Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 8
6 MORGUTSBLAÐIÐ Laugardagur 10. júní 1961 Hannes Sig-fússon: Sprek á eldinn. Ljóð. 84 bls. Heims- kríngla, Reykjavík 1961. i'YRIR tveimur eða þremur ár- um lýsti Hannes Sigfússon því yfir í útvarpsviðtali, að tími vaeri til kominn að gera ljóðið að vopni „í baráttunni". í>að væri tírðið alltof innhverft og afskipt daglegu lífi fólksins. Að sjálfsögðu var þetta bergmál af kröfum Kristins Andréssonar og hans nóta um sósíalrealisma og „baráttukveðskap" sem lengi hafa dunið í eyrum íslenzkra skálda. Samkvæmt kenningum þessara manna er skáldskapur- inn ekki fyrst og fremst speglun á sálarlífi skáldsins og viðbrögð tim þess við lífinu og samtíman- um, heldur „boðskapur" í hug- sjónabaráttu, prédikun. á vett- vangi dægurmála. Svo er gæfunni eða skáldgyðj tmni fyrir að þakka, að Hannes Sigfússon hefur ekki tekið áður- nefndar kenningar sínar og skoð- anabræðra sinna mjög bókstaf- lega, þó ég efist ekki um að hann standi við þær enn í dag. Síðasta Ijóðabók hans, „Sprek á eldinn", ber að vísu ýmis merki þeirrar róttæku endurskoðunar sem skáld ið hugðist gera á viðhorfum sín- um til Ijóðagerðar, en meginpart- ur hennar er beint framhald á fyrri bókum hans, „Dymbilvöku" og „Imbrudögum“. Niðurlag bókarinnar, ljóða- flokkurinn „Landnám í nýjum heimi“, er vegsömun á hinum nýja sovétheimi í anda sósíalreal- ismans með löngum upptalning- um á þjóðum og þjóðabrotum sem hafa að dómi skáldsins skapað sér paradís á jörð: Skimuðu allsgáðum augum og fránum þjóðir til þjóða og maður til manns og síðar: Fjölskylda þjóðanna furðuleg staðreynd fagnaði sigri í sjöttungí heims Auk þess sem bálkurinn er byggður á sérlega barnalegum forsendum, ber hann vitni um furðulega sjóndepru á alkunnar staðreyndir, og er þar á ofan leið inlegur kveðskapur sem er næst- um ófyrirgefanlegt jafngóðu skáldi og Hannes er. Hrynjandin er einræmisleg, hún virðist vera jafnósjálfráð og viðbrögð skálds- ins við yrkisefninu. Upphafsljóðið í bókinni, „Ætt- jarðarkvæði'", er lýsing á íslenzk um vetri í fornum stíl, kjarnyrt og vel kveðin, en síðan koma tveir ljóðabálkar sem eru þunga miðja bókarinnar. „Vetrarmyndir úr lífi skálda“ minnir kannski mest á fyrri Ijóða bækur Hannesar. Tungutakið er ljóðrænt, magnað dul og marg- ræðri merkingu, og einstakar myndir leiftrandi skýrar: Við hímdum bak við múrvegg hússins og heyrðum líf borgarinnar fátæklegt eins og hringl í koparmyntum Við sáum föl rafljósin veifa til okkar á köldum vetri eins og klukkur í húminu eins og snjókristalla í frosti Eða: Við risum úr velktum hvílum með vængstífðri sól er flaug lágt yfir bocgina lyfti sér naumlega yfir veiðibráða reykháfana oh féll brennandi í hafið — Hannes Sigfússon. og vængbreiðir skuggar flugu yfir stirðnaða jörð og augu vatnanna brustu Ljóðin í þessum flokki eru eins innhverf og verða má. Þau krist- alla tilfinningar skáldsins og gera einmanaleikann næstum áþreifan legan í myndum sem eru eins konar „hlutkennd samsvörun" til- finninganna. „Eintöl og samtöl" eru mjög í sama dúr, en tónninn er myrkari og með vissum hætti spámann- legri. Einhverra hluta