Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 ☆ ÞAÐ mun hafa komið mörgum ^ ^ á óvart, þegar brezka freigát- |ÉSj||g|s , an Duncan, sem kom svo mjög Éftw/', 4 ) við sögu í landhelgisdeilunni, sigldi hér inn á ytri höfnina ' * v' *' í gær. Ducan er þó þessu sinni óvenju friðsamlegum erinda- gjörðum. Yfirmaður freigát- unnar Capt. Leslie er þiggja gamalt boð landhelgis- gæzlunnar um að kynna sér starfsemi og mælingaaðferðir landhelgisgæzluflugvélarinnar Rán, en skipherrann gat ekki þegið boð þetta fyrr en nú vegna anna. Mbl. sneri sér til Péturs Sig Duncan á ytri höfninni Yfirmaður af brezku her- skipi í flugi með Rán urðssonar, forstjóra, og ynnti hann tíðinda af heimsókninni, og gat hann þess í upphafi, að boð þetta væri fyrst og fremst sprottið af gagnkvæm- um áhuga strandgæzlumanna á starfsaðferðum hver annars. íslendingar væru eina þjóð heimsins er væri komin á rek spöl með strandgæzlu úr lofti og hefði öðlazt einhverja telj- andi reynslu. Væru margir, sem jafnvel vildu vefengja nákvæmni staðsetningar úr lofti. Þær færu þó fram með sama hætti og staðsetningar á sjó. Eini munurinn er hrað- inn. Rán flýgur yfir með 100 sjómílna hraða, en skipin fara með um 15 sjómílna hraða. Ef allt er vel skipulagt Og undirbúið, þá eru engin vand- kvæði á nákvæmri staðsetn- ingu úr flugvélinni, þrátt fyr- ir hraðann. Þar eru notuð sömu tæki og aðferðir og á skipunum, bæði sextant og radar og venjulegar kompás- mælingar. Við getum líka sett út dufl úr flugvélinni, ef þess er óskað. Flogið var með Leslie skip- herra, ásamt stýrimanni af Duncan í eftirlitsflug í gær. Pétur Sigurðsson var einnig með í förinni. Farið var vest- ur og norður með landi og um leið æft útkast á varningi og bátum til skipa. Veður var bjart og fagurt og var á heim- leið flogið með Bretana yfir Breiðafjarðareyjar og þótti þeim mikið til koma. Ekki var annað að heyra, en þeir teldu mælingaaðferðir og aðstæður hinar fullkomnustu, sagði Pét- ur. Duncan er fremur gamalt skip u. þ. b. 1300 tonn og geng ur 20—25 hnúta. Skipið fer í kvöld eftir ánægjulega og vel heppnaða heimsókn. Samið um sementskaup til steypingar vega TTNDANFARNA mánuði hafa staðið yfir samningaviðræður milli Sambands íslenzkra sveitar- félaga og Sementsverksmiðju ríkisins um möguleika á því að fá sement keypt af verksmiðj- unni með hagkvæmari kjörum en almennt gerast, ef sveitarfélög landsins, sérstaklega kaupstaðir og kauptún hyrfu að því ráði að steypa akbrautir í stað þess að malbika þær, eins og ráðgert hafði verið að sveitarfélögin hefðu samvinnu um, og stofnuöu nokkrir kaupstaðir og kauptún til félagsskapar á síðastliðnu ári um kaup og rekstur á malbikun- artækjum. ★ AS máli þessu hefur unnið þriggja manna nefnd, sem stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga tilnefndi af sveitarfélaganna hálfu og voru í nefndinni, Jónas Guðmundsson formaður Sam- bands Islenzkra sveitarfélaga, Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Gunnlaugur Pét- ursson borgarritari í Reykjavík. Af hálfu sementsverksmiðju- stjórnarinnar önnuðust samn- ingsgerðir þeir Ásgeir Pétursson deildarstjóri í Menntamálaráðu- neytinu, formaður sementsverk- 6miðjustjórnar og dr. Jón Vest- dal framkvæmdarstjóri sements- verksmiðjunnar. ★ Efttr að samninganefndirnar höfðu náð samkomulagi í aðal- atriðum