Morgunblaðið - 04.06.1961, Síða 15

Morgunblaðið - 04.06.1961, Síða 15
YL Sunnudagur 4. júní 1961 itiöRGTJNBL 4 Ð1Ð 15 & SJÖTUGSAFMÆLI á á morgun frú Sigríður Björnsdóttir, kona dr. Eiríks Albertssonar, fyrr- um prests að Hesti í Borg arfirði. Frú Sigríður er mörgum kunn fyrir ýms- ar greinar, sem hún hef- ur skrifað í blöð og tíma- rit og önnur ritstörf, einn- Frú Sigríður kennir veikum börnum í barnadeild Lands- spítalans. Stúlkurnar eru taliS frá vinstri Ingibjörg, Hild- ur og Gunnvör. inn; á Landsspítalanum er eins ánægjulegt og hugsazt getur, enda er yfirhjúkrunar- konan frábær manneskja og starfsfólkið allt samtaka um að gera börnunum lrfið sem léttbærast. Á morgnana kem- ur kona og kennir þeim fönd- ur og á eftirmiðdögunum kenni ég þeim lexíurnar sín- ar. Bitstörfin. — En svo við snúum okkur að ritstörfum yðar, frú Sig- ríður. í>ér skrifið mest óbund- ið mál. — Já, aðallega greinar, gaml ar minningar, ferðasögur o.þ. h. Mér finnst það léttir að geta gripið til pennans og skrifað niður hugsanir mínar. Tími til þessara starfa hefur alltaf ver ið naumur, nema kannske í seinni tíð. Og á þessu ári eða hef alltaf verið félagslynd Rætt við frú Sigriði BJörnsdóttur sjötuga á morgun ig fyrir þann skerf, sem hún hefur lagt til félags- mála. Blaðamaður Morgunblaðs- ins fékk tækifæri til að ræða stundarkorn við frú Sigríði nokkrum dögum fyrir afmæl- ið. Við sátum inni í vistlegri stofu þeirra hjóna að Kjart- ansgötu 7 og frú Sigríður lét hugann reika um liðna ævi.. — Ég er fædd á Miklabæ í Skagafirði 5. júní 1891, hóf Sig ríður mál sitt, dóttir hjónanna séra Björns Jónssonar, pró- fasts, og konu hans Guðfinnu Jensdóttur. f>ar ólst ég upp á góðu heimili ásamt 10 systkin- um. Stofnaði fyrsta félagið innan við fermingu. —Hvenær yfirgáfuð þér fyrsit Skagafjörð? — Ég fór í Kennaraskólann " árið 1907 og lauk prófi þaðan 1908; sneri síðan heim aftur og tók að kenna í Biönduhlíð. aðeins 17 ára gömul. — Hvað markvert kunnið þér að segja frá þessum árum? — Mér er efst í huga félágs lífið í sveitinni. Ég hef alltaf verið félagslynd og var innan við fermingu, þegar ég stofn- aði fyrsta félagið. Það var nefnt Barnalestrarfélagið og varð brátt fjölmennt. Við keyptum barnabækur og lán- uðum þær út og var leigan 25 aurar árlega. En árið sem ég var í Kennaraskólanum brunnu bækurnar í Víðivalla- brunanum og félagið leið undir lok. í Borgarfirði í 27 ár. Árið 1909 átti ég þátt í stofn un Ungmennafélags Blöndu- hlíðar. Félagið hélt skemmtan ir, bæði sumar og vetur, og var starfsemi þess fjölbreytt. En ég starfaði ekki lengi í því. Þann 28. september 1913 vorum við Eiríkur gefin sam- an í Miklabæjarkirkju og flutt um við fjórum árum síðar að Hesti í Borgarfirði. Þar bjugg um við í 27 ár, höfðum stærð- arbú og auk þess póstaf- greiðslu og síma. Eiríkur var fyrstu þrjú árin skólastjóri á Hvítárbakka, jafnhliða prest- skapnum. — Það hefur verið mikill gestagangur að Hesti? — Já, já. Þá