Morgunblaðið - 04.06.1961, Page 13

Morgunblaðið - 04.06.1961, Page 13
P Sunnudagur 4. Jfiní 1961 MORGVNBLZD1B 13 „Kom heill um höf P herra konungur44 ÞAÐ var mikil stund, þegar Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, flutti Ólafi konungi Hákonarsyni kvæði sitt í hátíða sal Háskólans. Þá var liðin meira en hálf sjöunda öld frá því að íslenzk skáld fluttu Noregskonungi síðast drápur sínar. Við þennan atburð hlutu hugir manna því að beinast að liðinni tíð, fornum frægðardög- lim, að sögu beggja frændþjóð- anna, öld frá öld og fram til okkar daga. Flutningur kvæðisins var eitt hvað hið eftirminnilegasta og skemmtilegasta við dvöl Nor- egskonungs hérlendis og var hún þó öll hin ánægjulegasta, enda hjálpaði blítt og fagurt yeður til. Skipulag móttökunefndar var yfirleitt með ágætum og sér- staklega ber blaðamönnum að þakka að nú var komið fram við þá svipað því sem annars Btaðar tíðkast, gagnstætt því sem oft hefur viljað við brenna hjá opinberum aðilum hér. Leið atvik Tvö leið atvik verður þó að Ólafur konungur Hákonarson yfirgefur Reykjavík eftir ánægjulega heimsókn. leið er tiltæk til að bæta upp | ir. Sá kostur væri að vísu fyrir tjón það, sem af vinnustöðvun | Sá tími ætti að vera farinn REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 3. juní nefna. Lofkvæði til konungs var jafnsjálfsagt og það var mis heppnað að flytja þá ólistrænu sýningu, sem Þj óðleikhúsið bauð upp á. 1 því húsi hefur margt vel tekizt en áreiðanlega fátt jafnilla og það sem þar fór fram þetta kvöld. Því miður naut sín þar enginn, hvorki söngvarar, hljómlistarmenn né leikarar —• og allra sízt þó leik tjöld. Þar tókst ekki að færa nútímamönnum mynd af fortíð- inni, en það tókst að færa list íslendinga aftur þetta kvöld um allmörg ár eða áratugi. Þetta var leitt atvik, sem enginn einn ber ábyrgð á, en hjá því verður ekki komizt að vekja á því athygli, því að slíkt má ekki endurtaka sig. Áuk þess kostaði þessi ýning mikið fé, sem hefði mátt spara, þar sem bjóða mátti konungin- um á óperettuna, sem nú er leikin í Þjóðleikhúsinu. En sú sýning er boðleg hverjum sem er. Auk þess kostaði þessi sýning tnikið fé, em hefði mátt spara, þar sem bjóða mátti konunginum lá óperettuna, sem nú er leikin í Þjóðleikhúsinu. En sú sýning er þoðleg hverjum sem er. I Þá eiga Islendingar líka erfitt jneð að sætta sig við nær ein- litann embættismannasvip eins og var á listanum yfir þá, sem boðnir voru í veizluna á Hótel Borg. Menn hljóta að spyrja: Hvers vegna er ekki boðið nein- um forystumönnum atvinnuveg- anna, bændasamtaka og laun- þega, eða verkalýðsforingjum. Það má vera að í hirðveizlum erlendis séu eingöngu embættis- menn, og þó verður að draga það í efa. En hvað sem því líð- ur, vilja íslendingar það ekki. Skugj»i yfir þjóðlífinu Þótt vinnudeilurnar megnuðu ekki að setja leiðan svip á mót- töku konungs, er hitt ljóst að skuggi hefur hvílt yfir þjóðlíf- inu og uggur ríkt á mörgu al- þýðuheimilinu og er það ekki eð furða, þegar stefnt er að langri vinnustöðvun. Hið versta er þó, að engin | hlýzt, hvorki fyrir þjóðarheild- ina né þá launþega, sem þátt taka í verkfalli. Með miðlunartillögunni gengu sáttasemjarar áreiðanlega eins langt og frekast er nokkur von til að atvinnuvegirnir geti borið án þess að sérstakar ráð- stafanir séu gerðar, sem lenda 'á almenningi. Meiri kauphækk- anir mundu án efa kalla á gagn- ráðstafanir. Sá kostur væri að vísu fyrir hendi að aðhafast ekkert, en þá hlyti atvinna að dragast saman, fyrirtækin myndu draga úr rekstri sínum, ekki sízt þau sem starfa við öflun útflutn- ingsvara, jafnt og þétt mundi þá þrengt að þar til að því kæmi að laun hlytu að lækka á ný Þr jár leiðir Þessi leið, leið samdráttar og atvinnuleysis er sannarlega uggvænleg. Þess vegna mundu brátt koma fram kröfur um að- gerðir. Önnur leiðin, sem þá væri hugsanlegt að fara, er nýtt uppbótakerfi og afturhvarf til þeirra óhagkvæmu atvinnu- hátta, sem valdið hafa kyrr- stöðu í kjaramálum íslendinga, meðan allar aðrar lýðfrjálsar þjóðir hafa stórbætt sín kjör. Uppbótaleiðin er því alls ekki girnileg og naumast við því að búast eftir þá hörmulegu reynslu, sem við höfum af því kerfi, að nokkur ríkisstjórn vildi innleiða það á ný. Við- reisnarstjórnin hefur líka lýst því yfir, að hún muni alls ekki taka það kerfi upp aftur. Þá er ekki eftir nema ein leið til að bjarga því sem bjarg að verður, ný gengisfelling. Gengið hefur nú í rauninni síðasta áratuginn verið fellt fimm sinnum og hraðast féll það á tímum vinstri stjórnar- innar, sem öllu ætlaði að bjarga og tryggja hag launa- manna. Auðvitað er hægt að fella