Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 13
Fimmtu'dagur 8. júní 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Sjötugur í dag: Gísli Benjamínsson Hofsósi „Horfðu reiður u.m öxi“ — í för út um land f DAG á sjötugsafmæli merkur Skagfirðingur, þ.e. Gísli Benja- mínsson, verzlunarmaður hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsósi. Þykir mér vil hlýða að minnast hans með nökkrum orð um ó þessu merkisafmæli hans. Gísli er fæddur á Ingveldar- Btöðum í Hjaltadal í Hólahreppi 8. júní 1891. Foreldrar hans voru Benjamín Friðfinnsson bóndi og Elín Guðmundsdóttir, búandi hjón á Ingveldarstöðum. Friðfinnur afi Gísla var á sínum tíma bóndi á Fjalli í Kolbeins- dal í Hólahreppi. Hann var Frið- finnsson bónda í Stóragerði í Skriðuhreppi í Eyjafjarðarsýslu, Loptssonar, síðast bónda á Grund í Eyjafirði, Guðmundssonar, Loptssonar. Er karlleggur föður- ættar Gísla Benjamínssonar ekki lengra rakin fram í „Ættum Skag firðinga“. Kona Friðfinns bónda á Fjalli •— amma Gísla Benjamínssonar —■ var Una Benjamínsdóttir frá Kelduvík á Skaga, Benjamín faðir hennar var sonur Sigurðar eldra (Keflavíkur-Sigurðar) Sig- urðss#nar bónda í Keflavík í Hegranesi Hallgrímssonar bónda og skálds á Steini á Reykjaströnd Halldórssonar annálsritara á Seylu Þorbergssonar sýslumanns í Þingeyjarsýslu Hrólfssonar sterka, lögréttumanns á Álfgeirs völlum Bjarnasonar. — Læt ég þessa getið í því skyni að benda á að Gísli Benjamínsson er einn af mörgum Skagfirðingum, sem á kyn sitt að rekja til Hrólfs Sterka. Gísli Benjamlnsson mun hafa alist upp í átthögum sínum í Hjaltadal. Hann naut góðrar menntunar á unga aldri og lauk gagnfræðaprófi í Akureyrarskóla vorið 1914. Árið 1921 fluttist hann í Hofsós og rak þar verzlun til ársins 1924. Á næsta ári (1925) tók hann að gegna störfum hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsósi. Starfaði hann hjá Kaupfélaginu á veturna en á sumrum vann hann ýmsa aðra vinnu. Sumarið 1928 byrjaði hann að gegna störfum hjá kjöt- búð Siglufjarðar og vann hann þar á sumrum en heima í Hofs- ósi á vetrum. Á órinu 1938 réðist hann fast ur starfsmaður hjá kaupfélaginu í Hofsósi og hefir hann starfað þar æ síðan. Gísli Benjamínsson er kvænt- ur skagfirzkri konu, Önnu Páls- dóttur, ættaðri af Höfðaströnd. Hefir þeim orðið þriggja barna auðið, sem nú eru á lífi, eins sonar og tveggja dætra. Ennfrem ur hafa þau alið upp eitt fóstur barn. Kynni mín, sem þetta ritar, aí Gísla Benjamínssyni munu hafa byrjað eftir 1938 er hann hafði gerzt fastur starfsmaður hjá kaupfélaginu í Hofsósi. Sam- fundir okkar voru bæði stuttir og stopulir því langt var á milli heimila Okkar og ég fremur sjald gæfur gestur í Hofsósi en jafn an önnum kafinn á meðan ég hafði þar viðdvöl. En miðað við þessar aðstæður tel ég mig þó hafa kynnst Gísla fremur vel — og að góðu einu. Hann er fríður maður ásýnd- um og prúðmenni í allri fram- göngu. Hann er þrekmaður, þétt ur á velli og þéttur í lund og eljumaður að hvaða verki sem hann gengur. Glaðvær er hann og skemmtinn í góðra vina hópi; tryggur og vinfastur þeim, sem hann á annað borð bindur vin- áttu við. í dag dvelur hugur minn hjá honum norður í Hofs- ósi. Lýk ég þessari afmælis- kveðju minni með þakklátum huga fyrir alla okkar viðkynn- ingu og með kærri kveðju til hans og fjölskyldu hans, sem ég óska allra heilla og blessunar. Sigurður Sigurðsson. frá Vigur. Doktor frá Edin- borgarháskóla FYRIR skömmu varði Páll S. Ár- dal doktorsritgerð við heimspeki- deild Edinborgarháskóla og fjall- agi hún um Sir David Hume, einn frægasta heimspeking Skota. Páll hefur nokkur undanfarin ár verið lektor í heimspeki við há- skólann í Edinborg. Hann er Akureyringur, sonur Steinþórs Árdal Pálssonar og Hallfríðar Hannesdóttur. Hann er kvæntur Hörpu Ásgrímsdóttur frá Akur- eyri. Á FÖSTUDAGINN kemur sendir Þjóðleikhúsið leikflokk út á land og verður fyrsta sýningin í Borg- arnesi þann dag, Logalandi í Reykholtsdal á laugardag og Breiðabliki á Snæfellsnesi á sunnudag. Leikritið, sem Þjóð- leikhúsið sendir í leikferð, að þessu sinni er „Horfðu reiður um öxl“ eftir John Osborne. Fá leik- rit hafa vakið jafn mikla athygli á leiksviði Þjóðleikhússins hin síðari ár og urðu sýningar um 30 á sama leikárinu og alltaf við góða aðsókn. Leikur- inn var sýndur hér veturinn 1958—1959 og voru aðalhlutverk- in leikin af Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld, en þau fara einnig með sömu hlutverkin að þessu sinni. Auk þeirra leika Baldvin Halldórsson, Bryndís Pétursdóttir og Klemenz Jóns- son í leiknum. Leikstjóri er Baldvin Halldórs- son, en hann hlaut mjög góða dóma fyrir sviðsetningu sína á þessu leikriti og er af mörgum talið hans bezta verk hvað leik- stjóm snertir. Horfðu reiður um öxl er fyrsta leikritið, sem John Osborne skrif- Framh. á bls. 19 ENN STÆKKAR VIKAlll ÁN ÞESS AÐ HÆKKA VIKAI 44 SÍÐIJR - 44 SÍÐUR - 44 SÍÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.