Morgunblaðið - 08.06.1961, Page 11

Morgunblaðið - 08.06.1961, Page 11
Fimmíudagur 8. júní 1961 MORGUNmr4B1D 11 Laun verzlunarinnar voru skert um 20-25% við efnahagsráðstafanirnar í fyrra Eftir Svein Snorrason framkvæmdastjóra AÐ UNDANFÖRNU hefur verið mikið ritað og rætt um kjaramál Jaunþega. í því sambandi hefur verið réttilega á það bent, að laun (þeirra hafi ekki hækkað þrátt fyrir hækkun verðlags vegna efnahagsaðgerðanna í fyrra, og ■kaupmáttur launanna farið minnkandi. Á móti kemur þó lækkun tekjuskatts og útsvara og fj ölskyldubætur. 1 Hins vegar má þó á það benda að launþegar hafa fengið að halda íþeim launum að krónutölu, sem Iþeir höfðu. Það var enda yfirlýst Btefna ríkisstjórnarinnar við setn ingú efnahagslaganna í fyrra, að enginn skyldi bera meira úr být- «m vegna aðgerðanna, en jafn framt að enginn skyldi heldur Ibera rninna úr býtum. f>ó er það *iú svo, að einn atvinnuvegurinn Ihefur borið mun minna úr býtum við efnáhagsaðgerðirnar en það er verzlunin, en laun hennar, verzlunarálagningm, var skert um 20—25% með efnahagsaðgerð unum og þeim nýju verðlags- ókvæðum, sem þeim fylgdu. Verzlunin hafði áður tekið á sig tvöfalda byrði. Þegar laun verzlunarinnar voru Bkert í fyrra þoldi verzlunin sannarlega enga skerðingu á kjör um sínum, enda hafði hún þá um alllangt árabil búið við ströng verðlagsákvæði og að ýmsu leyti mjög óraunhæf. Ennfremur hafði verzlunin vegna þegnskapar síns, samþykkt lækkun álagningarinn- ar fyrir beiðni fyrrverandi ríkis- stjórnar, ef það mætti hjálpa til þess að firra vandræðum í efna- hagsmálunum þá. Með þeim ráðstöfunum vildi verzlunin enn einu sinni sýna að hún var reiðubúin að taka á sig meiri byrðar en aðrir atvinnu- vegir og meiri en hún raunveru lega þoldi, enda treysti hún því eð ástand þetta væri til bráða- birgða. Við þá lækkun launa, sem launþegar þá samþykktu minnk- eði kaupgeta almennings að sjálf- sögðu sem þeirri lækkun nam og þar með vöruveltan og þar af leiðandi laun verzlunarinnar að sama skapi, þannig má segja að með því að lækka álagninguna einnig þá hafi verzlunin tekið á sig tvöfalda byrði á við aðra. Veltan hefur vertff óhreytt vegna óbreyttrar kaupgetu. ' Uaun verzl-unarinnar, álagning- in, voru orðin óraunhæf þegar tfyrir efnahagsaðgerðirnar í fyrra, þannig að verzlunin þoldi þá í sjálfu sér enga skerðingu á kjör- um sínum. Ef ríkisstjórnin vildi vera þeirri stefnu sinni trú, að ellir skyldu bera jafnt úr býtum eftir sem áður, hefðu laun verzl- unarinnar átt að vera óbreytt, eins og annara. Vegna óbreytts Ikaupgjalds og þar af leiðandi óbreyttrar kaupgetu gat ekki ver ið um neina veltusukningu í hrónutali að tæða, og þar af leið- endi átti álagningin að vera ó- breytt til þess að verzlunin héldi óbreyttum sínum launum eins og aðrir. Við efnahagsaðgerðirnar hækk- »ði verzlunarkostnaðurinn að sjálfsögðu mjög mikið, svo að verðgildi launa verzlunarinnar minnkaði þess vegna á sama hátt ®g laun launþeganna. Eitt er það enn, sem hér kemur til og skert hefur laun verzlunarinnar til mik illa muna, en dregið úr útgjöld- um almennings að sama skapi. Það eru opinberir styrkir í einni mynd eða annari. Ýmis nauðsynjavarningur er niðurgreiddur af opinberu fé og uppbætur á ýmiskonar fram- leiðslu. Á þessu ári munu greiðsl- ur þessar nema um 300 milljón- um króna. Megin hluti þeirra vörutegunda og afurða sem hér um ræðir fer um verzlunina. Raunverulegt verðmæti þessara afurða og vöru er það verð, sem almenningur greiðir fyrir þær að viðbættum niðurgreiðslum éða uppbótum hverrar vörutegundar, og ættu laun verzJunarinnar því að vera við það miðuð, en því er