Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ FSstudagur 9. júní 1961 f Mary Howard: - M —— - Lygahúsiö - V > 19 < (Skdldsaga) ■ þess virði að gera sér rellu út af honum. Stephanie sneri sér við og gekk eins og blindandi til herbergis síns. Nú var enginn vafi lengur — nú vissi hún hvernig allt var í pottinn búið. Þráin eftir að komast burt varð smásaman óbærileg. Hún tók fram tösku og fór að taka saman dótið sitt. Hún lokaði töskunni í mesta snatri, greip litlu hand- töskuna sína og hljóp til vinnu- stofu Faurés. Fauré leit snöggvast framan í hana og dró hana síðan inn fyrir. — Hæ, Stevie, hvað hefur kom- ið fyrir? Settu þig niður! — Ó, Claude! Karólína og Bill eru strokin saman. Hann leit á hana tortryggnum augum. —Hann fór af stað á hjólinu en hún í bíl. Þau ætla að hitt- ast einhversstaðar í Ítalíu. Hún sagði Carter það sjálf. Fauré flýtti sér að segja: — Bíddu andartak, Stevie. — Nei, þetta er ekki klókinda- bragð í þetta sinn, Claude. Cart- er sagði mér, að þau hefðu verið heila nótt saman í London. — Það er nú ekki langt síðan viff vorum saman heila nótt.. — Ég er nú ekki eins og Karó- lína, sagði hún. — En ég er það. Þú veizt ósköp vel, hvaða orð fer af mér. Þú sást svipinn á Ricardo, þegar við komum heim. Ef Bill hefði kom- izt að því, hefði hann þurft að vera í meira lagi ástfanginn til þess að halda, að allt væri í lagi. En Stiphanie vildi ekki hlusta á hann. Ég þoli þetta ekki lengur, Claude. Hún sneri sér snöggt að honum. — Ég verð að komast heim til Englands taf- arlaust, en ég hef bara ekki feng- ið neitt kaup hjá Karólínu. Hann roðnaði. Peninga! Þú þarft ekki annað en nefna það við mig, þá skal ég bjarga því. — Ég ætla að fara til hans pabba. Ég þekki hann að vísu ekki neitt, en mér er sama; ég vil bara komast héðan. — Stevie.. ég vildi.. Hann þagnaði, og Stephanie sá í aug- um hans, hvortveggja í senn, ást- ina og ráðaleysið. Hún lagði hönd ina blíðlega á arm hans. — Að minnsta kosti hef ég haft einn vin upp úr þessu öllu. Þú ert fyrsti sanni vinurinn minn, Claude. Hann greip hönd hennar í sína. — Ég er hræddur um, að ég sé ekki sérlega þarfur vinur. Kannske hefði ég átt að láta þig vera hérna í nótt í stað þess að fara að þeytast með þig upp í fjöll. Jæja, hvað um það, við skulum sjá, hvað við getum gert. Ég skal hringja í flugstöð- ina og pant^ far fyrir þig. Fáum klukkustundum síðar hann á flugvellinum og horfði á flugvélina hverfa. Síðdegis næsta dag, þegar Claude var að selja einhverjum aðkomumanni vatnslitamynd, sá hann hvar Carter, þjónustustúlka Karólínu kom skeiðandi upp eftir stígnum,-Hann fór út og gekk á móti henni. — Æ, herra Fauré! tafsaði Carter. — Ekki veit ég hvað er í bígerð hjá húsmóðurinni. Ég var rétt núna að finna þetta bréf í handtöskunni hennar. Það 'er frá hr. Powell til ugnfrú Stevie, en það er alls ekki sama efnis og húsmóðirin sagði okkur, og ég er alveg í vandræðum, hvað ég á að gera við það. Fauré tók krukklað bréfið og las það: „Elskan mín, ég var bú- inn að vara þig við því, að ég þyrfti kannske að þjóta burt fyr- irvaralaust, og í kvöld er það al- vara. Ég gat hvergi fundið þig til að kveðja þig, en ég vil, að þú vitir,. að ég elska þig meir en nokkuð annað í heiminum. Bíddu eftir mér, elskan mín. Ef ég kem aftur, lofa ég þér því, að ekkert skal framar skilja okkur. Ég verð að segja ef.... það er nú gallinn á þessu öllu, en bíddu og treystu mér, Stevie. Bill.