Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. júni 1961 Iðgjaldatekjur 80 mi nær r* • r r * b ova kr. AÐALFUNDUR Sjóvátryggingar félags íslands h.f. var haldinn mánudaginn 5. þ.m. í húsakynn- um félagsins í Ingólfsstræti nr. 5. í upphafi fundarins minntist formaður félagsstjórnar, Halldór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri, þeirra Brynjólfs Stefánssonar, tryggingafræðings, fyrrum fram- kvæmdastjóra félagsins, Einars E. Kvaran, aðalbókara, sem var endurskoðandi félagsins um langt árabil og Jóhanns Þ. Jósefssonar fyrrum alþingismanns, sem aliir hafa látizt frá síðasta aðalfundi. Fundarstjóri var Sveinn Bene- diktsson, framkvæmdastjóri og fundarritari Axel J. Kaaber, sknf stofustjóri. Framkvæmdastjóri félagsins, Stefán G. Björnsson, flutti skýrslu félagsstjórnar um rekst- ur og hag félagsins og skýrði ársreikninga þess fyrir sl. ár, sem var 42. reikningsár þess. Samanlögð iðgjöld af sjó-, bruna-, bifreiða-, ábyrgða- og endurtryggingum námu krónum 76.197.000,00. í tjónbætur voru greiddar rúm lega 44 milljónir króna. í laun, kostnað og afskriftir voru greidd- ar um kr. 5.600.000,00 sem er um 7,3% af brúttóiðgjöldum. Bónus og afsláttur til bifreiða- eigenda nam kr. 3.150.000,00. Iðgjalda- og tjónavarasjóðir og vara- og viðlagasjóðir hafa hækk að um rúmlega 13 milljónir króna, og eru nú um 38 milljónir. Iðgjaldatekjur Líftrygginga- deildar voru um kr. 3.554.000,00 sl. ár. Iðgjaldavarasjóðir hennar eru nú um 39,7 milljónir króna, svo að samanlagðir varasjóðir félags- ins eru nú nálægt 78 milljónir. í Líftryggingadeild voru gefin út 390 ný tryggingaskírteini á ár- inu, að upphæð samtals 15,3 millj. króna. Við árslok voru líftrygg- ingar í gildi að upphæð 127 millj króna. Verðbréfaeign félagsins var um sl. áramót rúmlega 62 milljómr, en lán út á líftryggingaskírtexni kr. 8.175.000,00. Stjórn félagsins skipa sömu menn og áður, þeir Halldór Kr. Þorsteinsson, skipstjórf, . Lárus Fjeldstéd, hæstaréttarlögmaður, Sveinn Benediktsson, framkvstj., Ingvar Vilhjálmsson, framkvstj. og Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri. Kjörnir endurskoðendur eru þeir Teitur Finnbogason, stór- kaupmaður og Böðvar Kvaran, fulltrúi. Framkvæmdastjóri félagsins er eins og áður er getið Stefán G. Björnsson. COLGATE tannkrem vinnur GEGIl EVÐIR ANDREMMU TANNSKIMMDUM — Kvennaskólinn lýkur 87. starfsárinu KVENNASKÓLANUM í Reykja vík var slitið laugardaginn 20. maí sl. Forsetafrúin sýndi skól- anum þá vinsemd að vera við- stödd skólauppsögn. Var þetta 87. starfsár skólans, en kennsla hófst þar 1. október 1874. Brautskráðar voru að þessu sinni 47 námsmeyjar. í skólann settust í haust 228 námsmeyjar, og luku 227 prófi, að meðtöld- um þeim stúlkum, sem gengu undir landspróf, en þær voru 17. Hæstu einkunnir Forstöðukona skólans, frú Guð rún P. Helgadóttir, gerði grein fyrir starfsemi skólans þetta skólaárið og skýrði frá úrslitum vorprófa. Hæsta einkunn í bók- legum greinum á lokaprófi hlaut að þessu sinni Sigrún Asgeirs- dóttir, námsmær í 4. bekk Z, 9,15. 1 3. bekk hlaut Elna Sig- urðardóttir hæsta einkunn, 9,03, í 2. bekk Fríður Ólafsdóttir, 9,30 og í 1. bekk Helga Guðmunds- dóttir, 9,04. Miðskólaprófi luku 41 stúlka, 61 unglingaprófi og 61 prófi upp í 2. bekk. Sýning á hannyrðum og teikningum námsmeyja var haldin 14. og 15. maí, og var hún vel sótt. Gjafir, verðlaun o. fl. Þá minntist forstöðukona á gjöf, sem skólanum hefði borizt í janúarmánuði sl. Við fráfall frú Þuríðar Lange gáfu náms- meyjar hennar minningargjöf í sjóð þann, er frú Þuríður gaf skóla sínum. Frú Þuríður var handavinnukennari við Kvenna- skólann uml30 ára Skeið og á- vann sér traust og vináttu allra, sem henni kynntust. Risu við- staddir úr sætum og vottuðu Císli Einarsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Síroi 19631. LOFTUR hf. L JÖSM YND ASTO FAN Pantið tíma í síma 1-47-72. hinni látnu merkiskonu virð- ingu sína. Fyrir hönd Kvennaskóla- stúlkna, sem brautskráðust fyr- ir 50 árum, mælti frú Guðrún Snæbjömsdóttir. Færðu þær skólanum gjöf í minningu um frk. Ingibjörgu H. Bjarnason hinu látnu forstöðukonu. Náms- meyjar, sem brautskráðust fyrir 10 árum, gáfu mikla bókagjöf í safn skólans, og námsmeyjar, sem brautskráðust fyrir 5 ár- um færðu skólanum einnig miklaf vinargjöf. Þakkaði for- stöðukona eldri nemendum alla þá vinsemd og tryggð, sem þeir hefðu ávallt sýnt skóla sínum og kvað skólanum mikinn styrk að vináttu þeirra. