Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 20
Bókaþáttur Sjá bls. 8. 127. tbl. — Laugardagur 10. júní 1961 l Frábær afrek ! GUÐMUNDUR Gíslason ÍR sannaði það enn í gærkvöldi að hann er mesti sundkappi sem ísland hefur átt. Hann keppti í þremur sundum. Fyrst í 400 m skriðsundi og synti á 4.41.7 — 3,2 sek. frá sínu Islandsmeti. Síðan í 100 m baksundi og bætti tslands- met sitt um 2/10 úr sek. — synti á 1,07,2 og liðu þó aðeins 3 mínútur frá því hann kom „á Iand“ úr 400 m sundinu þar til hitt byrjaði. Loks synti hann fyrsta sprettinn í 4x100 m skriðsundi karla og tekin var á honum millitími. Þá bætti hann fslandsmet sitt sem sett var kvöldið áður úr 57,3 í 57.0. Það er til marks um þjálfun hans að þetta var þriðji sprettur hans þetta kvöld og annað Islandsmetið þetta kvöld. Slíkan afreks- mann höfum við aldrei átt fyrr í neinni grein iþrótta. Ágústa Þorsteinsdóttir Á, setti met í 100 m skriðsundi. Synti hún mjög fallega og tíminn var 1,05.2 2/10 úr sek. betra en íslandsmetið. Sveit ÍR í 4x100 m skrið- sundi setti 4. metið, synti á 4,15,1, en gamla metið átti Ármann 4,20.2. Landsveitar- metið er 4,16,7 svo það gefur nokkra hugmynd um styrk ÍR-sveitarinnar. í henni voru Guðm. Gíslason, Sverrir Þor- steinsson, Þorsteinn Ingólfs- son og Hörður Finnsson. Telpa drukknar í skurði SELFOSSI, 9. júní. — Sl, þriðju- dag varð sá sviplegi atburður í Sandvíkurhreppi í Flóa, að telpa á þriðja ári drukknaði í skurði. Telpan hét Guðbjörg Lea, einkabarn Leós Johansens, bónda á Ljónsstöðum, og Guðbjargar Tyrfingsdóttur, konu hans. Ljóns staðir eru nýbýli þar sem áður var eyðibýlið Haugakot. Voru Englr sáttafundir M B L. hafði samband við Torfa Hjartarson, sáttasemj- ara, í gærkvöldi og innti hann eftir því, hvort nokkr- ir sáttafundir hefðu verið boðaðir með fulltrúum Vinnuveitendasambands ís- lands annars vegar og verkamannafélaganna Dags- brúnar og Hlífar hins vegar. Tjáði hann blaðinu, að svo hefði ekki verið gert og ekki afráðið, hvenær fundur yrði hoðaður. 3°}o Dags- brúnar- manna hefja störf ! SAMKOMULAG Dagsbrúnar og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna nær ekki til nema 1/30 hluta, eða tæplega 3%, allra Dagsbrúnarmanna, þar sem SÍS hefur aðeins 80 —100 verkamenn í sinni þjón ustu hér í Reykjavík. Er því ljóst, að verkfallið heldur á- fram hjá öllum þorra Dags- brúnarmanna, enda köm það ljóst fram í ræðu Eðvarðs Sigurðssonar á Dagsbrúnar- fundinum í gær, að hann ótt- ast mjög að öðrum Dagsbrún- armönnum fari að leiðast í verkfalli, þegar verkamenn hjá SÍS hefja vinnu. Helztu áhrif samkomulags- ins eru þau, að nú hefst vinna hjá Afurðasölu SÍS á Kirkju- sandi, í vörugeymslum SÍS við Reykjavíkurhöfn, uppskipun úr Sambandsskipum og bygg- ingarframkvæmdir á vegum SfS. þau hjónin að rýja fé skammt frá bænum og höfðu telpuna með sér. Þau höfðu augun af henni smástund, en er þau hug- uðu að henni á ný, var hún horf- in. Fóru þau þá að svipast um eft ir henni. Leó hafði látið grafa skurði í landi sínu í vor, og voru þeir barmafullír af vatni og tals- verður straumur í þeim. í einum þeirra fannst telpan drukknuð. Læknir kom þegar frá Se.lfossi, sem reyndi árangurslausar lífg- unartilraunir. — G. G. Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. í fyrrakvöld á Reykjavíkurflugvelli, þegar félagar Nor- ræna rithöfundaráðsins komu hingað til lands. Ársþing ráðsins var sett í Háskólanum í gær. Verksmiðjubruni í dlafsvík Tjón fyrir margar milljónir Ólafsvík, 9. júní SÍLDAR- og fiskimjölsverk- smiðja Hraðfrystihúss Ólafsvík- ur brann í morgun, og mun tjónið nema mörgum milljónum króna. Dráttarvél yfir barn SELFOSSI, 9. júní. — f gær varð enn eitt dráttarvélarslys, er sex ára gömul telpa varð undir traktor uppi í Biskupstungum. Fór annað hjólið yfir hana, þann ig að hún rifbeinsbrotnaði og annað lungað sprakk, sem kallað er. Telpan heitir Guðrún Stein- unn, dóttir Hárlaugs Ingvarsson- ar í Hlíðartúni, sem er nýbýli í landi Austurhlíðar. Verið var að aka mykju á tún, þegar hún varð fyrir traktornum. Grímur Jóns- son, héraðslæknir, flutti hana þegar í sjúkrahúsið á Selfossi, og í gær var hún send áfram suður á Landspítálann. Sagði Kjartan Magnússon, sjúkrahússlæknir á Selfossi, að henni hefði versnað um nóttina, lungað tæmzt af iofti og blætt inn á það. Hann var samt vongóður, um að barnið hefði þetta af. — P. J. Blaðið átti seint í gærkvöldi tal við Landsspítalann, og var því sagt, að bayninu liði sæmi- lega eftir atvíkum og myndi sennilega ur allri hættu. Um stundarfjórðungi fyrir kl. sjö í morgun varð eldur laus í verksmiðjunni. Stafaði hann af sjálfsíkveikju í hraðadeyfi (cyclo). Það er e.k. strokkur sem mjókkar í neðri endann, og mun lýsisblandið mjöl hafa stíflazt niðri í honum og í því kviknað. Verksmiðjustjóri og vélstjóri voru mættir til vinnu, og til- kynntu þeir slökkviliðinu þegar um eldinn. Kom það undir eins Og gekk rösklega til verks. Eld- urinn breiddist hins vegar út um ellt húsið með miklum hraða, svo að þegar bálið var slökkt eft ir rúman klukkutíma, mátti heita, að húsið væri kolónýtt. Þakið féll niður á vélarnar, sem láku niður af hitanum, og eftir standa sprungnir steinveggir IHér hefur gífurlegt tjón og þungt áfall orðið fyrir staðinn. ytra og járnarusl ínnra. Brann Vélar, tæki, hús og vörubirgðir þannig allt, sem brunnið gat. Sjálfu hraðfrystihúsinu, sem er áfast verksmiðjunni, tókst að bjarga, en mikið magn af vara- blutum, vélum og tækjum, sem geymt var í viðbyggðu húsi, gereyðilagðist. hafa ónýtzt. U. þ. b. 20 tonn af mjöli hafa eyðilagzt, svo og síld í þró og lýsi í geymum. Þegar síld veiðist, er illt að vera án verksmiðjunnar, en að undan- förnu hefur Stapafellið aflað um 750 tunnur af síld daglega. - HG Alþjóða sjóveiðimót hefst í Eyjum í dag Auk þess keppt um Evrópumeistaratitilinn Dómsmálaráð- herra kominn frá París DÓMSMÁLA RÁÐHERRA, Bjarni Benediktsson, er nýkom- inn heim frá París, þar sém hann sat fund dómsmálaráðherra þeirra ríkja, ,sem taka þátt í Evrópuráðinu, að Svisslandi við- bættu. Þetta er hinn fyrsti slíkra funda. Frystihúsin lœkka fisk- verðið á Fárskrúðstirði SAMKVÆMT frétt í blaðinu „Austurland, málgagn sósíalista á Austurlandi" hafa frystihúsin á Fáskrúðsfirði lækkað fiskverð til fiskimanna. Segir svo í blað- inu um þessa lækkun (með fisk- verðssamningnum er átt við samning fiskkaupenda og fisk- seljenda, sem gerður var fyrir áramót og átti að gilda allt árið); „Eftir fiskverðssamningnum lækkar fiskverð 20. maí. Á þá fiskur veiddur á línu, 57 cm og stærri að greiðast með kr. 2,97 pr. kg., en með kr. 2,70 sé hann veiddur á færi. Fáskrúðsfirðingar sömdu um að bessi fiskur skuli greiddur með 2,70 hvort heldur hann er veiddur á færi eða Hnu. Þorskur undir 57 cm er verð- lagður- á kr. 2,20 kg eftir 20. maí. Fáskrúðsfirðingar sömdu um kr. 2.00.