Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. júní 1961 MORCUNBLAÐIÐ 5 -i ER VIÐ komum upp í Ráð- herrabústað um þrjú leytið í gaer, hittum við þar unga og broshýra stúlku, frú Svetlönu, dóttur Furtsévu, mennta- málaráðherra Sovétríkjanna, og ræddum við hana stutta stund. Frú Svetlana er 19 ára göm- ul og stundar nám í blaða- mennsku við háskólann í Moskvu. Hún hefoir verið gift í rúmt ár. Maður hennar hefur lokið verkfræðinámi og vinn- ur í rannsóknarstofu. Þau hjónin búa hjá tengdaforeldr- um Svetlönu, en þó segist hún stundum elda matinn handa manninum sínum. Svetlana hefur verið 2 ár við blaðamennskunámskeið, en það tekur fimm ár. Hún er staðráðin í því að vinna sem blaðamaður að námi loknu og sagði, að þa væri mjög algengt að konur í Sovétríkjunum ynnu úti. Svetlana hefur átt heima í Moskvu nær alla ævi, en hún hefur ferðazt talsvert. Þegar við spurðum hana um ferða- lög hennar, sagðist hún ekki hafa ferðazt mikið, en það var aðeins hæverska. f ljós kom, að hún hafði komið til Tékkó- slóvakíu, Júgóslavíu, Eng- lands, Indlands og Belghi. Núna var hún nýkomin frá Frakklandi þar sem hún var á kvikmyndahátíðinni í Cann- es ásamt eiginmanni sínum. Hún sagðist hafa mikinn á- huga á kvikmyndum og hafa skemmt sér konunglegá í Cannes. Ekki vildi frúin gera upp á milli Ianda þeirra er hún hafði heimsótt, hvert land hefði sín einkenni og væri skemmtilegt að kynnast þeim. Er við spurðum hana, hvern ig henni geðjaðist að tízkunni í V-Evrópu, sagði hún, að kon- ur í Frakklandi t.d. væru mjög vel klæddar. En í Moskvu væru tízkuhús, sem hefðiu kvenföt mjög svipuð því, er gerðist í V-Evrópu og kvaðst hún kaupa flest sín föt þar. Af íþróttum sagðist frúin hafa mest gaman að sundi og synda töluvert sjálf. Einnig þætti henni eins og flestum ungum stúlkum mjög gaman að dansa. Hún sagðist lesa nokkuð mik ið, hefði t.d. lesið tvær af þeim bókum Laxness, sem þýddar hafa verið á rússneskw Sölku Völku og Atómstöðina. Að lokum spurðum við hana hvernig henni líkaði á íslandi. Hún sagði, að veðrið hérna minnti sig á vorveðrið í Moskvu og hún elskaði vorið. Þegar hún fór að heiman núna var orðið mjög heitt. Héðan fer Svetlana til I.on- don og verður þar í þrjá daga, en heldur svo aftur til Moskvu. 1 SkipaútgerV rfklslns: Hekla fer frá Kristianssand í kvöld til Færeyja og Reykjavíkur. Esja er í Rvík. Herjólf ur fer frá Vestm.eyjum kl. 10 árd. í dag til Rvíkur. Þyrill er í Rvík. Skjald breið er í Rvík. Herðubreið er á Aust fjörðum á norðurleið. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Onega. Arnarfell er 1 Archangelsk. Jökulfell er í Haugasund. Dísarfell er á leið til Riga. Litlafell er í Rvík. Helgafell er í Rvík. Hamrafell er á leið til Batum. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á leið til Frakklands. — Askja er í Kalundborg. Hafskip h.f.: Laxá er á leið til Malmö. Loftleiðir h.f.: I dag er Þorfinnur Karlsefni væntanlegur frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Gautaborg kl. 22. Fer til N.Y. kl. 23.30. Eimskipafélag íslands h.L: Brúarfoss er 1 Rvík. Dettifoss er í Rotterdam. Fjallfoss er í Rvík. Goðafoss er á leið til Khafnar frá Hamborg. Gullfoss er á leið til Leith og Khafnar. Lagarfoss er á leið til Grymsby. Reykjafoss er á leið til islands. Selfoss er í N.Y. Tröllafoss er í Rvík. Tungufoss fer frá Gdynia í dag til Kotka. Læknar fjarveiandi Arinbjörn Kolbeinsson, til 27. júní. fStaðg.: Bjarni Konráðsson). Árni Guðmundsson fjarv. 5. júní — 12. júní. (Bergþór Smári). Ezra Pétursson til 13. júní (Halldór Arinbjarnar). Friðrik Einarsson fjarv. til 1. júlí. Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30. sími 19690). Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Jón Þorsteinsson fjarv. frá 28. maí til 1. júlí. — Staðg.: Ölafur Jóns- son, Hverfisgötu 106A. Jónas Sveinsson í tvo mán. frá 9. maí (Gunnar Benjamínsson). Kristinn Björnsson til 2. júlí (Eggert Steinþórsson). Ófeigur J. Ófeigsson í 2 til 3 mánuði. (Kristján Þorvarðarson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Skúli Thoroddsen til 30. sept. (Heim- ilisl. Guðm. Benediktsson, augnlækn. Pétur Traustason). Víkingur Arnórsson um óákv. tíma. — (Olafur Jónsson, Hverfisgötu 106). DOKTOR þrítugasti og fyssti mœ var aö hugsa um aö halda upp á ammæliö sitt á dögonum. — En hann var svo önnum kaf- inn viö aö hamstra benzin, aö hann steingleymdi þvi, þegar til Jcom. Auövitaö leiddist Jdbba þetta fyrir hans hönd (og svo var hka búiö að bjóöa mér), en ekki var um það aö fást. Hins vegar laumaði doktorinn aö mér nýjum dœgur- Jagatexta, þar sem ég spánkúleraði meöfram Tjörninni og virti fyrir mér andlega lífiö fyrir framan framsóknar- húsiö. — Textinn er ágætur og ber enn vitni hinum ein- stæöu hœfileikum doktorsins. Má helzt líkja honum viö Tómás Ellíott hinn brezka og svo náttúrlega Freymóö og Einarben. Þóaö Jobba sé annaö gefiö í stœrri stil en saungrödd, leyfir hann sér aö fullyrða, að textinn sé í hœsta máta vel saunghœfur. MORGUNN 1 KLEPPSHOLTINU Svífur yfir Esjunni sólroöið ský, síldarblœr frá Kletti mér strýkur um vángana. Kúri ég mig inni og kvelst mjög af því, en kuldinn er svo bitur, þótt úlpan sé hlý. Stðð ég úti í tunglsljósi, stóð ég úti í skóg, stakk mér svo í Tjörnina í hljóðri aftanró. AkrafjaU og Skarösheiöi upplituð og fýld á svipinn! Ekkert er naprara’ en morgunn í Reykjavík. Dóktor Þrítugastiogfisstimœ. Ég man þig, man þig enn, þótt tíðin sé nú tvenn: Ár varð að árum, sár varð að sárum. Ég man þig enn! Hvert haust féll hrím á grund, hvert vor bar lauf i lund. Hjarta míns unað einn hef ég munað um alla stund. Ég ann þér, ann þér enn, mín ást varð aldrei tvenn: Sár minna sára, tár minna tára, þér ann ég enn! Jóhann Jónsson: Ég man þig. Söfnin Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: TJtlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Útibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. — Utibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús- inu Skólavörðutorgi er opið virka daea frá kl. 13—19, nema laugardaga Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund ....... Kr. 106,42 1 Bandaríkjadollar ..... — 38,10 1 Kanadadollar ......... — 38,58 100 Danskar krónur........ — 549,80 100 Sænskar krónur ...... — 738,35 100 Finnsk mörk ......... — 11,88 100 Norskar krónur ........ — 533,00 100 Belgískir frankar ........ — 76,25 100 Svissneskir frankar .. — 881.30 Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauffstofa Vesturbæiar Hjarðarhaga 47 Sími 16311 Akranes 2 íbúðir 3 og 1 herb. auk eldhúss óskast til leigu sem næst miðjum bæ. Tilb. á- samt uppl. sendist Mbl. í Rvík. merkt „Góð um- gengni — 1303“. SkátaheimíSið í Reykjavík verður opnað í kvöld fyrir allt æskufólk á aldrinum 13 ára og eldra. Leiktæki, spil, töfl og bækur í setustofum. Dansað frá kl. 8V2 e.h. í samkomuslanum. ímsir leikir og skemmtiatriði. Hermann Ragnar stjórnar. Hljómsveit leikur fyrir dansinum. Skátaheimilið verður síðan opið alla virka daga í sumar frá kl. 8—11 e.h. og er allt ungt fólk vel- komið meðan húsrúm leyfir. Skátafélögin í Reykjavik. íbúðir — bifreiðar Höfum nokkrar 2—4 herb. íbúðir fokheldar og full- gerðar. Einnig verzlunarpláss á góðum stað í bænum, sem greiðast mætti með góðum bifreiðum sem fyrstu greiðslu upp í útborgun. Eftirstöðvar samkomulag. Upplýsingar í síma 11025. Matthías V. tíunnlaugsson, tíunnar Bjarnason. ÓSKA EFTIR stúlku í þvotta á Hótel úti á landi. Upplýsingar í síma 36252. Ferðist áhyggjuiaust 4 úrvals hópferðir með íslenzkum fararstjórum. 25. júlí. Lúxusfcrð um Rínarlönd með 6 daga siglingu á nýju farþegaskipi frá Rotterdam til Basel. Með flugvél til og frá Hamborg. 21 dagur, verð 14.950 kr., allt innifalið. 25. júlí. Ódýr fer um Alpafjöll, Frakkland og Niðurlönd. (Bodenvatnið, París, Vogesafjöll). 21 dagur, verð 13.750 kr., allt innifalið. 8. ágúst. Um Alpafjöll til Vínarborgar og suður til Mílanó. Með flugvél til og frá Munchen. 21 dagur, verð 14.700 kr., allt innifalið. 8. ágúst. Til Adríahafs og Júgóslavíu með viðkomu í Vínarborg og við Gardavatn. 21 dagur, verð 14.900 kr., allt innifalið. n Ferðaskrifstofan LÖND og LELÐIR Austurstræti 8 — Sími 36540. LL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.