Morgunblaðið - 08.06.1961, Side 8

Morgunblaðið - 08.06.1961, Side 8
8 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmfu'dagur 8. Jönl 1961 Skólalúðrasveit ísafjarðar lék undir stjórn Vilbergs Vil- bergssonar. Merkilegt menningarstarf Tónlistarskófa ísfirðinga (ísafirði, 27. maí) TÓNLISTARSKÓLA ísafjarðar var slitið í dag í Alþýðuhúsinu að viðstöddum nemendum, kenn ururn og allmörgum gestum. H. 24. maí, hélt skólinn hina á.rlegu vortónleika sína. Kom þar fram fjöldi ungra og efnilegra nem- enda. Nokkrir léku einleik á pianó, þá söng flokkur barna und ir stjóm skólastjórans Ragnars H. Ragnar og Skólalúðrasveit ísa- fjarðar lék undir stjóm Vilbergs Vilbergssonar. Samkoma þessi var fjölsótt og hi'nu unga lista- fólki ákaft fagnað. ' 13. ÁRA STARF. í uppíhafi skólaslitaathafnarinn ar í dag flutti Ragnar H. Ragn- ar, skólastjóri, ávarp og greindi frá vetrarstarfi skólans. Skólinn I hefir starfað frá því í byrjun októ ber og er þetta 13. starfsár hans. Það háði nokkuð starfseminni í vetur, að ekki fengust nsegir kennarar til þess að kennslan gæti orðið fjölbreytilegri. 30 nem endur stunduðu nám í píanóleik. Kennarar þar voru: Ragnar H. Ragnar, Elísabet Kristjánsdóttir og Guðmundur Árnason. Barna- kór var æfður af Ragnari H. Ragnar og Skólalúðrasveitinni stjórnaði Vilberg Vilbergsson. í henni voru um 30 nemendur. VERÐLAUNAAFHENDING. Að loknu ávarpi skólastjórans lék lúðrasveitin nokkur lög. Því- næst lék Lára S. Rafnsdóttir ein- leik á píanó, þá söng barnakórinn og að því loknu lék Anna Áslaug Ragnarsdóttir einleik á píanó. Að Ragnar H. Ragnar skólastjóri Tónlistarskóla Isafjarðar með þremur börnum sínum er léku á skólatónleikunum. Heita þau Hjálmar Helgi, Anna Áslaug og Sigríður. lokum fóru fram verðlaunaaf- hendingar. Allmörg fyrirtæki í bænum höfðu, svo sem oft áður, gefið bækur og fleiri muni í verð laun. Þá voru í fyrsta skipti veitt verðlaun úr minningarsjóði Hall- dórs Halldórssonar, bankastjóra. Að endingu þakkaði skólastjór inn gestum komuna og sagði skól anum slitið. Svo sem fyrr greinir hefir skól- inn starfað í 13 ár og frá byrjun undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Starf skólans hefir átt sinn mikla þátt í því að auðga tónlistarlíf bæjarins. GK. X Tryggvagötu í gær: Krossviðsfarmur tekinn af kaupfélagsbifreið Löglausar athafnir verkfallsvarða Dagsbrúnar í GÆRDAG affermdu Dags- brúnarmenn flutningabifreið frá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík, sem þá um morg- uninn hafði tekið fullfermi af krossviðsplötum hjá verzl un Ludvig Storr & Co., Laugavegi 15. Sökum þrengsla í verzlun- inni sjálfri, eru ýmsar rúm- frekari vörutegundir að stað- aldri hafðar í nokkrum geymsl- um verzlunarinnar úti um bæ og oftast afgreiddar þaðan béint til viðskiptavinanna af af- greiðslumönnum í verzluninni, sem skreppa þeirra erinda, þeg- ar nauðsyn krefur. Þannig var það í gærmorgun, að af- greiðslumenn úr verzluninni fóru með ökumanni kaupfélags- ins í eina af geymslunum, vöruskemmu úti á flugvelli, og hlóðu þar á bifreiðina. Var því lokið um 11-leytið. Bifreiðinni snúið aftur Segir síðan ekki af ferðum kaupfélagsbifreiðarinnar, fyrr en hún laust eftir hádegið var komin á suðurleið. Á Öskju- hlíð var hún þá stöðvuð af verkfallsvörðum Dagsbrúnar, sem kröfðu ökumann sagna um farminn. Var bifreiðinhi síðan snúið við og haldið til Storr aftur. Skipti það engum togum, að verkfallsmenn handlönguðu krossviðinn — ekki mjög mjúk- hentir — inn í aðra geymslu fyrirtækisins, sem þeim háfði verið vísað á í Tryggvagötu. Algjör lögleysa í fyrstu ætluðu verkfalls- menn að láta afgreiðslumenn verzlunarinnar taka plöturnar af sjálfa, en þeir neituðu þvf og mótmæltu þessu atferli, sem verkfallsmenn sögðust fram- kvæma samkvæmt fyrirmælum yfirboðara sinna. — Þess er rétt að geta, að afgreiðslumenn verzlunar Storr, sem þarna voru að venjulegum störfum sínum, eru meðlimir í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur — og er afferming bifreiðarinnar því fullkomin lögleysa. Skömmu áður en ofangreint atvik bar við, höfðu verkfalls- verðir Dagsbrúnar stöðvað bif- reið frá Lpftleiðum, sem var að sækja matvæli í verzlun Slátur- félags Suðurlands í Hafnar- stræti, Tryggvagötumegin. Eftir að hafa leitað fyrirskipana hjá forráðamönnum félags síns létu verkfallsmenn ferðir bifreiðar- innar óáreittar. Stikker til Lissabon París, 6. jún — (Reuter). DIRK V. Stikker, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins fer í opinbera heimsókn til Lissa bon í Portúgal á fimmtudag og verður þar til á laugardag í boði portúgölsku ríkisstjórnar- innar. Þetta verður fyrsta heimsókn framkvæmdastjórans til banda- lagsríkis Nato en hann mun síðan halda áfram a næstunni að heim- sækja hvert bandalagsríkið af öðru. — Furtseva Framh af bls. 9. anna, en þau væru ríkiseign eini og allt annað, og ef gagnrýni kæmi fram yrði hún að vera á rökum reist. „í Sovétríkjunum er gagnrýnl talin merki um innri styrk skipu- lagsins, sagði hún. • Hvenær hverfur ríkið? Furtseva var spurð hvort sí8« ustu 40 ár hefðu skilað kommún- isma Sovétríkjanna áleiðis að þv| yfirlýsta marki að þurrka út ríkið. Hún sagði að vegna utan- aðkomandi áhrifa hefði verið nauðsynlegt að styrkja ríkið og varnir þess. Út á við„ væri ríkið því öflugra en nokkru sinni fyrr. En inn á við mætti sjá merki þess að máttur þess væri aS þverra, t. d. væru ýmiss konar samtók að taka við hlutverki sem ríkið hefði áður haft á hendi. Að lokum minntist Furtseva á landbúnað Sovétríkjanna Og var mjög bjartsýn á framtíðina. Sagð ist. hún búast við meiri upp- skeru í ár en orðið hefði áratug- um saman, og ætti veðurfarið sinn þátt í því. Áður en fréttamennirnir þökk- uðu fyrir sig og kvöddu, leit Furtseva kankvíslega á hópinn og sagði: „Jæja, er ég ekki búin að gera ykkur alla að kommún- istum? Það var víst ekki ætlun- in með heimsókn minni“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.