alls ekki til að heilsa. Ekkert tillit er tekið til þess við ákvörð- un launa verzlunarinnar og þýðir þetta beinlínis skerðingu á laun- um hennar til hagsbóta fyrir þá, sem niðurgreiðslanna njóta að lokum. Skerffing launa verzlunarinnar órökstudd og óraunhæf. Röksemdir stjórnvalda fyrir álagningarskerðingunni voru fyrst og fremst þær, að verðlag myndi fara hækkandi vegna efna hagsgerðanna og leiddi það þá til aukinnar veltu í krónutali og þar af leiðandi kæmu fleiri krónur í sölulaun til verzlunarinnar fyrir þann varning er hún seldi með hærra verði, en það væri ein- mitt sami krónufjöldi, sem verzl- unin ætti að bera úr býtum eftir sem áður, þess vegna væri nauð synlegt að skerða álagninguna til samræmis við hækkun vöruverðs. — Þessar forsendur eru vita- skuld alrangar. I fyrsta lagi var til þess ætlazt að launin væru óbreytt og veltan er háð þeim, þannig að um veltuaukningu gat ekki verið að ræða, í bezta máta gat veltan staðið í stað. Þar að auki kom svo það til, að vegna hækkandi verðlags þurfti neyt- andinn að eyða fleiri krónum af launum sínum til kaupa á nauð- synjavarningi, en laun verzlun- arinnar fyrir sölu hans eru mun minni en þess varnings sem ekki telzt til nauðsynja, og má segja að launin fyrir sölu allra al- gengustu neyzluvöru, hvort heid- ur er til fæðis, klæðis eða skæðis, séu mun minni en kostnað- urinn við að selja varning þenn- an. Þessi laun voru fyrir við- reisnaraðgerðirnar mun minni en tilkostnaðurinn. Var þetta gert í þeim tilgangi að halda niðri fram færslukostnaði og vísitölu fram- færslukostnaðarins. Fékk verzlun in hér engu um ráðið. Hins veg- ar var til þess ætlazt, að verzl- upnin gæti fengið nokkra uppbót á þessum mismun með hærri sölu launum á öðrum vörutegundum, sem ekki teldust til brýnna nauð- synja. Nú var hins vegar ekki látið við það sitja að lækka sölu- laupin á nauðsynjavarningi (sem þó var allskostar óraunhæft að lækka nokkuð) heldur var álagn ingin einnig skert á öllum öðrum vörutegundum, sem ætlað hafði verið að bera verzlunarkostnað- inn, svo að segja má að sölulaun in fyrir þann varning út aí fyrir sig hrökkvi ekki fyrir tilkostnað- inum, meðan allar þær vöruteg- undir sem til nauðsynja teljast eru seldar með álagningu langt undir verzlunarkostnaðinum. Verzlunarkostnaffuriren 20% af söluverffi vörunnar. Það mun almennt viðurkennt, að verzlunarkostnaðurinn er hér lendis um það bil 20% aí útsölu- Sveinn Snorrason verði vörunnar. M. ö. o. sölulaun in þurfa að vera 20% af útsölu- verðinu til þess að unnt sé að selja vöruna án taps. Mörgum kann í fljótu bragði að finnast það mikið og líta á söluna sem þá áthöfn eingöngu, að rétta söluhlutinn frá einni hendi til annarar. En málið er því miður ekki svo einfalt. Stöðugt eru gerð ar meiri kröfur til verzlunarinn ar um meiri þjónustu og hraðari þjónustu, fjölbreyttara vöruval, stærri búðir og dýrari og betri tækja til geymslu og sölu vör- unnar. Stofnkostnaður verzlunar- fyrirtækja er því mikill og reksturskostnaðurinn sömuleiðis. Skulu hér nefndir nokkrir þeir kostnaðarliðir, sem verzlunin verður að bera af sölulaunum sínum. í fyrsta lagi eru laun starfsmanna þar með er orlof eða orlofsfé, lífeyrissjóðsiðgjald, og skyldutryggingar en þessir liðir munu vera um það bil %— % af tekjum verzlunarinnar Húsaleiga, ljós, hiti, ræsting, sem einnig tekur drjúgan skerf af tekjunum. Starfsfólkið þarf sloppa við störf sín. Þá verður að greiða af tekjum verzlunarinnar og sömuleiðis hreinsun þeirra. Umbúðakostnaður er og gífurlega mikill, og miklu meiri en menn almennt gera sér nokkra grein fyrir. Stafar það bæði af því, að