Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. júní 1961 MORGIINBLAÐIÐ 9 manna“ eða „tuggðir punt- strá / uggðir ekki að þér“. Að sjálfsögðu fer oft mjög vel á slíku innrími í ljóðinu, en á stöku stað stingur það mig, vegna þess að rímið virðist ráða vali orða. Það yrði sennilega erfitt að draga efni þessa ljóðs saman í nokkrar setningar, enda skal það ekki reynt. Það er svo marg- slungið og sérkennilega heil- steypt, þrátt fyrir sundurleita þræði, að þess verður aðeins not- ið í heild. Við upplifum í því feg- urð náttúrunnar, vorsins og ástar innar, en undir slær hjarta ótt- ans: dauðinn er í baksýn, hjarta okkar er líka tímamælir atóm- sprengjimnar, og „rauðhesta gest- ir“ eiga eftir að ríða í hlað. Inn í þetta er svo fléttað tilvitnun- um í Gamla testamenti og píslar sögu Krists. Bókin er því ekki eintómur lofsöngur, heldur bland ast honum bassatónar trega, illra forboða og dauðageigs, eins og vænta má á öld sem þessari. En grunntónninn er bjartur og sigur viss. En við þurfum engu að kvíða. Nóttin líður af gömlum vana, við finnum nýtt skjól þegar sólin kemur aftur: sigar vori á dauðann sem fer austan með sviga lævi og slökkur ljósin í kirkjunum — ó land mitt, þessi óvægna öld hvernig hróp hennar deyr í akurinn sem þreyr spor okkar, þessi mold. En við bíðum eftir þetta langa stríð kemur ótamið vor hleypur ausandi folald inn í ljóð okkar. „Jörð úr ægi“ er tvímælalaust meðal merkilegustu ljóðabóka sem fram hafa komið hér á landi síðustu árin. Hún er ekki auð- tekin, maður þarf að venjast stíl Og sérkennilegri tækni skálds ins, en ljóðið er auðugt að snjöllum líkingum, og umfram allt heitum og margháttuðum til- finningum. Gunnlaugur Scheving hefur gert margar góðar myndir í bók- ina og Helgafell vandað mjög til útgáfunnar. Sigurður A. Magnússon. Samkomulagið batnar SEOUL, S-Kóreu, 7. júní. — (Reuter) — Carter Magruder, hinn bandaríski yfirhershöfð- ingi liðs Sameinuðu þjóðanna í Kóreu, lýsti því yfir í dag, að hann mundi framvegis hafa samvinnu við byltingarstjórnina í Seoul, en Magruder snerist mjög eindregið gegn bylting- unni, þegar hún var gerð, eins og kunnugt er. — Astæðan tii yfirlýsingar hers- höfðingjans var sú, að bylting- Brforinginn, Chang Do Yung, skipaði I dag nýjan herráðsfor- ingja — en hann skipaðj áður sjálfur það sæti. Ætlar hann nú eingöngu að snúa sér að stjórnarstörfunum — sem for- sætisráðherra í byltingarráðinu. — Við sérstaka athöfn, er hinn nýi herráðsforingi, Chong Oh Kim, var settur inn í embætti, lét Magruder svo um mælt, að nú loks væri hægt að líta á Chang sem raunverulegan rikis- leiðtoga, er hann hefði afsalað sér herráðsforingjaembættinu. Kvaðst Magruder framvegis mundu reyna að hafa góða samvinnu við hann og stjórn hans. Múrarar Tilboð óskast í múrverk á 24. íbúða sambýlishúsi þ.e. múrhúðun utanhúss og hluta í kjallara. Uppl. gefur til n.k. mánudagskvölds Sæmundur Þórðarson sími 11520 og eftir kl. 6 í síma 37019 og 37867. Stúlkur vanar fyrsta flokks karlmannafatasaum óskast strax. Guðm. B. Sveinbjarnarson, klæðskeri. Garðarstræti 2 helzt vön gufupressun óskast nú þegar. Efiialíiug Reykjavíkur Laugavegi 32B. KEFLAVlK SUÖUKNES. Einbýlishús til sölu ágætt einbýlishús við Smáratún. VILHJÁLMUR ÞÖRHALLSSON, lögfr. Sími 2092 kl. 5—7 s.d. Til sölu mjög nýtízkulegt einbýlishús í Silfurtúni. Selst fokhelt þak full frágengið. Hagstætt verð. