Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 18
Urvalsliðið gersigraði Skotana 7-1 INIáði tökum á leiknum í upphafi og sýndi frábæran leik GÖTT getur batnað — jafn- vel í knattspyrnunni hjá okk ur. Eftir ágætan leik KR við Skotana mátti af gamalli venju búast við lélegri leik úrvalsins. En það fór á ann- an veg. Úrvalsliðið náði á fyrstu 8 mínútunum að skora tvö mörk og eftir það réði liðið gangi leiksins. — Skotarnir höfðu verið dust- aðir til þannig að þeir fengu ekki byggt upp, fengu aldrei skapað sér tækifæri og náðu aldrei þeim samleik, sem þeir hafa náð. Það reyndist þessum atvinnumönnum jafn erfitt að ná upp sínu bezta með tvö mörk á bakinu, eins og það er oft erfitt fyr- ir okkar lið, sem fá á sig mörk í upphafi leiks. Skotarnir náðu upphlaupi á fyrstu mínútu en skutu framhjá. Síðan taka „úrvalsmennirnir“ við. Guðjón á. skot yfir eftir fallegt upphlaup. Og þá taka mörkin að koma. 7 G a r ð a r og Sveinn '••J byggja upp á miðjunni. Sveinn sendir yfir Clunie mið- vörð og Þórólfur er fljótari á kapphlaupinu að marki og skor- ar fallegt mark með föstu jarð- arskoti af 14 m færi. Þá- voru 7 mín. af leik. Mínútu síðar. Þórólfur 0g Gunnar leika saman inn í vítateig Skotanna með send ingu frá Ellert. Gunnar kemst í betra færi og skorar glæsilega af stuttu færi upp í hornið. 3mr\ Mínútu fyrir hlé leikur • Ellert fram og sendir Guðjóni út á kantinn. Guðjón gefur fyrir markið. Þórólfur legg ur knöttinn af brjósti fyrir sig og skorar síðan með snöggu vippi. 4,/v Á 13. mín. síðari hálf- •\J leiks leikur Þórólfur að markinu inn í teig Skotanna. Þar er maður til varnar og Þórólfur gefur Gunnari Felixsyni sem leikur til hliðar og skorar síðan fallegt mark með jörðu í fjarlæg- ara hornið. Þórólfur Beck — Ógnvaldur vamarinnar 5%r\ 7 mín. síðar er auka- • v spyrna á Skota við enda mörk. Guðjón sendir fyrir mark ið. Ingvar kemur að og á skot af 6—7 m færi upp í þaknetið. Óverjandi markskot. 6n Á 24. mín. hálfleikssins ••J er leikið upp vinstri kant. Guðjón fram til Þórólfs sem kominn var út á vænginn honum til hjálpar. Þórólfur send- ir fram í eyðu og Ellert fær kom- izt að knettinum og sendir fram- hjá úthlaupandi markverði Skota. 7mr\ Guðjón er með knött- •\J inn út á kanti. Sendir inn á til Ellerts sem gefur til Þórólfs sem leikur inn í teiginn. Þar er Gunnar í betra færi og fær knöttinn og skorar örugglega af 8—9 m færi. • "7.1 Það var rúm mínúta til • * ■ leiksloka. — Skotarnir sóttu og knötturinn barst að marki úrvalsins. Þar voru nógir til varnar en eitthvað sofandi á verðinum. Tirney miðherji komst að knettinum og sendi lausa og þvælingskennda spyrnu að marki — og í netið án þess Helgi ætti kost á að verja þar sem hann stóð. í tölum leit leikurinn þannig út:_______________________ Gunnar Felixson — 3 falleg mörk SV-land Skotar Mörk 3 + 4 = 7 0 + 1 = 1 Skot á mark 3 + 3 = 6 1 + 1 = 2 Skot framhjá 2 + 2 = 4 5 + 6 = 11 Horn 3 + 1 = 4 3+0 = 3 Oft var svo barizt við bæði mörkin. Helgi og Brown gripu nokkrum sinnum inn í leikinn með því að hlaupa á fyrirsend- ingar frá köntunum og varnir beggja liða hreinsuðu oft og stöðvuðu upphlaup mótherjanna. Eitt mjög gott færi óttu Skot- ar og það var eiginlega Helgi Daníelsson sem skapaði það. Með röngu úthlaupi missti hann knött inn yfir sig og hann stefndi í tómt markið. En Árni kom á hraða sem nálgaðist hraða hljóðs ins og fékk bjargað á línunni. • Gott úrvalslið ísl. liðið hafði í þessum leik Allt bezta sundfdlkið á meistaramdtinu í kvöld SUNDMEISTARAMÓT ís- lands hefst í Sundhöllinni í kvöld kl. 8.30. Skráðir þátt- takendur í mótinu eru nær 50 talsins frá 8 félögum og héraðssamböndum. — Allt okkar bezta sundfólk er nú með í mótinu og einnig koma nýir kraftar, sem vænta má mikils af. Er það sund- fólk m. a. frá Vestfjörðum og Akranesi og má ætla að það gefi mótinu sinn svip, auk hinna gamalkunnu stjarna. yfirburði lengst af. Það náði al- gerum tökum á miðjunni og hverju upphlaupinu af öðru var hrundið