Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudgur 11. júní 196i ÁRSÞING Norræna rithöf- undaráðsins var sett í Há- skólanum í fyrradag kl. 2. Ávörp fluttu Stefán Júlíusson form. Rithöfundasambands ís- lands og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, en Jan Gehlin varaformaður sænsku rithöfundasamtakanna þakk- áði móttökurnar með nokkr- um orðum fyrir hönd hinna norrænu gesta, sem komu til landsins á fimmtudagskvöld. Að setningarathöfn lokinni náðu fréttamenn Morgunhlaðs ins sem snöggvast tali af 1 nokkrum gestanna og lögðu fyrir þá spurningar. Hans Lyngby Jepsen, for- Jmaður „Dansk Forfatterfor- ening“, sagði að í dönsku rit- höfundasamtökunum væru nú um 400 meðlimir, þeirra á meðal barnabókahöfundar og höfundar vísindarita. Höfund- ar fagurbókmennta eru kring um 250 talsins. ' Jepsen kvað Norræna rit- höfundaráðið nú mundu taka til umræðu höfundaréttinn, en hann hefur þegar verið lög- festur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. í því sambandi minntist hann á viðskiptin við Sovétríkin sem hefðu skapað dönskum rithöfundum mikla erfiðleika, því Rússar greiddu aldrei fyrir þær bækur er- lendra höfunda sem þeir gæfu út í þýðingum. Hins vegar fengju rússneskir höfundar fulla greiðslu fyrir sínar bækur á Norðurlöndum. Jep- sen kvaðst hafa góðar vonir um, að á þessu yrði ráðin bót í náinni framtíð. Þegar talið barst að dönsk- um bókmenntum samtímans sagði Jepsen að þekktustu og vinsælustu skáldsagnahöfund- ar Dana væru William Heine- • sen, Karen Blixen, H. C. Branner og Karl Bjarnhof. Sagði hann að Heinesen, sem er Færeyingur eins og kunn- ugt er, nyti sérstakra vin- 1 sælda og hefði oft verið orð- aður í sambandi við Nóbels- verðlaunin. Af ljóðskáldum , nefndi Jepsen hið aldna skáld Tom Kristensen, sem enn yrk- ir við og við, en fæst þó einkanlega við bókmennta- gagnrýni á seinni árum. Hann , kvaðst ekki vilja nefna yngri Hans Lyngby Jepsen höfunda, því þá yrði listinn of langur. Danskar bókmenntir eru mjög opnar fyrir erlendum áhrifum, sagði Jepsen. Þar má finna flestar þær stefnur sem við lýði eru í heiminum, jafnvel frönsku „absurd“- stefnuna. Hann kvað nýjar enskar og amerískar bók- menntir hafa haft mikil áhrif ekki síður en franskar. Til væru jafnvel höfundar sem skrifuðu í stíl Kerouacs hins bandaríska. Þegar Jepsen var spurður um handritamálið kvað hann vera skiptar skoðanir um það meðal danskra rithöfunda ekki síður en meðal lögfræð- inga og vísindamanna. Hann vildi ekki láta neitt uppi um eigið álit á málinu. Að lokum kvaðst Jepsen hafa verið fullur eftirvænt- ingar á leiðinni til íslands, því allir norrænir menn hlytu að líta sögueyjuna sérstökum augum. Landslagið hér væri stórfenglegt og minnti mann á sögurnar. rK Martti Santavuori, formað- ur „Suomen Kirjailijaliitto", sagði að í samtökum finnsku- mælandi rithöfunda í Finn- landi væru um 300 meðlimir, mestanpart höfundar fagur- bókmennta. Leikskáld, gagn- rýnendur og ýmsar aðrar stétt ir höfunda hafa sín eigin sam tök, en eiga jafnframt aðild að höfuðsamtökunum. Martti Santavuori Þegar fréttamaðurinn spurði um finnskar bókmenntir sam- tíðarinnar, benti Santavuori á félaga sinn, Tuomas Anhava, og kvað hann vera eitt helzta ljóðskáld yngri kynslóðarinn- ar í Finnlandi auk þess sem hann væri þekktur gagnrýn- andi. Þeir urðu ásáttir um að ljóð listin hefði verið upp á sitt bezta