meiri kröfur eru gerðar til um- búða nú en áður, og eins af hinu að verð þeirra hefur hækkað mjög mikið, t. d. um 70% etftir viðreisnaraðgerðirnar. Þá er að geta vaxta, en vaxtagjöld verzl- unar eru feiknlega mikil, og sömu leiðis afskriftir af áhöldum, sem stöðugt eru að verða dýrari og dýrari. Þá er aldrei hægt að kom- ast hjá rýrnun vörubbirgða. Kröf ur neytenda um sífellt meiri þjón ustu krefst m. a. þess, að mikill hluti söluvarnings verzlunarinn- ar sé sendur heim til neytandans. Þetta er að vísu ekki nema sjálf- sögð krafa og sjálfsögð þjónuséa, en hún kostar það, að verzlunin verður að hafa til umráða bif- reið, og reksturskostnaður hennar er einnig allmikill. Hverri verzl un þarf og að fylgja sími. Aug- lýsingar eru sömuleiðis nauðsyn- legar hverri verzlun. Gerðar eru kröfur til verzlunarinnar um bók- hald, það er enda nauðsynlegt, en sú vinna kostar líka peninga. Verzlunin verður líka að greiða sína skatta og sín tryggingarið- gjöld, vátryggingar og félagsgjöld ekki síður en aðrir og útsvar alveg án tillits til þess, hvort verzlunin er rekin með tapi eða hagnaði. Allt þetta verður verzl- unin að greiða af sölulaunum sín um, og þá fyrst, er þetta er greitt getur verið um hagnað að ræða. Auk þessa beina kostnaðar við verzlunina hefur verið lögð á hana sú kvöð í æ ríkari mæli, að inna af hendi alls konar þjónustu fyrir opinbera aðila endurgjalds laust en með mikilli fyrirhöfn, ábyrgð' og tilkostnaði þannig er verzluninni falið að innheimta þinggjöld starfsmanna sinna, út- svör þeirra, sjúkrasamlagsgjöld o. fl. og ber jafnframt ábyrgð á greiðslu þeirra. Enn frémur með- lagsgjöld ef því er að skipta og fé lagsgjöld. Við tilkomu söluskatts ins í fyrra var verzluninni falin innheimta og ábyrgð söluskatts ins. Kostnaðinn við alla þessa innheimtu verður verzlunin að tæra sjálf. Það skyldi því engan undra, að liðir þessir nema nokk uð hárri fjárhæð, þegar þeir eru allir komnir saman. Verzlunarkostnaffurinn hækkaffi stórlega viff viffreisnina. Hér að framan hefur verið getið nokkurra kostnaðarliða verzlunarinnar. Við efnahagsað- gerðirnar í fyrra stórhækkuðu margir þessara kostnaðarliða svo sem umbúðakostnaður, sem áður hefur verið nefndur, auglýsinga kostnaður, hiti, rafmagn og sími eins og allir vita, tryggingar- gjöld, reksturskostnaður bifreiða, sloppar, ræstingakostnaður o. s. frv. Nú kann kannske einhver að segja, að þetta sé ekki meira en aðrir verði að þola, en það er bara ekki rétt, því að aðrir urðu að vísu að þola þetta líka en sá er bara reginmunurinn á, að þeir fengu að halda óskertum launa- tekjum sínum, en það fékk verzl- unin ekki. Laun hennar voru skor in niður um 20—25%. Enda má segja að verulegur hluti verzlun arinnar hafi á s. 1. ári verið rek- inn með tapi. Það segir sig auð- vitað sjálft, að við svo búið má ekki lengur standa. Það var bæði óraunhæft og ómaklegt að skerða laun verzlunarinnar í fyrra, og leiðrétting á því ranglæti þolir enga bið. Núgildandi verðlagsá- kvæði eru ekki neinn starfsgrund- völlur fyrir verzlunina og geta ekki leitt til annars en þess, að þjónusta verzlunarinnar fari minnkandi, vöruval minnki og skortur verði jafnvel á sumum vörutegundum, en skortur þeirra hefur þveröfug áhrif við það, sem verðlagsákvæðum er ætlað að hafa: Erfiðara verður fyrir neyt- endurnar að afla vörunnar og kostnaðurinn við það verður margfalt meiri en raunhæf álagn ing þyrfti að vera. Álagningin er óraunhæf. Eins og áður segir þarf álagn- ingin að vera 20% af útsöluverði til þess að nægileg sé fyrir verzl- unarkostnaðinum. En hver er þá raunin á núna. Við skulum líta í matvöruverzlun