Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 „Gullfoss” lá laus við bryggju „FLAGGSKIP“ flotans, m$. „Gullfoss“, varpaði akkeri á ytri höfninni um 8 leytið í gærmorgun, komið yfir hafið úr ann- arri sumarferð sinni með 190 farþega frá Kaup- mannahöfn og Leith. Fólk byrjaði að safnast saman niðri á hafnarbakka, þar á meðal allmargir verk- fallsverðir „Dagsbrúnar“, og varð brátt nokkur ó- vissa ríkjandi um það, hvernig fara myndi um þennan síðasta spöl skips- ins að bryggju. ÍC Kyrrsett hér Verkfallsmenn höfðu lát- ið uppi við yfirverkstjóra Eimskip, að þeir myndu koma í veg fyrir að skipið yrði bundið við bryggju, Magni og hafnsögubátur halda „Gullfossi" að bryggju. meðan farþegar gengu nema þvi aðeins að félagið skuldbindi sig til að leysa ekki landfestar fyrr en verk- fallinu lyki. Á hafnarbakkanum gekk fólk um og velti því fyrir sér, hver verða myndi endir málsins. — Verkfallsverðir héldu sig lengst af í hnapp, flestir með hendur í buxna- vösum, skutu saman nefjum og skimuðu í kringum sig. Það var „næturvaktin“, sem þarna var á ferðinni, sú sama og staðið hafði af sér rigningarskúrina undir gafli flugfélagsafgreiðslunnar á Reykjavíkurflugvelli kvöldið áður í langri bið eftir flug- vélinni, sem aldrei kom. Það leyndi sér varla, að ýmsir þeirra voru orðnir nokkuð syfjaðir, sumir reyktu, aðrir tóku í nefið. Og út úr skeggj aðri ásjónu þeirra skein spurningin: „Skyldi þetta ætla að verða enn ein fýlu- íerðin?“ ic Gátan ræ'ðst Það flaug fyrir, að senni lega mundi „Magni“, sem þessa stundina lá við hlið „Gullfoss" fyrir utan hafnar- mynnið, flytja farþegana í land. Þegar komið var fram á 10. tímann fór málið svo að skýrast. Eimskipafélagið hafði af skiljanlegum ástæð- um ekki tálið sér fært að ganga að kostum verkfalls- manna. „Gullfoss“, „Magni“ og einn hafnsögubátanna litlu, sem líka hafði farið út, sáust brátt mjakast inn úr hafnar- mynninu. Ákveðið hafði ver- ið, að skipið skyldi leggja að bryggju — en ekki hnýta festar. Þess í stað mundi „Magni“ halda skipinu að bakkanum, meðan farþegarn ir færu í land með föggur sínar. Að því búnu færi skip ið út á ytri höfnina aftur. ★ Að bryggju Um hálf-ellefu leytið lagðist „Gullfoss“ síðan að um af margvíslegasta tagi, eins og allir þekkja. Skömmu síðar var svo hleypt niður landgangi þeim, sem fastur er við skipssíðuna og opnað- ist með því þriðja leiðin. Mikill fjöldi fólks var nú kominn á bryggjuna, bæði til þess að taka á móti farþeg- unum og horfa á. Við borð lá, að verkfallsverðir týnd- ust algjörlega í mannfjöld- anum. Þeir reyndu þó að halda hópinn. Á Landgangurinn — og fetið Skipverjar héldu áfram að vinna venjuleg störf sín, Verkfallsmenn kóptu dlengdar, er far- þegar báru sjálfir töskur sínar í land Sprengisandi austanverðum, þar sem strandferðaskipin „Hekla“ og „Esja“ liggja oft. Skipverjar skutu landgangi út á bryggjuna að aftan- verðu, án nokkurrar aðstoð- ar úr landi. Og svo stóð á sjávarföllum, að opið á miðri skipshliðinni, sem aðalland- gangur skipsins liggur venju lega úr, nam næstum við bryggjubrúnina — og land- gangs þar því ekki brýn þörf. Farþegar byrjuðu strax að þyrpast í land eftir þess- um tveim leiðum, klyfjaðir töskum, pökkum og pinkl- undirstýrimenn stóðu að venju við landgangana, kvöddu farþega og aðstoð- uðu, ásamt hásetunum, þá sem með þurfti við að kom- ast upp á landganginn og af stað niður eftir honum. Við þetta gátu Dagsbrúnar-menn ekki haft neitt að athuga. Það einasta, sem þeir reyndu að fetta fingur út í var, að einhverjir þeirra voru ekki frá því, að einn hásetanna hefði drepið fæti á hafnar- bakkann, þegar verið var að koma síðari landgangnum fyrir, og mjakað honum svo sem fetslengd, innar á bryggj una. Um þetta var rætt skamma stund við "Hannes Hafstein stýrimann, en síðan ekki söguna meir. „Ja, litlu verður Vöggur feginn", varð nærstöddum manni að orði. Gleymdi myndavélinni Farþegunum gekk greið- lega að komast í land, og þeir hurfu hver af öðrum út í buskann. Þegar líða tók að hádegi voru þeir flestir á brott og farið að fækka á bryggjunni. Þá kom útlend- ingur einn að landgangnum og gekk upp í hann nokkur skref. Hann var stöðvaður, því að enginn mátti fara um borð, meðan