Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 20
Laun verzlunarinnar Sjá bls. 11. 125. tbl. — Fimmtudagur 8. júní 1961 ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 18. Síld veiddist djúpt undan Vestfjörðum Framsóknarmenn og kommúnistar reyna að hleypa verðbólgunni lausbeizlaðrl elns og óargar- dýri á almenning. (Sjá nánar í forystugrein blaðsins í dag) Ný gerð síldarnóta Patreksfirði, 7. júní f DAG var síld veidd djúpt út af Vestfjörðum. Þetta er í fyrsta sinn, sem það hefur verið gert. Það var Haraldur á Guðmundi Þórðarsyni, sem þarna var að verki og fékk hann síldina í Vík- urálsbotni á 90—100 faðma dýpi. xw * Þetta er stór og feit síld, megn- ið af henni regluleg Norðurlands síld. Haraldur sagði, að þarna úti væri mikið síldarmagn, en hún stæði djúpt. Sagðist hann vera fullviss um, að þetta væri Norð- urlandssíldin, hún mundi þræða djúpkantinn norður. Haraldur kom hingað í morg- un með 1000 tunnur, sem hann veiddi við Snæfellsnes. Heiðrún landaði líka 530 tunnum frá sömu jniðum. Þessi síld fór í bræðslu svo sem þeir farmar, sem bátarn- ir hafa komið méð að undan- íörnu frá Snæfellsnesi. Á útleiðinni fann Haraldur síld og 30 mílur norðvestur af Blakknesi kastaði hann. Það er um fjögurra stunda sigling frá bryggjunni hér. «m Þessi síld er stór Og falleg, eins Og fyrr segir, en þó er töluvert 60 póstpokar frá New York MJÖG mikill póstur barst til landsins í gær, bæði frá Evrópu og Ameríku, því mikið hafði safn azt fyrir þá fjóra daga, sem flug- samgöngur lágu niðri. Sem dæmi má nefna, að með Loftleiðavél- um komu 60 póstpokar frá New York í gær, venjulega eru pok- arnir 2—3 á dag. — Mikill póst- ur fór líka héðan til útlanda, því hér hafði safnazt saman síð- ustu dagana. Verkfallsmenn til- kynntu póstmeisara í gær, að þeir mundu ekki flytja böggla- póst úr skipum hér eftir. Fer því allur bögglapóstur með flugvél- um. Alfreð Gíslason kosinn bæjarstjóri KEFLAVÍK, 7. júní. — Á bæj- arstjórnarfundi í dag baðst Eggert Jónsson lausnar frá bæj- arstjóraembætti frá 1. júlí að telja, þar eð hann hefur verið skipaður bæjarfógeti í Keflavík. A sama fundi var Alfreð Gísla- son kosinn bæjarstjóri, einnig írá 1. júlí að telja. af millisíld innan um. Rauðáta er í síldinni og segist Haraldur geta ímyndað sér, að hægt verði að fylgja síldinni norður, hún fari fremur hægt. — Heiðrún var að kasta á sömu slóðum í kvöld. Hafsíld hefur ekki veiðzt hér við bæjardyrnar síðan 1916 að hún veiddist hér í firðinum. En menn hefur löngum grunað, að síldin væri þarna úti snemma á vorin. Það hefur aðeins vantað tækin til þess að ná henni. í kvöld var byrjað að vinna í frystihúsinu og verður unnið í alla nótt að frystingu síldarinn- ar. Til Kefla- víkur MILLILANDAFLUG var með eðlilegum hætti í gær nema hvað áætlunarvél Flugfélags íslands lenti á Keflavíkurflugvelli. Af- greiðslulið Flugfélagsins á Reykjavíkurvelli er ekki full- skipað vegna verkfallsins svo að félagið mun láta millilandavélar sínar lenda á Keflavíkurflugvelli þar til afgreiðslan er komin í samt lag. ÓFEIGUR Ófeigsson læknir hef- ur á undanförnum árum gert til- raunir með brunasár, og byggir þær á gömlu ísl. húsráði um að kæla brunasár samstundis með vatni. Á sínum tíma var hér í blaðinu skýrt frá ólíkum tilraun- um, sem Ófeigur gerði á músum, með mjög góðum árangri. Þessi aðferð Ófeigs til að lækna brunasár hefur vakið mikla at- Ræðir við lorsætis- ráðherra og utan- ríkisráðherra MENNTAMÁLARÁÐHERRA Sovétríkjanna, frú Ekaterina Furtseva, sem hér dvelst í boði menntamálaráðuneytisins, gekk í gær á fund forsætisráðherra, Ólafs Thors, og utanríkisráð- herra, Guðmundar í. Guðmunds sonar, x stjórnarráðshúsinu. Við það tækifæri afhenti frúin for- sætisráðherra að gjöf pakka með fræjum þrátíu og fjög- urra trjátegunda, sérlega valin með tilliti til loftslags á ís- landi. — Forsætisráðherra þakk aði frú Furtseva hina góðu gjöf. Frú Furtseva heimsótti í gær Háskóla íslands, Þjóðminjasafn- ið og Listasafnið. (Frá