Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 1
20 síður 48. árgangur 124. tbl. — Miðvikudagur 7. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins ráðabirgðaiög tryggja millilandaflug Reksírargrundvelli og iíi flugfélaganna var stefnt í voða SAMKVÆMT tillögu ríkisstjórnarinnar gaf forseti íslands í gær út bráðabirgðalög um bann gegn stöðvun eða hindrun millilandaflugs íslenzkra flugvéla. Kveða lögin svo á, að óheimilt sé að stöðva eða hindra á nokkurn hátt afgreiðslu eldsneytis til þeirra flugvéla íslenzku flugfélaganna, sem eru í áætlunar- eða leiguflugi milli landa. Þá er einnig ólieimilt að stöðva eða torvelda aðra starfsemi viðkomandi millilandaflugi, á íslenzkum flugvöllum eða á annan hátt. 1 athugasemdum við bráðabirgðalögin kemur fram, að þau eru sett til þess að afstýra því, að rekstrargrundvelli félaganna verði stefnt í voða, auk þess óbætanlega álits- hnekkis, sem af langvarandi stöðvun hlytist fyrir flugfé- lögin. — Lögin sjálf og athugasemdirnar við þau birtast hér á eftir: FORSETI ÍSEANDS gjörir kunnugt: Ríkisstjórnin hefur tjáð naér, að komið hafi til stöðvunar á starfsemi þeirra tveggja íslenzku flugfélaga, sem halda uppi reglubundnu áætlun arflugi á erlendum flugleiðum, vegna stöðvunar á benzínaf- greiðslu og annarri vinnu hjá félögum þessum, sakir verk- falla þeirra, sem nú eru hafin. Verði framhald á þessu og flugfélögin þannig neydd til að íella niður alla starfsemi sína, jafnvel um langan tíma, myndi það valda þeim stórkostlegu tjóni og væri rekstrargrundvelli þeirra stefnt í beinan voða og framtíðarstarfsemi þeirra teflt í mikla tvísýnu. Stöðvun á millilandaflugi hinna íslenzku flugfélaga, sem halda uppi umfangsmiklum flutningum farþega á erlendum flugleiðum, myndi nú er þús- undum erlendra ferðamanna hefur verið heitið fari með flugvélum félaga þessara, verða félögunum óbætanlegur álits- hnekkir og íslenzku þjóðinni allri til vansæmdar og myndi taka langan tíma að endur- heimta traust það á alþjóða- vettvangi, sem íslenzk flugfé- lög hafa aflað sér, með löngu og happadrjúgu starfi. Því telur ríkisstjórnin, að brýna nauðsyn beri til að koma í veg fyrir stöðvun áætlunar- flugs í millilandaflugi á vegum íslenzku flugfélaganna, með því að tryggja flugvélum, sem í slíkum ferðum eru, hindrunar- lausa umferð og afgreiðslu á flugvöllum hér á landi. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Óheimilt skal að stöðva eða hindra á nokkurn hátt af- greiðslu eldsneytis til þeirra flugvéla íslenzku flugfélaganna, sem eru í áætlunar- eða leigu- flugi milli landa, svo skal og óheimilt að stöðva eða torvelda aðra starfsemi viðkomandi milli landaflugi, á íslenzkum flugvöll um eða á annan hátt. 2. gr. Fara skal með mál út af hrot um gegn lögum þessum að hætti opinberra mála og varða brot sektum, enda liggi ekki þyngri refsing við, samkvæmt öðrum lögum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört á Akureyri, 6. júní 1961. Ásg. Ásgeirsson (L. S.) Furtseva, Gylfi 1». Gíslason og kona hans leggja af stað til Reykjavíkur. Furtseva kom í gærkveldi Ingólfur Jónsson. FLUGVÉL Furtsevu, mennta málaráðherra Sovétríkjanna, kom upp að Flugvallarhótel- inu á Keflavíkurflugvelli