Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 3
Fimm't'u'dagur 8. juní 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Fer í leikhús viö nítugasta mann * ÞEGAR maður heyrir Egil Vilhjálmsson, forstjóra, nefnd an, þá flýgur manni fyrst í hug bílar og bílaviðgerðir eða þá angandi matvaran í Egils- kjöri. Það vita hinsvegar færri’ að Egill er mikill áhugamaður um leiklist og það duldist I þeim leikfélagsmönnum held- ur ekki, þegar hann snaraðist inn í ÚtVegsbanka á dögunum og afhenti Brynjólfi Jóhanns- . syni 25 þús. kr. gjöf í hús- byggingasjóð leikfélagsins. — 1 Þetta mun heldur ekki í fyrsta sinn, sem Egill hefur stutt Leikfélag Reykjavíkur höfð- inglega. Þegar blaðamaður Mbl. rabbaði við Egil um leiklist, sagði Egill strax: „Ég er eng- inn spesjalisti, en ég hef verið velviljaður leiklist frá blautu barnsbeini." Manstu hvenær þú fórst fyrsta skipti í leikhús? Já, ætli það hafi ekki verið I á Bíldudal fyrir svona 50 árum, ég er uppalinn á Bíldu- dal. Það var alltaf mikill við- burður í þá daga, þegar fært var upp leikrit. Móðir mín lék stundum á Bíldudal og ég 1 held að hún hafi verið efni í leikara. Það hef ég hinsvegar aldrei verið. Lék einu sinni fyrir vestan, en það gekk nú upp og ofan, ég er alltof feim- inn til þess að leika. Ég man eftir einu skemmti- legu atviki, segir Egill og brosir, móðir mín var að leika og var að leita að manni á sviðinu. Hún kíkti út um aðrar dyrnar og sagði: Ekki fór hann hér út. Þá gall við barn í salnum, sem þekkti móður mína. Hann fór út um hinar dyrnar, Magga. Móðir mín hét Magnea Egilsdóttir. Hvernig leikrit falla þér bezt, Egill? Mér fellur bezt við leikrit, sem skilja eitthvað eftir, eins og maður segir, já, og svo vitaskuld létt og skemmtileg stykki, sem veita manni á- nægju og stundarhvíld. Sem dæmi um nýleg leikrit, sem mér fannst góð, vil ég nefna ,,Allir synir mínir“ og svo „Tíminn og við.“ En Ionesco? Biddu fyrir þér maður, ég hef aldrei séð aðra eins vit- leysu. Ég fékk nóg af Stólun- um og lét Nashyrningana því eiga sig. Ég er ekki mikill að- dáandi þessarra nýtízkulegu leikrita, eins og þú heyrir, það er með þau, eins og abstrakt- ið sem hefur fremur slæm á- hrif á mig. Það getur kánnski Egill Vilhjálmsson. — Iðnó í baksýn. vel verið að það sé margt gott í þessum hlutum, en það er, eins og að koma inn á abtrakt málverkasýningu og ætla sér að krítisera ofurlítið og þá er svarað: Þú hefur ekkert vit á þessu, þetta er okkur list, hún á að vera svona. Ég hef ekki mikla tru á að þesskonar list verði langlíf. Ef listin nær ekki jtil fólksins, þá deyr hún. Hvað telur þú helzt nauð- synjamál leiklistarinnar hér í höfuðstaðnum? Nýtt leikhús, alveg óháð hinu opinbera. Samkeppnin er nauðsynleg og til bóta í leiklistinni, eins og öðru. Nú hringir síminn og störf- in kalla á Egil, hann er rok- inn. Hið umfangsmikla fyrir- tæki hans gefur ekki tima til þess að rabba við blaðamenn. í gær fór Egill ásamt níu- tíu manns úr fyrirtæki sínu í Þjóðleikhúsið til þess að njóta hinnar léttu hljómlistar Strauss. Það er góð tilbreyt- ing frá vélaskröltinu. — Styrktar- og menningarsjóður fyrirtækisins, sem Egill stofn- aði fyrir allmörgum árum býður í þessa leikhúsför eins og undanfarin ár. Árbæjarsafn mikið sótt Sáttafundir Arbæjarsafn var opnað á þessu sumri á sunnudaginn var. Er það í fyrsta lagi, því að áður hefur safnið ekki verið opnað fyrr en 20. júní. Má heita að fólk hafi drifið að Árbæ á hverjum góðviðrisdegi í vor, þegar svo hefur staðið á, að safnverðir hafa verið staddir uppfrá við undir- búning sýninga í safnhúsunum eða vegna kirkjulegra athafna ium helgar. Stóð nú einnig þannig á fyrra sunnudag, að hjónavígsla fór fram í kirkjunni kl. 2, en fáni dreginn að hún að venju og aðal- hliðið opið. Þó að ekkert hefði verið auglýst um opnun safnsins og veðrið heldur svalt og sólar- laust, kom svo margt gesta, að ekki þótti tiltækilegt annað en að opna safnið. Með fyrstu sýningargestum á þessu sumri var Davið skáld Stefánsson frá Fagraskógi, sem er mikill