Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 6
6 M ORGUN BL'AÐ'HÐ Miðvik'udagur 7. júní 1961 Kristján Albertsson: Moregskonungur í leikhusi íslendinga • Anarkismi „Ein á hjólum“ sendir þess- ar línur: „Yegna starfs míns er ég mjög kunnugur umferðinni hér í bæ ög raunar úti um landið líka. Oft er verið að gagnrýna hitt og þetta í um- ferðarmálum Keykjavíkur, og finnst mér menn þá lítt sparir á þau hin stóru orðin. Ég hef dvalizt langdvölum vestur í Bandaríkjunum og er þaulkunnugur umferð þar í stórborg einni og talsvert út fyrir hana. Þegar ég ber nú saman ástandið í umferðar málum þar vestra og hér í Reykjavík, verð ég að segja það staðfasta skoðun mína, að ekki hallar vitund á þá, sem þessum málum stjórna hér, í þeim samanburði. Að vísu er margt fullkomnara vestra, eins og að líkum lætur, en hitt vil ég gjarnan að komi fram, að lögreglan hér í Reykjavík og aðrir aðilar, sem umferðarmálum stjórna, standa 1 sínu stykki með sóma. • „Kaldir karlar“ Auðvitað má tína ýmislegt til, sem betur gæti farið, en ekki er að efa, að allt horfir þetta til bóta, enda getur eng- inn sanngjarn maður annað en dáðst að þeim geysilegu framförum, sem í þessum mál um hafa orðið hin síðari ár. Einlægt last þarf ekki alltaf að vera hvöt til dáða, ef aldrei er neitt lofað að verðleikum. Hins vegar virðist mér ástandinu í þessum málum vera mjög ábótavant úti um landið. Það er þar fyrst og fremst, sem maður rekst á stórhættulega ökuníðinga, og einkum sýnast mér margir annað hvort ekki kunna ein- földustu umferðarreglur, eða ef þeir kunna þær, þá virða þeir þær ekki, sennilega af einhverju misskildu stolti eða til að sýnast „kaldir karlar“. Þar ber brýna nauðsyn til þess að halda námskeið í umferðar mátum. • Náttúrlegur innblástur Vankunnátta utanbæjar- manna er oft mjög áberandi, þegar þeir koma hingað til Reykjavíkur, og sannast sagna eru þeir oft stórhættulegir hér á götunum. Þetta vita allir bílstjórar hér. Þeir skjótast eftir götum og sundum eftir einhvers konar náttúrlegum innblæstri, án þess að taka minnsta tillit til merkja dg reglna, eins og þeir haldi að hér ríki hreinn anarkismi i umferðarmálum. Sumir kalla þetta „G-bíla-menningu“. Það er nú kannske ekki réttlátt nafn, því að G-bílarnir eru ekkert verri en aðrir, en þeir eru flestir af utanbæjarbilum og mest ber á þeim hér, svo að þess vegna mun nafnið tU komið. En hvað um það: hér er aðkallandi og óleyst verk- efni“. MORGUNBLAÐIÐ gerist tvíveg- is svo harðort um mistök á há- tíðarkvöldi í Þjóðleikhúsinu til heiðurs Noregskonungi, að ég vona að enginn kippi sér upp við það þótt ég verði líka ómyrkur í máli, í allri vinsemd. Leiðin- legustu mistök sem orðið hafa í sambandi við þessa konungs- komu, voru, að mínum dómi, ein mitt ummælin í stærsta blaði lamdsins um konungskvöldið í leikhúsinu. Og það því fremur, sem Morgunblaðið tók að öllu öðru leyti á móti konungi af íyllsta skilningi á einstæðri sögu- legri merkingu þessarar heua- sóknar. Blaðið telur að bezt hefði á því farið ,að taka á móti kon'ungi í leikhúsi íslendinga með Vínar- óperettu. Slíkt kynni að hafa ver ið góð hugmynd ef um annarskon ar heimsókn hefði verið að ræða. Ýmsir fjarlendir þjóðhöfðingjar gera mikið að því á seinni