Morgunblaðið - 04.06.1961, Side 23

Morgunblaðið - 04.06.1961, Side 23
Sunnudagur 4. j'úní 1961 M O R C V N B T A Ð ? Ð 25 Útflutningsverðmæti S.H 635 millj. árið 1960 Á SÍÐASTA ári framleiddu hraðfrystihúsin innan Sölu- miðstöðvar Hraðfrystihús- anna 52,262 tonn af fiski, en auk þess voru framleidd um 9,000 tonn af dýrafóðri. — Heildarverðmæti útflutnings S.H. árið 1960 var um 635 millj. kr. |j — ★ — " í*etta kom Iram & aðalfundi S.H., sem haldinn var hér í Eeykjavík 31. maí og 1. júní. iÞar var og greint frá þvi, að Hraðfrystihúsið á Kirkjusandi (Júpiter og Marz) hefði á síðasta ári framleitt mest allra frysti- húsa í S.H., eða 3.535 tonn. Helztu lönd, sem S.H. seldi framleiðslu sína til ,voru Banda- ríki Norður-Amerí'ku, en útflutn ingur þangað var árið 1960 14.869 tonn, til Rússlands fóru 23.823 tonn, Tékkóslóvakíu 3.282 tonn, Austur-Þýzkalands 6.684 tonn, Englands 5.546 tonn og Hollands 1.258 tonn. Til Svíþjóðar fóru um 7.000 tonn af dýrafóðri. Heild arútflutningurinn á árinu var 66.493 tonn. pl — ★ — 'I Framleiðsla S.H. dróst saman é síðasta ári, þegar miðað er við árið þar áður, og eru hin lélegu aflabrögð togaranna helzta ástæð ®n fyrir því. Karfaaflinn minnk aði mest. — Framleiðsla helztu bolfisktegunda í húsum S.H. var eem hér segir og til samanburðar eru tölur fyrir árin 1958 og 1959 (tonn): Þorskur , iÝsa ...... Steinþítur Karfi ,,, Ufsi Langa 1958 30.743 3.137 1.647 23.547 1.917 650 1959 27.307 2.643 1.631 19.903 1.791 411 1960 27.813 4.859 1.310 12.096 640 44 61.641 53.686 46.762 a Ásberg Sigurðsson, framkvstj. frá ísafirði ,var kjörinn fundar- etjóri, Benedikt Guðmundsson, fundarritari. i í upphafi fundarins flutti for maður S.H., Elías Þorsteinsson, yfirlitsræðu, og drap hann meðal annars á framleiðslu frystra fisk afurða 1960 til dagsins í dag, verð lagsmál fiskiðnaðarins og láns- fjárerfiðleika. Framkvæmdastjórarnir, Jón Gunnarsson og Björn Halldórsson fluttu skýrslur um afurðasölu, markaðs- og framleiðslumál. - Á aðalfundinum flutti Pétur Benediktsson, bankastjóri, erindi um markaðsuppbyggingu og fjár magnið í útflutningnum. Enn- fremur flutti norski verkfræðing urinn, Rolf Holmar, erindi um verkathuganir og vinnulag í frystihúsum, Guðni Gunnarsson lun gæðakröfur á bandaríska markaðnum og Othar Hansson og Björn Halldórsson um fram- leiðslu- og hagræðingarmál. Ýtarlegar umræður voru um skýrslur framkvæmdastjóra og stjórnar og um vandamál fisk- iðnaðarins, m.a. áskorun um lækk un vaxta og tolla, þátttöku ís- lands í Efnahagsbandalagi Ev- rópu og um fiskmat. í stjórn S.H. fyrir næsta starfs tímabil voru kjörnir: Elías Þorsteinsson, útg.maður, Keflavík, Sigurður Ágústsson, al þingism., Stykkishólmi, Einar Sigurðsson, útg.maður, Rvík, Jón Gíslason, útg.m., Hafnarfirði og Guðfinnur Einarsson, útg.m. Bol ungarvík, — og varamenn þeir: Ingvar Vilhjálmsson, útg.m., Huxley Ólafsson, útg.m., Björn S-Afríka lýðveldi PRETORÍA, S.-Afríku, Accra, Ghana, 31. maí. (Reuter-NTB) — Hinn fyrsti forseti lýðveldis- ins Suður-Afríku, Swart, sór í dag embættiseið sinn í Pretóría að viðstöddum þúsundum hvítra íbúa landsins. Er gizkað á að þeir hafi verið 10—12 þúsund en hvergi sáust blakkir menn. Drottning Bretlands sendi Swart og þjóðinni heillaskeyti Ríkisstjórnin í Ghana til- kynnti í dag í Accra, að hún mundi ekki viðurkenna lýðveld- ið Suður-Afríku sem sjálfstætt og fullvalda ríki, sökum kyn- þáttastefnu stjórnar landsins. Ennfremur var tilkynnt í Accra að Arabíska Sambandslýðveldið hefði í gær slitið stjórnmála- sambandi við S.