Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIE Fimmtudagur 8. júni 1961 Nokkuð bar á því I verkfallinu á Akureyri, að sumir verkfallsmanna úr röðum kommúnista hefðu í frammi yfirgang gagnvart borgurum, sem komu til löglegra við- skipta í verzlunum bæjarins. Einkum gerðust verkfalls- menn aðsópsmiklir við útsölu Áfengisverzlunar ríkisins eins og það væri hið alvarlegasta „verkfaIIsbrot“ að eiga þar viðskipti. Stóðu þeir við dyr verzlunarinnar og lögðu hart að mönnum að kaupa ekki áfengi og kröfðust jafn- framt skýrslu um til hvers þeir ætluðu það. — Myndin thér að ofan sýnir nokkra verkfallsverði við útsölu Áfengisverzlunar rikisins. ■W Krúsjeff ærslast Moskvu, 7. júní (Reuter) SÚKARNÓ Indónesíuforseti er nú gestur Krúsjeffs forsæiisráð- herra, og héldu þeir saman frá Moskvu í dag áleiðis til Lenin- grad — eftir mikla veizlu í gær- kvöldi, sem kunnugir segja, að hafi verið einhver hin fjörug- asta, sem haldin hafi verið í hinni sovézku höfuðborg á síðari árum. Veizlan var haldin í sendiráði Indónesíu, í tilefni sextugsaf- mælis Súkarnós. Krúsjeff virt- ist varla ráða við sig fyrir fjöri, söng og dansaði og þeytti „brönd urunum“ í allar áttir — en að- alskotmark hans var þó Mikojan varaforsætisráðherra. Lét hann m. a. svo um mælt, eftir að hafa horft á Mikojan dansa, að fóta- mennt hans væri nú til umræðu í nefnd, skipaðri af miðstjórn kommúnistaflokksins — og væri danslistin „einasta ástæðan til þess, að hann (Mikojan) heldur Stöðu sinni!“ Þegar ungar, indónesískar stúlk Ur höfðu kysst Súkarnó á kinn- ina óskað honum til hamingju með afmælið, skoraði Krúsjeff á þær að kyssa einnig Bresnév Sovétforseta Og Mikojan — hvað þær gerðu. Lýsti þá Krúsjeff eft ir rússneskri stúlku til þess að leika þetta eftir. Tókst honum að fá eina til að yfirvinna feimni sína og kyssa fyrrnefnda leið- toga — og þakkaði henni síðan fyrir að „halda uppi heiðri rúss- nesku þjóðarinnar“. — • — Kunnugir segjast varla fyrr hafa séð Krúsjeff jafngalsafeng- inn — Og hefði enginn getað ímyndað sér, að þessi maður hefði áhyggjur af gangi heims- málanna. Hann hefði látið eins og ábyrgðarlaus æringL Skipting handritanna réttmæt segir meirihluti handritanefndar í SKEYTI, sem Páll Jónsson sendi Mbl. frá Kaupmanna- höfn í gær, gerir hann nán- ari grein fyrir afgreiðslu handritamálsins í hinni sér- stöku handritanefnd Þjóð- þingsins og niðurstöðum hinna einstöku hluta nefnd- arinnar, en eins og greint var frá í blaðinu í gær sam- þykkti meirihluti hennar að mæla með samþykkt hand- ritafrumvarpsins. Minnihlut- inn skiptist hins vegar í þrennt um afstöðu til máls- ins. — í skeyti fréttaritar- ans í gær segir: ir Sanngjörn lausn í álitinu segir, að nefndin sé sammála um, að löggjafar- valdið geti skipt Árnasafni og gert breytingar á skipulagsskrá þess. Meirihlutinn (fulltrúar sósíaldemókrata, radikala og Sósíalíska þjóðarflokksins) seg- ir, að f rumvarpið byggist á sanngirnissjónarmiðum, og með því verði uppfyllt sú heita ósk íslendinga um að endurheimta fornar minjar, sem hafi lent í Danmörku, þar sem á Islandi sjálfu sé aftur á móti nær eng- ar slíkar minjar að finna. Auk þess muni afhending handrit- anna skapa grundvöll fyrir rannsóknir Islendinga sjálfra á fortíð lands síns — og jafn- framt treysta vináttuböndin milli Danmerkur og íslands. — 15 ára drengur undir stýri í hörðum árekstri FYRIR nokkrum dögum varð bílaárekstur á götu einni í Hlíða- hverfinu, og er það mál til rann- sóknar hjá rannsóknarlögregl- unni. Árekstur þessi var svo harð- ur að senda varð