tímum að verða sér úti um heimboð, oft tH þjóða sem langar lítið til að sjá þá, og er að þessu mikið ónæði fyrir stjórnarvöld, sérstak- lega í höfuðborgum stórvelda'. Það fer vafalaust oft vel á því að afgreiða slíka gesti með snoturri og fjörugri óperettu. En um heimsókn þess Noregs- konungs, sem fyrstur kemur til íslands, gegnir vissulega öðru rnáli. Engar tvær þjóðir í Evrópu eru nákomnari, að blóðböndum Og örlaga-eining, en Norðmenn og íslendingar. Skaparinn tók rif úr síðu Noregs þegar hann skóp þjóð á íslandi. Við vorum af- kvæmi Noregs, íslendingar og Norðmenn eitt, í þeim skilningi sem brjóstmylkingur og móðir eru eitt. Tunga Noregs, orðlist og skáldmennt, var sá lífdrykkur sem við uxum af — við eigum þeim lífdrykk' og því móðerni að þakka, það sem við höfum unpið okkur mest til gildis og til heiðurs. Þakkarskuld okkar við Noreg er eilíf. Það var því eðlileg hugsun, að taka á móti konungi Norðmanna í leikhúsi íslendinga á einhvern þann hátt, sem túlkaði ást okkar tii Noregs og norskrar menning ar. Það var gert með því að syngja, með þeim glæsileik sem föng voru á, sum af fegurstu tón verkum Norðmanna, og einmitt þau verk, sem eru innblásin af djúpri ættjarðartilfinning þjóð arinnar — lög Edwards Grieg við Landkjenning og Norröna folket, tvö af dýrðlegustu kvæð uin eins mesta konungs sem í Noregi hefur lifað, Björnstjerne Björnsons. Sumir segja: — eins og Ólafur konungur heyri ekki þessi lög í Noregi. En það hlýtur að vera allt annað fyrir hann, að heyra þessi lög sungin honum til heiðurs 1 Þjóðleikhúsi fslend- inga, og til þess að hylla Noreg, norska ættjarðarást, og norskan anda. Margir höfum við reynt, að það hefur orðið annað að heyra Ó, guð vors lands í útlönd um, en heima á íslandi. Það var ennfremur sjálfsagt að heilsa Noregskonungi með ís- lenzkri tónlist, og yfirleitt að mestu leyti með tónlist (annarri en Vínar-óperettum), vegna þess að hann skilur ekki íslenzku. Og þó var sjálfsagðast af öllu að hin mælta tunga íslands heyrðist þetta kvöld, sjálf norrænan, okk ar mesti auður, sem við höfum þegið af Noregi. Þegar Finnlands forseti kom, völdum við þátt úr íslandsklukkunni. Við Noregs- konung varð meira að hafa, og má engan móðga. Sigurður Nor- dal var beðinn að semja stuttan sögulegan leikþátt — sá maður sem betur kann öðrum að skrifa þann göfuga óbundna stíl, sem hér átti við, lifandi skáldlegt mál með fornlegum blæ, sá mað- ur sem af mestri þekkingu, ímyndun og andagift hefur skilið og túlkað þá tíma, þegar mann- dómur og list feðra vorra stóð með fegurstum blóma. Sigurður Nordal fékk ágæta hugmynd, að tengja saman tvær svipmyndir úr lífi þjóðarinnar á söguöld — önnur gerist á hraun- stíg með birkirunnum, í útjaðri Þingvalla, þar sem ungir elskend ur hittast á leynifundi, og örlög þeirra ráðast, hin á sjálfu Lög- bergi, þar sem höfðingjar og aðr- ir fulltrúar tímans flytja mál sitt, leiða fram þau öfl sem berjast um hug þjóðarinnar, heiðni og kristni, heimþrá til Noregs, æfin- týraskrum um Grænland, hug- leiðingar um Island eftir hundr- að ára dvöl í landinu, vaxandi tryggð við hin nýju heimkynni, drauma og hugboð um framtío- ina. Hér skal ekki reynt að rit- dæma þennan leikþátt, það verð ur gert á sínum