“ Fauré leit upp og loðnu augna brýnar lyftust í háðslegu andlit- inu. — Carter, við þekkjum bæði frú Courtney mætavel. Hún gat ekki ánetjað unga manninn, og með því að ljúga um þetta bréf og þjóta síðan burt, eins og hún gerði, vildi hún tryggja sér, að Stevie fengi hann ekki heldur. En hafið engar áhyggjur.. hún verður komin aftur eftir fáa daga. Það birti yfir andliti Carters. — Það gleður mig að heyra þetta, herra. Nú getur hr. Jer- ome komið á hverri stundu og reikningunum rignir yfir mann eins og skæðadrífu, því að ekk- ert hefur verið borgað síðan hún kom hingað. — O, verið þér bara rólegar, svaraði Claude. — Hún fer ekki að hlaupa burt frá hr. Jerome. Stóri, blái bíllinn, sem Karó- lína hafði frá Jerome, sást nú renna fyrir hornið, frá aðalvegin um. — Jæja, þrautum yðar er lokið Carter, sagði Fauré rólega. — Þarna kemur hún. Karólína var þreytuleg og í illu skapi. — Er Stephanie farin? spurði hún. Fauré flýtti sér að stinga bréfinu á sig. — Já, það er hún sannarlega. Þetta bragð þitt heppnaðist til fullnustu. Vildirðu kannske ekki ú'yggja þér, að hún kæmi aldrei aftur, eða hvað. Karólína lét sem hún heyrði þetta ekki, en sagði stuttarlega við Carter: — Komdu upp í! Síð- an óku þær áleiðis til hússins. Fauré fór inn í vinnustofu sína, stakk bréfi Bills í umslag ásamt stuttri orðsendingu frá sjálfum sér, og sendi það með hraði til Stephanie í London. Bíll kom til Avignon síðla fimmtudags. Hann var kúgupp- gefinn, þar eð hann hafði ekið frá því um sólarupprás, og aðeins stanzað lítið eitt um hádegið. Hann ók inn í borgina gegn um eitt hina foru borgarhliða og stað æmdist við gistihús við torgið. Þar fékk hann sér herbergi fyrir nóttina og sofnaði brátt værum svefni, dauðþreyttur og uppgef- inn. Klukkan var orðin meira en sjö þegar hann hreyfði sig. Hann skvetti á sig köldu vatni til þess að vakna almennilega, og gekk síðan út. Hann gekk fram hjá stóru og þunglamalegu páfahöll- inni, og komst alla leið niður að ánni og var þá farinn nokkuð að jafna sig. Hann hafði lokið ætlunarverki sínu og nú gat hann farið og hitt Stephanie eins og frjáls maður. Á leiðinni til Berlín hafði hann ekki viljað leyfa sjálfum sér að hugsa um hana, en nú hugsaði hann ekki um annað. Hafði hún fengið bréfið hans? Hann fann allt i einu til sultar og gekk aftur heim í gistihúsið. Þegar hann var seztur í matsal- inn, kom hann auga á stúlku hinu megin í salnum, sem gaf þess ein- hver merki, að hún þekkti hann. Þetta var lagleg, þrýstin stúlka, sem var þarna sýnilega í fylgd með foreldrum sínum. Bill brosti á móti, en stóð síðan snöggt upp er hann áttaði sig á því, að þarna var komin Sally Rowland. Hann gekk til henar og hún kynnti hann foreldrum síum. — Við erum á heimleið, sagði frú Rowland. — Eruð þér líka á leið til Englands? — Nei, ég er á leið til Roqe d‘ Or. Nú tók Sally fram í með mikl- um ákafa: — Hittuð þér Stevie áður en þér lögðuð af stað það- an? — Nei, mér tókst ekki að finna hana. — Ó, sagði Sally og hélt síðan áfram: — Mér tókst heldur ekki að flnna hana. Viljið þér skila kveðju frá mér þegar þið hitt- izt? —Sjálfsagt, sagði Bill kurt- eislega. — Viljið þér ekki koma og drekka kaffi með mér úti í bæ eftir matinn? Sally slóst í för með Bill, þeg- ar máltíðinni var lokið, og þau gengu saman yfir torgið og inn í kaffihús. Hann fann á sér að hún bjó yfir eihverju, sem hann gat annars ekki skilið, þar eð hann þekkti hana svo sáralítið. Hann pantaði kaffið og beið síð- — En hvað við erum heppin, vasinn hefur ekki brotnað. r — Jæja, þá erum við komin ... Eg er fegin því að þér komuð í kvöldverð . . . ég er ágæt mat- reiðslukona! — Því trúi ég frú Woodall! — Velkomin heim