Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 15
Sunnudgur 11. júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Uppeldi æskunnar ekki heilt nema tdnlistin sé einn þáttur þess Kveðjuspjall við pólska hljóm- sveitarstjórann Bohdan Wodiczko — ÉG er Pólverji — Var- sjárbúi. Fæddur í Varsjá og uppalinn, hlaut þar menntun mína að mestu og hef lengst af starfað þar. — -Staður, sem mað- ur er tengdur í svo ríkum mæli, hlýtur alltaf að standa huganum nærri og vera hjartanu kær — og þar kýs maður eðlilega helzt að verja starfsorku sinni, heimahögum, landi og þjóð til þess gagns, sem verða má. Þess vegna gladdist ég vissulega, þegar mér var boðin glæsileg staða við hina miklu, nýju óperu í Varsjá. Og þangað held ég nú brátt, staðráðinn í því að leggja mig allan fram við að byggja upp og móta þessa nýju lista- stofnun og hefja hana til vegs og virðingar. — En það vil ég taka fram, áð- ur en ég fer, að hvergi kysi ég raunar fremur að starfa, utan míns heima- . lands, en hér — og ég er staðráðinn í að neyta fyrsta færis, sem gefst, til að heimsækja . ísland að nýju. Eitthvað á þessa leið fór- ust pólska hljómsveitarstjór- anum Bohdan Wodiczko m.a. orð, þegar blaðamaður Mtol. hitti hann snöggvast að máli á dögunum, í tilefni þess, að hann er nú að hverfa úr landi, en eins og kunnugt er hefir hann um nokkurra mánaða skeið þjálf að og stjómað Sinfóníu- hljómsveit íslands, meðmjög góðum árangri. — Hann tek- ur nú torátt við störfum sem aðalforstjóri við nýtt óperu- hús í Varsjá, eins og frá var greint í frétt hér í blaðinu á dögunum. ★ Við fyrstu sýn Bodhan Wodiczko er maður, sem vekur eftirtekt þegar við fyrstu sýn. Hann er grannholda, léttur á fæti og hvikur í spori, en allsér- kennilegur í hreyfingum — gengur álútur nokkuð, og gefur göngulagið hugmynd um, að hann muni vera ákafamaður og áhlaupa. Skarpleitur er hann vel, brúnaskápar alldjúpir, nefið hátt, munnurinn varaþunn- ur og fastmótaður og gefur til kynna, að maðurinn sé einbeittur, hvað sterkleg, framstæð hakan leggur enn frekari áherzlu á.—. Við fyrstu sýn getur svipurinn virzt nokkuð harður, einkum ef listamaðurinn er í þung- um þönkum; en þegar hann brosir, verður andlitið hlýtt og bjart. — í samræðum er sem Wodiczko hverfi öðru hverju frá stað og stund. Horfir hann þá gjarna í gaupnir sér nokkur andar- tök, annars hugar, að því er virðist. En skyndilega tekur hann viðbragð og talar þá af öru geði. — Hann talar ekki til neinnar hlítar aðrar tung- ur en móðurmál sitt, og kann það vissulega að eiga sinn þátt í því, að samtöl okkar listamannsins hafa orðið dá- lítið slitrótt — en undirrit- aður getur ekki einu sinni bölvað á pólsku, hvað þá meira. — ★ — Bohdan Wodiczko hefir unnið hér mikið og gott starf við þjálfun hinnar ungu sinfóníuhljómsveitar okkar; þar held ég, að allir, sem til þekkja, séu á einu máli, — og fékk sveitin þó eigi notið leiðsagnar hans all an ráðningartímann, vegna kjaradeilu hljómsveitar- manna. — Mun ýmsum vera nokkur eftirsjá að honum, er hann hverfur nú héðan — alveg eins og ekki verður annað skilið en að honum sé ekki með öllu sársauka- laust að