Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 7. júní 1961 VORGVNBLAÐ1Ð 13 I>AU mistök urðu í blaðinu í gær, að frásögn af kvikmynda hátíðinni í Cannes birtist í blaðinu í gær undir fyrirsögn, sem fylgja á meðfylgjandi grein. Biður blaðið lesendur velvirðingar á þessum mistök um og birtir hér hina réttu grein um „Horft á brúnni“. BYRJAÐ er að kvikmynda „Horft af brúnni“, eftir Arthur Miller, í Boulogne- kvikmyndaverinu í Frakk- landi, og er myndin tekin samtímis með ensku og frönsku tali. Sumum finnst kynlegt að myndin skuli tek- in þar en ekki í Brooklyn í Bandaríkjunum, þar sem leikritið á að gerast í svip- uðu umhverfi og Miller sjálf ur er fæddur í. En það hef- ur sínar ástæður. Bandaríski kvikmyndagerð- armaðurinn Gretz, sem fæddur er í Þýzkalandi, en hefur gert margar merkar kvikmyndir í Frakklandi, reyndi árið 1952 að fá Mill- er, sem þá var í ónáð fyrir að hafa neitað að bera vitni fyrir Óamerísku nefndinni, til að koma til Frakklands. 1958 sá Gretz leikritið Horft af brúnni í París og þegar hann hitti Arthur Miller í New York um sumarið, bað hann um leyfi til að fá að kvikmynda það. Miller var ekki enn kominn í fulla sátt við stóru kvikmyndafélögin, þrátt fyrir hjónaband hans og Marilyn Monroe. Hann hafði séð kvikmynd Gretz Höfundurinn Arthur Miller og Gretz leikstjóri eru ekki sam- mála um það hvort heppilegra sé að aðalhlutverkið, Eddie, sé leikið af ítala eða Bandaríkjamanni. rit eftir Miller, einmitt vera i þá að þar hafi Ameríkumað- / ur í húð og hár, leikið 1 Eddie. Ekki hefur frétzt 1 hvað úr verður. 4 Umhverfisatriði í „Horft t af brúnni“ voru nú tekin í Brooklyn, og gagnstætt venju sinni var Miller við- staddur. Hann er fluttur úr fínu íbúðinni við 50. götu, þar sem hann hafði búið með Marilyn Monroe og dvelzt á búgarði sínum í Connecticut, þar sem stendur hrörlegt hús frá 1783 í 135 hektara skógi. Þar hefur hann unnið að leikriti og fylgzt með trjá- plöntum. Nýr endir Ákveðið mun vera að end- irinn á leikritinu verði frá- brugðinn því sem hann hefur verið víðast hvar á sviði. Af ást til ungrar stúlku, Katrín ar, tilkynnir Eddie lögregl- unni um tvo innflytjendur, sem ekki eru komnir löglega inn í landið. Annar þeirra, Marco (sem Raymond Pelle- grin leikur), drepur Eddie í bardaga með hnífum. Upp- færslurnar í New York og London, sem báðar höfðu þennan endi, munu hafa ver ið um ýmislegt ólíkar. — í þeirri fyrrnefndu fara átökin fram milli aðalleikendanna eingöngu, en í þeirri síðar- nefndu lét Miller koma meira fram umhverfi það og aðstæður sem innflytjendurn- ir hans búa við. Bæði á svið- , | inu í New York og London drepur Marco Eddie með hnífi. En franska þýðandan- um, Marcel Aymé, fannst þetta nokkuð auðveld lausn á málinu og einn daginn á æfingu datt honum í hug að láta Eddie fremja nokkurs konar sjálfsmorð, og af sektartilfinningu kasta sér á Horft af brúnni kvikmynduð „Djöfullinn í kroppnum" og orðið hrifinn af henni. Hann samþykkti því að Gretz gerði myndina í Frakklandi. Aðalhlutverkið, Eddie, verkamann af sikileyskum ættum, vildi Gretz láta ítalska leikarann Raf Vall- one leika. Hann hafði leikið það á sviði í París. Hér lék Róbert Arnfinnsson Eddie. En Miller var ekki sammála. Þó Eddie sé innflytjandi frá Ítalíu, þá hefur Brooklyn- veran gert hann að Amerí- kana og Miller taldi ekki að Suðurlandabúi ætti að leika hann. Hann stakk upp á Anthony Quinn eða James Cagney^ Aftur á móti taldi Gretz ástæðuna fyrir því að leikritið hafði í fyrstu ekki fengið eins varmar móttökur í New York og önnur leik- hnífinn hjá andstæðingi sín- um. Peter Brook, sem einnig setti leikinn á svið þar, eins og í London, varð stórhrif- inn af þessu, þarna fékkst meiri harmleikur. Og það er sá endir, sem verður notað- ur í kvikmyndinni. - Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 10. eru ákafastir stuðningsmenn hinna svörtu bræðra sinna í baráttunni. Hefir þetta