Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 24
„En það er fallegt hér“ * sagði Olafur konungur í heim> sókninni að Reykholti i gær 1 GÆRMORGUN lögðu Ól- I f jörð og lagðist síðan upp að afur Noregskonungur og for- | einum hvalbátnum við seti íslands ásamt föruneyti, af stað frá Hvalstöðinni í Hvalfirði áleiðis að Reyk- holti í fegursta veðri. Kon- ungsskipið lagðist fyrir utan Hvalstöðina kl. 10,50 og kl. rúmlega 11 lagðist léttibátur að bryggjunni við Hvalstöð- ina, en konungur og forseti gengu upp tveggja mann- hæða stiga upp á bryggjuna. Varðskipið Gautur fylgdi konungsskipinu inn Hval- Ovíst um j sáftafundi fUM það leyti sem blaðii t'ar að fara í prentun ígærdag, hafði það sam- kband við Torfa Hjartar- Ison sáttasemjara og innti khann eftir því, hvort boð [aður hefði verið sátta fundur í vinnudeilunni.i Tjáði sáttasemjari blað inu, að svo hefði ekki ver ið gert og ekki afráðið, hvenær fundur yrði boða ur. bryggjuna. Hvalvinnsla Er konungur gekk á land, var verið að skera fjögur búrhveli í hvalstöðinni, en eitt búrhvelið lá niðri og var það dregið upp um leið og konungur gekk upp bryggjuna. Þess má geta, að alls hafa 26 hvalir borizt á land í Hvalfirði til þessa, þar f e lang- reyðar, og mun þetta svipaður fjöldi hvala og veiðst hafði á sama tíma í fyrra. Á bryggjunni biðu bílar, sem fluttu konung, forseta og fylgd- arlið, dr. Sigurður Nordal, Þor- leif Thorlacius, Harald Guð- mundsson, sendiherra, dr. Krist- ján Eldjárn, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóra, Harald Kröyer, forsetaritara, Hörð Bjarnason, húsameistara ríkisins, Bjarna Guðmundsson, blaðafulltrúa, Sig urjón Sigurðsson, lögreglustjóra, Sigurð Jóhannsson, vegamála- stjóra, Odd Grönvold, stallara, E. T. Lundesgaard, ofursta og Arne Haugh, majór. Nokkrir áhorfendur voru og viðstaddir. Gelt að bílnum Norski fáninn blakti við hún að Ferstiklu og nokkrum bæjum öðrum á leiðinni til Reykholts. Segja má, að hin eiginlega ferð hafi ekki hafizt fyrr en að 3eiti- stöðum í Leirársveit, því þar kom fyrsti fjárhundurinn gelt- andi á móti bílunum. Borgfirðingar hylla konung í>egar í Reykholt kom, var Frh. á bls. 2 HáfíSahöld sjómanna í dag HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins í Reykjavík hefjast með hátíðar- messu í Laugarásbíói kl. 10. Kl. 1.30 e.h. hefur Lúðrasveit Reykja víkur leik á Austurvelli og þar verður mynduð fánaborg. Kl. tvö verða fluttar ræður og ávörp af svölum Alþingishússins: Biskup íslands minnist drukknaðra sjó- xnanna, Guðmundur Jónsson ó- perusöngvari syngur, Emil Jóns- son, sjávarútvegsmálaráðherra flytur ávarp, Sverrir Júlíusson, form. LÍÚ talar, fyrir hönd út- gerðarmanna og Karl Magnús- son skipstjóri fyrir hönd sjó- manna. !>á fer fram afhending verðlauna. Að loknum hátíðahöldum við Austurvöll hefst kappróður við Reykjavíkurhöfn og verða verð- laun afhent. Á meðan á róðrar- keppninni stendur mun Eyjólfur Jónsson, sundkappi og e. t. v. fleiri synda Viðeyjar- eða Eng- eyjarsund og taka land í róðrar- vörinni. Og að róðrunum loknum mun Landhelgisgæzlan ef að- stæður leyfa sýna hvernig fleygt er niður úr flugvél báti eða öðru ■til skipa á sjónum. 