Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 13
I Sunnuðgur 11. 3önl 1961 MORGVNBLÁÐI9 13 Heita vatnið streymir upp um borholur í miðri höfuðborginni. S tór f ramkvæmdir < við hitaveituna * Á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag skýrði Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, frá stór- framkvæmdum þeim, sem hafn- ar eru við Hitaveitu Reykjavík- ur. Samkvæmt áætlun þeirri, sem borgarstjóri gerði grein fyrir, er gert ráð fyrir að hita- veita verði komin í öll hverfi Reykjavíkur eftir rúm 4 ár eða í árslok 1965. Hitaveita í öll hverfi bæjar- ins er mjög fj árfrekt fyr- irtæki og því einsýnt, að til þeirra stórframkvæmda, sem hafnar eru, hlýtur að verða að afla mikils lánsfjár. Eftir að viðreisnarráðstafan- irnar höfðu verið gerðar á síð- asta ári og Islendingar sýnt með þeim, að þeir vildu treysta efnahag sinn, opnuðust á ný möguleikar til að afla lánsfjár eftir eðlilegum leiðum og með hagkvæmum kjörum. Hitaveit- an er eitthvert bezta fyrirtæki, sem Islendingar geta ráðizt í. Enda þótt hún verði byggð á traustum fjárhagsgrunni og geti sjálf staðið undir útgjöldum sín- um, mun aukningin, sem nú er fyrirhuguð, spara bæjarbúum hvorki meira né minna en 16 Vz milljón króna árlega miðað við það að þeir yrðu að kynda hús 6Ín með olíu. Er hér um að ræða ca. 550 króna sparnað á hvern einstakling. Alþjóðabankinn hefur rann- eakað áætlanir um þessar stór- framkvæmdir hitaveitunnar og er allt útlit fyrir að frá honum fáist stórlán til framkvæmd- anna, ef ekki verður kippt stoð- um undan efnahagslegu jafn- vægi á íslandi enn einu sinni. Verkföll kjarabætur I miðjum verkföllum, sem miða að því að knýja fram stórhækkuð laun, er ekki úr vegi að benda á að þessi eina framkvæmd, aukning Hitaveitu Reykjavíkur, mun spara þeim fjölskyldum, sem hennar njóta nálægt 3% meðallauna. Þetta dæmi skýrir nokkuð, hvað við er átt, þegar talað er um kjarabótastefnu, sem and- etöðu verkfalla og verðbólgu- stefnunnar. Ef við höfum mann- dóm til að tryggja efnahag okkar, eru sköpuð tækifæri til margháttaðra stórframkvæmda, sem annars vegar geta sparað borgurunum mikil útgjöld og hinsvegar stóraukif^ afköst þjóð- arinnar og þar með staðið und- jr raimverulegum kjarabótum. Verkfallastefna og óraunhæf- •r kaupkröfur geta hinsvegar REYKJAVÍKURBRÉF ekki leitt til annars en verð- bólgu og þess jafnvægisleysis, sem skerðir kjörin og girðir fyr ir þær stórstígu framkvæmdir, sem annars eru á næsta leyti. Þegar miðlunartillögu sátta- semjara var hafnað, var jafn- framt stefnt í voða þeim fram- kvæmdum, sem fyrirhugaðar eru vegna þess, að alþjóðlegar lánastofnanir veita ekki lán til þeirra ríkja, sem ekki kunna fótum sínum forráð og sólunda fénu í hít uppbóta og stjórn- leysis. En alkunna er það, að mörg þau erlendu lán, sem Is- lendingum hafa verið veitt, hafa verið fengin af annarleg- um ástæðum, enda ekki orðið að því liði, sem heilbrigð lán til hagkvæmra fyrirtækja eiga að verða. Fyrsti vísir um 1930 Hitaveita í heilum íbúðar- hverfum er tiltölulega ný af nálinni. Fyrstu framkvæmdir í þá átt voru gerðar hér um 1930 þegar tilraunaveitan var lögð frá Þvottalaugunum. Má því segja að um öra þróun sé að ræða, er allir Reykvíkingar búa við þessi þægindi 35 árum síðar, þrátt fyrir alla