áhugamaður um byggða safn Eyfirðinga og Matthíasar- safn á Akureyri. Lét hann í ljós ánægju yfir heimsókninni og lauk lofsorði á gömlu torfkirkj- una. Á útivistarsvæðinu í Árbæ eru nú þrjú hús til sýnis fyrir al- menning og hið fjórða, Dillons- hús, komst á grunn rétt f-yrir mánaðamót. Aðgangseyrir í einu lagi fyrir öll húsin er kl. 10 fyrir fullorðna og kr. 5 fyrir börn inn- an 16 ára aldurs, sem koma ein Cuðmundur fer í Landmannalaugar LANDMANNALAUGARNAR eru einn af fegurstu stöðum í óbyggð- um, enda hafa ferðamenn mjög lagt leið sína þangað undanfar- in ár. Um helgina ætlar Guð- mundur Jónasson að efna til fyrstu ferðar sinnar þangað inn eftir á þessu sumri, en í vor hefur hann farið helgar ferðir í Þórsmörk, á Snæfellsnes og víð- ar. Nú er fært alla leið að skála Ferðafélagsins. Lagt verður af 6tað frá BSR kl. 2 á laugardag og komið til baka á sunnudagskvöld. síns liðs, en ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Er að- göngumiðasalan í bæjarhúsum Árbæjar, en ekki selt sérstaklega að hverju húsi fyrir sig eins og í fyrra, er aðgangseyrir var kr. 5 að hvoru húsi, sem þá var til sýnis. I Árbæ og Smiðshús hafa bætzt góðir munir, svo sem gam- alt skatthol og fallegur hengi- lampi í Smiðshús, en dúnhreins- unartæki frá Engey og sýnishorn af teppasafni Láru og Vilhjálms Finsens f. sendiherra, í Árbæ. Þá er torfkirkjan frá Silfra- stöðum í fyrsta sinn opin al- menningi til sýnis, en hún er búin góðum kirkjugripum. Veitingatjaldi verður slegið upp á túninu, líkt og í fyrra, eins fljótt og kostur er, en þá varð Árbæjarkaffið vinsælt hjá | í haðkeri yfir Ermar- sund DOVER, Englandi, 7. júní. (Reuter) — Tveir ungir stúdentar frá Brighton hófu siglingu yfir Ermar- sund í dag á æði óvenju- legum farkosti — baðkeri, með utanborðsmótor! — Þriðji maðurinn, Pólverji, ætlaði að gera enn betur I og fara yfir sundið gang- andi — reyndar með gríð- armikil vatnaskíði á fót- um, og eins konar skíða- stafi til þess að ýta sér áfram með. Pólverjinn gafst þó fljót lega upp — en sagðist ætla að reyna aftur síðar, þegar betra væri í sjóinn. — Baðkersmennirnir héldu hins vegar ótrauðir áfram för sinni — og gerðu ráð fyrir að ná Frakklands- strönd innan sjö klukku- stunda. þeim sem höfðu dvöl á útivistar- svæðinu í góðviðri um helgar. Það skal tekið fram, að meðan safnið er opið fara engar kirkju- legar athafnir fram í torfkirkj- unni á sýningartíma, heldur fyr- ir hádegi. Daglegur sýningartími er frá kl. 2 til 6 e. h., um helgar einum tíma lengur eða til kl. 7, en lokað á mánudögum. Fundir á Akureyri AKUREYRI 7. júní. — í kvöld var haldinn fundur í félagi kaup- manna hér á Akureyri. Þar var samþykkt að ganga að sömu kjarasamningum og KEA hafði samið um við starfsfólk sitt. Hinsvegar var fundi í félagi at- vinnurekenda frestað um óákveð inn tíma og á þeim fundi varð ekkert samkomulag. — St. E. Sig. ísland í japönsku útvarpi SUMARIÐ 1959 kom hingað til lands japanskur eldfjallafræðing ur, Ryohei Morimoto. Hann ferð aðist hér nokkuð um landið, fór m.a. til Mývatns. Þótt hann væri sérlega óheppinn með veður og hreppti sífelldar rigningar, hreifst hann mjög af landi og þjóð. Eft- ir heimkomuna hefur hann skrif að greinar um fsland í japönsk blöð og í tilefni af 17. júní, næst komandi, verður 10 mínútna er- indi um ísland, sem hann hefur samið, flutt á ensku gegnum út- varpsstöðina Voice of Japan. Það mun verða flutt kl. 5:40 f.h. þann 18. júní eftir japönskum standardtíma, en það mun vera 6.40 e.h. þann 17. júní eftir Green wich tima (7:40 eftir ísl. sumar- tíma). Voice of Japan sendir á bylgjulengdum 9.675, 11,8 og 15.135 megacycle. Það munu ekki vera margir, sem breiða út þekk- ingu um ísland í hinum fjar- lægari Austurlöndum og á Mori- moto þakkir skilið fyrir framtak sitt. ÞEGAR blaðið fór í prentun um miðnættið stóð fundur Vinnu- málasambands SÍS, Dagsbrúnar og Hiífar enn. Frá Akureyri bár- ust þær fregnir, að þar stæði fundur atvinnurekenda og verka manna og skammt væri til sam- komulags. 