Morgunblaðið - 04.06.1961, Side 17

Morgunblaðið - 04.06.1961, Side 17
Sunnudagur 4. júní 1961 MORcrnvnr 4 niÐ 17 Haraldur Ólafsson forstjóri sextugur TÍMARNIR eru ólíkir og menn- irnir einnig. Eitt merkasta við- fangsefni, sem fá má, er að at- liuga annars vegar einstakling- inn og hins vegar samtíð hans, _en þetta tvennt: upplagið og umhverfið, ákvarðar, til hverra afreka hver er borinn. Erfiðir ( tímar geta hamlað góða hsefi- 'leika, og menn geta einnig kom izt langt, þótt eigi séu afburða- menn, ef samtíminn er hag- stæður. En einkum er þá mik- ils að vænta, er hæfileikamenn ; koma fram á tímum, sem leyfa þeim að njóta sín. Hvert tímabil er merkilegt á Bína vísu. Það á ekki sízt við þá sex áratugi, sem liðnir eru af þessari öld. Og þó að þeir Jiafi verið erfiðir um margt, fcafa þeir þó opnað atorku- jnönnum og hæfileika fleiri leiðir en nokkurt annað tíma- bil allt frá fyrstu byggð þessa iands. b Einn framtaksmanna aldarinn er var sextugur í gær: Har- aldur V. Ólafsson forstjóri. Hann er sonur fíins kunna at- orkumanns, Ólafs Magnússonar, og konu hans, Þrúðar Guðrúnar Jónsdóttur, næstelztur 9 barna. Ólafur var trésmiður að mennt, en stofnaði reiðhjólaverkstæði 1910. Var Haraldur þá 9 ára gamall, og hlaut hann, elztur bræðranna, að verða samstarfs- jnaður föður síns og brátt hin Btyrkasta stoð. Einkum varð þó mikii þörf fyrir starfskrafta ’hans, er Ólafur keypti reiðhjóla verzlunina Fálkann árið 1924. Starfssviðið óx, og færðist starf og stjórn meir og meir á hend- ur Haraldi, og tók hann að lok- um við að fullu eftir föður sinn, og hefur hann nú verið aðal- forstjóri um árabil. Hefur fyr- irtækið i höndum hans náð að vaxa og vel að dafna og er ttú íyrir löngu orðið þekktasta fyrirtæki sinnar tegundar hér | á landi, ekki aðeins í sinni upp- ihaflegu aðalgrein, verzlun og Bíðar einnig smíði reiðhjóla, heldur einnig í ýmsum fleiri greinum, og skal hér nefnt að- eins eitt af mörgum: útgáfa á grammófónplötum, en í þeim efnum er Haraldur fremsti for- göngumaður hér á landi, og hefur Fálkinn undir hans Btjórn orðið aðalframleiðandi á ( jþessu sviðL Inntak þess, sem upp hefur verið tekið, er mjög jnargvislegt. Þar eru ekki að- eins allar tegundir tónlistar, allt frá dægurlögum til klassískrar tónlistar, heldur einnig talað ©rð, m. a. upplestur skálda og rithöfunda úr þeirra eigin verk- um. Slíkt er ekki til þess fallið »ð veita arð í aðra hönd, en ; hefur þeim mun meira gildi fyr j Ir síðari kynslóðir. Hversu mik- ! ið vildum vér ekki gefa nú til að geta heyrt Jónas Hall- grímsson lesa Gunnarshólma eða Jón Thoroddsen úr Manni ©g konu? u Erfitt er aS stjórna umfangs- jniklum rekstri. Það er ekki nóg að fá í sínar hendur gott fyrirtækL Það gengur ekki Bjálft, þrífst ekki stundinni lengur, sé ekki unnið að því »f samvizkusemi og atorku. Getið er í fornum sögum um 6verð, er voru öðrum vopnum betri og miklir kjörgripir. En ekki var nóg að eiga slíka dvergasmíð. Menn urðu að kunna að beita vopninu. Þann- ig var einnig um hið bezta Bverð, er sögur fara af: sverð Freys. Það barðist að vísu Bjálft, en þó með ákveðnu skil- yrði. Þegar Freyr gefur Skírni iþetta frábæra vopn- seaist hann gefa honum þat sverð, es sjálft mun vegask, ef sá es horskr, er hefr. Sú er ein hin foma speki, að ekki var nóg að eiga góðan hlut. Jafnvel hinn ágætasti gripur brást, væri ekki rétt á haldið. Hann dugði aðeins „ef sá er horskr, er hefr“. Eig- andinn