Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugar'dagur 10. Júni 1961 Otg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. AUKNING HITAVEITUNNAR - GLÆSILEG FRAMKVÆMD l bæjarstjórnarfundi í ** fyrradag skýrði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, frá því að gerð hefði verið framkvæmdaáætlun um lagn ingu hitaveitu í öll hverfi Reykjavikur, sem enn hafa ekki fengið hana. Miðast þessi áætlun við að fyrr- greindu takmarki verði náð í árslok 1965. Þessi fyrirhugaða stækk- un Hitaveitu Reykjavíkur mun ná til bæjarhverfa, sem hafa um 30 þúsund íbúa. Þegar þessi hverfi verða fullbyggð, er gert ráð fyrir að þar muni búa um 40 þúsund manns. Kostnaður við fyrirhugað- ar hitaveituframkvæmdir munu verða rúmlega 200 millj. króna. Þessi aukning hitaveitunn- ar mun verða ein glæsileg- asta framkvæmd, sem ráðizt hefur verið í hér á landi. íbúar Reykjavíkur eru nú um 72 þúsund manns. Hafa um 40 þúsund þeirra þegar afnot af hitaveitunni. Er um þessar mundir unnið að framkvæmdum að lagningu hitaveitu í hverfi, sem hafa um 7000 íbúa. ★ Geir Hallgrímsson skýrði einnig frá því á bæjarstjóm arfundinum í fyrradag, að fengizt hefði loforð hjá Al- þjóðabankanum um að til greina kæmi lánveiting á þessu ári til hitaveitufram- kvæmdanna, að upphæð um 76 milljónir íslenzkra króna. Borgarstjóri gat þess að lánsútveganir væru að vísu mjög háðar því að heilbrigð- ur grundvöllur efnahagslífs- ins yrði ekki brotinn niður. Aukning hitaveitunnar í Reykjavík mun hafa í för með sér stórkostleg aukin lífsþægindi og bætta aðstöðu á fjölmarga lund, fyrir þær 30 þúsund bæjarbúa, sem njóta hennar ekki nú. Reikn- að 'hefur verið út, að ár- legur sparnaður með þessari aukningu mundi nema um 16% milljón króna, eða um 550 krónur á hvern þessara íbúa. ★ Hér er því um að ræða eitt hið mesta hagsmunamál almennings í Reykjavík. — Yerður að vænta þess að engar hindranir verði lagð- ar í veg þessara mikilvægu framkvæmda. — Hitaveita Reykjavíkur hefur allt frá upphafi verið mikið þjóð- nytjafyrirtæki. Hún hefur ekki aðeins skapað þeim, sem hennar njóta glæsileg og ómetanleg lífsþægindi, heldur sparað þjóðinni stór- kostlegar fjárupphæðir í er- lendum gjaldeyri. Á það má ennfremur benda, að það brautryðjandastarf sem unn ið var á vegum höfuðborg- arinnar í þessum efnum hef- ur haft í för með sér hag- nýtingu heita vatnsins í þágu mikils fjölda annarra lands- manna, bæði til upphitunar og ræktunar grænmetis og ávaxta. Allir Reykvíkingar ættu vissulega að sameinast um því að styðja hina fyrirhug- uðu aukningu hitaveitunn- ar. Hörmulegt væri til þess að vita, ef slíkt öngþveiti yrði skapað hér í efnahags- málum að þjóðnýtar og glæsilegar framkvæmdir stöðvuðust. VERÐUR HAND- RITAFRUMVARP- IÐ SAMÞYKKT í DAG? F GÆR var talið líklegt eða jafnvel fullvíst, að frum- varp dönsku stjórnarinnar um afhendingu íslenzku handritanna yrði samþykkt endanlega í þjóðþinginu í dag. Umræðurnar, sem fram hafa farið um málið undan- farna daga, sýna, að stjórn- arfrumvarpið nýtur fylgis yfirgnæfandi meirihluta þingmanna. Ummæli Jörgen Jörgen- sens, menntamálaráðherra, á þingfundi í fyrradag hljóta að vekja sérstaka athygli. Hann komst m.a. þannig að orði, að með handritaafhend- ingunni, réttu Danir íslenzku þjóðinni höndina og að hún muni tengja okkur saman um alla framtíð. Þetta er vissulega vel mælt og drengilega. Skiln- ingur núverandi ríkisstjórn- ar Danmerkur, flokka henn- ar og