1 dag verða seld merki sjó- mannadagsins og Sjómannadags- blaðið. Og kl. 14 verður kaffisala í Sjálfstæðishúsi'nu sem sjó- mannakonur sjá um. 1 kvöld verða kvöldskemmtan- ir í 5 samkomuhúsum í tilefni sjómannadagsins. Ólafur Noregskonungur í jarðgöngum Snorra í Reykholti. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) 15 félög hefja verl:- fall um helgino TAKIST ekki samningar nú um helgina, hefja 15 verka- lýðsfélög vinnustöðvun frá og með miðnætti í dag, 4. júní, og á morgun, 5. júní. Sextánda félagið, sem verk- fall hafði boðað, verka- kvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði, samþykkti miðl- unartillögu sáttasemjara og sama gerði Vinnuveitendafé- lag Hafnarfjarðar gagnvart Framtíðinni, svo að verk- fallsboðun þess kemur ekki til framkvæmda. Nú þegar hafa 7 félög hafið verkfall. Náist ekki samkomulag um helgina verða því alls 21 fé- lag í verkfalli eftir hana. Frá og með deginum í dag hafa eftirtalin félög boðað verkfall: Félag bifvélavirkja, Reykja- vík. Félag blikksmiða, R.vík. Félag járniðnaðarmanna R.vík. Félag ísl. rafvirkja, R.vík. Félag skipasmiða, R.vík. Sveinafélag járniðnaðarmanna, Akureyri. Frá og með morgundeginum hafa eftirtalin félög boðað verk- fall: Málarafélag Reykjavíkur. Múrarafélag Reykjavíkur. Sveinafélag pípulagninga- manna, Reykjavík. Trésmiðafélag Reykjavíkur. Verkakvennafélagið Framsókn, Reykjavík. Verkamannafélagið Þróttur, Siglufirði. Verkakvennafélagið Brynja, Siglufirði. Verkalýðsfélag Nesjahrepps, A.-Skaftafellssýslu. Verkamannafélag Raufarhafn- ar, Raufarhöfn. Loks hafa nokkur félög boðað verkfall 7., 8. og 10. júní hafi samningar ekki tekizt þá. <"W« Drengur stórslasar félaga sinn með hnífi Á FÖSTUDAGINN gerðist það í Keflavík, að 11 ára drengur reiddist við 13 ára gamlan félaga sinn og skutl- aði á eftir honum hnifi, sem gekk í bak hans og gegnurn annað nýrað og mun hafa skaddað eitthvað meira. Slysið varð um hádegisbil- ið. Drengirnir höfðu verið að leika sér saman, en sinnaðist eitthvað og ætlaði sá eldri, Hallbjörn Sæmundsson, Hring braut 59 í Keflavík, að ganga í burtu. Henti yngri drengur- inn þá hníf sínum á eftir hon um með fyrrgreindum afleið- ingum. Hallbjörn var strax fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og þar gerður á honum uppskurð ur. Honum leið eftir atvikum í gærmorgun, en ekki talinn úr hættu. iJL~ri ~>i~n~rn FundurFéLísl. iðnrekenda ALMENNUR FUNDUR var hald inn í Félagi íslenzkra iðnrekenda 9.1. laugardag. Fundarstjóri var Magnús Víglundsson, ræðismað ur. Dr. Jóhannes Nordal, banka- stjóri flutti ítarlegt erindi unt iðnað á íslandi og gerði jafnframt grein fyrir störfum nefndar þeirrar, sem rannsakað hefur þjóðhagslegt gildi neyzluvöruiðn aðarins á íslandi. Formaður félagsins Sveinn B. Valfells ræddi kaup- og kjara- kröfur Iðju, félags verksmiðju fólks í Reykjavík og greindi jafn framt frá viðræðum, sem farið hafa fram á milli félaganna um þessi mál. TEL AVIV, 1. júní (Reuter) — Réttarhöld hófust x dag 1 máli ísraelska hershöfðingjans Baers, sem ákærður er fyrir njósnir I þágu ónefnds erlends ríkis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.