yfirgefa starf sitt og vini á íslandi, þótt hann eigi að eftirsóttu embætti og mikilli upphefð að hverfa í heimalandi sínu. ★ Á að ala upp heyrnar- lausa kynslóð? Samtalið við listamann- inn nú snerist' að vonum mjög rnn starf hans með Sinfóníuhljómsveitinni og um framtíð hennar. — í því sambandi drap hann m. a. nokkuð á ummæli, sem fram hefðu komið opinberlega — í þeim dúr, að tæpast mundi nú allt ganga úr skorðum á gamla Fróni, þótt sinfóníu- hljómsveit væri þar ekki til. Þótti hinum pólska hljóm- sveitarstjóra slíkur hugsun- arháttur harla furðulegur. — Hér er mikill vanskiln- ingur á ferð, sagði Wodiczko. — Ef menn með slíkan hugs- unarhátt fengju að ráða, væri þar með stefnt að því að ala hér upp heyrnarlausa kynslóð —. heyrnarlausa, eða a.m.k. heyrnarsljóa, á góða tónlist. Sumir vilja kannski jafnvel halda því fram, að slíkt sé nú ekki svo alvar- legt mál. En það er glám- skyggni. Uppeldi æskunnar verður aldrei heilt — og ég vil leggja áherzlu á það — uppeldið verður aldrei heilt, ef tónlistin er þar ekki einn þátturinn, og helzt gildur þáttur. En góð sinfóníu- hljómsveit er einmitt eitt áhrifaríkasta tækið til þess að tryggja, að svo megi verða. — Þetta ættu hinir vísu landsfeður að athuga. Þeir hljóta að vilja efla alla menningu þjóðarinnar — og þar má vissulega ekki gleyma tónlistinni. — Kröfur menningarinnar hljóta að segja til sín — og getur varla hjá því farið, að ríkið sjálft taki á sig rekstur sinfóníuhljómsveitar hér áður en langt líður. Það er eina ráðið til þess að tryggja þann örugga starfs- grundvöll, sem nauðsynlegur er, til þess að slík hljóm- sveit geti dafnað með eðli- legum hætti og fagnað þeim listræna vexti, að hún verði sannkölluð lyftistöng fyrir tónlistarlífið og allt menn- ingarlíf í landinu, eins og háttvísi gagnvart erlendum manni, sem ráðinn er til starfa. Ég get skotið því inn hér, til athugunar, að mán- aðarkaup mitt hér var svip- að og ég hefi áður fengið fyrir eina gestahljómleika sums staðar erlendis. Þetta er þó ekkert megin- atriði. Aðalatriðið er, að menn geri sér það ljóst í framtíðinni, að reyndir hljómsveitarstjórar liggja ekki á lausu — og að þeir fást ekki til starfa nema fyrir sæmilega greiðslu. Það, sem verður að gera, er að tryggja þannig fjárhagsgrund völl hljómsveitarinnar, að ekki þurfi að miða allt starf Á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveitinni. — Wodiczko hljómsveitarstjóri ræðir við konsertmeistarann, Björn Ólafsson. góðar sinfóníuhljómsveitir hvarvetna eru. ★ Ekki miða við meðal- mennskuna — Það er eftirtektar- vert, að á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar sl. vetur var nær alltaf fullt hús áheyrenda, sem fögnuðu sveitinni mjög vel. Þetta sýn- ir, að almenningur metur starf hennar og vill ekki missa þennan menningarþátt úr daglegu lífi sínu. — Þeim mun furðulegri virðast mér raddir þær, sem heyrzt hafa í gagnstæða átt og ég minnt- ist á áður. Og ég get ekki stillt mig um að drepa enn á eitt í því sambandi. Dag- blað hér í bæ ræddi fyrir nokkru um Sinfóníuhljóm- sveitina — og gerði sig þá sekt um það skilningsleysi á hlutverki