margra annarra á- i Fæddist andvana en lifir NÝLEGA VAR sagt frá því í fréttum, að barn hefði fæðzt andvana í sjúkrahúsi í Lond- on, en hefði verið komið til lífs með því að gera uppskurð á brjóstholi þess Og núa hjart gætra Dana í öllum flokk- um, á handritamálinu mun tengja þessar tvær náskyldu þjóðir traustum og órjúfandi vináttutengslum um alla framtíð. SÍS SEMUR VIÐ DAGSBRÚN C[ÍS og fyrirtæki þess halda ^ áfram samspili sínu við kommúnista. Fyrst semja þeir á Húsavík til tveggja mánaða, síðan á Akureyri til 4ra mánaða og nú hafa þeir samið við Dagsbrún í Reykja vík og rofið þannig samstöðu við aðra framleiðendur og vinnuveitendur. Trúir nokkur maður því, að Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, skuldugasta fyr- irtæki landsins, sem notið hefur og nýtur margvíslegra fríðinda í lánastofnunum þjóðarinnar sé að beita sér fyrir kauphækkunum af samúð með verkamönnum sínum eða til þess að bæta kjör þeirra? Nei, því trúir enginn, a.m. k. ekki í Reykjavík. Það sem skuldakóngum SÍS geng ur til er allt annað. Þeir hafa fyrst og fremst áhuga fyrir því að brotin séu skörð í varnarvegginn gegn verð- bólgu og dýrtíð. Þeir vilja ekki láta það sannast að nú- verandi ríkisstjórn takist að framkvæma hina lífsnauð- synlegu viðreisnarstefnu sína. Þess vegna hika þeir ekki við að taka höndum saman við kommúnista, fyrst innan verkalýðsfélag- anna til þess að koma á verk föllum og ófriði í þjóðfélag- inu og síðan innan vinnu- veitendasamtakanna til þess að hjálpa kommúnistum að koma kröfum sínum fram. Þetta er sá skollaleikur, sem leiðtogar Framsóknar- flokksins og SÍS-herrarnir leika í dag. Aldrei hefur annað eins glæfraspil verið leikið af nokkrum íslenzkum stjórnmálaflokki, sem telur sig fylgjandi lýðræði og þing ræði í stjórnarháttum. SÍS- herrunum á áreiðanlega eft- ir að verða hált á þessu at- ferli sínu. Það munu þeir reyna fyrr eða síðar. að. Fæðing barnsins gekk mjög erfiðlega og var ekkert, lífsmark að sjá með því, er1 það kom loks í heiminn. Reynt1 var að gefa barninu súrefni ■— en árangurslaust. Læknir andaði gegnum munn þess tili að fá lungun til starfa — en! árangurslaust. í barnið var dælt hjartastyrkjandi lyfjum i— en árangurslaust. Með því var ekkert lífsmark sjáanlegt., Þá skar skurðlæknirinn á brjósthol barnsins, fór með, fingur undir rifin og nuddaði! hjartað, sem aðeins var 7.5 'cm langt og 5 cm breitt., Nokkrum stundum síðar lá( hvítvoðungurinn sprell-lifandii í faðmi móðurinnar. Ekki í fyrsta skipti. J Þegar þessi fregn barst,] fylgdi það með, að þetta værj í fyrsta slppti, sem tækist í' Englandi að bjarga andvana, fæddu barni með þessu móti. En þá kom í ljós, að fyrir fimm mánuðum gerðist ná- kvæmlega hið sama. Af þvií fréttu fáir — alls ekki frétta-i menn — og frásagnir af að- gerðinni birtust aðeins í lækna! tímaritum. En ljóslifandi sönn, ún þess er litli snáðinn, sem hér á myndinni er með for- eldrum sínum. Þegar fréttamenn heyrðu' um litla Philip Charles Paddoc þustu þeir auðvitað af stað' eins og þeirra er háttur og var' nú heldur en ekki þröng á Íþingi umhverfis Philip litla, þar sem hann velti sér sælleg- ur á ullarteppi í garðinum! hjá pabba og mömmu. • „Það var vissulega mjög 1 áinægjulegt —“ Faðir Philips heitir Denn- is Paddoc. Hann er þrjáthj og þriggja ára og drengurinn fyrsta barn hjónanna. Dennis" Paddoc var 10. janúar stadd, Framh. á bls. 15 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.