kranabíl á vett- vang til þess að drasla hinum stórskemmdu bílum í burtu. Þegar lögreglan kom á vett- vang og var bent á ökumenn bíl- anna, reyndist annar þeirra ungl- leiðandi réttindalaus. Var hon- um stefnt til rannsóknarlögregl- unnar og þar varð hann að gefa skýrslu um málið í heild. Hann kvaðst hafa ekið föður sínum, á Landsmót í sjóstanga- veiði í Eyjum Alþjóðamótinu aflýst milli húsa eftir beiðni hans, og hefði faðir sinn sagt sér að aka bílnum heim aftur og varð árekst urinn þá. Kvaðst hann oft hafa ekið bílnum. Unglingurinn virt- ist hafa ekið allhratt, því hemla- för voru um 8 metra löng, jpp á móti hallandi götu. Þá telur meirihluti nefndarinn- ar, að sú skipting handritanna, sem gert er ráð fyrir í frum- varpinu, sé réttmæt. ir Sýnum velvilja vorn í verki Einn minnihlutinn, þ. e. vinstrimennirnir Erik Eriksen og Chr. Christensen, harma, að nefndin skuli ekki hafa fengið nægan tíma til að athuga öll vandamál í sambandi við skipt- ingu handritanna. í>á segir í áliti þessa minnihluta, að við- komandi nefndarmenn styðji frumvarpið eigi að síður, og sé það vegna þeirrar bjargföstu skoðunar þeirra, að handrit, sem skrifuð séu af íslending- um, eigi hvergi heima nema á íslandi, þegar það er orðið sjálfstætt ríki, og trygging er fengin fyrir því, að vel verði fyrir varðveizlu handritanna séð í Reykjavík. — Það er oss mikilvægast, segir í álitinu, að sýna íslandi nú velvilja vorn í verki og uppfylla heita ósk, sem íslendingar hafa lengi bor- ið í brjósti. ir „Óæskilegar afleiðingar“ Annar minnihluti nefndar- innar (vinstriþingmennirnir Helga Pedersen og Thyregod) kveðst vera hlynntur afhend- ingu í grundvallaratriðum, en hins vegar ekki geta mælt með frumvarpinu „við núverandi að- stæður". — Og loks er þriðji minnihlutinn, sem mælir gegn frumvarpinu — það eru íhalds- mennirnir Poul Möller, Edvard Jensen og Poul Sörensen. Þeir segjast skilja óskir íslendinga, en þó mæla gegn samþykkt frumvarpsins, enda sé varhuga- vert að afhenda hluta af vís- indalegum söfnum af stjórn- málalegum ástæðum — og megi búast við „óæskilegum af- leiðingum" af slíkum ráðstöfun- um. Auk þess sé ósanngjamt og óeðlilegt að kljúfa grund- völlinn undir hinu mikla rann- sóknarstarfi innan Árnasafns með skiptingu þess. Segjast íhaldsmennirnir líta á afhend- ingu umræddra handrita sem eignarnám, en telja ekki, að skilyrði fyrir slíku nauðungar- afsali séu uppfyllt. Æskilegast hefði verið að leita varanlegrar og viðunandi lausnar á málinu með beinum samningum milli eigenda handritasafnsins og Há- skóla íslands, segir loks í álitt minnihluta íhaldsmannanna þriggja. S'NAIShnúhr S V 50 hnútar - * li 7 Skúrír^ K Þrumur W*%, KuUaakil ‘Zs' Hihsh! HHa* VESTMANNAEYJUM, 6. júní: — Alþjóða sjóstangaveiðimótinu hefur nú verið aflýst vegna verk- fallsins. Virðist ekki hættandi á að bíða lengur með að aflýsa mótinu, en hingað var von á um 70 útlendingum frá ýmsum lönd- um svo og yfir 40 þátttakendum Fitumagn 10-12% AKRANESI, 7. júní. — Enn barst síld á land. Höfrungur var með 330 tunnur og Haraldur með 620. Þetta er stór og væn síld, fitu- magnið 10—12% og hér er síldin hraðfryst nótt og dag. Bátarnir fengu síldina skammt frá Akra- nesi. — Oddur. frá Reykjavík og Keflavíkurflug- velli. Ákveðið er að halda í þess stað fyrsta landsmót sjóstanga- veiðimanna, nk. laugardag og sunnudag, og verður Varnarliðs- mönnum boðið til keppninnar. Búizt er við um 30 Reykvíking- um, 12—15 af Keflavíkurflugvelli og sennilega taka 10 Vestmanna- eyingar þátt í mótinu. Verður ekið til Þorlákshafnar, en