meiri á- kvæðisvinnu og verð'laun fyr ir aukin afköst, samstarfs- nefndir launþega og vinnu- veitenda, vikulaunagreiðslur, vinnuhagræðingu o. s. frv. LAUN í NOREGI OG ÍSLANDI Ijjóðviljinn er svo óhepp- inn í gær að bera saman launagreiðslur í Noregi og á íslandi. Segir blaðið að verkamannakaup í Noregi sé nú 32—35 krónur um tímann. Þannig vill til að óvíða hefur ríkt jafnmikill vinnu- friður og skilningur milli launþega og vinnuveitenda og einmitt í Noregi. Þar hefur allt frá styrjaldarlok- um verið leitazt við að fara leið raunhæfra kjarabóta, en verkfallaleiðinni verið hafn- að. Afleiðingin hefur orðið sú, að Norðmenn, sem stóðu langt að baki íslendingum, geta nú greitt hærra kaup- gjald. Eftirtektarvert er einnig, að hagfræðingur norska al- þýðusambandsins, sem hér kom á vegum launþegasam- takanna, benti á þessa leið raunhæfra kjarabóta og hafn aði verkfallaleiðinni. Um þann mann fóru kommúnist- ar hinum verstu orðum. Nú styðja þeir óvart stefnu hans og þá kjarabótastefnu, sem Morgunblaðið hefur margtúlkað að undanförnu. f plasttunnunum á myndinni eru sjóregnbogi og aðrar lífverur frá Fernvatni í vatni, sem geislavirkum efnum hefur verið bætt í. Lífverurnar eru rannsakaðar af fiskifræðingum, sem starfa að rannsóknunum á Fernvatni, í rannsóknarstofu Washingtonháskóla. Á myndinni eru frá vinstri: Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, Paul Olson, starfsmaður Rannsóknarstofn- unar Washingtonháskóla, er fjallar um áhrif geislavirkni á lífverur, og John R. Donaldson, starfsmaður Veiðimálastofnunar Washingtonfylkis. Kjarnorka í þágu fiski- rannsdkna í ferskvatni UM MIÐJAN apríl kom í Seatfle Ximes viðtal við dr. Lauren R. Donaldson, prófess or í fiskifræði, um hinar eft ISLAND í VIÐ- SKIPTABANDA- LAG? TjUns og Morgunblaðið skýrði frá í gær getur svo farið, að innan mjög skamms tíma verði íslend- ingar að taka afstöðu til við- skiptabandalaga Evrópuríkj- anna, ef samkeppnisaðstaða okkar á ekki að verða mjög slæm á Evrópumörkuðum. Hin nýju viðskiptabanda- lög miða að því að örva at- vinnulíf aðildarríkjanna, sem treyst hafa fjárhag sinn ár frá ári. íslendingar hafa dregizt aftur úr í því efni, en nú verður ekki lengur umflúið að tryggja slíka stefnu, ef við eigum ekki að einangrast frá okkar beztu mörkuðum og búa við lakari lífskjör en allar nágranna- þjóðirnar. — Meðal annars þess vegna verður að leysa vinnudeiluna án þess að efnahagslífið fari enn einu sinni úr skorðum. irtektarverðu 'tilraunir, sem verið er að hefja í Fernvatni í Washingtonfylki. Þór Guð- jónsson, veiðimólastjóri, sem dvalizt hefur að undanförnu við fiskideild Washingtonhá" skóla í Seattle, hefur tekið þátt í undirbúningstilraunum. Út- dráttur af viðtalinu fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. Tilraunir með geislavirk sporefni („radioactive traces“) til undirbúnings dreifingu á- burðar í Fernvatn í Washing- tonfylki í Bandaríkjunum geta haft víðtæk áhrif á fiskrækt í framtíðinni. Áætlað er, að hin ar umfangsmiklu rannsóknir og tilraunir í Fernvatni standi yfir í tíu ár. Eru þær fram- kvæmdar í samvinnu Kjatn- orkunefndar Bandaríkjanna, Washingtonháskóla og Veiði- málastofnun Washingtonfylkis undir forustu dr. Lauren R. Donaldsons, prófessors, og for stjóra Rannsóknarstofnun há_ skólans, er rannsakar áhrif geislavirkra efna á lífverur. „Hér er tækifæri til þess að nota kjarnorkuna í friðsamleg um tilgangi", segir Donaldson prófessor. FernVatn er ófrjótt vatn. Á siðustu ísöld náði jökull yfir svæðið, sem Fernvatn er á, og er það því fátækt af sporefnum Jarðfræðingar, skógfræðingar og fleiri sérfræðingar hafa unnið ásamt fiskifræðingum að rannsóknum á Fernvatni og umhverfi þess. Trjógróður um 'hverfis vatnið er seinvaxinn og veiðidýr eru fá, og dregur hið ófrjóa vatn dám af umhverf- inu. Árið 1957 hófust rannsóknir á Fernvatni með styrk frá Kjarnorkunefnd Bandaríkj- anna. Byrjað var á að rann- saka ástand vatnsins, m.a. framleiðslumátt þess hvað fisk stofn þess snertir. Sýnishorn af dýralífi vatnsins voru tekin vikulega í hverskyns veðri, og reynt var að halda ástandi við vatnið sem líkast. Þurfti í því sambandi að margflæma í burtu bjóra, sem byggðu stífl ur í útrennsH vatnsins. * ^ Vísindamennirnir hlaða á bifreiðir bátum, dælum, krukkum, slöngum, maeli- tækjum og ýmsum áhöldum til þess að taka með á hin- ar vikulegu rannsóknarferð- ir. Þeir rannsaka m. a., hve langt ljósið nær niður í vatnið, ákveða súrefnisinni- hald vatnsins, mæla hita, og taka sýnishorn af fæðudýr- um fiskanna. Mörg tonn af vatni hafa verið flutt úr Fgrnvatni til tilraunaeldisstöðvar fiski- deildar Washingtonháskóla til þess að búa til 16 lítil Fernvötn þar í plasttunn- um. Eru höfð í þeim sjó- regnbogi, jurtir' og dýr, og jafnvel leðja af vatnsbotnin- um. Geislavirkum efnum hefur verið bætt í vatnið í tunn- unum, og draga jurtir og dýr þau til sín. 1 júnímán- uði verður smávegis af geislavirkum efnum bætt í Fernvatn. Fylgjast má með, hvað um þau verður í vatn- inu, hvað lífverur taka til sín, og hvað lendir annars- staðar. Eftir ár mun svo Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.