var maður ung ur og gat allt og hafði gaman af þessu. Mér voru það nokk- ur vonbrigði að á Hesti skyldi ekki vera kirkja og fá ekki að taka á móti kirkjugestun- um. En nóg var alltaf að gera, sérstaklega eftir að börnun- um fjölgaði. Átti níu börn. — Hvað eignuðust þér mörg börn, Sigríður? — Við eignuðumst níu börn, þar af lifa átta. tvö búsett í Bandaríkjunum, fimm hér í bænum og ein dóttir mín er gift í Borgarfirði. — Fengust þér við kennslu á þessum árum? — Etoki svo orð sé á ger- andi. En eftir að börnin kom ust á legg tók ég virkan þátt í félagslífi sveitarinnar. Árið 1937 eða ‘38 var ég með í að stofna Kvenfélagið „19. júní“ þar í sveit. Það kvenfélag starfar enn og var ég lengst af formaður þessi Ég ber hlýjan hug til allra í Borgarfirði og fólkið þar reyndist okkur ákaflega gott. Kennslan í Landsspítalanum. Árið 1944 fluttun* við svo til Reykjavíkur og ári síðar hóf ég að kenna veikum börn um, sem lágu í Landsspítal- anum. í stjórn mæðrastyrks- nefnd hef ég og alltaf átt sæti nema eitt ár, og eitt kjörtíma- bil var ég varamaður fyrir Framsóknarflokkinn í bæjar- sjórn og sat nokkra fundi. — Hvað vilduð þér segja mér frá kennslustörfum yðar við Landsspítalann? — Þau hafa verið mér til ó- blandinnar gleði. Ég kenni börnunum allt frá lestri upp í reikning, eða nánar tiltekið öll þau fög, sem krafizt er undir fullnaðarpróf. Andrúmsloftið á barnadeild því næsta kemur væntanlega út bók eftir mig — Hafið þér ferðazt mikið? — Já, ég ferðaðist töluvert innanlands á mínum yngri ár um en ég var orðin sextug, þegar ég komst fyrst út fyrir landssteinana. Þá fór ég til Bandaríkjanna og Norðurland anna. Æskan þráði að rétta úr kútnum. — Breytingarnar, sem orðið hafa með þjóðinni það sem af er þessari öld, sagði frú Sig- ríður Björnsdóttir að lokum hafa verið ákaflega miklar, sérstaklega á síðari árum. Einnig fannst mér mikið breyt frelsishreyfing færi um land ast upp úr 1911. Það var sem ið. Ungmennafélögin voru stofnuð i flestum sveitum og ég tel að sá félagsskapur hafi verið íslendingum hvað þarf- astur. Hann var tíorinn upp af hugsjón; æskan var innibyrgð og þráði að rétta úr kútnum, og ungmennafélögin voru hinn rétti vettvangur fyrir hana. En breytingarnar hafa ekki allar orðið til bóta. Mér virð- ast heimilin ekki vera eins traust eins og þaú voru áður, enda eðlilegt þar sem þessi fjölmennu, stóru og góðu heim ili eru úr sögunni. Sterkt heim ilislíf, mótað af góðurn foreldr um er bezta vegarnestið sem börnin geta fengið. Um það get ég dæmt af eigin reynslu. Hagaskóla sagt upp HAGASKÓLA var slitið 30. mai. 400 nemendur voru í skólanum í 13. deildum. Þar af voru 11 fyrstu bekkjar deildir og auk þess verzlunardeild stúlkna, 3. og 4. bekkur. Fastráðnir kenn- arar voru 12 og stundakennarar 13. — Hæstu einkunn í skólanum hlaut Margrét Jónsdóttir í 3. bekk, 9,36. í 1. bekk fékk hæstu einkunn Laufey Steingrímsdótt- ir, 9,30 og í 2. bekk Þórhallur Sigurðsson 