hennar, að gera það að höfuðatriði, hve marg ar krónur rekstur hennar kostar. Auk þess virtist blaðið vera að reyna að gera hljómsveitarstjórann tortryggilegan í augum al- mennings með því að nefna háa krónutölu, sem átti að sýna kaup hans. Mig langar til að koma því á framfæri, þótt það skipti nú svo sem engu máli gagnvart mér sjálfum, að hvorki var tal- an, sem nefnd var, sannleik- anum samkvæm, né heldur mundi slíkt skrif annars stað ar vera talið bera vott um hennar við meðalmennskuna — heldur geti hún ótrauð stefnt að háu marki, án þess að þurfa sífellt að vera að telja aurana í pyngjunni. ★ Miklir möguleikar Þegar blaðamaðurinn innti Wodiczko frekar eftir ástæðunum til þeirra um- mæla hans, sem fyrr greinir — að hann vildi hvergi frem ur starfa utan síns heima- lands heldur en á Islandi, komst hann að orði eitthvað á þessa leið: — Það er vegna þess, að hér eru mikil og nær ótæm- andi verkefni fyrir hendi á mínu sviði — við að byggja upp sinfóníuhljómsveitina, þjálfa hana til æ stærri verk efna og meiri afreka, færa út starfssvið hennar á margan hátt — og gera hana þannig í raun að ómissandi, lífrænni einingu í menningu þjóðar- innar, ef svo mætti segja. Þetta er mikið og verðugt verkefni fyrir hvern áhuga- saman hljómsveitarstjóra. — Það tekur auðvitað sinn tíma, en er engan veginn eins erfitt og sumir virðast ætla. Meginhluti hljómsveit- armannanna er nefnilega í hópi hinna færustu hljóm- listarmanna, sem væru tald- ir hlutgengir, hvar sem er í heiminum. — Já, það má gera þessa hljómsveit mjög góða, ef hún fær að njóta þeirra starfsskilyrða, sem hún á skilið. Og sveitin ætti að hafa næga vaxtarmöguleika. Hinn ágæti tónlistarskóli, sem þið hafið hér, er dýr sjóður, sem verða mun Sinfóníu- hljómsveit Islands æ styrk- ari bakhjallur — ef framtíð- arþróunin verður með þeim hætti, sem ég vona. — Svo vil ég; ljúka þessu með þvi að láta í ljós ánægju mína og þakklæti fyrir ágætt sam- starf við hljómsveitina. Eim skugginn, sem þar ber á, af minni hálfu, er að þetta sam starf skyldi rofna um tveggja mánaða skeið, sagði Bohdan Wodiczko að lokum. - ★ — Það ber að vona, að góð- ar spár þessa reynda lista- manns um framtíð hinnar ungu sinfóníúhljómsveitar okkar fái rætzt — þrátt fyr- ir þau útkjálka- og afdala- sjónarmið, sem enn gera vart við sig í hljómlistarmál- um okkar. (Kannski er viss- ara að taka það skýxt fram, að þetta orðalag felur ekki í sér áróður gegn hinni frægu hugsjón um „jafnvægi í byggð landsins".) H. E. ' 1 ' < 1 ( KRiNÓL NÆLON SHEER SKJÖRTIÐ Ný sending — Lækkað verð Fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Dídí, Hraunteigi 9 Verzl. Guðrún h.f. Rauðarárstíg 1 " Verzl. Markaðurinn, Laugavegi 89 Verzl. Sísí, Laugavegi 70 Verzl. Höfn, Laugavegi 40 Verzl. Höfn, Vesturgötu 12 Verzl. Skeifan, Blönduhlíð 35 Islenzki Verðlistinn Box 598, Reykjavík Verzl. Hlíð, Kópavogi Vevzl. Skemman, Hafnarfirði Verzl. Framtíðin Vestmannaeyjum Verzl. Túngata 1 h.f., Siglufirði Verzl. Nonni & Bubbi, Keflavík Verzl. Einar & Kristján, ísafirði K.F. Fram, Norðfirðí. Verksmiðjan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.