tíma, hann verð ur auðvitað prentaður. Mér segir svo hugur um að hann muni -4> lengi geymast sem hið eiguleg- asta þjóðlegt gersemi, vera hvað eftir annað tekinn fram, og næst ekki síðar en eftir tæp sextíu ár, á 1100 ára afmæli alþingis. Allir, sem ég talaði við á leið út úr leikhúsinu þetta kvöld, luku upp einum munni um að þeim hefði þótt óvenju- leg skemmtun að þessári sýn- ingu. Leikhúsið hafði gert skyldu sína. Búningar voru glæsilegir. Sjaldan hef ég heyrt íslenzkuna hljóma fegur, né nokkurt mál, en tunga vor ómaði og söng af vörum sumra ræðumanna á Lög- bergi. Þetta voru nálega tómar ra^ð- ur hef ég heyrt sagt — eins og þar með væri sýningin dæmd og léttvæg fundin. Hvað hafa menn á móti ræðum — stuttum, merk- um að efni, frábærum að stíl, á- gætlega fluttum, menn sem geta setið klukkustundum saman á misjafnlega andríkum umræðu- fundum? Já, en Noregskonungi hlýtur að hafa leiðst segja aðrir — hann skildi ekki orð. Menn hafa oft mjög gaman af því sem þeir skilja ekki út í æsar. Menn mega ekki gleyma því, að maðurinn er gæddur ímyndunarafli, og aldrei meira gaman en þegar það afl fær byr í seglin. Ég þori að veðja hverju sem er, að Noregskonung ur hefur örsjaldan skemmt sér eins konunglega. Ég man vel eftir norska ráð- herranum Ivar Lykke, þegar hann kom frá sögulegu sýning- unni á Þingvöllum 1930, himin- lifandi, og hafði ekki skilið eitt orð, og sagði við Ólaf Thors: Bara að þetta hefði verið mikið lengra! Helgi Péturss Skrifaði einu sinni, að það væri enn í dag allt annað fyrir fslending að koma til Noregs, en til nokkurs annarrs lands. Ég trúi aldrei öðru, en að pað sé allt annað fyrir margan mennt aðan Norðmann að horfa á sögu- lega sýningu frá gullöld íslend- inga, en fyrir menn af nokkurri annarri útlendri þjóð. LEIKFÉLAG Reykjavíkur hef ur undanfarið sýnt gamanleik- inn „Sex eða 7“ við ágæta að- sókn. Ætlunin var að hafa lokasýningu vorsins sl. sunnu dag, en þar sem aðgöngumið- ar seldust upp á skammri stundu, var áikveðið að hafa enn eina sýningu á gaman- leiknum og verður hún í kvöld kl. 20:30. Leikári Leikfélagslns er nú lokið, enda margir af leikur- um félagsins á förum úr bæn- um. Meðfylgjandi mynd er úr „Sex eða 7“ og sýnir, talið frá vinstri: Brynjólf Jóhannes son, Helgu Valtýsdóttur, Reg- ínu Þórðardóttur og Guðmund Pálsson í hlutverkum sínum. Fráskólaslitum í Réttarholtsskóla RÉTTARHOLTSSKÓLA var slitið 31. maí. í vetur voru 360 nemendur í skólanum í 12 bekkjadeildum. Voru það nem- endur á skyldunámsaldri, 1. og 2. bekkjar gagnfræðastigsins. — En við skólauppsögn gat skóla- stjóri, Ragnar Georgsson, að næsta vetur mundi 3. bekkur starfa við skólann í fyrsta sinn, en veruleg húsnæðisaukning er væntanleg fyrir næsta skólaár. Hæstar meðaleinkunnir á unglingaprófi hlutu Hrefna S. Einarsdóttir 9,43, Hæðargarðl 34, Jórunn E. Eyfjörð 9,42, Stóragerði 38, og Guðný Krist- insdóttif 8,80, Mosgerði 17. I 1. bekk hlaut Bessí Jóhanns- dóttir, Ásgarði 21, hæsta eink- unn, 9,00. Bókaverðlaun fengu þeir nem endur, sem beztum námsár- angri náðu, svo og þeir, sem gegnt höfðu trúnaðarstörfum. 1 vetur störfuðu 23 kennarar við skólann, þar af 10 fastráðn- ir. — FERDINAIMR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.