vegna minnti þessi Ijóðaflokkur mig stundum ósjálfrátt á Völuspá. Hér er dregin upp nistandi mynd af vonleysi og lömun mannsins gagnvart tortímingarvaldi tím- ans: Er okkar dvöl þá fólgin i því einu að mæla tímann líkt og úrfelli: ösku tærandi elds og ósýnilegan snjó? Ég sé þig eldast dag frá degi nú djarfar rétt í andlit þitt sem djúpt í mózku hvítni fyrir beinum .... Þvínæst málar skáldið mann- inn villuráfandi í tíma og rúmi, án fótfestu eða fastra miða, allt er afstætt og breytilegt: Augun verða ekki framar stöðvuð af stjarnmúr af bleikri festingu þak ver'aldar er hrunið og veggirnir færðir út í ósýnilegan fjarska guðinn sem við höfðum ánetjað var spegilmynd okkar sjálfra nú spáum við í djúpa þögn dularfull orð og andardrátt yfirnáttúrlegra hugboða Ég ætla mér ekki þá dul að skilja Ijóðabálkinn í heild sinni, en mér finnst margt í honum það bezta sem ég hef séð eftir Hannes 1 Sigfússon. Hann hefur hér dregið upp hrollvekjandi mynd af heimi nútímans, en skáldið andæfir löm uninni og óttanum: Nú skulum við ho^fast í augu og neyta þess að við erum enn á lífi búnir holdi og blóði í gervi manns sem mynd' verða okkur hvöt til að berjast neita að láta óttann ræna okkur staðhelgi og stugga okkur sem reyk og blaktandi skuggum frá þessum heitu lindum .... neita að búa lengur í fjarlægð og neita að vera útlagar okkar sjálfra Það er í senn hvöss heimsádeila og lífsjátning í þessum ljóðum, og sumt í þeim ber sterkan keim af því sem kalla mætti heimsloka- skáldskap (samanber Völuspá og Opinberunarbókina), en sá þáttur kemur enn skýrar fram í nokkr- um smærri ljóðum síðar í bók- inni, t. d. ,,Þjóðlífi“ og. ,,í vösum næturinnar". Hannes Sigfússom er mjög krítískur höfundur og virðist láta bezt að lýsa því neikvæða í fari heimsins og mannanna, en grund vallarsjónarmið hans er hinsveg- ar jákvætt, hann gagnrýhir í því skyni að bæta um. Mesti styrkur hans liggur aftur á móti í orð- færinu og hinum snjöllu mynd- um sem lyfta Ijóðum hans yfir argaþras pólitískra umræðna varðandi prédikunarstarf skálda. Jafnvel í heimskulegum og fárán lega smekklausum kveðlingi eins og „Mr. Dulles á sjúkrabeði" bregður fyrir eftirminnilegum myndum, þó ekki séu þær bein- línis viðfelldnar: Við höfum komið hér saman eins og flugur með hrímstjörnur á blindum fálmurum og fætur okkar ánetjaðir loðnum gróðri innýfla hans Af smærri ljóðunum held ég að ,,í blindni jarðar" sé áhrifamest, en „Líf meðfærilegt eins og vindlakveikjarar" er einnig kröftugt í kaldhæðinni ádeilu sinni á stáleggin sem klakið verð ur út fyrir börn morgundagsins. „Fæðingarhátíð nazismans" er kannski tímabær áminning, og máttug er hún líka, en að finna leynda þræði milli nazismans og kristindómsins er hugkvæmni í ætt við sjónhverfingalistir. Að öllu athuguðu er „Sprek á eldinn“ mjög sérkennileg og at- hyglisverð ljóðabók, ekki sízt fyr ir þá sök að hún er sjálfri sér svo sundurþykk. Manni virðist á stundum skáldið beita gyðju sína fantatökum til að geta tekið þátt „í baráttunni“, en þegar hann gefur sig á vald gyðjunni er hann eitt myndríkasta og margræðasta Ijóðskáld sem við eigum. Jörö úr ægi Matthías Johannessen: Jörð úr ægi. Ljóð. 70 bls. Myndir eftir Gunnlaug Scheving. Helgafell, — Reykjavík 7. febrúar 1961.