-Afríku. G. Björnsson, framkvstj., Finn- bogi Guðmundsson, útg.m. og Jóhann Sigfússon, framkvstj. Endurskoðendur voru kosnir Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og Þor grímur Eyjólfsson. SjÖtugur í dag: Árrii Guömunds- son bóndi, Teigi í DAG á 70 ára afmæli Árni Guð mundsson, Teigi í Grindavík. Af mælið ber að þessu sinni upp á sjómannadaginn. Fer vel á því, þar sem hér á hlut að máli sjó- maður, sem af dáð og dug hefur stundað sjó í yfir 40 ár. Árni Guðmundsson er fæddur að Klöpp í Grindavík hinn 4. júní 1891. Faðir hans, Guðmund ur Jónsson, var formaður á róðr arbátum frá Grindavík og tók Árni við formennsku af föður sínum er hann var 18 ára gam all, fyrst á árabátum en síðar á vélbátum. Hann hafði með hönd- um formennsku þar til hann var sextugur, en síðan hefur hann unnið að verkun sjávarafla i landi. Á þessum rúmum 40 árum var Árni mjög farsæll formaður, aflasæll og öruggur. Þótti sérlega gott að vera í bátsrúmi hjá hon um að því er samtíðarmenn hans tjá. Aldrei henti hann neitt slíkt Streifast gegn afhendingu Kaupmannahöfn 3. júní (Frá Páli Jónssyni) ENN streitast viss öfl í Dan- mörku gegn því að handrit- in verði afhent íslendingum. íhaldsflokkurinn danski hefur krafizt þess að mál- inu verði frestað til hausts- ins, eftir að lagadeildir há- skólanna í Kaupmannahöfn lýstu því yfir að afhending yrði talin jafngilda eignar- námi. Þá hefur formaður stjórn- ar Árnastofnunar, Bröndum Nielsen prófessor, lýst því yfir að stofnunin muni neita ★ wul * au . iun * f=>Ef=>r=*EfRMINT W að afhenda handritin, eftir að lagadeildin liefur kornizt að því að um eignarnám sé að ræða. Ef stjórn stofnunar innar neitar þá hlýtur málið að koma fyrir hæstarétt. Bröndum Nielsen segir að 6- líklegt sé að hægt verði að af- henda handritin 17. júní ef þetta verður dómsmál. Þrátt fyrir alla þessa mót- spyrnu eru þingmenn stjórnar- flokkanna enn sannfærðir um að málið muni komast í höfn fyrir 17. júní. Segja þeir að svar laga- prófessoranna geti ekki tafið mál ið og telji ólíklegt að stjórn Árna stofnunnar grípi til málssóknar þrátt fyrir stór orð Bröndum Nielsens nú. Álit laganefnda háskólanna í Kaupmannahöfn og Árósum hafa nú verið- birt. Kemur þar í ljós, að sjö prófessorar í Kaupmanna- höfn líta svo á að um eignarnám sé að ræða, en þrír eru á annarri skoðun. Af Árósaprófessorum eru þrír prófessorar eindregið þeirrar skoðunar að um eignar- nám sé að ræða, en tveir eru þeirrar skoðunar með fyrirvara. ACCRA, Ghana, 1. júní (Reuter) Ríkisstjórn Ghana hefur ákveðið að loka tveim flugvöllum og höfnum fyrir portúgölskum flug vélum og skipum. Þó verða gerð ar undantekningar sé um neyðar tilfelli að ræða. Með þessu vill stjórnin mótmæla stefnu Portú- gala í Angóla. Þá hyggst stjórnin setja hömlur á innflutning portú i galsks varnings. óhapp á formennsku- og sjó- mennsku og formannsárum sín- um, að mannskaði hlytist af. Bát ana átti hann að jafnaði sjálfur. Árna má telja mikinn gæfu- maður, og hefur verið um árabil sinni og ást til manna og málleys ingja, en hið síðarnefnda verður að teljast aðalsmerki hverrar göfugrar sálar. Hann er hógvær maður og hjartahlýr. í vinahópi er Árni jafna hrókur alls fagn aðar, en þó má æfinlega kenna milda alvöru í gleði hans. Hann er söngelskur, enda góður