Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 1
20 siður 48. árgangur 127. tbl. — Laugardagur 10. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins SÍS reynir að velta verðbólguhjdlinu af stað Semur við örfáa verka- menn um 10°/» kaup- hækkun nú þegar og 4°/o eftir eitt ár | Einstætt verðbólgubrask Framsóknarflokksins 9 . < KLUKKAN rúmlega 6 í fyrrinótt tókust samningar milli SIS og fyrirtækja þess í Reykjavík annars vegar og Dags- brúnar hins vegar um nýja samninga milli þessara aðila. Felast í þeim svipaðar kauphækkanir og áður var samið um á Húsavík og Akureyri. En þessir samningar SÍS ná aðeins til 80—100 verkamanna í Reykjavík. Þeir ná hvorki til Hlífar í Hafnarfirði né iðnaðarmannafélaganna, sem í verkfalli eru. Munu því um 8 þúsund launþegar vera áfram í verkfalli. Engum Reykvíkingi kemur til hugar að SÍS, skuldug- asta fyrirtæki landsins, sem lánastofnanir þjóðarinnar eiga hjá hundruð milljóna króna, gangi fram fyrir skjöldu með kauphækkanir vegna áhuga á hagsbótum til handa verka- mönnum eða öðrum launþegum. Það sem fyrir Framsókn- armönnum og SÍS-herrunum vakir er að freista þess að velta verohólguhjólinu af stað að nýju og hleypa verðbólg- unni lausbeizlaðri eins og óargardýri á almenning. Síðan hyggjast verðbólgubraskararnir velta skuldum sínum yfir á fólkið. I þokkabót hyggjast svo Framsóknarmenn nota þá erfiðleika, sem verðbólgan leiðir yfir þjóðina til þess að brjóta sér leið til pólitískra valda og áhrifa. Þetta er sá Ieikur, sem SÍS-herrarnir og Framsóknarleiðtogarnir eru nú að Ieika í samspili við kommúnista. Aðakitriði samkomulags SÍS og Dagsbrúnar fara hér á eftir: • Allt kaup hækkar skv. samningnum um 10% nú þegar og um 4% 1. júní 1962 verði honum ekki sagt upp þá. • Samningurinn gildir til 1. júní 1962 og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Verði samningnum þá eigi sagt upp, framlengist hann um 6 mánuði í senn með sama upp- sagnarfresti. • Þegar unnið er utanbæjar og verkamönnum er ekki ekið Vopnuö vernd handrit- anna Kaupmannahöfn, 9. júní. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. Kaupmannahafnarbliðið In- formation hefur birt svohljóð andi auglýsingu: Virkir þátttakendur óskast til vopnaðrar verðveizlu forn- norrænna handrita. Tilboð merkt 374 sendist sem fyrst til Information. Blaðið segir að það geti ekki brotið nafn- leynd auglýsenda, cn skýrir þó frá því að margir lesenda biaðsins hafi gefið auglýsing- unni gaum. Þá segir blaðið ennfremur: Ef Iögreglan ekki grípur í taumana lætur nor- rænn söguandi ef til vill að sér kveða nú á elleftu stundu sögunnar. heim til máltíða, greiðir vinnu- veitandi fæðiskostnað. • Eftirvinna greiðist með 60% álagi á dagvinnukaup. • Orlofsfé skal vera 6% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu eða yfirvinnu. • Þar sem vinnuveitandi krefst sérstaks vinnufatnaðar, leggur hann til slíkan fatnað, enda er hann eign vinnuveit- anda. • Vinnuveitendur greiða sem svarar 1% af dagvinnu- kaupi í styrktarsjóð Dagsbrún- ar. Dagsbrún lýsir þvi yfir, að sjóðurinn skuli ekki notaður í sambandi við vinnustöðvanir. Frh. á bls. 2 Ný árás Rússa á Vestur Berlín Bonn, V-Þýzkalandi, 9. júní. — (Reuter) — SOVÉTRÍKIN sendu í gær mótmælaorðsendingar til Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzka- lands. Eru þar Vestur-Þjóð- verjar ásakaðir um að stefna friðinum í voða með skipu- lögðum æsingum í Vestur- Berlín. Vesturveldin hafa vísað þessum ásökunum á bug, en telja að þær geti boðað nýja árás Rússa á Berlínarbúa. NÝ ArASARAÐFERÐ Vestur-þýzka stjórnin svaraði ásökunum Rússa í dag. Talsmað ur stjórnarinnar, Felix von Ec- kardt, sagði að orðsendingarnar væru hreinn áróður og ljós sönnun þess að Rússar væru að undirbúa ný átök um borgina. LokaatkvæöagreiðsEa í dag Kaupmannahöfn, 9") júní. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. DANSKA handritanefndin lét enn í dag álit sitt í ljós á afhendingu handritanna, og er sami meirihluti og fyrr með afhendingu, en þriðja umræða og atkvæðagreiðsla fer fram í þinginu á morgun (laugardag). — Talið er að tveir þriðju þingmanna þjóð- þingsins greiði atkvæði með afhendingarfrumvarpinu. — Konungur mun staðfesta lögin á ríkisráðsfundi 16. júní, en danska stjórnin mun Einhver dráttur verður á afhendingu handritanna þar til óánægjuöldurnar lægir í Danmörku ekki hafa í hyggju að láta fyrstu afhendingu Jara fram strax á eftir, heldur óska eftir að bíða þar til óánægju öldurnar lægir. Menntamálaráðherra, Jörgen Jörgensen, mun því ekki íara til íslands 17. júní heldur senda háskólanum kveðju og íslenzku ríkisstjórninni opinbera tilkynn- ingu þegar er lögin hafa öðl- azt staðfestingu. Enn er ekki ákveðið hvort ráðherrann fer seinna í sumar til Islands til að afhenda þar við hátíðlega at- höfn fyrstu handritin. Þjóðþingið er reiðubúið að láta af hendi talsvert fé til að flýta viðgerðum og ljósmyndun handritanna. Framh. á bis. 19. PORTÚGALAR hafa undan- farði aukið mjög herlið sitt í Afríkunýlendunni Angóla, en þar hefur öðru hvoru komið til blóðugra bardaga milli upp reisnarmanna og hersins. Tal- ið er að uppreisnarmenn hafi fellt um 1,000 menn en sjálfir misst um 5.000 menn. Myndin sýnir portúgalska hermenn ganga um borð i her- flutningaskip í Lissabon, sem á að flytja þá til Angola. Bretar tóku í sama streng og sögðu að hér væri aðeins á ferð nýjasta árásaraðferð Rússa á Berlín, sem stendur 110 kílómetrum innan landa- mæra Austur-Þýzkalands. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins sagði að enginn grundvöllur væri fyrir þeirri staðhæfingu Rússa að Vestur- Þjóðverjar væru að skapa hættuástand í Berlín með þv4 að ætla að halda þar fundi ým- issa þingnefnda. Sagði hann að þingnefndir hafi oft áður hald- ið fundi sína í Vestur-Berlín án mótmæla frá stjórn Sovét- ríkjanna. ADENAUER í framhaldi af þessum ásök- unum hefur austur-þýzka frétta stofan ADN gagnrýnt harðlega væntanlega heimsókn Adenau- ers kanzlara til Vestur-Berlín- ar. Segir fréttastofan að heim- Frh. á bls. 19 Furtseva ræðir við Morgunblaðið Sjá bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.