Morgunblaðið - 11.06.1961, Page 1

Morgunblaðið - 11.06.1961, Page 1
24 slður og Lesbók Danska þjóöþingiö samþykkir handritafrum varpið með mikl- um meirihluta Jörgen JÖrgensen flutti síðustu þingræðu sína við afgreiðslu málsins Kaupmannahöfn, 10. júní — (Einkaskeyti frá Páli Jónssyni) HANDRITAMÁLIÐ var samþykkt í danska þjóðþinginu í dag með 110 atkvæðum gegn 39. Því næst var milliríkja- samningurinn um afhendingu handritanna samþykktur með 110 atkvæðum gegn 40. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram gáfu talsmenn flokkanna Stuttar yfirlýsingar um afstöðu sína. Þeir létu sér nægja ýmist að mæla með eða móti frumvarpinu, en það var greinilegt að deilan stóð til loka umræðnanna. Umræður um handritamálið voru allharðar síðustu dagana, en þó er það eftirtakanlegt, að jafnvel þeir menn sem harðast mæltu gegn afhendingu handritanna forðuðust algerlega að mæla nokkrum meiðandi eða móðgandi orðum til íslendinga. Að því leyti hafa umræðurnar þrátt fyrir hitann borið svip kurteisi og skilnings á milliríkjasambúð. Með og móti. Með frumvarpinu greiddu at- kvæði allir þingmenn Jafnaðar- mannaflokksins, Radikalaflokks- ins og hins sósíalíska flokks Aks els Larsen. í>á greiddu þyí at- kvæði 16 þingmenn Vinstri flokksins, 6 úr íhaldsflökknum og háðir þingmenn Grænlands. Vek ur það nokkra athygli að fulltrú- ar Grænlandg voru hlynntir af- hendingu, því að andstæðingar afhendingar höfðu sérstaklega mótmælt því að handrit sem fjöll uðu um landnámið í Grænlandi eins og Flateyjarbók yrðu afhent íslendingum. Móti frumvarpinu greiddu at- kvæði flokksmenn fhaldsflokks- ins 14 þingmenn Vinstri flokks- ins og þingmenn óháða flokksins. Frh. á bls. 23. SÍS greiðir her- kostnað kommúnista I SAMNINGUM sem SÍS hefur gert við Dagsbrún er ákvæði um, að vinnu- veitandi greiði sem svar- ar 1% af dagvinnukaupi í styrktarsjóð Dagsbrúnar. í fyrri vinnudeilum hafa samningamenn Dagsbrún- ar oft gert kröfu um slíka greiðslu, en henni hefur ekki verið sinnt, þar sem vitað er að fénu, sem þannig safnaðist myndi ekki varið í þágu óbreyttra Dagsbrúnarmanna heldur til að greiða áróðursher- ferðir og önnur útgjöld kommúnista. Nú hafa þeir furðulegu hlutir gerzt, að SÍS hefur samið um að leggja í slík- an styrktarsjóð. Ef aðrir atvinnurekendur færu að dæmi þeirra myndu a.m.k. 2 millj. kr. koma í sjóð- inn árlega hjá Dagsbrún einni. Ætti það að duga fyrir álitlegri „friðarsókn“ eða öðru slíku. Álit SÍS hefur staðið höllum fæti í landinu vegna sérréttinda þess, og sízt mun álit þess aukast, þegar það nú fer að styrkja áróðursherferðir kommúnista. Verður Kennedy að ganga við hækjur? WASHINGTON, 10. júní. — Horfur eru nú taldar á því Styrkja Rússar 8Í8? Athyglisverðar fjárgreiðslur í sambandi við olíuflutninga „Hamrafells" fyrir þá MORGUNBLAÐEÐ hefur fregnað, að Rússar hafi á síðasta ári og í byrjun þessa árs, greitt SÍS u.þ.b. 6 «hill- ingum hærra farmgjald en samningsbundið var fyrir olíuflutninga „Hamrafells“ ærá Rússlandi, enda þótt hið umsamda verð sé nú tals- vert hagstæðara en farm- gjöld á heimsmarkaðinum. Geta flutt að vild. Olíukaupsamningunum við Frh. á bls. 2 að Kennedy Bandaríkjafor- seti verði að ganga við hækj ur vegna meiðsla í mjó- hryggnum, sem hafa tekið sig upp. Kennedy hefur allt frá því hann var í skóla haft tilhneigingu til þursabits og þegar hann lenti í svaðilförum á stríðsárunum var hann svo illa haldinn að setja varð lítið járnstykki í bakið á honum. — Að þessu sinni tók bakverkur- inn sig upp að nýju hjá Kennedy er hann var í heimsókn í Kanada Sumarblóm á Austur- velli Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. fyrir nokkru. >ar var Kennedy eins og fleiri stórmenni, sem heimsótt hafa Kanada, beðinn um að planta tré fyrir utan stjórnar- ráðið í Ottawa. Athöfn sú var mjög hátíðleg og stóð Diefenhak er forsætisráðherra hjá og horfði á, þegar Kennedy mokaði mold að plöntunni með lítilli skóflu. Nokkrir viðstaddir tóku eftir þvi, að Kennedy gretti sig allt í einu, eins og af miklum og skyndileg- um sársauka. Að öðru leyti tókst honum að dylja kvalirnar. Nú er það upplýst, að Kennedy hafi allan tímann síðan þjáðst af bakverk og hafi þetta fengið nokk Frh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.