Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Þriðjuctagur 13. júní 1961 Launamál EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, var upp- eldismálaþing haldið í Reykjavík dagana 3.—4. júní. Annað aðalumræðuefni þings- ins var: Launamál kennara, og var gerð um það ályktun, sem samkvæmt fréttatilkynningu, er blaðinu hefur borizt, er á þessa leið: „Uppeldismálaþing, haldið í Reykjavík 3. og 4. júní 1961 á vegúm Sambands íslenzkra barnakennara og Landssam- bands framhaldsskólakennara, telur, að höfuðvandamál ís- lenzkrar kennarastéttar sé nú og hafi verið um skeið ófull- nægjandi launa- og starfskjör. Þingið lítur svo á, að í slíkum launa- og starfskjörum felist hættulegt vanmat á störfum stéttarinnar, enda er nú kenn- araskortur orðinn mjög mikill og fer hraðvaxandi. Sú stað- reynd, að kennarar þurfa að afla sér aukatekna í sívaxandi mæli sér til framfærslu, hlýtur óhjákvæmilega að gera þeim torveldara að rækja skyldu- starfið en skyldi. Það er því tvímælalaus skylda ríkisvalds- ins að vinna að skjótum úr- bótum í þessum efnum. Eins og oft hefur verið bent á, eru byrjunarlaun barnakenn- ara lægri en daglaunamanns. Það er fyrst á þriðja starfsári, sem þau verða jöfn. Nokkuð svipuðu máli gegnir um gagn- fræðakennara. Að vísu eru þeir einum launaflokki hærri, en samt verður niðurstaðan áþekk, þar sem lög gera ráð fyrir allmiklu lengri námatíma. Þetta er svo mikið vanmat á starfi, sem krefst 5—8 eða 9 ára undirbúningsnáms, að hlið- stæður mun örðugt að finna. Önnur kjör en föst laun eru einnig fjarri því að vera ákjós- anleg. Réttmætt er að líta á það, að 5—6 tíma daglegur kennslutími drerfist tíðum á 10—12 stundir eða meira, þótt ótalin séu þau verkefni, sem óhjákvæmilega fylgja kennslu- starfi, en verða pft eigi unnin í skólanum sökum húsnæðis- skorts. Þá ber þess einnig að geta, a, aukakennsla er aðeins greidd með 80% af föstu kaupi og eftirvinna aldrei greidd sér- staklega, hvort sem unnið er í matmálstíma, að kvöldinu eða eftir kl. 12 á laugardögum. Allt gerir þetta kennslustarf- ið ófýsilegra og örðugra en efni standa annars til, ekki sízt þegar launin eru svo lág, að alls konar aukastörf verða þrautalendingin. Með aukavinn- unni er kennurum oft þröngvað inn á starfssvið annarra starfs- hópa, og á því eru margir vara- samir annmarkar. Eins og eðlilegt er, fylgir mjög mikill kennaraskortur í kjölfar slíkra launakjara. Ein- kenni hans eru mjög skýr: 1. Aðsókn að kennaranámi er orðin mjög lítil. 2. Réttindalausir menn eru ráðn kennara ir og jafnvel skipaðir í kenn arastöður. 3. Borið hefur á viðleitni lög- gjafans til að slaka á kröf- um um kennararéttindi. Skýrslur fræðslumálastjórnar- innar bera með sér, að kenn- araskortur er mjög mikill. Því sem næst 10% fastra kennara á barnafræðslustigi eru án rétt- inda og 71% í farskólum. Á gagnfræðastigi eru rúmlega 22% án réttinda og samt teljast þar allir hafa full réttindi, sem samkvæmt lögum hafa leyfi til að kenna á unglingastigi. Enn þá alvarlegra er þó hitt, að kennaraskorturinn fer hrað- vaxandi. Síðastliðinn sex ár hef ur kennurum við fasta skóla á barnafræðslustigi fjölgað um 216 alls. Þar af er fjölgun rétt- indalausra 60 alls eða 28%%. —• Á sama tíma er heildar- fjölgun kennara á gagn- fræðastigi 146 manns. Af þeim eru án réttinda 47 eða rúmlega 32%, og í farskólum hækkar hundraðstala réttindalausra á þessu tímabili úr 53 í 71. Afleiðingar þessa alls eru orðnar mjög Ijósar. Sé litið á heildina, er ekki unnt að halda uppi óskertri, almennri fræðslu í landinu, þó er hér, eins og alls staðar, mjög mikil þörf fyr- ir aukna og bætta atvinnu- menntun, svo að dæmi sé nefnt. Framh. á bls. 16. NYLEGA var skýrt frá því hér í blaðinu að banda rísk sprengjuþota hafi flogið frá Bandaríkjunum til Frakklands á 3 tímum og 20 mínútum og var það nýtt heimsmet á leiðinni yfir Atlantshafið. Var flug þetta í sambandi við al- þjóða-flugsýningu, sem haldin var í nágrenni Par- ísar og flugleiðin sú hin sama og Charles Lindberg fór árið 1927 á 33 klst. og 30 mín. Flugvél þessi, sem nefn- ist B-58 Hustler er hrað- fleygasta sprengjuvél bandaríska flughersins, tók eldsneyti í lofti á leið- inni úr tankflugvél af gerð inni KC-135 og sýnir með- fylgjandi mynd eldsneytis- tökuna. — Svo slysalega vildi til fyrir nokkru, þeg- ar sýna átti vélina í París, að hún fórst skömmu eft- ir flugtak og með henni þriggja manna áhöfn. Önnur vél af sömu gerð setti nýlega hraðamet í