var samningsuppkastið borið undir fulltrúa allra þeirra sveitarfélaga sem aðilar voru að félaginu Malbik sem stofnað hafði verið til að hrinda í fram- kvæmd gatnagerðarmálum sveit arfélaganna og á þeim fundi á- kveðið, að breyta nafni félagsins og starfsgrundvelli á þann veg að hann yrði miklu víðtækari en áður var gert ráð fyrir. Að gerðum þessum breytingum á lögum og starfsháttum félagsins, sem nú heitir, Gatnagerðin s. f., var ákveðið að það félag gengi frá fullnaðarsamningum við sementsverksmiðjuna um kaup á sementi til varanlegrar gatna- gerðar í kaupstöðum og kauptún um landsins. Forráðamenn Sementsverk- smiðjunnar vildu koma til móts við sveitarfélögin eftir föngum, þar sem hér væri um notkun sements að ræða sem varla hefði átt sér stað áður, en aukin notk- un sements innanlands mjög ver ið hagsmunamál verksmiðjunnar. ★ Samningur Samningur sá, sem nú hefur verið gerður milli Sementsverk- smiðju ríkisins sem seljanda og Gatnagerðarinnar s. f., fyrir hönd meðlima sinna sem kaup- anda er í aðalatriðum þannig: 1. Samningurinn nær einungis til sölu á sementi sem notað er til að steypa akbrautir í kaup- stöðum og kauptúnum. 2. Sementið er selt á venjulegu gangverði komið í höfn hvar sem er á landinu en kaupandi greiðir við afskipun sementsins % hluta kaupverðs en verksmiðjan lánar % hluta andvirðisins til 10 ára, þannig að fyrstu fimm árin er lánið afborgunarlaust, en greiðist eftir það með jöfnum árlegum afborgunum á fimm árum. Af lán inu greiðast 5% vextir. 3. Samningurinn gildir til fimm ára. Gert er ráð fyrir að samanlagt magn af sementi sem sveitar- félögin kaupa verði ekki undir 4000 tonnum árlega. Samningurinn var undirritað- ur á skrifstofu borgarritarans í Reykjavík 5. þessa mánaðar af dr. Jóni Vestdal fyrir hönd Sem- TAFLFÉLAG Hreyfils sendi fjögurra manna skáksveit til Bergen í Noregi, og tók hún þar þátt í sveitakeppni Norrænna sporvagnastjóra (Nordisk Spor- vejs Skak Union), sem háð var dagana 6.—9. júní s.l. Sveitin tefldi í meistaraflokki, ásamt sveitum frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Gautaborg. Leikar fór svo, að Hreyfill vann Stokkhólm með 3 vinning- um gegn 1 v., — gerði jafntefli við Kaupmannahöfn og vann Gautaborg með 314 vinning gegn % v. Sveit Hreyfils frá Reykjavík varð því Norðurlandameistari Norrænna sporvagnastjóra í skák, og er það í þriðja sinn í entsverksmiðjunnar og Jónasi Guðmundssyni og Gunnlaugi Péturssyni fyrir hönd sveitarfé- laganna og kom þá þegar til framkvæmda. Þeir kaupstaðir og kauptún sem eru meðlimir í Gatnagerðin s. f. geta því nú snúið sér beint til framkvæmdastjóra sementsverk- smiðjunnar um kaup á sementi með þeim kjörum sem samningur inn veitir. Ekki er gert ráð fyrir að Gatnagerðin s. f. hafi milli- göngu um kaup á sementi fyrir meðlimi sína nema þess verði óskað sérstaklega. Samningurinn gildir nú fyrir eftirtalda kaupstaði og kauptún: Reykjavík, Akureyri, Akranes, Hafnarfjörð, Húsavík, ísafjörð, Keflavík, Kópavog, Ólafsfjörð, Neskaupstað, Sauðárkrók, Sel- foss, Blönduós. Önnur sveitarfélög eiga rétt á að gerast aðilar að félagin-u Gatnagerðin s. f. og öðlast þá rétt til kaupa á sementi með áðurgreindum kjörum. (Frétt frá Samb. ísl. sveitarfélaga). röð sem sveit Hreyfils vinnur þann titil, áður í Helsingfors 1957, og í Kaupmannahöfn 