Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 1
24 siður 'incgmibUtoib 48. árgangur 126. tbl. — Föstudagur 9. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hitaveita í allri Reykjavík eftir rúm 4 ár Framkvæmdaáætlun liggur nú fyrir um eitt mesta og merk- asta fyrirtæki landsins Borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, lýsti áætlunum á bæjarstjómarfundi í gær NtJ HEFUR verið fullgerð framkvæmdaáætlun um lagn- ingu hitaveitu í öll hverfi Reykjavíkur, sem enn hafa ekki fengið hana, og miðast hún við það, að þessu takmarki verði náð í árslok 1965. Gerði borgarstjóri, Geir Hallgríms- son, grein fyrir áætluninni, sem unnin hefur verið af Al- menna byggingafélaginu hf. og hitaveitunefnd, á fundi bæjarstjórnar í gær. Mun þessi stækkun hitaveitunnar ná til svæða, sem hafa um 30 þúsund íbúa, en verða fullbyggð með um 40 þúsund, og gert er ráð fyrir, r.ð kostnaður við framkvæmdirnar verði rúmlega 200 milljónir króna; veru- legur hluti þeirrar upphæðar verður að greiðast með er- lendum lánum. Vegna viðreisnarinnar hafa nú í fyrsta sinn í sjö ár opnazt möguleikar á að fá erlend lán til stórfram- kvæmda, og mun þessi leið opin áfram, ef efnahagskerfið verður ekki sett úr skorðum. I ræðu Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra, og greinargerð, sem samin hefur verið um áætlunina og væntanlega fjár- öflun til þeirra, komu fram ýmsar mjög athyglisverðar upp- lýsingar varðandi þetta stór- merka mál. Verða hér rakin meginatriði þeirra. • Afgreiðsla bæjarráðs á málinu Borgarstjóri gat í upphafi með- ferðar málsins í bæjarráði sl. þriðjudag, en þar var honum fal- ið að undirrita skuldabréf vegna 25 millj. kr. láns á 4V2% vöxtum hjá Framkvæmdabanka fslands, sem veitt er fyrir millgöngu ríkisstjórnarinnar og greitt af andvirði PL vörukaupalána frá Bandaríkjunum. Ennfremur fól bæjarráð borgarstjóra að láta gera áætlanir Og útboðslýsingar í einstökum atriðum á þessu ári varðandi Laugarneshverfi og jaðra Hlíðarhverfis, Mýrar og Vesturbæ (Haga). Nú 72 þús. íbiíar Núverandi íbúatala Reykja- víkur er talin 72.000. Er lang- mestur hluti íbúanna búsettur vestan Elliðaáa. Núverandi hita- veita nær til rúml. 40.000 íbúa, sem búsettir eru í miðbænum, stórum hluta af vesturbænum, Hlíðarhverfinu, sunnan Miklu- brautar og syðsta hluta Laugar- neshverfis. Unnið er nú að fram- kvæmdum að lagningu hitaveitu í HJiðahverfi, norðan Miklubraut ar og nyrðri hluta Laugarnes- hverfis, og nær sú viðbót væntan lega til 7.000 íbúa. Framh. á bls. 11. Fundir íalla niður vegna vopnahlésbrota í Laos Genf, 8. júní — (Reuter) FULLTRÚAR Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakk- lands tilkynntu í dag að vegna vopnahlésbrota vinstri manna í Laos tækju þeir ekki þátt í frekari viðræð- um Genfarráðstefnunnar um Laos að svo stöddu. Malcolm Macdonald, full- trúi Breta og annar tveggja forseta ráðstefnunnar, til- kynnti rússneska fulltrúan- Framh. á bls. 11. M Y N D IN sýnir hitaveitu- kerfi Reykjavíkur. Hitaveita hefur þegar verið lögð í hverfi A, B og C og auk þess í raðhúsahverfið við Bústaðaveg. Þó geta ekki öll húsin í hverfi C fengið vatn fyrr en dælustöðin hjá Sund- laugunum er fullgerð. Hverfi A hefur svokallað einfalt veitukerfi, en þá rennur frá- rennslisvatnið út í klóakið. Hverfi B og nær allt hverfi C hafa tvöfalt veitukerfi. En þá er frárennslisvatnínu safn að saman frá húsunum og hitað upp á ný eða blandað saman við mjög heitt vatn, sem kemur úr sumum bor- holum. f norðurhluta Hlíð- anna (Bi) verður lagt tvö- falt kerfi á þessu ári. t hverfi Ci (Laugarnes) á að vera lokið lagningu tvöfalds kerfis í árslok 1962. f hverfi E (Mýrar) verður lagt tvo- falt kerfi 1962. í Hagahverfi !(D) verður lagt tvöfalt kerfi á árunum 1962—'63. Heima- hverfi (F) fær tvöfalt kerfi 1963 og fyrrihluta árs 1964. Hverfi Ei (Leiti) fær tvöfalt kerfi 1963. í Voga- og Lang- holtshverfi (Fi) verður lagt einfalt kerfi 1964 og fyrri- hluta árs 1965. Einfalt kerti verður lagt í Skjólin (Di) síð ari hluta árs 1963 til jafn- lengdar 1964. Og að lokum verður svo lagt einfalt hita- veitukerfi í Smáíbúðahverfið (E2) og Múlahverfi á árun- um 1964 og 1965.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.