Morgunblaðið - 08.06.1961, Page 5

Morgunblaðið - 08.06.1961, Page 5
Fimmtudagur 8. júní 1961 5 MORGUNBLAÐIÐ MENN 06 == mi£FN/= BLAÐIÐ átti fyrir skömmu tal af Mr. Donald Brande*-, sendikennara í ensku við Háskóla íslands. Mr. Brander er Skoti og hefur hann g-engizt fyrir tveimur hópferðum islendinga til Skot lands undanfarin sumur. f sum ar ráðgerði hann einnig slíka ferð, en ekki er útlit fyrir að af henni verði. Fyrir skömmu fékk hann svo þá hugmynd að skemmtilegt myndi vera að ferðast með íslendinga til sögu staða fornsagnanna í Skot- landi, en slík för yrði í fyrsta lagi að ári. Fyrir tveimur sumrum var haldið hér á landi námskeið fyrir íslenzka kennara, sem kenna ensku við gagnfraeða- skóla. The British Council gekkst fyrir námskeiði þessu og var Mr. Brander einn af Ieiðbeinendunum. 1 ráði er að halda annað slíkt námskeið í sumar og spurðum við Mr. Brander um tilhögun þess. — Þetta náfmskeið verður nokkuð frábrugðið hinu fyrra, sagði hann, það mun standa yf ir í fimm vikur, en hitt var að eins í tvær. Um helmingur námskeiðsins mun fara fram í Aberdeen í Skotlandi, eða tvær vikur. Síðan munu kenn ararnir halda heimleiðis með Gullfossi ásamt sérfræðingum þeim er verða til leiðbeining- ar. Yfirumsjón með námskeið- inu er í höndum Dr. Lee frá Lundúna háskóla, en hann hafði einnig umsjón með fyrra námskeiðinu. Er til Reykjavíkur kemur. mun námskeiðinu verða haldið áfram og kenna kennararnir þá börnaim, bæði sem hafa lært ensku eitt ár og alger- um byrjendum, til reynslu. Á meðan á dvölinni í Aber deen stendur fá þátttakendur tækifæri til að kynnast íbúum borgarinnar og ferðast um ná grenni hennar. Einnig eiga þeir kost á að vera viðstaddir íþróttamót, þar sem keppni fer fram í þjóðdönsum og ýmsum fornum þjóðaríþróttum Skota. Elizabeth drottning mun verða viðstödd mót þetta. — Hve margir kennarar hafa látið skrá sig til þátt- töku? — Þeir eru orðnir 13, en ég geri ekki ráð fyrir að nám- skeiðið verði haldið, ef þátttak endur komast ekki upp í tuttugu. — Fá þátttakendur nokkurn styrk? — Já, íslenzka menntamála ráðuneytið hefur heitið 20 þús. kr. styrk og einnig mun Xhe British Council veita hverjum þátttakanda 10 pund. — Hvert er markmið The British Council með þessum námskeiðum? — The British Council held ur slík námskeið fyrir ensku- kennara frá flestum þjóðum, og vill með þeim vinna að því að gera enskukennslu í öðrum löndum eins góða og frekast er unnt og stytta þann tíma, sein í hana fer eins og mögulegt er. ♦----------------------4 ' Konan kvartaði yfir því við mann sinn, að hann hrósaði ekki matnum, en hann svaraði: — Ef ég segði að mér þætti hann góður, myndurðu elda það sama aftur. Menn taka lífinu á tvennan hátt. Ýmist æskja þeir þess aS koma sem mestu i verk eSa sem minnstu. ■— F. w. Jarlsberg. Hversu stórfenglegt lífis getur veriS, •r óskiljanlegt. — Ronald Fangen. Mennirnir eySa tímanum I aS brjóta heilann um fortíSina, kvarta undan BútiSinni og skjálfa fyrir framtiSinni. — Rivarol. Vér fæSumst sem frumrit, en deyj- nm sem afrit. — Enskt, Húsbóndinn: hefurðu séð vest- ið mitt? Þjónninn: Þér eruð í því, herra minn. Húsbóndinn: Það er gott að þú sagðir mér frá því. Annars hefði ég farið út vestislaus. 