4-----------------4 Heimsfrægur vísindamaður látinn KUESNACHT, Sviss, 7. júní. — (Reuter) — í gærkvöldi lézt hér að heimili sínu einn fræg- asti sálfræðingur nútímans, Carl Gustav Jung, 85 ára að aldri. Jung var einn af merk- ustu brautryðjendunum á sviði nútíma sálfræði — oftast nefnd- ur í sömu andrá og þeir Freud og Adler. Jung er frægastur fyrir kenn- ingar sínar um undirvitundina. Hann hélt því m. a. fram, að til væri sameiginleg djúpvitimd heildarinnar, ef svo mætti segja — eins konar sjóður, þar sem öll reynsla mannkynsins, frá upphafi vega, geymist og ein- staklingarnir gætu ausið af að meira eða minna leyti, a. m. k. við vissar aðstæður. Hefur t. d. verið reynt að skýra ýmis miðlafyrirbæri á grundvelli þess ara kenninga Jungs. Margir í skemmti- siglingu YFIR 100 manns fóru með stanga veiðibátnum Nóa í skemmti- siglingu um sundin á sjómanna- daginn. Sagði Hákon Daníelsson, eigandi bátsins að nokkrir hefðu farið tvær ferðir, enda þótt síð- degis hefði hvesst og sumir hefðu orðið holdvotir. Er ætlunin að halda þessum siglingum áfram á sunnudögum, en virka daga er báturinn leigður til stangaveiði. STAK8TEIIMAR Tekst Framsókn tilræðið Um fátt er nú meira rætt en tilræði Framsóknarmanna við efnahag landsins og tilraunir þeirra til að hleypa af stað nýrri verðbólguöldu. 2ja mánaða „samningarnir“ á Húsavík og 4ra mánaða „samningarnir“ á Akur- cyri eru svo augljós tilraun til að stofna til verðbólguþróunar, að SÍS-herrarnir standa ber- skjaldaðir uppi. Fögnuður komm únista er líka mikill yfir því að hafa öðlazt þennan dygga banda- mann í niðurrifsstarfsemi. Fuil- komin eining ríkir nú milli flokkanna um að hindra þær raunhæfu kjarabætur, sem laun- þegar eiga rétt á, en velta þess í stað yfir á þá byrðum nýrrar verðbólgu. Tvöföld Framsóknar- gengislækkun Ef svo fer, að Framsóknar- flokknum tekst í samvinnu við kommúnista að knýja fram nýja gengisfellingu, þá vita menn a. m. k. hvað hún á að heita. Sú gengisfelling hlýtur að verða kennd við Framsóknarflokkinn eða SÍS. Hitt er svo líka ljóst, að þeirri gengisfellingu mun önn ur fylgja. Gengi Framsóknar- flokksins, sem lýðræðislegs og ábyrgs stjórnmálaflokks verður varla upp á marga fiska, eftir að opinberuð er hin algjöra sam- vinna flokksins með kommúnist- um og fullkomin ófyrirleitni í þeim tilgangi annars vegar að velta skuldum Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga yfir á almenning, og hinsvegar að reyna að stofna til þess öngþveit- is, sem Framsóknarleiðtogarnir telja að nægja muni tU þess að taka verði þá í ríkisstjórn. En sízí af öllu munu lýðræðissinnar vilja fara þá leið að hafa sam- starf við þennan óábyrga flokk. Rétt er að Framsóknarmenn geri sér grein fyrir því í eitt skipti fyrir öll að bardagaaðferðir á borð við þær, sem þeir hafa beitt á undanförnu, hafa dæmt þá úr leik í íslenzkri stjórnmálabar- áttu. Hvers vegna lækka þeir ekki vöruverð? SÍS segist hafa efni á því að borga 12—14% hærri laun en þeir hafa hingað til gert. Fram að þessu hefur barlómur þeirra þó ekki verið minni en annarra i sambandi við álagningarreglur, og raunar hefur málgagn Fram- sóknarflokksins haldið því fram, að allur atvinnurekstur væri í kalda koli. En segjum svo að Sambandið græði öll þessi ósköp. Kynnu menn að halda að það gæti verið sannleikur vegna allra þeirra fríðinda, sem sam- tökin njóta. Ef svo er, virðist liggja nokkuð beint við að Sam- vinnufélögin ættu að lækka verð á vöru og þjónustu. Hingað til hafa þeir þótzt vilja keppa að því að sjá viðskiptamönnum fyrir sem beztum kjörum. Þeir þykjast auk þess vilja fara ver- stöðvunarleið, en ekki þá, sem þeir kalla kauphækkunarleiðina. Ættu því að vera hæg heima- tökin að lækka vöruverð og bæta þannig hag neytenda í stað þess að hækka kaup og hleypa af stað verðbólgu. En allt er á sömu bók- ina lært. Það, sem þeir vilja, er auðvitað verðbólgan til að velta skuldunum yfir á almenning, héðan í frá eins og hingað til. Um það blandast engum hugur lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.