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundsson, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6. Símar 1-2002, 1-3202 og 13602. Prjónninn Fyrsta íslenzka priónablaðið, fæst í öllum bókaverzlunum. Útgefaidi. Rauðamöl Seljum góða rauðamöl. Ennfremur vikurgjall gróft og fínt. Sími 50447. Framkvændastjóri Framkvæmdastjóri óskast að góðu fyrirtæki úti á landi. Allar upplýsingar gefur Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Verzlanasambandsins h.f. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Byggmgafélag verkamanna Keflavík Til sölu er 4 herb. íbúð í 3. byggingarflokki. Þeir fé- lagsmenn er vilja neyta forkaupsréttar síns sendi umsókn til formanns Tátúni 21 Keflavík fyrir 15. júní. STJÖRNIN. Hjólbarðaviðgerðir Opið virka daga frá kl. 7 — 11 e.h. Laugardaga frá kl. 1 e.h. — 11 e.li. Sunnudaga frá kl. 10 f.h. — 11 e.h. HJÓLBARÐASTÖÐIN Langholtsvegi 112B. Beint á móti Bæjarleiðum. Kjötbúð til sölu í fullum gangi. Hún er í nýju hverfi, en seld vegna brottfarar úr bænum. Tilboð sendist fyrir laugardag merkt: „Kjötbúð — 1593“. IMýr Opel Rekord árg. ’61 (appdrættisbíll D.A.S. í maí sl.) til sýnis og sölu að Sólvallagötu 31 í dag og næstu 2 daga kl. 10—12 og 14—16. ff afnfirðingar Gerð hefur verið skrá um þá útsvarsgjaldendur í Hafnarfirði einstaklinga og félög sem teljast hafa útsvar álagt 1960 í tæka tíð til þess að eiga rétt á því að þau verði dregin frá hreinum tekjum við niðurjöfnun útsvara á þessu ári. Uppl. um skrána verða veittar á bæjarskrifstof- unni. Simi 50113, 50122 og 50513. Útsvarsgjaldendur eru hvattir til þess að kynna sér skrána og koma á framfæri gögnum til leiðrétt- ingar ef þörf gerist. Þeir sem greiða útsvar í fyrsta sinn í Hafnar- firði á þessu ári er greitt hafa að fullu útsvar annars staðar fyrir s.l. áramót skili staðfestingu þess efnis frá viðkomandi sveitarstjórn á bæjarskrif- stofurnar eigi síðar en 26. júní n.k. Bæjastjórinn í Hafnarfirði, 8. júní 1961. Stefán Gunnlaugsson. Glæsilegt einbýlishús er til sölu við Grenimel. Húsið er 2 hæðir, kjallari og ris. Bílskúr fylgir. Málflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Símar 14400 16766 og 32147. Ms Gullfoss fer frá Reykjavík kl. 12 á hádegi í dag 10. júní til Leith og KaupmannahafncU1. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 10,30. H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS. Iflestamannafél. FÁflOJR Starfræktir um þessar mundir reiðskóla fyrir börn, á Skeiðvellinum við Elliðaár. Kennari er Rosemarie Þorleifsdóttir, sem jafnframt tekur á móti pöntun- um þar, daglega frá kl. 3 til 6 e.h. Einnig tekur hún á móti inntökubeiðnum í félagið. Ennfremur er tekið á móti inntökubeiðnum á skrifstofu félagsins, mánud. þriðjud. og miðvikud. kl. 2—6 e.h. Sími 18978. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.