af stað. Liðið gaf Skot- unum aldrei færi á góðum undir- búningi, heldur sýndi þeim ákveðni og ágengni. Liðsmenn náðu og einkar vel saman og flest af því sem stefnt var að tókst mjög vel. Vörnin var Og þétt fyrir, en bakverðirnir áttu þó lengstum rólegan dag. Rúnar vann algeran sigur yfir Kerrigan miðherja. Vann Rúnar hvert einasta skalla- návígi og hafði alltaf full tök á þessum hættulegasta manni skot- anna. Og þegar Kerrigan var þannig „einangraður" var fram- iína Skotanna einskis megnug. Skot þeirra framhjá marki voru flest 1—4 marklengdir frá markinu. Sem sagt alveg hættu- laus utan tveggja úr þvögu á stuttu færi. Tilraunin með Helga sem bak- vörð tókst vel að svo miklu leyti sem hún verður mæld eftir þess- um leik. Framverðirnir voru góðir, einkum Sveinn. Garðar er enn of ónákvæmur með send- ingar. • Þórólfur og Gunnar ágætir í framlínunni voru Þórólfur og lýkur því annað kvöld. — í kvöld verður keppt í 11 grein- um, þar af 8 einstaklingsgrein- um og 3 boðsundum. Greinarn- ar eru þessar. 100 m skriðsund karla. Þar eru keppendur 5 og meðal þeirra Guðmundur Gíslason, methafinn, Guðm. Sigurðsson, Keflavík, og hinn ungi ÍR-ing- ur Þorsteinn Ingólfsson. 100 m bringusund karla. Þar eru keppendur 8 talsins og meðal þeirra allir þeir sem gert hafa þessa grein að sentimetra eða sekúndubrotastríði. Eru það þeir Einar Kristinsson, Á, Hörður Finnsson, ÍR, Árni Þ. Kristjánsson, Hafnarfirði, og Akurnesingarnir Sigurður Sig- Gunnar Felixson langbeztu menn. Þórólfur sigraði oftast nær hinn slungna Clunie mið- vörð og skapaði ringulreið í vörn Skotanna. Gunnar er ekki síðri innherji en útherji og samvinna þeirra með ágætum. Einnig er yfirferð Gunnars og hraði lofs- verður. Ellert var síztur liðs- manna. Oftast of seinn og virð- ist ekki hafa fundið neistann fró í fyrra. Útherjarnir sluppu vel frá leiknum. En þó skortir þá báða staðsetningar út við línu og hæfileikann til góðra þver- sendinga í hröðum upphlaupum. En þeir börðust og börðust oft vel. • Lið Skota Skotarnir voru kveðnir í kút- inn og það svo að þeir voru vart svipur hjá sjón við fyrri leiki. Virtust þreyttir og leik- leiðir. Vörnin var mun slapp- ari en áður. Framverðirnir réðu ekki við góða samvinnu inn- herja og framvarða íslenzka liðsins og framverðimir kom- ust sjaldan gegnum íslenzku vörnina til að skapa verulega hættu. Dómari var Haukur Óskars- son og dæmdi ágætlega. A. St. urðsson og Guðmundur Samú- elsson. I 100 m bringusundi drengja keppa fjórir. Meðal þeirra eru tvær stjörnur, Guðm. Þ. Harð- arson, Æ, og nýr og óþekktur piltur, Jóhannes Jensson frá ísafirði. Hann er mjög efnileg- ur segja forráðamenn mótsins. I 50 m bringusundi telpna eru 10 þátttakendur, m. a. Sigrún Jóhannsdóttir, Akranesi, og Margrét Óskarsdóttir, ísafirði. 1 200 m baksundi karla eru keppendur aðeins tveir. Guðm. Gíslason, methafinn, og Guðm. Samúelsson, Akranesi. f 100 m baksundi kvenna eru þrír keppendur — Ágústa Þor- steinsdóttir, Á, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR, og Sigrún frá Akranesi. f 100 m bringusundi drengja eru keppendur 3. Hinn bráð- efnilegi Ólafur B. Ólafsson, Á, og Benedikt Valtýsson, Akra- nesi, eru meðal þeirra. 1 200 m bringusundi kvenna keppa systurnar Hrafnhildur og Kolbrún Guðmundsdætur. Þá eru þrjú boðsund. — Drengir keppa í 3x50 m þrí- sundi og konur í 3x50 m þrí- sundi einnig. Loks er auka- grein, 4x100 m fjórsund karla. Þar gerir sveit ÍR mettilraun og má ætla að sett verði saman sveit ann- arra félaga til að veita henni keppni. Án efa verður þetta mót glæsilegt og skemmtilegt. —- Árangur sundfólksins á síð- asta móti lofaði miklu þar um. — Falleg síld SANDGERÐI, 7. júní. — Víðir II kom í morgun með 400 tunnur af fallegri síld, sem hann veiddi undan Jökli. Síldin er fryst. Ekkl sögðu skipverjar, að þeir hefðu orðið varir mikillar síldar, en samt fer báturinn aftur út Ú4 síldveiða. — Páll. Mótið er tveggja daga mót og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.