1959. í sveit Hreyfils að þessu sinni voru: Þórður Þórðarson, Anton Sig- urðsson, Dómald Ásmundsson og Jónas Kr. Jónsson. Norðurlanda- keppni í bridge KAUPMANNAHÖFN, 12. júní: — Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. Bridgesamband Danmerkur ákvað í gær að bjóða íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð að taka þátt í meistarakeppni í bridge í Kaupmannahöfn í ár. Hrc yfílsmenn JVorð- urlandamcistarar ! Jt STAKSTEINAR SÍS greiðir herkostnaðinn I sambandi við samninga SÍS um að greiða sem svarar 1% af dagvinnukaupi verkamanna í styrktarsjóð Dagsbrúnar var bent á það hér í blaðinu á sunnu- daginn, að álit SÍS hefði staðið höllum fæti í landinu vegna sér- réttinda þess, og sízt mundi álit þess aukast, þegar það nú færi að styrkja áróðursherferðir kommúnista. En Þjóðviljinn lætur ekki standa á þakklætinu til SÍS. Greiðsluna í „styrktarsjóðinn“ kallar hann „veigamikinn félags- legan árangur" og vegna samn- inganna vill Þjóðviijinn leggja mörg fyrirtæki eignarreksturs- ins undir SÍS. Minni má greiðsl- an ekki vera! Einkarekstri verði breytt í ríkisrekstur eða samvinnurekstur Um þetta segir Þjóðviljinn á sunnudaginn: „SÍS hefur lýst yfir því að af- koma fyrirtækja samvinnu- manna sé svo góð að þau geti borið ákvæði hinna nýju samn- inga algerlega af eigin ramm- leik. Ef t. d. óstjórnin hjá Eim- skipafélaginu er svo mikil að það getur ekki greitt hærra kaup, þarf þjóðin að tryggja bættan rekstur þar með því að þjóð- nýta félagið eða afhenda það skipadeild SÍS. Ef einkáatvinnu- rekendur starfrækja vérksmiðj- ur sínar og önnur fyrirtæki svo illa að þeir geti ekki keppt við samvinnumenn í kaupgreiðslum, verður þjóðin að tryggja það að þeim rekstri verði breytt í ríkis- rekstur eða samvinnurekstur“. Leiðrétting á vöxtum off lánsf jármálum En Tíminn vill ekki fallast á, að SÍS eigi sjálft að bera kauphækkunina. Hann segir á sunnudaginn: „Hér hefur vissulega verið fundinn hinn rétti meðalvegur. Samið er um verulega kjarabót, en þó miðað við það, að atvinnu- vegirnir fái vel risið undir henni ef rétt er stjórnað, t. d. með leið- réttingu á vöxtum og lánsfjár- málum. Engin verðbólga eða gengisfelling þarf því að hljótast af þessari Iausn.“ Það á að „leiðrétta vextina“ til að minnka útgjöld SÍS, og þá verður að hafa það, þó spari- fjáreigendur fái lægri vexti. Og svo á að lána SÍS meira, þó viður kennt sé, að ein helzta ástæðaa fyrir því, að gengislækkunin 1950 náði ekki tilgangi sínum var sú, að lánsfjárþenslan var of mikil og verðbólgan varð því ekki stöðvuð. Kjarabætur einstakra stétta Alþýðublaðið ræddi á sunnu- daginn um getu hinna mismun- andi atvinnuvega til að hækka kaupið. Þar sagði: „Einn höfuðgalli við kaup- gjaldsmál á íslandi er sú stað- reynd, að það er ógerningur að veita einni stétt kjarabætur, nema að allar aðrar fái þær líka. Atvinnuvegir geta verið mjög misjafnlega á vegi staddir og að- stæður geta oft verið slíkar, að fyllsta ástæða sé til kjarabóta hjá einstökum stéttum, en mjög var- hugavert að hækka fyrir alla. Ástandið þessa dagana er glöggt dæmi um þetta. öll þjóðin er sammála um, að hinir lægst launuðu eigi kröfu á kjarabótum. En er þörf á að láta hækkunina ganga yfir allar stéttir þannig að hún verði einskis virði fyrir alla?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.