Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐiÐ Þriðjudagur JGni 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. jj'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. HANDRIT OG VINATTA tSLENDINGAR taka undir þau orð Jörgens Jörgen- sens, menntamálaráðherra Dana, sem hann viðhafði í síð ustu þingræðunni um hand ritamálið: Með gjöfinni, sagði ráðherrann, réttum við ís- lenzku þjóðinni höndina og hún mun tengja okkur sam- an um alla framtíð. Þessi orð lýsa vel þeim hlýhug og skilningi, sem einatt hefir markað afstöðu ráðherrans til okkar íslendinga. Enginn einn maður hefir átt eins drjúgan þátt í farsælli lausn handritamálsins og Jörgen- sen og munu íslendingar lengi minnast hans og bar- áttu hans fyrir framgangi þessa réttlætismáls. Auðvit- að hafa þar margir aðrir l^omið við sögu, en hlutur þeirra verður ekki minni fyrir það, þó minnzt sé á einstaka vináttu Jörgensens í okkar garð. Það hefir m.a. vakið at- hygli, að báðir þingmenn Grænlands greiddu atkvæði með afhendingu handrit- anna, þó að andstæðingar málsins hefðu sérstaklega mótmælt því að handrit, sem fjölluðu um landnámið í Grænlandi, eins og Flateyj- arbók, yrðu afhent íslend- ingum. Afstaða grænlenzku þingmannanna við atkvæða- greiðsluna varð þeim til sóma og á áreiðanlega eftir að treysta vináttu nágranna- þjóðanna, Grænlendinga og íslendinga. Þegar þetta er ritað, hafði Morgunblaðinu nýlega bor- izt skeyti um það frá frétta- ritara sínum í Kaupmanna- höfn, að þeir sem andstæðir eru afhendingu nú gangi fram í því að fá undirskrift- ir 60 þjóðþingsmanna undir beiðni þess efnis, að frestað verði konunglegri staðfest- ingu laganna um afhendingu íslenzku handritanna, þar til frumvarpið hefir verið af- greitt öðru sinni eftir nýjar þjóðþingskosningar. Slíka beiðni þarf lögum samkvæmt að afhenda í síðasta lagi þremur virkum dögum eftir samþykkt laganna. Hingað til hefir verið talið ólíklegt, að nægilega margir þingmenn skrifuðu undir slíka frestun- arbeiðni. En í gærdag höfðu 53 þingmenn þó látið til leið- ast. Skal á þessu stigi ósagt látið hvort frestunarmÖnn- um tekst að draga afhend- ingu handritanna á langinn. En þá væri illa farið. Handritin eiga heima á Is- landi. íslendingar munu fara með þau sem þjóðargersem- ar. Enn er mikið starf óunn- ið í sambandi við handrita- rannsóknir. Á blöðum, sem skipta tugum þúsunda, er geymdur mikill og ómetan- legur efniviður, sem lítt hef- ir verið i)otaður enn sem komið er. íslenzka þjóðin mun kappkosta að veita fræðimönnum þá aðstöðuhér á landi sem nauðsynleg er til að hægt verði að vinna úr þessum efnivið með beztum árangri. sem ALMENNINGUR Á AÐ BORGA Dlöð stjórnarandstöðunnar guma nú dag eftir dag af „lausn“ bandalags fram- sóknarmanna og kommún- ista á vinnudeilunum, og kalla blöðin þá lausn gjarna „norðlenzku lausnina“ eða „lausn samvinnumanna og verkamanna“. Dylst þó fáum lengur, að engir möguleikar eru á, að sú lausn geti fært launþegum raunverulegar kjarabætur, heldur hlýt- ur þessum kauphækkunum að verða velt yfir í verðlagið að nýju. Virðist „verðbólgulausnin“ því meira réttnefni á lausn framsókn- armanna og kommúnista. Vissulega fæli þessi lausn í sér miklar kjarabætur fyrir launþega, ef atvinnurekend- ur gætu á eigin spýtur staðið undir kauphækkununum. Og að vísu segir Þjóðviljinn sl. sunnudag, að „SÍS hafi lýst því yfir, að afkoma fyrir- tækja samvinnumanna sé svo góð, að þau geti borið ákvæði hinna nýju samn- inga algerlega af eigin ramm leik“. Það skal ekki dregið í efa, að SÍS-herrarnir trúi kommúnistum fyrir hlutum, sem þeir flíka ekki við aðra, en þó verður að telja heldur ótrúlegt, að SÍS hafi nokk- urn tíma gefið slíka yfirlýs- ingu, enda er tilgangur stjórnenda SÍS með kaup- hækkununum einmitt sá að losa um nýja verðbólgu- skriðu. Og það er auðuéð á Tímanum sama daginn og Þjóðviljinn býr til þessa UZ YvíVUW 4J7UM f Krúsjeff hetjan — Stalín „skúrkurinn pólitiska og hernaðarlega á- stand og því vanrækt að gera nauðsynlegar varúðar- og varn arráðstafanir — þannig hafi t.d. bæði almenningur í landa mærahéruðum og herdeildirn ‘ L // MOSKVUÚTVAPIÐ skýrði frá því á dögunum, að nýlokið væri við að fullgera kvikmynd um líf og starf Nikita Krú- sjeffs, forsætisráðherra Sovét ríkjanna. —■ Samkvæmt frá^- sögn