varð að vera vitur, snjall. Þannig er um fyrirtæki. Það getur gefið góða raun, virð ist jafnvel ganga sjálft. En skilyrðið er hið sama og um sverð Freys. Vit og atorka verður að stjórna. Og það er af þessari ástæðu, að Harald- ur hefur borið gæfu til að við- halda og auka traust og álit þess fyrirtækis, er hann stjórn- ar. —- En þrátt fyrir annasöm störf hefur Haraldur þó alltaf getað gefið sér tíma til að sinna ýms- um hugðarmálum utan síns að- alstarfs og talið það nauðsyn- legt til hvíldar frá önn dags- ins. Hann hefur ætíð haft mik- ið yndi af tónlist, einkum hinni æðri, enda lagt stund á tónlist sjálfur, var t. d. eitt sinn í Lúðrasveit Reykjavíkur. Iþrótta áhuga hefur hann haft mikinn, enda iðkað íþróttir sjálfur ára- tugum saman og iðkar enn, ekki til keppni, heldur til hressing- 40 stúlkur í Kvennaskólanum á Blönduósi KVENNASKÓLANUM á Blöndu ósi var slitið þann 25. maí. 40 stúlkur stunduðu nám í skólan- um í vetur. Hæsta einkunn, 9,16, hlauit Sigrún Grímsdóttir frá Saurbæ í Vatnsdal og Valgerð- ur Guðmundsdóttir frá Stekkum í Árnessýslu. Hlutu þær verð- laun úr sjóði hjónanna Sigríðar Þorvaldsdóttur og Þórarins Jóns sonar frá Hjaltabakka. Sigurdís Sveinsdóttir Reykjavík, hlaut verðlaun fyrir fallegast hand- bragð úr sjóði Margrétar Jóns- dóttur frá Spónsgerði og Ingi- björg Einarsdóttir fyrir bezt gerða skó. Afllur ikostnaður í heimavist var tæpar 5 þús. kr. og meðal- kostnaður fyrir handavinnuefni og námsbækur um 3 þús. kr. Forstöðukona skólans er frú Hulda Stefánsdóttir og aðrir kennarar voru frú Ragnheiður Brynjólifsdóttir, frú Sólveig Sö- vik, ungfrú Lára Jónatansdóttir og ungfrú Bryndís Guðmunds- dóttir. Erna Kristinsdóttir frá EBafnarfirði flutti forstöðukonu og kennurum þakkir fyrir hönd námsmeyja. Þetta var 82. starfs- ár Kvennaskóla Húnvetninga. — B.B. ar og heilsubótar. Á það ef- laust sinn þátt í, að hann hef- ur ætíð átt góðri heilsu að fagna. Hjálpsemi við aðra hefur hann tekið í arf eftir föður sinn, ekki sízt við ýmsa þá, sem hafa ekki mátt sín mikils. Það munu að vísu fáir vita, enda kærir Haraldur sig ekki um að flíka því. Ég vona þó, að hann afsaki, að ég minnist á þetta nú. Vinum sínum hefur Harald- ur ætíð reynzt traustur og holl- ráður, þeim mun betur, sem meira hefur þurft við, og mæli ég þar af eigin reynslu; og hygg ég, að hann eigi þar þann vitnisburð, sem Snorri gaf nafna hans hinum harðráða, er hann þurfti að ráða skjótlega fram úr vanda, „at þat ráð mundi hann upp taka, sem allir sáu eptir, at vænst hafði verið, at hlýða mundi“. Sextugur maður er nú á tím- um ekki gamall, heldur á bezta aldri. Hann hefur öðlazt mikla lífsreynslu og mannþekkingu, en er í blóma lífsins, þegar heilsa gefst. Það er ósk okk- ar vina Haralds, að hann um langt árabil megi njóta heilsu og hamingju, en við hin vináttu hans. H. Klauskirkjan í Bem, sem talað er lun í viðtalinu. I heimsdkn hjá frú Begtrup I Sviss FRÚ ANNA G<uð mundsdóttir, ekkja Jóns Sigurðssonar frá Kald aðarnesi, er nýkomin heim úr langri ferð, en í henni dvaldist hún m.a. hjá frú Bodil Bergtrup, fyrrv. sendiherra á íslandi, sem nú er sendiherra Danmerkur í Bern í Sviss. Við hittum frú Önnu að máli og spurðum hana um ferðina. Frú Anna Guðmundsdóttir — Jú, ég fór um miðjan apríl að heiman og er nýkomin heim, sagði hún. Aðallega fór ég að heimsækja dóttur mína Sigríði og tengdason, Stefán Hermanns- son, verkfræðing, sem er búsett- ur í Kaupmannahöfn