m. a. mjög komið fram í ýmiss kon- ar ofbeldislausri andstöðu gegn herradómi hvítra í Suð- ur-ríkjunum — þar sem negr arnir hafa víða viðhaft svip- aðar aðferðir og hinn ind- verski leiðtogi Mahatma Gandhi og fylgismenn hans 'beittu á sínum tíma. — Þannig hafa negrar t. d. heimsótt veit ingastofur, þar sem þeir ekki fá afgreiðslu, setzt þar inn í hópum og tekið upp öll sæti, þannig að hinir hvítu gestir hafa ekki komizt að. ic Mest ber á stúdentum Félagsskapurinn CORE (Con gress of Racial Equality) í New York, sem mjög hefir toorið á síðustu mánuðina, hef- ir t. d. skipulagt slíkar mót- mælaaðgerðir án ofbeldis víða í Suðurríkjunum, í matstofum, gistihúsum, leikhúsum og á öðrum opinberum stöðum, þar sem kynþáttamismunun hefir átt sér stað. Mest ber á ungum stúdentum að báðum kynþátt- um í félagsskap þessum, en forustumennirnir eru þó flest- ir negrar. — Það var að undir lagi þessa félagsskapar, að allmargir hvítir og svartir stú- dentar hófu „Frelsisförina" til Suðurríkjanna snemma í maí. Á leiðinni frá Washing- ton suður á bóginn áttu „Frels isfararnir“ að vísu nokkurri óvinsemd að mæta á einstaka stað, en ekki dró þó til neinna verulegra tíðinda fyrr en þeir komu til Montgomery. — Síðar hélt annar hópur til Jackson í Missisippi, þar sem ekki kom raunar til verulegra uppþota, en ferðafólkið var handtekið og sakað um að spilla friði og æsa til óeirða. Voru 27 „Frelsisfarar" — þar af tveir hvítir — dæmdir í fangelsi, ef sektin yrði ekki greidd. Völdu ferðafélagarnir fangelsið. Virðist nú sem „Frelsisfara-ævintýrið“ sé á enda í bili. ÍC Jarðvegurinn „plægður“, eða ekki? Og nú er spurt, hvort þessi baráttuaðferð muni leiða til góðs, eða hvort hún kunni jafnvel að tefja fyrir réttar- bótum svörtum til handa. Ýmsir frjálslyndir menn í kyn þáttamálum hafa viljað halda því fram, að jarðvegurinn í Suðurrikjunum sé ekki enn nægilega „plægður“, til þess að slíkar aðgerðir geti leitt til árangurs. Forustumenn þel- dökkra seg'ja hins vegar, að svarti maðurinn hafi vissu- lega sýnt mikla polinmæði — og nú sé kominn tími til virk- ari aðgerða en áður. Síðar muni litið á „Frelsisfarana“ sem frumherja í lokaþætti bar áttunar fyrir fullkomnu jafn- rétti hvítra og svartra í Banda ríkjunum. Og lýðræðið muni þakka þeim. Atvinna óskast Óska eftir atvinnu eftir kl. 5 á daginn, og allan daginn á laugardögum, eða eftir samkomulagi. Er vanur allri skrifstofuvinnu, og ýmsri annari vinnu. Meðmæli fyrir hendi ef óskað er. Tilboð send- ist Morgunblaðinu merkt: „Sti^idvís + Reglusemi — 1540“. Dömur TÖKUM FRAM Á MORGUN SUMARKJÓLA, verð frá kr. 495 Kinnig SKINNHANZKAog BLUSSUR HJA BARU Austurstræti 14. Sjóstangaveiði \ \ \ \ Nói Re—10 rær kl. 8 í fyrra- málið og næstu morgna. Allur útbúnaður um borð. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Ferðaskrifstofan LÖNU og LEIÐIR Austurstræti 8. — Sími 36540. Chevrolet '55, 2/o dyra Buick ’55, fæst með góðum greiðsluskilmálum. Plymouth ‘58, skipti möguleg. Zim ‘55, fæst með mánaða- greiðslum. Vauxhall 14 ‘47, skipti æskileg á yngri bíl, með peninga- milligjöf. Chevrolet ‘47, með 27 manna húsi í mjög góðu lagi. Bílar til sýnis og sölu daglega Gamla bílasalan RAUÐARA Skúlagötu 55. Sími 15812. Höfum kaupanda að Volks- wagen ‘60. Staðgreiðsla. Bifreiðasalan Frakkastíg 6 Símar 18966, 19092 og 19168. Bifreiðasalan Laugavegi 146. — Sími 11025. Volkswagen ‘61, ‘60, ‘59, ‘58, ‘57, ‘56, ‘55, ‘54, ‘53. Fíat ‘60, ‘59, ‘58, ‘57, ‘56, ‘55, ‘54 Alla* stærðir. Willys Station ‘58 litið ekinn. Opel Caravan ‘57 mjög góður bíll. Volkswagen bus ‘58 sendiferða nýkominn til landsiins. Mercedes Benz ‘55 diesel. — Skipti á ýmsum bifreiðum koma til greina. Ford ‘51. Allur sem nýr. Fíat ‘58 1100. Station. Útb. 50 þús. K. K. skellinaðra ‘57, ‘58. Verð 5500,00 Ath. mesta úrvalið fáið þið hjá Bifreiðasalan Laugavegi 146 — Sími 11025

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.