útvarpsins, fjallar mikill hluti myndarinnar um störf Krúsjeffs á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari, þegar hann var aðalskipulagsstjóri kommúnistaflokksins í Mosk- vu. — Nokkur atriði myndarinn ar sýna glögglega þann óvið- jafnanlega þátt, sem hann (Krúsjeff) átti í því, að sovét hernum tókst að bera sigurorð af viilimannaflokkum Hitlers, sagði Mosvuútvarpið og, þegar það sagði frá þessari nýju kvikmynd. — • — f þessu sambandi er ekki úr vegi að geta einnig annars konar ummæla um annan ein vald í Rússlandi — fyrirrenn ara Krúsjeffs, Jósep Stalín. — Tímarit rússneska kommún- istaflokksins, „Kommunist", hefir birt grein í tilefni þess, að nú í júní eru liðin 20 ár frá því að Hitler rauf griðasátt- málann við Stalín og lét her- sveitir sínar ráðast inn í Rúss- land. Þar segir m.a. fullum fet um að Stalín hafi borið ábyrgð á ósigrum Rauða hers ins í fyrsta þætti stríðsins. — Segir ritið, að Stalín hafi ver ið algerlega glámskyggn á hið „yfirlýsingu SÍS“, að fram- sóknarmenn ætlast hreint ekki til, að SÍS beri kostnað- inn sjálft. Krefst blaðið þess, að vextir verði lækkaðir og sparifjáreigendur þannig látn ir greiða kostnaðinn af her- för framsóknarmanna og kommúnista gegn krónunni. En það eru fleiri, sem SÍS- herrarnir ætla að bera þenn- an herkostnað. Víða af Norð- ur- og Austurlandi berast þær fregnir, að ýmsar fisk- vinnslustöðvar, sem fram- sóknarmenn stjórna, reyni nú að knýja fram lækkanir á fiskverði til sjómanna og útvegsmanna. Á nokkrum stöðum hafa þeir fært sér í nyt einokunaraðstöðu sína til þess að koma þessum lækk- unum fram. Og það er sér- staklega athyglisvert, að ein- mitt þau fyrirtæki, sem voru látin ríða á vaðið í kaup- hækkununum, bera sig nú þegar langverst og fullyrða forráðamenn þeirra, að þau geti ekki með nokkru móti staðið undir kauphækkunum til verkamanna nema með því að greiða lægra verð fyrir fiskinn en um hafði verið samið. Á þennan hátt á að koma öðrum hluta af herkostnaðinum yfir á sjó- menn og útvegsmenn. Þannig er nú Ijóst, að þeir, sem fyrir kauphækk- ununum standa, ætlast alls ekki til að þurfa að standa undir þeim sjálfir, heldur ætla öllum almenningi að gera það. ar, sem þar voru verið algerlega árás. KRUSJEFF — hann tryggði sigurinn. ÞESSr furðuflugvél nefnist „Valkyrjan", og tegundarheit ið er B-70. — Myndin, sem hér fylgir, er raunar aðeins teikn ing, þótt hún líti út sem ljós mynd væri. „Valkyrjan“ er nefnilega ekki fullsmíðuð enn. — Hún er í smíðum hjá „North American Aviation Company" í Los Angeles. Landsýn - ný ferðaskrifstofa NÝLEGA TÓK til starfa hér i bænum ferðaskrifstofa, sem nefn ist Landsýn h.f. jsr hún að Þórs- götu 1 og framkvæmdastjóri nennar Guðmundur Magnússon. Á vegum Landsýnar verða skipulagðar hópferðir, bæði inn anlands og utan, en einnig annast skrifstofan hvers konar fyrir- fyrirgreiðslu fyrir ferðamenn, skipuleggur og undirbýr ferða- lög fyrir einstaklinga, félagasam tök, starfshópa o.s.frv. Munu verða skipulagðar ferðir til fjar STALÍN — kennt um ósigrana staðsettar, óviðbúnar Stalín trúði svo statt og stöð ugt á samning sinn við Hitler, segir enn fremur í umræddri grein, — að morguninn 22. júní 1941, þegar þýzkum sprengjum var þegar tekið að rigna yfir rússneska bæi, lét hann svo um mælt, að þar væri áreiðanlega aðeins um að ræða mistök, eða þá brjál æðiskenndar ögranir ein- stakra, þýzkra hershöfðingja. ~ • — Þetta verður ægilegasta sprengjuflugvél, sem um getur — á að geta flogið með þre- földum hljóðhraða, enda hefir hún sex risavaxna þrýstilofts hreyfla. — Gert er ráð fyrir, að „Valkyrjan“ verði fyrst reynd í flugi undir árslok 1962. lægra landa, sem íslendingar hafa hingað til lítið lagt leiðir sínar Af ferðum, sem Landsýn skipu leggur í sumar, má meðal annars nefna þessar: Þriggja vikna ferð (7.—27. júlí) um Austur-Þýzka land, Tékkóslóvakíu og Pólland. í þessari ferð verða m.a. skoðað ar fangabúðir nazista í Krakow og Auschwitz. — Þá verður skipu lögð hópferð ungs fólks til Júgó salvíu og önnur ferð til Kína í ágúst-sept. Síðar í haust verður ferð með skemmtiferðaskipi um Svartahaf og Miðjarðarhaf með viðkomu í Aþenu. Loks skipuleggur ferðaskirf- stofan Landsýn nokkrar innan- landsferðir, lengri og skemmri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.