fólksfjölg- unina í bænum. Samt sem áður hefði það ver- ið þjóðinni mjög hagkvæmt, að geta lagt i þessar stórfram- kvæmdir fyrr. Grundvöllur hef- ur hinsvegar ekki verið fyrir því vegna þess að erlendar lánastofnanir voru okkur lok- aðar meðan við ekki tryggðum grundvöll efnahagslífsins. Er líka eðlilegt að bankamenn séu ekki gírugir í að lána þeim sem sólunda fénu, þegar mikil eftir- spurn er eftir því hvaðanæva til góðra og arðbærra fram- kvæmda. Er það að sínu leyti svipað og það að menn langar ekki mikið til að lána þeim ein- staklingum stórfé, sem eyða því í stað þess að leggja það í góð- ar framkvæmdir. Samspil SÍS og kommiínista Nú er enn vegið að efna- hagskerfi íslendinga og áhlaup- ið er beinlínis og vísvitandi gert í þeim tilgangi að reyna að stofna til upplausnar og vand- ræða. Aðferðirnar eru gamal- Laugard. 10. júní , þekktar, en þó með nýjum til- brigðum. Aðförin er gerð undir því yfirskyni að verið sé að v’inna að kjarabótum fyrir alþýðuna. Þess er þó vandlega gætt að fallast ekki á neina lausn, sem leitt gæti til raunhæfra kjara- bóta og sérstaklega þó að hindra að komið sé á samning- um til langs tíma, sem tryggi það öryggi í þjóðlífinu, sem leiði til stóraukinna fram- kvæmda. I þetta sinn var fyrir- fram samið um það milli stjórn arandstöðuflokkanna tveggja, kommúnista og Framsóknarleið- toganna, að Samband íslenzkra samvinnufélaga mundi rjúfa þá samstöðu, sem ætíð hefur verið með vinnuveitendum og koma þannig í veg fyrir að sú stefna mætti ríkja hér sem annars staðar, að launþegar og vinnu- veitendur semdu sín á milli um kaup og kjör án pólitískra af- skipta. Þar með skyldi hindraður framgangur eins af meginstefnu miðum ríkisstjórnarinnar, þ. e. a. s. að komið yrði í veg fyrir pólitísk afskipti af vinnudeil- um, svo að launþegar gætu fengið þær raunhæfu kjarabæt- ur, sem atvinnuvegirnir yrðu sjálfir að standa undir. Með pólitísku samspili þessara tveggja flokka skyldi kaup- gjald spennt svo hátt upp að útilokað vaéri annað en ríkis- valdið gerði sérstakar ráðstaf- anir til að hindra samdrátt og atvinnuleysi. Síðan átti svo að kenna ríkisstjórninni um ófar- irnar og sérstaklega að undir- strika að stefna hennar hefði brugðizt. En sjónarspilið hefur verið svo augljóst og illa á svið sett, að hver einasti landsmaður ger- ir sér grein fyrir því að hér er verið að leika Ijótan leik. Ríkis- stjórnin mun því ekki veikjast heldur styrkjast af því að bregðast af mánndómi við vand anum og gera hverjar þær ráð- stafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja efnahaginn á ný, ef tilræði kommúnista og Fram- sóknarmanna heppnast. Kommúnisfar auð- vitað kampakátir í dag, laugardag, fagnar Þjóð- viljinn ákaft yfir liðveizlu SÍS við heimskomm.únistmann. Sér- staklega er blaðið ánægt yfir því, að samvinnufélögin skulu ætla að greiða herkostnað kommún- ista hér á landi. Um það segir í ritstjórnargrein: „Er þá ótalið það ákvæði að atvinnurekandi skuldbindur sig til þess að greiða í styrktarsjóð Dagsbrúnar sem svarar 1% af al mennum kaupgreiðslum sínum til verkamanna og er það mjög veigamikill félagslegur árangur". Nánar skýrir blaðið hinn félags léga árangur sem forsprakkar Framsóknarflokksins hafa fært heimskommúnismanum á gull- diski og segir: „Verkalýðssamtökin