Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudgur 11. júní 1961 Litir og lökk Með tilliti til sölu á úrvals vöru, óskar dönsk verk- smiðju, sem fyrst, eftir sambandi við öruggan umboðs- mann eða heildsala, sem er vel kunnugur málafa- meisturum og málningarverzlunum. Tilboð með ýtar- legum upplýsingum, merkt: 5091“, sendist A/S D. E. A. Reklamebureau for Danske Erhverv, Rádhuspladsen 16, Köðenhavn V., Danmark. f lUORip* . sts_--- QGemiHaliá § n st ófcilorcýi l^eiýbjcivíb fagnar nú stúdentsprófi fjölmargra æskumanna. !\)inir uanclamenn færa hinum ungu stúdentum og öðrum er prófum ljúka heillaóskir sínar og margir staðfesta þær með ......ú miniaatoí óskum sínum og vonum og þökkum til áherzlu. Cjall ocj clýrir óte inar er nú, sem áður fyrr óskagjöfin Jl nn^ar og aðrir skartgripir eru jafnan sýndir í stóru úrvali í verzluninni — og viðfangs- efni verkstæða okkar er listsmíði í gulli, silfri og dýrum steinum. Gullsmiðir — (Trsmiðir Jön öipunösson Skarlpripaverziun 7 J} SracflUir c^npur er ce tií ujncliá Kverið varð að læra tótt kait væri Rætt við Svanlaugu Árnadóttur sem verður níræð á morgun í LITLU lágreystu húsi, sem einu sinni þótti stórt, býr ekkj- an Svanlaug Árnadóttir frá Hrútatungu í Hrútafirði, sem er nú fyrir löngu orðin Keflvíking- ur. Svanlaug verður 90 ára 12. júní n.k. Þar er löng leið að baki og því nokkur forvitni bæði mér og öðrum að fá fréttir úr for- tíðinni hvað þá helzt, þegar greinargóð kona á í hlut, og hvorki minni, sjón né heyrn að neinu bilað. Svanlaug er fædd 12; júní 1871 að Hrútatungu, þar sem foreldr- ar hennar Helga Þórðardóttir og Árni Björnsson, bjuggu á parti úr jörðinni. Þaðan fluttist hún, 4 ára gömul að Óspakstaðaseli. Hér verður fátt eitt fært í letur af því sem Svanlaug sagði mér úr fortíðinni eitt síðkvöld, þegar lógn var í Keflavík og sól- in á leið að Snæfellsjökli. — Þar var mikil fátækt í búi, og bygging léleg, kotið var úr torfi með porti og hlóðirnar eini hitagjafinn, þegar eitthvað var til að brenna. Ég grét af mjólkur- og matarskorti, og var þó víst gert fyrir mig allt, .sem unnt var. Bústofninn var nokkrar kindur og eftir fráfærur var sauðamjólk ursopinn mikil búbót, því engin kýr var á bænum og engin mjólk á vetrum. Það var spart farið með, það voru blessaðar kindurnar, sem héldu í okkur lífinu og svolítill köku eða brauð biti úr verzluninni — — Jú það voru 2 verzlanir á Borðeyri, aðra átti Pétur Eggertz, en hitt var Briide-verzlun. Það var langt að fara þangað úr heiða kotinu. Alltaf var farið að vorinu, þegar siglingin kom, ef hafís hamlaði ekki. Svo var farið að haustinu eftir sláturtíð — þá voru engar kartöflur eða jarðar- vöxtur til búsílags. — Það var mikil fátækt. Mér er nú í alls- nægtum nær því óskiljanlegt hvernig við skrimtum af. — Foreldrar mínir og við syst kinin þrjú fluttum svo að Tungu seli, þar voru nokkuð fleiri kind- ur en engin kýr, og var afkom- an heldur betri, en þá komu harðindaárin 1881 og 1882, þá lá hafísinn á, framá höfuðdag, allt var kalið og dautt. Kuldinn var óskaplega mikill og ekkert elds- neyti til að bíta kuldaklærnar af. — Ég man að ég vafði mig inn í sængurleppana mína og ekkert stóð útundan nema nefið og augun — ég gat varla haft fing urna bera til að fletta með blöð- unum í kverinu — því kverið varð að læra þó kalt væri. — Jú það varð að farga nokkru af skepnunum, því hey- skapurinn var erfiður þá — mýr- arnar voru frosnar og grasið hél að og blautt, stráin af túninu þornuðu ekki — ég var blaut og köld að bisa við grasið, sem var einasta vonin til að skrimta veturinn af — en svo kom höfuð- dagurinn með sól og þey, þar á eftir tókst að heyja nokkuð. — Það bezta við þessi ár úr ævi minni — frá 8 til 13 ára var að ég gat lesið mikið af bók- um, sem ég fékk að láni hjá Sig- urlaugu minni á Melum, þar var mikið af bókum, allar íslendinga sögur og Noregskonungasögur, ég held nærri allur bókakostur, sem þá var til. Ég lærði af móður minni að lesa bæði Hólaprent og latínuletrið Og skriftina kenndi eldri systir mér — en reikning langaði mig mest til að læra, en litla tilsögn var að fá. Þegar ég var í Tunguseli, lá ég oft vak- andi, til að reikna í huganum, því blað og skriffæri voru ekki til. Eftir ferminguna varð ég svo að hætta við bækurnar og fara að vinna, mér