* Þ A Ð var mér, og sennilega ýmsum öðrum, forvitnisefni hvaða stefnu ljóðlist Matthíasar Johannessens mundi taka eftir „Hólmgönguljóð“. Þar hafði hann slegið nýjan og athyglis- verðan tón, gert upp sakir við sjálfan sig, söguna og heiminn í meitluðum og' einkennilega margslungnum ljóðum. Hvert mundi haldið næst? „Jörð úr ægi“ gefur svör við því. Enn hefur Matthías haslað sér nýj- an völl, þó hann hafi að vísu ekki horfið frá ýmsum þeim stílbrögðum sem fyrst komu fram í „Hólmgönguljóðum". Hér hverfur hann til náttúr- unnar. „Jörð úr ægi“ er fyrst og fremst óður til íslenzkrar moldar, fléttaður saman úr tærum ljóðrænum náttúrulýs- ingum, brotum úr gömlum ljóð- um, dægurfréttum og slitrum úr hversdagslegum samtölum. Bókin er samfellt ljóð í sjö köflum, stíllinn breiðari og lausari í sér en í „Hólmgöngu- ljóðum“, kveðandin léttari og sveigjanlegri, táknin Ijósari. Það sem fyrst vekur athygli er hvernig skáldið vefur hina sundurleitu þætti saman í eina heild, þannig að hvað grípur inn annað, náttúran, sagan, ástin, kvíðinn, hégóminn og dauðinn. Tilfinningin fyrir náttúru lands ins er einkennilega áþreifan- leg, það er eins og skáldið skynji landið sem lifandi veru, það rennur hvað eftir annað saman við mynd stúlkunnar, svo landið og stúlkan verða í senn markmið og vettvangur ást arinnar. Ég hef ekki í annan tíma lesið ljóð sem bæri jafn- sterkan keim af íslenzku lands- lagi og veðurfari: er engu lík- ara en ljóðið sé rótfast í mold- inni. Matthías fléttar ekki hina einstöku þætti ljóðsins saman á rökrænan eða vitsmunalegan hátt, heldur með einhverju furðulegu „dulrænu“ eða sál- rænu móti. Við skynjum sam- hengið fremur en skiljum það. Taka má dæmi til að reyna að skýra þetta. í fyrsta kafla ljóðs- ins eru þessar hendingar: Dagar okkar eru möskvar í neti guðs en við höfum ekki séð hann ríða líf okkar á strönd þessa hvíthærða brims, sá guli var tregur í gær sagði gráhærður maður við verbúðirnar og snýtti sér í köflóttan tóbaksklút, það lifnar yfir honum svaraði vindurinn og málaði veðurbítinn dag í andlit okkar — bjartan dag í Mont Saint Michail þegar flóðið byltist að ströndinni þurrkaði burt slóð okkar í sandinum og sleikti landið þar sem við skrifuðum ást okkar í fjöruna undir er- lendum himni, hvítum skýjum jafnstyggum og þrá okkar var blá á Kalda- dal .... Hér verða dagarnir „net guðs“, en netið kallar fram ummæli gamla mannsins og andsvar vindsins, og loks kallar dag- urinn, sem er „net guðs“, fram minningu um bjartan dag og flóðið á ströndinni hjá Mont Saint Michail sem þurrkar burt slóð mannanna og tortímir jafn- vel þeim sjálfum, komist þeir ekki undan því. Auðvitað verð- ur þetta aldrei skýrt beinum orðum fyrir þeim sem ekki skynjar hið dularfulla samband milli ólíkra táknmynda. Manni finnst líka sem eitthvert sam- band sé milli hins hvíthærða brims og gráhærða mannsins. Annað dæmi og kannski ljós- ara: Fögur ert þú sem horfir á mig molddökkum augum sem eitt orð getur breytt í tvær opnar grafir ó þessi þröngu moldargöng sem