menntamálaráðuneytinu) INGÓLFUR Theódórsson, neta- gerðarmaður í Vestmannaeyjum hefur fundið upp nýja gerð snurpinóta til síldveiða. Sýndi hann smækkaðar eí tirmyndir hygli út um heim, eftir að birtist grein um hana í brezku lækna- blaði, og hafa fjölmargir vís- indamenn skrifað honum þar að lútandi. Ófeigur er nú nýfarinn til Glasgow, til áframhaldandi til rauna um meðferð brunasára, sem byggðar eru á þessu gamla húsráði. í erlendum blöðum hefur ver- ið ritað um þessa aðferð til lækn ingar brunasára, þar eð hún er í andstöðu við það sem áður hef- ur yfirleitt veri haldið. T.d. birt- ist eigi alls fyrir löngu í Science Digest grein efjir próf. Shulman frá Bandaríkjunum, sem hafði á sínum tíma samband við Ófeig og hefur gert tilraunir í samræmi við þessa kenningu hans. Segist prófessorinn hafa reynt þessa að- ferð á 150 sjúklingum með góð- um árangri og að þessa aðferð ættu þeir sem fást við hjálp í viðlögum að kenna. Helmingi f œrri á síld Vestmannaeyjum, 7. júní. ALLT bendir til þess að nun minni þátttaka verði í sumar- síldveiðunum héðan frá Eyj- um en í fyrra. Þá fóru 30 bát- ar norður, nú verða þeir ekki nema 15—16. Sjómenn eru orðnir Iangþreyttir á aflaleys inu á síldarvertíðinni og vilja heldur fara á botnvörpuveið- ar eða humar. — Bj.G. hennar fréttamönnum og skip- stjórum fyrir nokkrum dögum. Kveður Ingólfur, sem fengizt hef ur við netagerð frá fimmtán ára aldri, hér vera um að ræða margra ára gamla hugarsmíð sína, sem hann hafi sífellt unnið að endurbótum á. Hin nýja nót er um það frá- brugðin öðrum nótum, að botn- inn er aukinn og lokast strax, án þess að síldin verði vör við, að að henni sé þrengt, svo að eng- in hætta á að vera á því að hún stingi sér. Skipstjórar þeir, er þarna voru staddir, töldu allir hugmyndina athyglisverða og mæltu með því, að gerðar yrðu tilraunir með þessa gerð nóta. Ennfremur hef- ur fjöldi kunnra síldveiðiskip- stjóra skrifað undir skjal þess efnis, að reyna þurfi þessa nýju gerð. FLUGFÉLAGIÐ sendi eina af Douglas-vélum sínum til Kulu- suk á Grænlandi um hádegisbil- ið í gær. Fjórir „verkfallsverð- ir voru þá enn á vakki úti á ílugvelli. Þeir urðu samt ekki varir við ferðaundirbúninginn fyrr en farþegarnir voru komnir upp í vélina. Þustu fjórmenning- arnir að vélinni og sáu Flugfélags menn ekki betur en þeir ætluðu að hafa sig í frammi. Gekk þá starfsliðið á verkstæðum félags- ins, 40—50 manns, út að vélinni Og raðaði sér upp aftan við hana. Engin orðaskipti munu hafa orð- ið, en verkfallsvörðunum féllust hendur. Skömmu síðar fóru tveir flug- virkjar upp í Katalínubátinn, sem nú hefur verið lagt. Ræstu þeir hreyflana og óku flugvél- inni af stað. Sendu verkfallsverð- ir eftir liðsauka, en það varð gagnslítið, því flugvirkjarnir voru aðeins að hita hreyflana. Lofa að til- kynna nœst Á FUNDINUM, sem frétta menn áttu við Furtsevu, menntamálaráðherra Sov- étríkjanna, í gær, bar geimferðir á góma. Við það tækifæri lýsti frúin því yfir, að Rússar mundu senda mann til tunglsins innan tíðar. „En í þetta skipti munum við tilkynna lieiminum för hans fyrir- fram“, bætti hún við. Radioviti SIGLUFIRÐI 7. júní. — Nú er verið að koma upp radiostefnu. vita á Selvíkurnefi utan Siglu. fjarðar. Vitinn mun auðvelda innsiglinguna hingað að miklum mun. — Stefán. Þegar flugvélar standa lengi mun það regla að hita hreyflana öðru hvoru. Eftir þetta höfðu verk. fallsverðirnir hljótt um sig. Hina vegar er það ljóst, að menn voru ekki að hugsa sér að fara að lögum þarna. A.S.Í. mótmælir logunum f GÆR barst Mbl. fréttatilkynn- ing frá miðstjórn Alþýðusant- bands íslands, þar sem skýrt er frá niðurstöðum á fundi mið* stjórnarinar í fyrrakvöld, út af setningu bráðabirgðalaganna flug inu viðkomandi. Hafði miðstjóm in samþykkt að mótmæla harðv lega setningu bráðabirgðalag. anna. Kenning íslenzks læknis um meðferð brunasára vekur athygli erlendis ,Verkfallsverðir' dólgs- legir á flugvellinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.