skipið stóð við. Skipstjórinn, Kristján Aðal- steinsson, hafði skipað svo fyrir, og því verið vendilega framfylgt. Þá kom í ljós, að þarna var einn af farþegun- um kominn aftur. Hann hafði gleymt myndavélinni sinni. Honum var leyft að skreppa og sækja hana. En nú var farið að undir- búa, að skipið legði frá aft- ur. Þegar þessi síðasti far- þegi var kominn frá borði aftur með myndavél sína dinglandi á maganum, var landganginum að aftan lyft inn fyrir borðstokkinn með hressilegum handtökum há- setanna og stýrimanns, sem stóðu við borðstokkinn og höfðu um hann víra. Hinn hafði verið dreginn upp skömmu áður. Og á næstu andartökum fjarlægðist skip ið bakkann. Þegar frá var komið hófust stjórnendur „Magna“ og hafnsögubátsins handa um að snúa því við — og síðan var haldið rakleiðis út um hafnarmynnið aftur. Ekki leið á löngu, áður en „Gullfoss“ lá að nýju við akkerisfestar á ytri höfn- ÍC Bátsferðir á jniili Þeir, sem orðið höfðu fyrir nokkrum óþægindum, voru að sjálfsögðu farþegarn- ir, sem í þetta sinn höfðu ekki getað leitað aðstoðar Frh. á bls. 23. Mannfjöldinn á bryggjunni horfir á, þegar farþega er hjálpað i land. STAKSTEIEVAR Athyglisverðar upp- lýsingar fjármála- ráðherra Gunnar Thoroddsen, f jármála- ráðherra, ritar í fyrradag grein í Vísi undir fyrirsögninni: „Við- reisnin var vel á veg komin, en nú er að henni vegið“. í grein þessari rekur f jármála- ráðherra viðreisnarráðstafanir nú verandi ríkisstjórnar og bendir á þann árangur, sem af þeim hafi orðið. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Undirstöðuatriði í allri við- reisninni var að rétta gjaldeyris- halla þjóðarinnar. Árum saman hafði þjóðarbúið verið rekið út á við með halla, sem nam að með altali 200 millj kr. á ári. Hér hafa á einu ári orðið undra verð umskifti. Gjaldeyrisstaða bankanna batnaði um 240 millj. árið 1960. Til þess að gera mögulega lækn ingu gjaldeyrissjúkleigans, borga erlendar lausaskuldir og gefa verzlunina frjálsa, var tekið gjald eyrislán hjá alþjóða gjaldeyris- sjóðnum og Evrópusjóðnum. Nema þau lán 526 millj. kr. Nú er svo komið að ísland átti í er- lendum gjaldeyri í apríllok 658 millj. kr. — og getur því hvenær sem er greitt þessi erlendu lán og á að auki gjaldeyriseign, gjaldeyr isvarasjóð að upphæð 132 millj. kr.“ Framkvæmdir bænda fslendingur á Akureyri segir nýlega frá ræðum, er þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra fluttu á fundi Sjálfstæðismanna á Akur- eyri. Eru þar m.a. rakin nokkuð ummæli Bjartmars Guðmunds- sonar, alþingismanns á Sandi, en hann komst m.a. að orði á þessa leið, samkvæmt frásögn íslend- ings: „Tekjur manna yfirleitt, bæði í bæ og í sveit, hafa reynzt drjúg um meiri s.l. ár en áður, og þá ekki sízt bænda, enda höfðu þeir ekki þurft í jafnstórum stíl og áður að taka lán til áburðakaupa nú I vor og inneign þeirra í kaup félögum hefði farið hækkandi. Kvaðst hann ekki vita til í slnu nágrenni að dregið hefði úr f jár festingu til bygginga og ræktun ar á s.I. ári, þótt því væri haldið fram í blöðum stjórnarandstöð- unnar. Taldi hann fjandskap Framsóknar við ríkisstjórnina ekki byggjast á umhyggju fyrir bændum, heldur því einu að flokkurinn væri ekki í ríkisstjóm en það hefði hann ætíð átt bágt með að þola“. Samspil Framsóknar og' kommúnista Framsóknarflokkurinn og kommúnistaflokkurinn hafa nú í raun og veru runnið saman í I einn stjórnmálaflokk. Svo náin j og alhliða er samvinna flokkanna orðin. Við undirbúning verkfall anna hafa þeir staðið hlið við hlið. Framsóknarmenn hafa í engu dregið af sér í baráttunni fyrir því að spilla vinnufriði, j skapa allsherjarupplausn í þjóð- ! félaginu. Þegar svo verkföllin I voru skollin á, hófst annar þátt ? urinn í samspili Framsóknar- | manna og kommúnista. Þá fyrir skipuðu leiðtogar Framsóknar- flokksins, S.I.S. og fyrirtækjum | þess að brjóta niður samtök i framleiðenda og vinnuveitenda og hleypa af stað nýju kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verð lags. Framsóknarmenn hafa því I ekki aðeins stutt kommúnista | innan verkalýðssamtakanna held- | ur einnig innan samtaka framleið I enda og vinnuveitenda almennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.