og sjá hver álagn ingin er þar. Á smjörlJki er 7.69% álagning af útsöluverði, vantar 12.31% til bess að nægja fyrir meðalkostnaði verzlunar. Skylt smjörlíkinu er smjörið með 9,09% álagningu, vantar 10.91% Kaffi 13.05%. Tóbak 13.39%, grjón 17.35%, en 18.04% fyrir sápur. Hins vegar getur kaupmað urinn selt sinnep og sultutau fyr- ir sölulaun, sem hrökkva fyrir greiðslu verzlunarkostnaðarins. í matvöruverzlunum eru einmitt þessir vöruflokkar, sem eru með álagningu undir verzlunarkostnað inum, meginhluti veltunnar í þeim búðum, eða um það bil 70% af heildarveltu þeirra. Til fróð- leiks má geta þess, að samvinnu verzlanir í Svíþjóð, er með sams konar vörutegundir verzla hafa álagningu, sem er um 75% hærri en álagningin hjá okkur. Hér voru nefndar matvöruverzl anir, en það er síður en svo, að þær séu nokkurt einsdæmi. Það er liægt að taka sams konar dæmi úr öllum sérgreinum verzlunar- innar. Alls staðar hatfa laun henn- ar verið skert og sums staðar jafn vel meira en við á um matvöru- verzlanirnar. Skókaupmaðurinn selur sjómanninum sjóstígvél og fær fyrir það 13.05% af útsölu- verðinu. M. ö. o. hann fær ekki greidda % hluta kostnaðarins. Hins vegar fær kaupandinn i þessu tilfelli í skattfríðindum margtfalt það, sem skókaupmaður inn fær upp í kostnað sinn. Óþarft er að gera hér lengri talningu, því að allt ber hér að sama brunni. Laun verzlunarinn- ar voru of lág fyrir viðreisnarað gerðirnar. Við efnahagsaðgerðirn- ar voru þau laun skert án þess nokkur rök mæltu með því. Æskilegast fyrir verzlunina aff kaup almennings væri sem hæst. Auðvitað væri það langæski- legast fyrir verzlunina, að laun almennings væru sem allra hæst og afkoman sem bezt. Við það myndi kaupgetan vaxa og þar með batna hagur verzlunarinnar. Þess vegna hlýtur verzlunin líka að vera því fylgjandi, að laun- þegar fái bætt kjör sín að svo miklu leyti, sem slíkt er mögu- legt. Ef verðmæti þjóðarfram- leiðslunnar er meira en kostnað- urinn við hana á almenningur vissulega rétt til þess að fá hærri laun. Launþegar eiga rétt til eins hárra launa og atvinnuvegirnir geta risið undir að greiða. Tré- smiðurinn á fullan rétt til þess að fá greiddan kostnaðinn, sem hann hefur af því að vinna verk fyrir mig og auk þess laun fyrir starf sitt. Bílaviðgerðarmaður- inn hefur á sama hátt fullan rétt til þess að fá greiddan kostnað sinn við að gera við bílinn, svo sem kostnað við verkstæðið, vél- ar, rafmagn o. s. frv. auk launa sinna. Bóndinn hefur rétt til launa fyrir rekstur bús síns. All- ir hafa þessir aðilar að vísu orð- ið að sætta »ig við bindingu launa sinna frá því efnahagsað- gerðirnar komu til framkvæmda í fyrravetur, en enginn þeirra hefur orðið að þola beina skerð- ingu launa sinna. Verzlunin er einasti atvinnuvegurinn. sem þá varð að þola skerðingu á launum sínum, sem þó voru óraunhæf fyrir. Burtséð frá öllum krötfum launþega nú, og þeirri hækkun, sem kauphækkanir óhjákvæmi- lega hefðu á verzlunarkostnað- inn, á verzlunin skýlausa krötfu til þess, að henni verði skilað atft- ur því, sem ranglega var af henni tekið með álagningarskerðing- unni í fyrra. Haustlegt á Húsavík í gær ÞAÐ er frekar haustlegt en sum- arlegt hér um austanvert Norð- urland í dag, sagði fréttaritari Mbl. á Húsavík, í símtali í gær- kvöldi. Hann sagði: „Hér hefur verið slydduhríð öðru hvoru í dag. Ekki hefur þó gránað í rót hér niðri við sjó, en hvítt er að sjá til fjalla. í kvöld er hitastigið um frostmark og norðan strekk- ingur. Veðurstofan spáir ó- breyttu veðri hér um slóðir næsta sólarhring", sagði S. P. B. að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.