gengi stöðugt, annað hvort ár eða jafnvel árlega, ef menn vilja. Þótt sú leið sé skárst hefur hún þó að sjálfsögðu í för með sér margvíslega erfið- leika og tefur fyrir heilbrigðri þróun. Meiri kauphækkanir mundu án efa kalla á gagnráðstafan- að nálgast að launamenn gerðu sér grein fyrir því, að þeir vinna mest gegn eigin hags- munum, er þeir krefjast þess í verkföllum, að svo hátt kaup sé greitt að af því leiði beina eða óbeina gengislækkun. Stærstu tæki- færin framundan Stærstu tækifæri íslendinga á sviði atvinnumála eru nú fram- undan, ef þeir kunna fótum sínum forráð. Fyrirtæki í tveim löndum, Sviss og Svíþjóð, hafa nú mikinn hug á að reisa hér alumíníum-verksmið j u. Sá áhugi vaknaði, þegar sýnt var eftir efnahagsráðstafanirn- ar í fyrra, að Islendingar ætl- uðu að fara svipaða leið í gjald- eyris- og viðskiptamálum og ná grannaþjóðirnar og sýndu þann manndóm að vilja treysta efna- hag sinn og fjárhagskerfið í heild. Þessi tækifæri er hægt að eyðileggja, þótt við verðum í lengstu lög að vona að hjá þeirri ógæfu verði sneitt, hvað sem það kann að kosta um skamman tíma. Erlend og innlend samvinna Ef af þessum áformum verð- ur, munu íslendingar sjálfir byggja stórvirkjanir fyrir láns- fé, sem fáanlegt væri, þegar tryggð væri orkusala og samn- ingur lægi fyrir um hana við traust erlend fyrirtæki. Afgangsorka yrði þá mjög ó- dýr og gætum við sjálfir reist minni iðnfyrirtæki, sem nytu þess að fá hina ódýru orku. Aluminíumverksmiðjurnar sjálf ar mundu hin erlendu fyrir- tæki eiga að mestu eða öllu leyti fyrst í stað, en að sjálf- sögðu væri hugsanleg sam- vinna milli þeirra og innlendra aðila, t. d. í formi almennings- hlutafélags, þar sem fjöldi landsmanna gætu verið þátttak endur og Islendingar eignazt smám saman meira og meira af þessum stórfyrirtækjurn. Þessar leiðir hafa aðrar þjóð- ir farið með bezta árangri og ber okkur hiklaust að gera það líka og hagnýta reynslu ann- arra. Innlent byggmgarefni Það færist nú mjög í vöxt að aluminium sé notað til bygg- inga. Ekki sízt þess vegna er nú gert ráð fyrir að aluminium- framleiðsla nær tvöfaldist á þessum áratug, meðan talið er, að stálframleiðslan muni aðeins aukast um nálægt fjórðung. íslendingar hafa hvorki timb ur né járn og væri því vissu- lega mjög mikilvægt að fá aluminíum framleitt hér til bygginga. Hefði hagur okkar í þessu efni mjög vænkazt, er hér væri bæði framleitt alum- iníum og sement. Auk þess er svo margháttað- ur smáiðnaður tengdur alum- iníumvinnslunni sjálfri. Hvers kyns áhöld og smávara er nú framleidd meir og meir úr aluminíum og gæti fjöldi minni fyrirtækja risið upp í kringum hin stóru iðjuver, ef bæði þessi fyrirtæki í Svíþjóð og Sviss fengjust til að reisa hér verk- smiðjur, annað t. d. norðan- lands og hitt sunnan. Þá mundi aluminíum-iðnaður á skömmum tíma verða mikilvæg atvinnu- grein íslendinga og renna stoð- öryggi og alhliða framþróun. Framsýni verður að ráða Hér er um svo stórkostleg tækifæri að ræða til að gjör- breyta efnahag landsins, að einskis má láta ófreistað til að tryggja framgang málsins. Við tvenns' konar þröngsýni er þá að kljást. í fyrsta lagi eru enn til þeir menn, sem halda að ættjarðar- ást eigi að beinast gegn þeim efnahagslegu framförum, sem tryggja bezt fjárhagslegt sjálf- stæði landsins, vegna þess eins að í því efni þurfi samvinnu við útlendinga. Sem betur fer fækkar þeim mönnum, sem halda að það sé heiður að berj- ast gegn hagsmunum landsins með slíkum þjóðrembingi. Hins vegar eru svo þeir, sem af póhtískum einka- eða flokks- hagsmunum, vilja vinna gegn því að þjóðin búi við það efna- hagsöryggi, sem getur tryggt henni öruggar framfarir. Þessi hópur er áhrifameiri, því að hann hefur um sig skipulagða stjórnmálaflokka og málgögn. Þess vegna þarf að berjast ötul- lega gegn rangtúlkun þessara manna. 1 lengstu lög hljótum við að vona að skoðanir beggja þess- ara hópa verði að víkja fyrir framsýni og djörfung ungs þjóð- félags, sem staðráðið er í að standa jafnfætis öðrum um alla framtíð. Sérstök ástæða er til að menn hafi það í huga, þegar miklar vinnudeilur standa yfir, að það var fyrst eftir að íslendingar sýndu á síðasta ári, að þeim væri alvara að treysta þjóðarhag sinn, sem leiðir opnuðust til að fá fjármagn til stórframkvæmda. Enginn verri lausn er á verk- föllunum en sú, sem benti til þess að þjóðin hefði ekki lengur manndóm til að treysta fjárhag- inn og viðhalda og auka við- skiptafrelsi. í ám Iandsins býr þaff reginafl, sem gjörbreytt getur íslenzku þjófflífi á næstu árum, ef viff kunnum aff hagnýta tækifærin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.