þangað sækir lóðsbáturinn þátttakendur. Afli hefur verið mjög góður við Eyjar að undan- förnu og eru horfurnar því allt annað en slæmar. Búizt er við, að efnt verði til Alþjóðamótsins um mánaða- mót ágúst—september. ENNÞÁ er kalt í veðri norð- an lands. Klukkan 9 um morguninn var hiti við frost- mark á Grímsstöðum og slydda á Raufarhöfn klukkan 6. Þetta svala, norðlæga loft nær langt norður í haf, og eru ekki horfur á veruleg- um hlýindum í bili. Önnur tíðindi eru frá Norðurlöndum. Þar eru mikl- ir hitar þessa dagana eða milli 20 og 30 stig. Einkum er hlýtt í Svíþjóð. Var 26 stiga hiti í Stokkhólmi um hádegið og 28 stig í Söder- hamn, sem er þar skammt fyrir norðan. Þetta loft er komið suðaustan úr Evrópu og kólnar lítið við að fara yfir Eystrasalt, og þá aðeins neðsta lagið, sem hlýnar fljótt aftur í sólskininu í Sví þjóð. — Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land og miðin: Austan gola og síðar hægviðri, skúrir. Faxaflói og miðin: Austan gola og síðar hægviðri, skúra- leiðingar síðdegis. Breiðafjörður til NA-lands og Breiðafj.mið til norður- miða: Austan gola, léttskýjað. Austfirðir NA-mið og Aust fjarðamið: NA gola, skýjað. SA-land og miðin: Austan gola, smáskúrir. Rœtt við Svetlönu Furtsévu t FÖR með frú Fúrtsévu, menntamálaráðherra Sovét- ríkjanna er Svetlana, dóttir hennar. Blaðamenn hittu frú Svetlönu að máli, en hún er nýgift verkfræðing í heima- ýandi sínu. Frú Svetlana er hýr og brosmild kona og stund ar náim í blaðamennsku við háskólann í Moskvu. Blaðamenn spurðu hana, hvort eiginmanni hennar féllu vel utanfarir hennar. Því svar aði hún játandi. Hefðu þau hjónin verið saman á kvik- myndahátíðinni í Cannes, á Rivíeraströndinni í Frakk- landi, og skemmt sér kon- unglega. Eiginmaður hennar gleddist ævinlega, þegar hún kæmi heim, því þá gæti hún sagt honum frá nýjungum í tækni heiminum, vestan tjalds. Cáfust ekki upp DALVÍK ,7. júní. — í dag birti heldur upp eftir þetta leiðinda- veður, sem hér hefur verið, en norðanáttin helzt enn og hitinn fer ekki upp fyrir 5 stig. Tólf menn úr norska skógræktarhópn um voru hér um helgina og ætl- uðu að planta á mánudag. En þá var veðrið það vont, að þeir ákváðu að bíða til þriðjudags. Enn versnaði veðrið. Það aftraðl Norðmönnunum samt ekkert og þeir gróðursettu 5.500 trjáplötur í slyddu og kulda á þriðjudaginn, innan skógræktargirðingarinnar við Botnsvatn. Dagsbrún mótmælir Á FUNDI sínum í gær mótmælti stjórn Dagsbrúnar setníngu — „bráðabirgðalaganna um bann gegn stöðvun eða hindrun milli- landaflugs íslenzkra íiugvéla* sem ofbeldisárás á verkalýðs- hreyfinguna. Segir stjórnin f ályktun sinni, að í stað þess að stuðla að eðlilegri lauisn verk- fallanna með sanngjörnum samn ingum við verkalýðsfélögin hafi stjórnin valið þann kostinn, að beita verkalýðshreyfinguna of- beldi og skorar á alla alþýðu að fordæma lagasetninguna. Sendiherra í Rúmeníu HINN 29. maí sl. afhenti dr. Krist inn Guðmundsson forseta forsæt- isráðs Rúmeníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands i Rúmeníu. Barnaskóla slitið SIGLUFIRÐI 7. júnl. — Þann 30, mai var , Barnaskólanum slitið. Þar námu í vetur 380 börn og luku 70 barnaprófi. Hlutu 9 ágæt iseinkunn, 41 fyrstu einkunn, Hæst varð Alda Möller með 9,70, en Jónas Ragnarsson og Val- gerður Benediktsson fengu 9,30. Við skólaslit var frk. Amfinnu Björnsdóttur þakkað gott starf I þágu skólans, en hún stendur nú á sjötugu og lætur af störfum. Færði skólinn henni vegiega gjöf að skilnaði. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.