kl. 7:30 í gærkvöldi. Þá voru þar fyrir til að taka á móti henni Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og kona hans, auk Alexandrovs sendi herra Sovétríkjanna og konu hans og annarra starfs- manna sendiráðsins, ráðu- neytisstjóra í menntamála- ráðuneytinu, lögreglustjóra Keflavíkurflugvallar o. fl. Frjálsleg í fasi Jafnskjótt og rússneska þotan hafði stöðvazt fyrir framan Flugvallarhótelið, gekk Furt- seva út úr flugvélinni ásamt dóttur sinni og, að því er sagt var, Lunkov, yfirmanni Norður- i konu hans og heilsaði þeim. — landadeildar rússneska utan- Hún var mjög glaðleg í fasi og ríkisráðuneytisins. — Furtseva virtist leika á als oddi, en átti gekk þegar til Gylfa Þ. Gísla- fullt í fangi með að hemja sonar ,menntamálaráðherra, og | Frh. á bls. 2 „Við vitum nú hvar við stöndum" segir Keimedy Bandaríkjaforseti eftir viðræðurnar við Krúsjeff Washington, 6. júní. (NTB-Reuter) KENNEDY, Bandaríkjaforseti, hélt í kvöld hálfrar klukku- stundar ræðu, sem var sjón- varpað og útvarpað um Banda- ríkin. Þar gerði hann grein ' fyrir viðræðum sínum við Krús- Af hverju lækkar SÍS ekki vöruverð? Hafa ldn a 7°]o voxtum FULLLJÓST er nú orðið, að tilgangur Framsóknar- leiðtoganna í SÍS með 2ja mánaða „samkomulaginu“ á Húsavík og 4ra mánaða „samningnum“ á Akur- eyri, er sá að reyna að koma af stað nýrri verð- bólguskriðu, svo að skulda súpu Sambandsins verði og Keimta auk þess velt yfir á almenning. — 1 ritstjórnargrein, sem Tíminn birti í gær um „samninga“ á Akureyri viðurkennir blaðið þetta raunar með kröfu til ríkis stjórnarinnar um vaxta- lækkun vegna kauphækk- ananna. Þar segir: „Það er brýn skylda t»W verðbólguhagnað ríkisstjórnarinnar, sem val ið hefur kauphækkunar- leiðina, að gera nú ráð- stafanir, sem létta at- vinnuvegunum þær byrð- ar, sem henni fylgja. Þetta getur ríkisstjórnin gert með lækkun vaxta, rýmkun lánsfjárhafta og öðrum hliðstæðum aðgerð um“. Athyglisvert er, að blaðið reynir að kenna ríkisstjórninni um að hafa valið kauphækkunarleið- ina. Vita þó allir, að ríkis- stjórnin hefur lagt megin- kapp á að halda jafn- vægi í efnahagslífinu og hefur Tímanum venjulega Frh. á bls. 19 jeff, forsætisráðherra, de Gaulle, Frakklandsforseta, og Macmill- an, forsætisráðherra Bretlands. Kennedy kvað viðræður sínar við Krúsjeff hafa Ieitt skýrt í Ijós, að þeir hefðu gjörólíkan skilning á því, hvar heimurinn stæði nú og á hverri leið hann væri. — En við vitum nú hvar við stöndum, sagði Kennedy. Kennedy sagði, að ekki hefði verið lögð nein brú milli skoð- ana þeirra Krúsjeffs, en hættan á misskilningi þeirra í milU ætti að vera minni eftir en áð- ur. Hann kvaðst hafa óskað eft- ir að fullvissa sjálfan sig um, að Krúsjeff væri ljós' styrkur og staðfastur vilji Bandaríkj- anna til að verja frelsið. Hann sagði, að sýna yrði varkárni í framtíðinni svo að hagsmunir Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna rækjust ekki svo harka- lega á, að styrjöld leiddi af. — Jafnframt komu þeir leiðtog- arnir sér s§man um, að ástæðu- laust væri að kenna hvor öðrum allar ófarir sem yrðu á hinum ýmsu stöðum heimsins. Kennedy kvaðst vona, að ein- Frh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.