í Finnlandi fyrir nokkr- um árum, en nú hefði skáld- sagan tekið forustuna. Nefndu þeir fyrst tvo þekktustu skáld sagnahöfunda Finna, Mika Waltari og Veinö Linna. Walt- ari er í finnsku akademíunni, en þeir vildu ekki ræða gildi verka hans á þessum vett- vangi. Veinö Linna hefur átt geysimiklum vinsældum að fagna í Svíþjóð. Bók hans, „Óþekktur hermaður", seldist mest allra bóka í Svíþjóð árið 1955. Hún seldist í 330.000 ein tökum í Finnlandi einu. Af öðrum skáldsagnahöfund um ber fjóra hæst: Eeva Jo- enpelto, sem nýtur mikillar hylli í Danmörku og Svíþjóð, Veikko Huovinen Veijo Meri og Antti Hyry. Einnig má nefna höfundinn Martti Larni sem unnið hefur hjörtu Rússa með furðulegum hætti. Hann hefur samið tvær satírur, aðra um bandarískt viðskiptalíf, en hina um finnskt viðskiptalíf. Seldist hvor bók í tveim milljónum eintaka í Sovét- ríkjunum, og bókin um Banda ríkin var færð í leikritsform og sett á svið í Leningrad. Krúsjeff var svo hrifinn af þessari bók að hann gat ekki lagt hana frá sér og missti svefn heila nótt hennar vegna. Martti Larni er varaformaður finnsku rithöfundasamtak- anna og andvígur kommúnist- um í pólitík! Af finnskum ljóðskáldum nefndu þeir félagar Paavo Márten Ringbom Haavikko, Pentti Holappa og Helvi Juvonen, sem er látin en var eins konar spákona nú- tímaljóðlistar í Finnlandi. Þegar talið barst að gagn- kvæmum áhrifum sænsku- mælandi og finnskumælandi höfunda í landinu, sögðu þeir að á seinni árum hefðu þau aukizt að mun. Nú læsu finnsk ir og sænskumælandi höfund- ar bækur hverir annara, eink- um yngri kynslóðin, og mætti þannig tala um ákveðin gagn- kvæm áhrif. Þá bentu þeir á þá athyglisverðu staðreynd, að sænskumælandi höfundar í Finnlandi hafa haft mikil áhrif á bókmenntir í Svíþjóð. Nútimaljóðlist barst t. d. til Svíþjóðar um Finnland, því Edith Södergran var fyrsti raunverulegi módernistinn á sænska tungu. Hún kom fram í Finnlandi árið 1919. Márten Ringbom, ritari „Finlands Svenska Författ- areförening", kvað 158 með- limi vera í samtökum sænsku mælandi höfunda í Finnlandi. Hafa þessir höfundar tvo höf- uðútgefendur í Finnlandi en auk þess hafa þeir samninga við sænska útgefendur, þann- ig að bækur þeirra koma sam- timis út í Finnlandi og Sví- þjóð. Ljóðlistin sænskumælandi Finna frá upp hafi fram á þennan dag. Edith Södergran hefur þegar verið nefnd. Gunnar Björling, sem lézt í fyrra, var annað mikið ljóðskáld, svo og Rabbe Enck- ell sem nú býr í heiðursbú- stað samtakanna í Borgá. Af leikskáldum ber Wal- entin Chorell hæst, og er í ráði að eitt verka hans verði fært upp á Broadway í New York á næstunni. Skáldsagnahöfundar e r u margir, en meðal þeirra kunn ustu eru Christer Kihlman og Jörn Donner. Kihlman fékkst áður við ljóðlist eingöngu, en i fyrra gaf hann út fyrstu skáldsögu sína, og kom hún út í þremur upplögum. Felur hún í sér hvassa gagnrýni á þjóðfélagið og ýmsar hugsjón- ir samtímans, er dálítið í ætt við existensjalismann. Donner hóf feril sinn fyrir tíu árum og varð eins konar „enfant terrible“ í bókmenntunum. Þekktasta bók hans er lýsing á Berlín eftir heimsstyrjöld- Thorolf Elster ina, sem kom m. a. út í Banda ríkjunum. Af höfundum sem einkum lýsa sveitalífi eru tveir þekkt- astir, Evert Huldén og Leo Ágren. • Fréttamennirnir hittu einn- ig að að máli þá Thorolf Elst- er frá Noregi og Jan Gehlin frá Svíþjóð. Gömlu íslenzku sögurnar