minna á að nornirnar spinna dauða úr rauðum þræði veruleikans, en við hlustum meðan þær syngja stef úr ljóði: vindum vindum vef darraðar, kastar tíminn rekunum á feigðargrun, deyr þrá mín inn inn i bros þitt deyr þrá okkar í bláan draum. Þannig leiðir hver lína og Matthías Johannessen hver mynd af sér aðra óskylda og þó náskylda. Sömu myndir koma fyrir í nýjum samböndum síðar í ljóðinu, og þannig verð- ur það í heild líkast tónverki með síendurteknum stefjum og tilbrigðum við þau. Tungutakið er ljóðrænt og víða upphafið, en Matthías ger- ir sér far um að koma niður á jörð rúmhelginnar öðru hverju með því að skjóta inn í ljóðið hversdagslegum hlutum eins og ómerkilegum dægurmálum, slitrum úr samtölum, nöfnum úr blaðafréttum o. s. frv. Sum- um þykir þetta víst smekklaust, en það stafar, held ég, af þeirri útbreiddu trú að ljóð verði for- takslaust að vera „upphafið" og fjarlægt hversdagsleikanum. Fáar villur eru hættulegri góðri ljóðlist. Eins og vandi er Matthíasar notar hann víða í þessari bók persónuleg tákn sem kunna að vera lesendum óskiljanleg: „þú beiðst eftir fingrum mínum / beiðst lengi eftir brosi mínu, / en bros mitt var Gódót". Þetta verður sennilega óskiljanlegt öðrum en þeim sem kannast við leikrit Becketts, „Beðið eft- ir Gódót". Ég held þetta sé ekki mjög til trafala í „Jörð úr ægi“, enda er Matthías mun ljósari i skáldskap sínum en ýmsir aðr- ir. t. d. Hannes Sigfússon. Matthías hefur lært sérkenni- legt listbragð af brezka skáldinu Dylan Thomas, sem hann beitir a. m. k. sjö sinnum í þessari bók, óg má segja að það sé ýfrið nóg. Það er í því fólgið að gera sam- anburð á tveim alls óskyldum fyrirbærum sem virðast ekki eiga neitt sameiginlegt. Þetta getur oft brugðið óvæntu ljósi yfir lík- ingar, eins og þegar hann segir: „þessi meinglaða stund var kökkur í hálsi hennar / sem bar til hans eins stranga þrá / og Hvítá var þung undan tungunni“ eða „tvísýnn dagur / jafnhvít- ur og Langjökull er óvæginn á bringuna" eða jafnvel „og landið eins nakið og rödd þin var óstyrk". Hér er ákveðið óljóst samband milli hinna óskyldu fyrirbæra: Hvítá er ströng ekki síður en þung, Langjökull hvítur jafnt og óvæginn, og óstyrk rödd er í vissum skilningi nakin. En þegar skáldið segir: „hún lagðist við kræklurnar / eins beygðar af vindi / og lindin var blá í augum hennar" eða „þú varst eins langt í burtu / Og sól- in var rauð á múlanum“, þá er eins og samlíkingin brotni í tvennt, það er ekkert .til að tengja partana saman, eða a. m. k. kem ég ekki auga á það. Eins og títt er um nýstárlegar uppgötvanir hættir Matthíasi til að ofnota þessa, þó það sé vita- skuld engin höfuðsök í svo löngu ljóði. Annað sem mér finnst hann dálítið veikur fyrir er að láta tillit til rims ráða orðavali sínu, þó það hljómi kannski kynlega um ljóð sem er mikið til órímað. Þegar hann segir: „við vissum / þeir voru að græða kaun / sem daunillur tími málaði á landið“, hef ég hann grunaðan um að velja „daunillur'* vegna kaunanna. Eða: „forvitnir eru skuggarnir á kirkjuveggnum / hættulegir eru gluggarnir í andlitum föru-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.