4------------------------4 Jón kallaði á föður sinn og sagði honum að fréttirnar í út- varpinu væru að byrja. Faðirinn, sem var dálítið utan við sig lagði við eyrun, en tók ekki eftir því að Pétur, eldri sonur hans stóð bak við útvarpstækið og sagði: — Vegna hinnar miklu snjó- komu, sem búizt er við í nótt, verður frí í öllum skólum á morg un. Eg endurtek frí í öllum skól um á morgun. Gekk ég á götu glóey rann vota viður yfir. Glitruðu grátmeiðar glcðitárum svalra silfurdöggva. Gekk ég á götu, glapinn nátttöfrum, þá var ég dagheimum dulinn. Pá var ég útlegð ofurseldur, eigin æviskapa. Gekk ég á götu, gustur þaut í laufi. Umdu andsvalar ómunraddir. Djúpt mér í draumi dóu þrastaljóð, dóu svanaljóð. Gekk ég á götu. Jóhann Jónsson: Gekk ég á götu. Frú Kristjana Jóhannsdóttir, Smiðjustíg 11, Reykjavík, verð- ur 70 ára í dag. Hún dvelst á afmælisdaginn að heimili son- ar síns Suðurgötu 8, Sandgerði. Þann 10. þ.m. verða gefin sam an í hjónaband í Mount Calvary Lutheran Church, L.A. ungfrú Þórhildur Edda Karlsson( Kjart ans Karlssonar, málara, Rvík), Los Angeles og Jóhann Ó'afsson, (Sigurðssonar, Hafnarfirði) xenni smiður. Heimili ungu hjónanna verður á 3848 South Bronson Avenue, Los Angeles 8, Califorma Sextíu ára varð í gær 7. júní Jón Jónsson, bóndi Árbæ, Holt- um, Rangárvallasýslu. Eimskipafélag tslands h.f.: — Brúar- foss er á leið til Rvíkur. — Dettifoss er á leið til Rotterdam. — Fjallfoss er í Rvík. — Goðafoss er á leið til Hamborgar. — Gullfoss kom til Rvíkur kl. 06:00 í morgun. — Lagarfoss- fór frá Hull í gær til Grimsby. — Reykja foss fór frá Haugesund í gær til Berg- en. — Selfoss er á leið til N.Y. — Tröllafoss er í Rvík. — Tungufoss er á leið til Rostock. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Archangel. — Askja er í Menstad. Hafskip h.f.: — Laxá er á leið til Helsingfors. Loftleiðir h.f.: — Snorri Sturluson er væntanlegur frá N.Y. kl. 06:30. Fer til Luxemborgar kl. 08:00. Kemur til Rvíkur kl. 23:59. Fer til N.Y. kl. 01:30. — Þorfinnur Karlsefni er væntanlegt frá N.Y. kl. 09:00. Fer til Osló, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 10:30. — Leifur Eiríksson er væntanlegur frá Stafangri og Osló kl. 23:00. Fer til N.Y. kl. 00:30. ATIUGIÐ FAXABAR að borið saman 'ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Heitar pylsur, allt til mið- nættis. Gosdrykkir, tóbak, sælgæti. Faxabar Laugavegi 2. Lögfræðinemi óskar eftir atvinnu nú þeg- ar. Tilb. sendist Mbl. merkt „1989“ Matsveinn Vanur matsveinn og háseti óskast á síldveiðar við Norðurland. Uppl. í síma 37115. Óska að koma 12 ára dreng í sveit er van- ur einnig 10 ára telpu. — Uppl. í síma 32434. Tapast hefur Alpina-kvengullúr í Aðal- veri s.l. sunnud. Vinsamleg ast skilist á lögreglustöð- ina í Keflavík (gegn fund- arlaunum) 2—3 herb. íbúð óskast, sem allra fyrst fyrir litla fjölskyldu. Hreinleg og vönduð umgengni. Upplýsingar í sima 37320. Kveðjudansleikur FYRIR SKOZKA LIÐIÐ ST. MIRREN verður í LíJó í kvöld kl. 9. Spönsku skemmtikraftarnir ANGELO & CARMELILLA V A L U R . Kaupmannasamtök íslands halda almennan fund aðildarfélaga sinna í Tjarnarcafé 1 kvöld kl- 8,30. Fundarefni: Tillögur V.R. um breytingar á kjarasamningum. Kaupmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. <®U> "ES U.S. PAT.Qtt* LÖKK — FYLLIR SPARSL — SLÍPI- MASSI — DULUX- ÞYNNIR — VAXBÓN DUCO-ÞYNNIR — ÚTI HURÐALAKK DUCO-LÍM Það borgar sig að hafa bifreiðina vel málaða. Verzlun friðriks BERTELSEN Tiyggvag. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.