eru líka hluti af bókmennta- sögu okkar, og hann ekki rýr, sagði Elster. Hlutur sagnanna er sennilega eins mikill í Sví- þjóð og í Nofegi, sagði Gehlin, sem er varaformaður sænska rithöfundasambandsins, hins vegar er Ynglingasaga undir- stöðurit í sænskri bókmennta- sögu og okkur finnst hún jafn sænsk og íslenzk. Formaður sænska rithöf- undasambandsins gat því mið- ur ekki komið á þingið, það er Stellan Arvidson, sem er mikill sérfræðingur í Gunnari Gunnarssyni. Ég las Gunnar þegar ég var 15 ára, sagði þá Norðmaður- inn. Eg var mjög hrifinn. Seinna fór ég út í Kiljan. Elster taldi, að norskar nú- tímabókmenntir væru 10—15 árum á eftir þróuninni í Sví- þjóð. Það sagði Gehlin að væri m. a. vegna þess for- skots, sem Svíar hefðu fengið í stríðinu. Þá hefðu þeir getað legið yfir bókum í rólegheit- um á meðan Norðmenn stóðu í stórræðum. Auk þess væru Svíar sennilega opnari fyrir erlendum áhrifum. Absurdism inn er t. d. mjög vinsæll í sænskum leikhúsum sem stendur, en á vafalaust mjög erfitt uppdráttar í Noregi. Ungir höfundar experíment- era mikið meira í Svíþjóð og það hleypir að minnsta kosti alltaf nýju blóði í bókmennt- irnar, hvað sem um annað má segja. Eru nokkrar stefnubreyt- ingar í bókmenntunum á Skandinavíuskaganum? Jan Gehlin Ein breyting er greinileg, hvað sem um annað má segja, sagði Elster, það éru aukin áhrif þýzkra og franskra bók- mennta, fráhvarf frá ensku- mælandi rithöfundum, sem voru mest í tízku upp úr 1930. Þessu samsinnti Gehlin og taldi orsökina hinn aukna á- huga rithöfunda á siðferðileg- um og heimspekilegum við- fangsefnum, sem þýzkir og franskir fjalla svo mjög um. Amerískar bókmenntir halda þó alltaf sínu, sagði Elster. Það eigum við Sigurd Hoel að þakka í Noregi. Handritamálið? Ég er sænskur. Blanda mér ekki i málið. Sama mín megin, sagði Norðmaðurinn. Ég vona að þetta fari allt saman vel. Þetta er mál, sem tvær frændþjóðir gera upp sín á milli, bætti Gehlin við, en ég vil ekkert láta hafa eft- ir mér um málið. Áhrif íslendingasagnanna á norskar og sænskar bókmennt ir? Mjög mikil á norskar bók- menntir, sagði Elster, bæði stíllinn og mannlýsingar. Knappar gagnorðar mannlýs- ingar, þar sem mest er lesið milli linanna. Mest eru áhrif- in á Björnstjerne Björnson. Bein áhrif sagnanna á sænskar bókmenntir eru ekki svo mikil, skaut Gehlin inn í, en þær hafa verið og eru lind, sem við Svíar höfum ausið af. Það er efnið og sjálfar frá- sagnirnar, sem hafa innblásið Svía. Hlutverk rithöfundanna? Hlutverk listanna er alltaf það sama, sagði Elster, að ryðja meningunni braut. Það talar sennilega sinu máli, að í einræðisrikjum, eins og Þýzka landi nazismans og í Rúss- landi, er alltaf byrjað á því að taka listamennina taki. Mér finnst hálfskrýtið að vera kominn hingað til ís- lands, sagði Gehlin, til þessa lands sem ég er búinn að þekkja svo lengi úr bókum. Einkennilegast af öllu er græni liturinn. Græn þök, grænir bílar, græn tún og svo mosinn. Merkilégast finnst mér, sagði Elster, að ísland, sem er svona nálægt Ameríku og hefur svo mikil samskipti við Bandaríkjamenn, er að mínum dómi minnst „ameríkaníser- aða“ land Vestur-Evrópu. Það finnst mér að minnsta kpsti. Hvað er Hekla langt héðan frá Reykjavík? spurði Gehlin að lokum. Þegar honum var sögð vegalengdin, þá var eins og honum létti. | ! ■ » í i : i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.