Bandaríkjunum. Flaug hún 1000 kílómetra leið og var meðalhraðinn 2026,7 km á klukkustund. • Fegurðardrottning íslands Um helgina fór fram feg- urðarsamkeppni, þar sem kjörin var „fegurðardrottn- ing lslands“, „ungfrú Reykja vík“ og „bezta Ijósmynda- fyrirsætan“ (allt fallegar stúlkur og vel að sigrinum komnar). Undanfarin ár hef- ur sá siður komizt á að kjósa stúlku, sem bæri titilinn ungfrú Island næsta árið og tæki þátt í alheimskeppni á Langasandi fyrir Islands hönd. 1 þetta sinn fór keppnin fram með allnýstárlegum hætti og þar sem hér er verið að kjósa fulltrúa ís- lands, er ekki úr vegi að leyfa almenningi að fylgjast með hvernig til slíkrar keppni er stofnað og hvernig hún fer fram. Má vera að margir Islendingar furði sig á að slík fegurðarsamkeppni, sem höfð er í nafni þjóðar- innar, skuli vera algert einkafyrirtæki, rekið á gróða grundvelli. • 195 kr. að sjá keppnina Fegurðarsamkeppnin hef- ur gengið þannig fyrir sig í þetta sinn: Þeir, sem hafa tekið að sér að láta kjósa fegurðardrottningu, semja við eitt vikublað í landinu um einkarétt á birtingu mynda af stúlkunum. 1 11 vikur eykur það sölu þessa eina blaðs, á kostnað keppinaut- anna. Það vikublað, sem er skæðasti keppinauturinn, vill ekki sætta sig við þetta, en fær ekki að gert. Forráða- mennirnir hafa ráðstafað birtingarréttinum að eigin geðþótta og þar sem hag- kvæmast er fyrir þá. Nú líður að keppninni. — Allar stúlkurnar eiga að koma fram í Austurbæjarbíói á laugardag, þær fimm sem komast í úrslit, á sunnudag og síðan fer fram krýningar- athöfn að Hótel Borg. Tvær sýningar á stúlkunum í sund bolum eru í Austurbæjarbíói á laugardag, kl. 7 og kl. 11.30 og kostar miðinn kr. 60 á mann. Á sunnudag kl. 7 er aftur selt inn fyrir kr. 60 til að horfa á stúlkurnar 5, sem í úrslitum eru. Kl. 9 flytur keppnin sig niður að Hótel Borg, þar sem krýn- ing fer fram og kostar mið- inn þangað 75 kr. Þess skal getið að nokkur skemmti- atriði voru með til uppfyll- ingar í tímann. Þannig greið ir sá sem vill sjá fegurðar- samkeppnina (allar stúlkum- ar + úrvalið + krýninguna) kr. 193. • Blað sem ekki borgar — fær ekki aðstöðu En auðvitað er ekki hægt að selja einkarétt á efninu til eins vikublaðs öðru vísi en útiloka önnur. Þar eð alltaf er dálítið af fólki, sem gaman hefur af að sjá mynd- ir af fallegum stúlkum þó ekki sé slíkt efni lengur tal- ið neitt sérlega eftirsóknar- vert fór Morgunblaðið fram á að fá að mynda stúlkurnar á æfingu í Austurbæjarbíói á fimmtudag, til að geta haft mynd af þeim í sunnu- dagsblaði, en það blað fer í prentun upp úr miðjum degi á laugardag, rétt áður en fyrsta sýning fegurðarsam- keppninnar fór fram og síðan kemur ekki aftur út blað fyrr en á þriðjudag. Þetta fengum við ekki, sjálfsagt þar sem annað blað hefur greitt fyrir einkaréttinn fram að keppni. — Þar af leiðandi höfðum við ekki áhuga á að vera viðstödd keppnina. En vikublaðið, sem útilok- að hafði verið frá að flytja sínum lesendum jafnfljótt og hitt myndir af þátttakend- um í fegurðarsamkeppninni og ekki fékk neina boðs- miða á sýningarnar, fór fram á að fá að koma bak við og taka myndir af stúlkunum þar eftir að þær hefðu kom- ið fram í Austurbæjarbíói. Því var neitað, og urðu blaðamenn þess að sætta sig við áð kaupa sig inn og taka myndir eins og bezt gekk um leið og keppnin fór fram. Blaða- menn vikuritsins með samn- inginn höfðu aftur á móti greiðan aðgang að bakher- bergjum og alla aðstöðu til að ná myndum af stúlkun- um. Útilokaða vikublaðið prentaði svo 4 síður með myndum af fegurðardrottn- ingunum um nóttina og kom út í venjulegri stærð morg- uninn eftir. Skömmu seinna komu út sérprentaðar fjórar síður frá vikublaðinu með samninginn og voru seldar á kr. 5. Hvernig lízt nú fólki á slíkt gróðabrall? Á val á fal- legri stúlku til að koma fram fyrir íslands hönd á erlendri fegurðarsamkeppni að vera einkafyrirtæki, sem lætur ganga til hæstbjóðanda mynd birtingu í sambandi við keppnina, lætur fjáröflun sitja i fyrirrúmi? • Leiðréttinjr Tvær prentvillur urðu í upp hafi pistilsins á sunnudaginn þar sem Sigurður Magnússon svaraði spurningunni: Hvað hefði orðið um flugfélögin, ef þau hefðu stöðvazt í mánuð vegna verkfalla? Þar átti að standa: „Mér er ekki svo kunnugt um hag Flugfélags íslands, að ég þori að spá þar í spil, en trúlegt þykir mér, að makkarnir á Föxum þess hefðu varla orðið háreistari en hnakkarnir á skýjaherrum Loftleiða".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.