hafa náð mikilvægum árangri. Þau hafa styrkt aðstöðu sína 1 þjóðfélag- inu til mikilla muna og eru nú mun betur búin en áður undir sóknina að næstu áföngum". Þannig er ekkert dult með það farið, að Framsóknarflokkurinn hafi styrkt kommúnista í þeirri baráttu, sem þeim er boðið að heyja hér á landi. Og kommún- istamálgagnið heldur áfram að hrósa_ SÍS og Framsóknarleiðtog unum, sem „hófu í staðinn sam- starf við verkalýðssamtökin um lausn á vinnudeilunum og það samstarf hefur nú borið árangur í samningunum við Dagsbrún, félögin á Akureyri, Húsavík og víðar. Þessi samvinna er ekki að eins úrslitaatriði til lausnar á kjaradeilunum nú heldur getur hún haft afdrifaríkustu áhrif á þróunina framvegis". Samvinnan á þannig ekki að verða endaslepp, hún að halda áfram og hafa „afdrifaríkustu áhrif á þróunina framvegis". Menn skilja væntanlega hvað við er átt og hvaða hlutverk Fram- sóknarflokknum er ætlað að inna af höndum framvegis. Bráðabirgðalögin- um flugið Sjaldan mun lagasetningu hafa verið tekið með meiri og almennari ánægju en bráða- birgðalögumnn um að tryggja rekstur flugfélaganna. — Með þeim lögum gerði ríkisstjórnin það, sem borgararnir ætluðust til af henni. Kommúnistar ætluðu sér að láta örfáa starfsmenn stöðva þennan mikilvæga atvinnuveg. Hugsuðu þeir sem svo að flug- félögin hlytu að fallast á mikl- ar kauphækkanir til þessara fáu manna. Það væri lítill liður í rekstri þeirra. Gerðu þeir þess vegna ráð fyrir að f’ gfélögin mundu reyna að kljúfa sig út úr Vmnuveitendasambandinu og síðan átti að nota samning- ana við þau til þess að knýja á um sömu kauphækkanir til allra launþega á landinu. Auðvitað gátu flugfélögin ekki farið þessa leið.. Þau hafa skyldur við sína félaga í Vinnu- veitendasambandinu alveg eins og launþegar standa saman í fé- lögum sínum, þótt vinnustöðv- anir komi misjafnlega við þá. Vegna sérstöðu flugfélaganna var því eina rétta lausnin að tryggja rekstur þeirra með lög- gjöf eins og gert var. Lögin skulu virt 1 fyrri verkföllum hafa komm únistar beitt hvers kyns lög- leysum, sett upp vegatálmanir, leitað í bílum manna og jafnvel húsakynnum, eyðilagt eignir o.s.frv. Minna hefur á þessu borið nú, vegna þess að komm- únistar gera sér ljóst, að al- menningur krefst þess að lög- um og rétti sé haldið uppi I þjóðfélaginu. Formaður Dagsbrúnar, Eð- varð Sigurðsson, hefur þó op- inberlega hvatt til lögbrota, og er það honum og félagi hans lítt til sóma og sízt af öllu til þess fallið að vekja samúð með félögum hans. Verkföll eru nógu alvarleg, þótt leitazt sé við að gæta hófs og fara að lögum. Þess vegna krefjast borgararnir þess, að fast sé staðið gegn öllum til- raunum kommúnista til að brjóta lög íslenzka lýðveldisins og innleiða hér „réttarfar al- þýðudómstóla.“ Handritin heim Þó mest sé nú rætt hér um efnahagsmálin og horfur á þvi sviði, vegna verkfallanna, fylgj- ást menn líka af miklum áhuga með framvindu handritamáls- ins. Á málinu hefur verið haldið með hógværð af núverandi ríkis stjórn á sinn hátt, alveg eins og gert var í landhelgismálinu með hinum ánægjulegu lyktum þess. Árangurinn af hinum Framh. á bis. 14. j t ym.uu mivmiW^IW^uiiiiiu n ■ i Juinnmmimi: ■ i w* Unnið hitaveituframkvæmdir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.