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð hlaut Sigrún Ásgeirsdóttir, 4. bekk Z. Eru þau veitt fyrir ágæta ógæta ástund- un og glæsilegan árangur við bóklegt nám. Ragnheiður Karls- dóttir 4. bekk C hlaut einnig verðlaun fyrir ágætan náms- árangur í lokaprófi. Verðlaun fyrir beztu frammistöðu í fata- saumi voru veitt úr Verðlauna- sjóði frú Guðrúnar J. Briem. Þau verðlaun hlaut Sigrún Bjarnadóttir, 4. bekk Z. Verð- iaun úr Thomsenssjóði fyrii beztan árangur í útsaumi hlaut Ásdís Sæmundsdóttir, 3. bekk C. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund veitti námsmeyjum Kvennaskólans verðlaun. Var það íslendingasaga Jóns Jó- hannessonar veitt fyrir beztu ís- lenzku prófritgerðina. Sólveig Ingvarsdóttir, 4. bekk Z hlaut þau verðlaun. ■ Nómsstyrkjum var úthlutað í lok skólaársins til efnalítilla námsmeyja, úr Systrasjóði náms meyja 12000,0 kr. og úr Styrkt- arsjóði hjónanna Páls og Þóru Melsteð 2.000,— kr., alls 14.000, — kr. Að lokum þakkaði forstöðu- kona skólaneí'nd og kennurum ágætt samstarf á liðnum vetri og ávarpaði stúlkurnar, sem brautskráðust, og óskaði þeim gæfu og gengis á komandi árum. j Með því að bursta tennurnar með COLGATE Gardol tannkremi myndast virk froða sem smýgur á milli tannanna þar sem burst- inn nær ekki til, og eyðist þá hverskonar lykt úr munni og bakteríur sem valda tannskemmdum skolast burt- Andremma hverfur strax. Burstið tennurnar reglulega með COLGATE Gardol tannkremi og verjist tannskemmdum um leið og þér haldið tönnum yðar hvítum og fallegum. Colgate er mest selda tannkrem heims- ins vegna þess að það gefur öndun yðar frískan og þægilegan blæ um Ieið og það hreinsar tennur yðar. Kaupið, í dag, C O L G A T E tannkrem í hvítu go rauðu umbúðunum. Skólauppsögn að Skógum HÉRAÐSSKÓLANUM í Skógum undir Eyjafjöllum var sagt upp fimmtudaginn 1. júní. Skólastjór inn Jón R. Hjálmarsson flutti skólaslitaræðu, rakti starfið á vetrinum, lýsti prófum og af- henti nemendum prófskírteini. Nemendur þetta skólaár voru nokkru fleiri en undanfarin ár eða 116 reglulegir nemendur. Auk þess komu 6 nemendur utan skóla og tóku próf inn í 2. bekk, svo að alls gengu 122 nemendur undir próf og stóðust Þau allir. Skólastarfið á vetrinum gekk vel, félagslíf var prýðilegt og allur skólabragur mfeð ágætum. Nokkuð var um umferðarkvilla, er hrjáðu nemendur einkum á fyrra hluta skólaársins. Mikkíll fjöldi góðra gesta heimsótti skólann á vetrinum og ber þar hæst Sinfóníuhljómsveit íslands og karlakórinn Fóstbræð ur auk fjölmargra einstaklinga. Einnig hafði skólanum borizt gagnmerk bókagjöf frá Þorsteini Finnbogasyni, öldnum Rangæ- ingi búsettum í Reykjavík. Gagnfræðapróf þreyttu 27 nem endur og hlaut Sigríður Magnús- dóttir Hvammi undir Eyjafjöll- um hæstu aðaleinkunn 8,29 og aðra hæstu einkunn fékk Laufey Engilbertsdóttir, Pulu, Holtum, 8,11. Landspróf tóku 19 nemend- ur og varð Kristín Jónasdóttir, Fagradal, Mýrdal, hlutskörpust með 7,60 og Jón R. Kristinsson, Borgarholti í Holtum, fékk aðra hæstu einkunn 7,50. Nemendur í 1. og 2. bekk luku skólavist sinni í endaðan apríl. Unglingapróf tóku alls 46. Hæstu einkunn fékk Guðmundur Þor- geirsson, Stórólfshvoli, Hvol- hreppi, 9,45. Fyrsta bekkjar próf tóku 24 fyrir utan hina 6, er komu utanskóla í próf. Hæsta fyrsta bekkjar próf fékk Helgi Magnússon, Sólheimum, Land- broti, 9,10. Við skólauppsögn fengu nokkr ir nemendur verðlaun fyrir dugn að í námi, góð störf í þágu skól- ans og að félagslífi nemenda. Auk skólastjóra tóku til máls formaður skólanefndar Björn Björnsson sýslumaður og séra Sigurður Einarsson, er verið hafði prófdómari. Nemendur sungu undir stjórn Þórðar Tóm- assonar söngkennara. Flestir hafa landað TOGARARNIR, s«m fóru á ísfisk veiðar áður en verkfallið skall á, eru nú flestir búnir að landa í Bretlandi. Síðast seldu í Grimsby Svalbakur, þann 7. júní, 118 tonn fyrir 7,565 pund og Ágúst, daginn eftir, 157 tonn fyrir 7,487 pund. Síðasta hálfan mánuðinn hafa 5 Vestmannaeyja-bátar selt ísvar inn fisk í Aberdeen og fengiS gott verð. Hefur þetta mestmegn is verið ýsa og flatfiskur. Hafa þeir samtals selt fyrir 9 þús. pund Tveir bátar eru nú á útleið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.