“ Þess má geta, að annað frysti- húsið á Fáskrúðsfirði er í eign kaupfélagsins, en hitt á Lúðvík Ingvarsson fyrrv. sýslumaður og frambjóðandi Framsóknarflokks- ins. í DAG hefst í Vestmannaeyjum Alþjóðamót sjóstangaveiðimanna með einstaklingskeppni um Evr- ópumeistaratitil á sunnudaginn, en þá um kvöldið lýkur mótinu. 20—30 keppendur úr Reykjavík, og 12 bandarískir keppendur af Keflavíkurflugvelli, lögðu af stað til Vestmannaeyja með Herj ólfi í gærkvöldi, og auk þess taka 12 keppendur frá Vestmannaeyj- um þátt í mótinu. Ýmsir útlendingar höfðu og tilkynnt þáttöku sína í mótinu, en vegna verkfalls urðu þeir frá að hverfa. • • Fullgilt alþjóða veiðimót Mbl. hafði í gær tal af Jó- hanni Sigurðssyni, umboðsmanni Flugfélags fslands í Englandi, en hann hefur, sem kunnugt er, haft forgöngu um sjóstangaveiði hérlendis. Jóhann sagði, að þég- ar einsýnt hefði verið um að útlendingarnir mundu ekki kom- ast til keppni, hefði verið um það rætt að halda íslandsmót nú, en fresta alþjóðamótinu um tvo mánuði. Er Jóhann frétti þetta átti hann tal við Mr. Hastilow, forseta alþjóðasamtaka sjóveiði- manna (The International Con- federantion of Sea Anglers, ICSA), og mælti hann með því að mótið yrði haldið engu að síður, þar sem mörg slík mót yrðu vafasamt væri þá, að margir þátttakendur fengjust erlendis haldin í Englandi og Frakklandi í ágúst og september n.k., og frá. Mótið nú yrði engu að síður fullgilt alþjóðamót og Evrópu- meistarakeppni. Á mótinu verður keppt um al- þjóðaliðsbikar þann, sem Flug- félag íslands gaf í fyrra, svo og um fleiri bikara. Á sunnudag- inn verður keppt um gull og silf- urverðlaun í Evrópumeistara- keppninni, en verðlaunin eru gef in af ICSA. Þeim keppandanum, sem sigur ber úr býtum, verður síðan boðið að taka þátt í móti erlendis, þar sem allir Evrópu- meistararnir frá hinum ýmsu löndum munu leiða saman hesta • Kvikmynda- og blaðafólk Viðstödd mótið í Vestmanna- eyjum nú um helgina verður er- lent kvikmynda- og blaðafólk. Kvikmyndamaður frá Pathe Pict- orial, Les Isaacs að nafni, og taka litmyndir af mótinu, og verða þær síðan sýndar í 900 kvikmyndahúsum í Englandi og auk þess í Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þá verður og með í förinni fréttamaður frá stærsta íþróttablaði Bandaríkjanna, —- Sports Illustrated, Derrek Base Framh. á bls. 19 Bændahöllin fær 35 milljónir GENGIÐ hefur verið frá 35 I milljón króna láni, sem Fram L kvæmdabanki íslands veitir Bændahöllinni. Hér er um að ræða 10 ára lán, sem veitt er með venjulegum skilmálum. Lánið er veitt til þess að hægt sé að ganga frá þeim hlutum Bændahallarinnar, sem ætlað- ir eru gistihúsinu til afnota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.