var sagt að engin lifði af bóklestri — það þyrfti að vinna og til þess að vinna þyrfti ekkert að læra. — Það er meiri munurinn nú — nærri því of mikill, nú fá allir að læra eitthvað — og vinna kannski of lítið. — Mig vantar þarna í bóka- skápinn minn Jónsbók, sem ég las úr húslestrana og Sjöorða- bókina og fleiri — þær voru látn ar í kistuna með henni mömmu — — Jón minn Vídalín var alltaf beztur og skemmtilegur, þó hann væri nokkuð stórorður á stund- u/n, þá skín frjálslyndið í gegn — hann var hreinskilinn og harð- orður. Við hefðum þurft að hafa hann núna — ég er viss um að hann hefði sagt eitthvað, sem krassaði — eitthvað þarf að segja — — Jú ég kann vel við nýja tímann — útvarpið, rafmagnið, fallegu húsin og hitann — allar góðu bækurnar, sem ég fæ núna Og svo blöðin með fréttum og frásögnum um alla skapaða hluti — ég kemst ekki yfir nema rétt að grípa í blessuð blöðin — en sleppi alveg þrasinu. — Nú er alltaf nóg að borða og allt svo gott — börnin mín og fólkið. — Mér finnst helzt skorta á að unga fólkið kunni að meta þessi gæði — en þeim er vorkunn — þau þekkja ekki ísa vetur, fátækt og harðindi. — Eftirminnilegast? Það skeð- ur svo margt á langri leið. Það eru sorglegar minningar þegar SkrifsfofustúSka Óskum eftir að ráða stúlku til starfa við farþega- bókanir o. fl. í afgreiðslu vorri, Lækjargötu 4. Skriflegar umsóknir ,er greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar afgreiðslu vorri, Lækjar- götu 4, eigi síðar en 14. þ.m. fólkið var að flýja til Ameríku. i Hafísinn lá að landinu og fólkið þurfti að bíða fram í ágúst til að komast burtu — það var 1887 — fólkið veiktist og börnin dóu úr kulda og kröm. — Það var erfitt að komast burtu og líka erfitt að vera. - Ég man þegar 'hvalrekinn t mikli 1882 varð til að bjarga • fólkinu. — Þeir voru blessaðir j mennirnir að veikjast ög deyja ! við hvalskurðinn, en áfram var haldið, því það var ekkert annað að hafa en hvalinn, sem Drottinn sendi okkur með hafísnum — það var engin sigling — ekkert skip og ekkert annað til bjargar. — Ég kom til Keflavíkur um aldamótin og hefi verið hér síð- an nema að ég fór í kaupavinnu til átthaganna fyrstu árin. — Þá j var Keflavík ekki stór. — Duus- I húsin voru reisuleg eins og þau J eru enn í dag, svo var Norðfjörðs i húsið, Petersensshús, bakaríið og Þorvarðarhús — hitt voru mest litlir torfbæir. — Litla húsið mitt þótti stórt þegar það var byggt árið 1905. '— Þá var hér engin kirkja — hún fauk kirkjan á Norðfjörðstúninu árið sem ég kom. — Við Guðjón minn vorum gift að Útskálum, þá var séra Friðrik Hallgrímsson prestur —. það var mikill dagur, farið á hestum til kirkju og mikið sungið og spilað. — Guðjón dó 1954 — við eig- um 4 börn á lífi, Eyjólf, Þorvald, | Ólaf og Helgu, sonur okkar Ólaf- I ur dó ungur. — Þau eru nú 10 I barnabörnin þeirra — það er fall- j egur og gæfusam\ir hópur og ég er líka gæfumanneskja að fá að i vera með þessu blessaða fólki — nú líður mér vel — harkan og kuldinn var gott uppeldi og gikt- in er bara gamalt slit. — — Ég lít björtum augum á ell- ' ina og tilveruna. Það skiptast á skin og skúrir á langri leið — en ! svo er þetta allt gott þegar það j er liðið, þó eitthvað hafi verið 1 mótdrægt. — Hugurinn leitar oft ' til æskustöðvanna og æskuvin- i anna — en það er flest af mína ] samferðafólki farið — allir prest- ! arnir mínir og aðrir vinir — og I ég fer nú bráðum að hitta það hinum megin. — 100 ára! Ég veit ekki hvað guð ætlar með mig — en það er ekkert gagn orðið að mér — þá ég sé að lesa að gamni mínu, taka í prjón eða rölta úti þegar gott er veður. — Ég get nú rennt upp á könnuna ennþá — en hann Eyjólfur minn vill alltaf hafa mig hjá sér á afmælisdaginn, í húsinu sínu við Hringbrautina —- hann um það blessaður drengur- inn. — ★ Það er gaman að rabba við Svanlaugu, hún kann frá mörgu að segja á sinn skíra og skemmti- lega hátt. Á sinni löngu leið hef- ur hún öðlazt glögga yfirsýn yfir lífið og þróun lifnaðarhátta —« en henni hættir til að færa allt til betri vegar — það er fágætt aðalsmerki en skart á hverjum sem ber það með réttu. Innilegar hamingjuóskir berast Svanlaugu á níræðisafmælinu, og óskir um heiðríkju hugans og sátt við guð og menn á ókomnum árum. , — hsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.