9,01. Gagnfræðaprófi lauk 31 stúlka eftir tveggja ára nám í verzl- unardeild. Hæsta einkunn hlaut Ingunn Þ. Erlendsdóttir 8,68. Þeir nemendur, sem hlutu hæstu einkunnir í hverjum bekk eða höfðu unnið trúnaðarstönf í þágu skólans, hlutu bækur sem viðurkenningu. Við skólaslit gat skólastjóri, Árni Þórðarson þess, að húsrými skólans mundi væntanlega auk- ast næsta haust, og yrði þá lands prófsdeild og almenn bóknáms- deild 3. bekkjar í skólanum næsta vetur. ☆ Þórarinn Olgeírsson geiur DAS stórgjöf í SJÓMANNABLAÐINU nýút- komnu er skýrt frá því, að fyrir 6 árum, eða 1. maí 1956, hafi Þórarinn Olgeirsson, ræðismaður í Grimsby, afhent stjórn Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna 20 skuldabréf að upphæð 5 þús. kr. hvert, sem gjöf til Dvalarheimil- isins. Á að verja gjöfinni til þess að stofna sjóð til styrktar öldruð- um togarasjómönnum samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar sjóðs- ins, en hann skal heita „Styrkt- arsjóður Þórarins Olgeirssonar". Þó gjöfinni hafi verið veitt við- taka 1956, hefur henni verið hald ið leyndri þar til nú, samkvæmt ósk gefanda. Skipulagsskrá sjóðs ins hefur enn ekki verið stað- fest og er ekki gert ráð fyrir að frá hcnni verði gengið að fullu fyrr en um miðjan júní, en þá er von á gefandanum hingað til lands. Sjóðurinn er nú kominn upp í 132 þús., en samkvæmt gjafabréfi Þórarins Olgeirssonar má ekki hreyfa hann fyr en höfuðstóllinn nemur 1 millj. kr. og þá nota vextina í ofangreind- um tilgangi. LOFTUR hf. L JÓSMYNDASTO FAN Pantið tíma í síma 1-47-72. Málflutninesskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON h æstaréttarlögmaður f-augavegi 10 — Sími: 14934 Samkomur Fílaðelfía Fíladelfusöfnuðurinn hefur bænadag í dag. — Brotning brauðsins kl. 10.30 f. h. Almenn samkoma kl. 8,30 Har- aldur Guðjónsson og Ásmundur Eiriksson tala. Fórn tekin vegnia kirkjubyggingar safnaðarins. — Allir velkomnir. Bræðraborgarstígur 34 Samkoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkómnir Hjálpræðisherinn Sunnudaginn kl. 11: Helgunar- samkoma_ kl. 16: Útisamkoma, kl. 20,30: Hjálpræðissamkoma. — Major Óskar Jónsson og frú stjórna og tala. Allir velkomnir. I KVÖLD verður óperettan „Sigaunabaróninn“ sýnd í 7. sinn í Þjóðleikhúsinu. Upp- selt hefur verið á allar sýn- ingar fram að þessu. Óperett- an verður aðeins sýnd þenn- an mánuð, en þá lýkur leikári Þjóðleikhússins. Bétt er að benða leikhúsgestum á að tryggja sér aðgöngumiða í tíma því oft er mjög erfitt að fá miða á síðustu sýningar. Myndin er af Guðmundi Jónssyni í hlutverki „Svína- kóngsins“. Samkomur Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins í dag að Austurgötu 6 Hafnar- firði kl. 10 f.h. Að Hörgshlíð 12 kl. 8 e.h. Reykjavík. Zion, Austurg. 22A, Hafnarfirði Samkoma í dag kl. 4. — Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna SI-SLETT P0PLIN > « N0-IR0N) INERVA STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.