og svo mág minn, próf. Harald Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og ýmsa aðra kunningja, sem ég á í Danmörku. Það er alltaf gaman að koma til Kaupmannahafnar í góðu veðri á vorin. Eg skrapp líka suður til Sviss, bjó í vikutíma á heimili Bodil Bergtrup sendiherra og manns hennar, Bolt Jörgensen, í Bern. — Já, þau eru mörgum íslend ingum kunn. Hvernig líður beim? — Þau eru búin að vera bálft þriðja ár í Sviss, búa í þeim bæjarhluta, þar aem flestir sendi herrabústaðir eru staðsettir. Það var gaman að sjá þessi fallegu hús og garða, enda allur gróður kominn í sinn fegursta sumar- skrúða. Þau hjónin eru lítið breytt frá því sem þau voru hér og á heimili þeirra ríkir sönn „íslenzk" gestrisni. Þau hafa gaman af því að tala um fs- land og veru sína hér, sem þau telja .einn bezta hluta ævi sinnar, og þau báðu fyrir kveðjur til vina sinna. Bodil Bergtrup hugs- ar sér að koma hingað í heim- sókn, þegar Skálholtskirkja verður vígð, og e. t. v. fyrr ef það dregst of lengi, eins og hún orðar það. — Er Bern ekki yndislegur bær að búa í? — Jú, Bern er mjög gamall og fallegur bær, byggður á hæðum, og Alpafjöllin gnæfa yfir bæ- inn. Byggingarstíllinn er svo skemmtilegur í Sviss, þessar stóru svalir á húsunum m^ð rauð um pelargóníum og allt svo hreint og vinalegt. Innan um þennan gamla svissneska bygg- ingarstíl sér maður svo ákaflega nýmóðins byggingar, eins og t.d. Klauskirkjuna, sem mér varð mjög starsýnt á. Einnig var ég mjög hrifin af nýreistum sam- komu- og skemmtistað fyrir 3500 manns. Hann heitir Kur-saal og stendur á mjög fallegum stað og útsýni stórkostlegt. Framhliðin er öll úr gleri og hljómsveit og skemmtikraftar koma upp úr gólf inu, til búnir til að skemmta, svo engin truflun verður af undirbún ingi. Jú, það er yndislegt að búa í Bern. En loftslag er dálítið ó- þægilegt, þegar fólk fer að vera þar, að því leyti að það fer að fá höfuðverk, hættir að geta sof- ið o. s. frv. Mér var sagt að sendiráðsmenn spyrðu hvern ann an fyrst af öllu er þsir hittust: — Hvernig hefirðu sofið? Konur ekki ákafar í kosningarétt Eitt sá ég og heyrði í Bern, sem verður mér ógleymanlegt. Héraðsþing var haldið fyrir ut- an Bern á stóru torgi. Myndaðir voru eins og þrír hringir og í innsta hring voru ræðumenn. Voru þingmál rædd þarna undir berum himni og atkvæðagreiðsla fór fram með handauppréttingu. Eg hafði aðallega áhuga á einu máli á dagskrá, kosningarétti kvenna. Mikið var talað bæði með og móti þessu máli og úr- slitin urðu þau að það var fellt. Eg varð alveg undrandi yfir þess um úrslitum, fannst ég vera kom in mörg ár aftur í tímann og spurði sjálfa mig: Hafa þessir menn ekki átt mæður, konur eða dætur? En þegar ég svo leit í kringum mig, sá ég að margar konur virtust harla ánægðar. Frú Anna ferðaðist nokkuð um Sviss, og kvaðst hún hafa fyllzt aðdáunar á vegakerfinu þar, ails staðar eru beztu vegir, gegn um fjöll og utan í fjöllum. DAR-ES-SALAAM, Tanganyika 1. jún — (Reuter) Óeirðir urðu í Zanzibar í dag í sambandi við almennar kosn ingar, en það er í annað sinn sem slíkar kosningar fara fram í land inu á sex mánuðum. Orsök óeirð anna virðist sú, að einhverjir kjósendur hafi reynt að greiða atkvæði tvívegis og aðrir kraf izt að fá að greiða atkvæði, sem ekki voru á kjörskrá. Lögreglan fékk ekki við óeirðirnar ráðið, svo að sent var hundrað manna lögreglulið frá Kenya.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.