söng maður, og hefur verið um árabil í karlakór Grindavíkur og lengi í kirkjukór Grindavíkur. Það liggur í augum uppi, að maður þessum kostum búin, sé vel látinn og vinmargur. Svo er líka um Árna í Teigi — hann á marga vini, enda er maðurinn veitull og gestrisinn á heimili sínu. Er ég nefni heimilið, langar mig að minnast nokkrum orðum á konu hans, sem án alls vafa er sterkasta aflið að lífshamingju hans. Árni er kvæntur Ingveldi Þorkelsdóttur frá Þorbjarnar- stöðum í Hraunum, mikilli sóma konu. Hefur hún búið bónda sín um ágætt heimili. Húsfreyjan í Teigi er vel kunn fyrir frábæra rausn.og myndarskap í hVívetna meðal nágranna sinna og annarra er til þekkja. Hjónin Árni og Ingveldur hafa verið mjög einhuga í sambúð sinni og ekki hvað sízt um það er varðað hefur börn þeirra, en það er stór hópur og mannvæn- legur: 5 dætur og 4 synir, tvö börn hafa þau misst, en alls eignuðust þau 11 börn. Barnabörn in eru nú 31 talsins og 5 barna- barnabörn. Mörg þeirra' hafa dvalizt langdvölum hjá afa sínum og ömmu í Teigi, en þar er alltaf rúm, og þótt Oft og einatt sé þar vel veitt af veraldlegum gæðum, þá er einnig veitt af gnægð hjart ans. Þannig halda hjónin í Teigi áfram að gefa barnabörnunum, eins og börnum sínum í vegar- nesti, sama forða úr sama sjóði, sem aldrei þrýtur hjá guðhræddu og góðu fólki. í dag munu ættingjar og vinir Árna í Teigi samfagna honum og konu hans í tilefni þessara tíma móta í ævi hans. Þeir sem ekki hafa tök á að hylla Árna á heim ili hans, senda honum kveðjum ar og heillaóskir, ýmist á öldum ljósvakans eða í hjarta sínu. Þessar fátæklegu línur er kveðja mín til þeirra hjónanna á þess um degi. Bið ég þeim allrar bless unar og velfarnaðar á ókomnum árum, og einnig þess, að hamingju sól þeirra megi enn lengi skína í hádegisstað. M. Th. — Vínarfundurinn Framh. af bls. 1. Ákveðin afstaða Annars eru menn yfirleitt ekki þeirrar skoðunar að enginn sér- stakur árangur náist á ráðstefnu þessari, annar en sá að forustu- menn þessir kynnist skoðimum hvers annars. Vel getur verið að slái í nokkra brýnu á ráðstefn- unni, sérstaklega ef Krúsjeff hygðist halda áfram óbreyttri framkomu frá sl. ári. Kennedy hefur gefið það ótvírætt í skyn að hann ætli að sýna Krúsjeff að Vesturveldin óttast ekki Rússa. Mínar beztu þakkir til allra er glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 60 ára afmæli mínu 22. maí. Sérstaklega vil ég þakka börnum mínum og systkinum fyrir stórar gjafir, ásamt langri ferð er þau tóku á sig til að gera mér stundina ógleymanlega. Einnig líka forstöðukonu og meðkennurum mínum, skólaráði og nemendum rausnarlega og kærkomna gjöf. Guð blessi ykkur öll, og launi ykkur hlýjuna og ánægjulega stund. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Blönduósi. Konan mín JCLIANNA S. JÓNSDÓTTIR Hverfisgötu 14, Hafnarfirði verður jarðsungin mánudaginn 5. júní kl. 1,30 frá Foss- vogskirkju. Blóm og kransar vinsamlega cifþökkuð. — Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Krabba- meinsfélag íslands. Fyrir hönd dætra, tengdasona og barnabama. Jens G. Jónsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARGRÉTAR GlSLADÓTTUR frá Eyrarbakka Börn, tengdabörn og barnabörn Innilegt þakklæti mitt til allra sem veittu mér hjálp og sýndu mér samúð við andlát og jarðarför konu minnar LAUFEYJAR VALDIMARSDÓTTUR Þorsteinn Stefánsson, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.