mamma! — Jim! Dick! . . . Eg hélt þið væruð í skólanum! — Við fengum frí til að koma heim og bjóða þig velkomna frá Evrópu! — Það var dásamlegt! an átekta. — Mig langaði svo til að tala við þig, Bill, sagði Sally og bar ótt á. — Áður en ég lagði af stað, fór ég yfir til Stevie til þess að kveðja hana, en þá var hún far- in. Bill fölnaði upp. — Farin? Hvert gæti hún hafa farið? — Það vissi enginn í húsinu. Ég gat ekki hitt frú Courtney og hr. Fauré var þar ekki. Hún þagn aði en bætti svo við: — Stevie stóð í þeirri trú, að þú værir ást fanginn af Karólínu. — Hefur hún sagt þér þaff? spurði hann og greip andann á lofti. — Hún sá ykkur saman.. i garðinum. En það var ekki það eitt heldur veit ég, að Karólína hefur frá öndverðu .verið að reyn að telja henni trú um það. Hún leit á hann, kvíðin og of- urlítið hrædd við reiðisvipinn, sem kom á þreytulegt andlit hans. Bill var að rifja upp fyrir sér atvikið í garðinum. Svo það var þess vegna, sem Stevie var að fela sig fyrir honum! —Haltu áfram, sagði hann hörkulega. —Stevie sagði mér.. þú skil. ur.. Hún kafroðnaði. — Ég var í þann veginn að hlaupast á brott með Fauré upp í kofann hans uppi í fjalli. Stevie kom í vinnu- stofu hans, til mín, og fékk mig ofan af því. í staðinn fór hún sjálf að hitta hann, til þess að segja honum, að ég kæm; ekki. Ég held, að hann hafi farið með hana upp í kofann. Hún var alveg frá sér yfir ykkur Karólínu. Ég held hún hafi bein- línis ekki getað fengið sig til að fara aftur heim í húsið. — Veslings Stevie.. Bill stóð upp. — Ég verð að finna hana. Heldurðu, að Karólína viti, hvar hún er niðurkomin? — Það kynni að vera, og að minnsta kosti hlýtur Claude ailltvarpiö Föstudagur 9. júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilk.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. s( 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. — 16:05 Tónleikar —* 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Kórsöngur: Æskulýðskór útvarpa ins í Leipzig syngur; Hans Sancl ig stjórnar. 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:45 Tónleikar: „Stenka RasinM, sin fóniskt ljóð op. 13 eftir Glazunov (La Suisse Romande hljómsveit in leikur; Ernest Ansermet stj.). 21:00 Upplestur: Ljóð eftir Sigurð Sig urðsson frá Arnarholti (Baldur Pálmason). 21:10 islenzkir píanóleikarar kynna sónötur Mozarts; XII. Ketill Ing ólfsson leikur sónötu í F-dúr (K332). 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; IX. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur* inn“ eftir Antonio de Alarcón; II. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 I léttum tón: íslenzk dægurlög. 23:00 Dagskrárlok. Laiugardagur 10. júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —^ 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (Fréttir kL 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga. (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit Þjóðleikhússins: „EngiU horfðu hehim“ eftir Thoma* Wolfe og Ketty Frings, í þýðingu 'J^nasar Kristjánssonar. — Leilc stjóri: Baldvin Halldórsson. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Jón Sigurbjörnsson, Gunnar Eyjólf* son, Klemens Jónsson, Herdí* Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Ævar R. Kvaran, Katla Ölafsdótt ir, Jóhanna Norðfjörð, Arndís Björnsdóttir, Rúrik Haraldsson, Kristbjörg Kjeld, Anna Guð« mundsdóttir, Haraldur Björns* son, Bryndís Pétursdóttir, Jón Aðils, Lárus Pálsson og Inga Þórðardóttir. ■ 22:00 Fréttir og veðurfregnir. ■ 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.